Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 4
4 5 r''"'.............'..............■ ..............................................................................~X MANNDÓMUR OG MENNING Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, sagði m. a. í ræðu sinni við embæltis- innsetningu 1. ágúst sl.: „Það er almennt vitað og viður- kennt, að kjör einstaklinga og stétta eru liér á landi jafnari en meðal liinna stærri þjóða. Þó kemur mér ekki til hugar að fullyrða, að rétt sé hiutað. Á þéssum vcttvangi eru aðal- átökin. Lífsbarátlunni cr aldrci lokið. Margur kann að vera gramur og böl- sýnn, þegar hann ber sinn hag saman við hugsjón sína. En ef við berum nú- verandi ástand saman við afkomu al- mennings eins og hún var fyrir fimm- tíu árum, að eg ekki segi heilli öld, þá birtir fyrir augum og kemur í Ijós, að vér erum á réttri leið, og getum verið ásátt við það þjóðskipulag í höfuð- dráttum, sem skilar slíkum árangri. Stéttir verða jafnan við lýði, ef vér skiptmn eftir atvinnugreinum, og álitamál hvernig skipt skuli þjóðar- tekjunum. Það verður hvorki mælt né vegið á sama hátt og dauðir hlutir, enda mun eg ekki hætta mér lengra út á þann vígvöll stjórnmálanna. En hitt hika eg ekki við að fullyrða, að ef vér lítum á íslenzka þjóð frá sjónar- miði íslenzks máls og menningar, þá er stéttarmunur hér minni en með nokkurri annarri þjóð á líku stigi. Hreint og kjarngott mál gerir hér engan stéttamun, og hámenning fyrir- finnst innan allra starfsgreina. Þar á er engin háskólaeinokun, og ef um skríl er að ræða, þá er hann sízt bund- inn við stéttaskipting. Á þessu stéttleysi manndóms og menningar byggjum vér trúna á það, að íslendingum takist að leysá hvem þann vanda, sem að höndum ber, á þingræðislegan hátt. Þjóðin er ung á mælikvarða mannkynssögunnar, þó sú saga sé einnig örstutt miðað við lífið á jörðunni. Þó höfum vér góða kjölfestu í eigin sögu. Staðgóð sögu- þekking er hin bezta vörn gegn of- stæki, og hvöt til framsóknar. íslend- ingar eru staðráðnir í því, að láta sig ekki oftar henda að verða skattland né verzlunar- og fiskveiðinýlenda nokkurs annars ríkis, heldur sækja fram í sínum sögulega og náttúrlega rétti. Þjóðinni er að sjálfsögðu margs kon- ar viðfangsefni og vandi á höndum. Iðnbylting og nútímatækni hófst hér fyrir einum fimmtíu áriun. Fólks- flutningar hafa verið miklir í fótspor nýrrar verkaskiptingar. Bæir og kaup tún hafa vaxið hröðum skrefum á skömmum tíma. En þeim vanda og viðfangsefnum, sem að oss steðja, er hér mætt af þroskaðri þingræðisþjóð, sem sótt hefur framtíðardrauma til upphafs íslandsbyggðar og einnig til hinna hæstu hugsjóna, sem leiðtogar gera sér á hverjum tíma um hið góða þjóðfélag, sem hefur heill og ham- ingju þegnanna fyrir mark og mið. Þá er rétt stefnt, þegar siglt er eftir tindrandi leiðarstjömu til samfylgdar við hin eilífu Iögmál mannúðar og réttlætis, sem er lífsins takmark og tilverunnar innsta eðli.“ Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti, hefur nú tekið við æðsta embætti þjóðarinnar í þriðja sinn. Þórlaug Oddsdóttir á Brekku sjötíu og fimm ára 22. júlí síðastliðinn iimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiHitmmmiiiimmmmmmmmmmimm mmmmmmmmmmi immmmmmmirmmmmmmimmimmmmmmmmmii immmmmmmmmmmmmmmiii* ff Föstudaginn 22. júlí varð 75 ára Þórlaug Oddsdóttir, fyrrum húsfreyja á Brekku í Svarfaðar- dal. Hún er fædd á Grýtubakka í Höfðahverfi árið 1885. Foreldr- ar hennar voru Oddur skip- stjóri Þorsteinsson bónda á Grýtubakka Jónassonar Odds- sonar og Elín Sveinsdóttir bónda á Hóli í Höfðahverfi. Greindar- og manndómsættir, svo langt sem kynni ná. Þau Oddur skipstjóri Þorsteinsson og kona hans, Elín Sveinsdóttir, bjuggu síðar lengi í Hringsdal á Látraströnd, við bjarglegan efnahag, enda alla stund hjálp- leg í þörf, veitul og risnugjörn. Þórlaug Oddsdóttir ólst upp með foreldrum sínum. Um 23 ára gömul giftist hún og gekk að eiga Halldór Kristin bú- fræðing Jónsson frá Hjaltastöð- um og Syðra-Hvarfi, er síðar varð á fjórða tug ára dýralækn- ir í Svarfaðardal og jafnvel um nálægar sveitir. Árið 1916 settu þau Þórlaug og Halldór bú á Brekku og þar bjuggu þau við einbýli til 1933, er þau hjónin Klemens Vilhjálmsson frá Bakka og Sigurlaugdóttirþeirra hófu búskap á nokkrum hluta jarðarinnar. Halldór Kristinn dýralæknir er látinn fyrir nokkrum árum, síðan hefur Þórlaug Oddsdóttir, ekkja hans, átt heimili á Brekku og allt til þessa dags. Þórlaug á Brekku er and- stæða hvatvísi og hverflyndis. Gengur ekki á gefin heit. Greind að náttúru, betur en í meðallagi, háttvís og hæglát kona. Hugsar áður en hún talar og leitar ráðs fyrr en hún fram- kvæmir, jafnvel seinleg í bragði við fyrstu kynni, en vinnst þó flest til fullnustu urn það er lýkur. Hún er dýra- og mann- vinur. Sjálfelsk við hóf. Gerir það oft gæfumuninn í mann- heimi. Þórlaug á Bakka hefur löngum verið ókvartsár og þol- góð, þá er öndvert og kalt blés og' harmsefni þung féllu henni í fang. Á þeim stundum fannst mér, að mai'gt gæti eg af kon- unni lært, ef eg væri maður til. Þórlaug á Brekku var einn af nábúum mínum um síðastliðin 27 ár. Um þau kynni er alls hins bezta að minnast. Alltaf sama gestrisnin, hófsöm glaðværð, Ijúfmannlegt viðmót, bónþægð og fyrirgreiðsla. í stuttu máli allt það er henni var sómi að veita og mér að þiggja. Þórlaug Oddsdóttir, ráðheila, heiðvirða kona. Hafðu einlæga þökk mína fyrir liðnar stundir. Eg bið og óska þér sannrar blessunar um alla framtíð. Runólfur í Dal. Ur Maríustakki einn minnisfeyg minni æskunnar daga" Heimsók í Liljulund og rætt við Hjört Gíslason Fréttir úr Norður-Þingeyjarsýslu Hjörtur Gíslason unir löngum stundum í Liljulundi, þar sem tré og runnar njóta friðunar og spretta ört. — (Ljósmynd: E. D.). Rændadagur eyfirzkra bænda Eg veit ekki nema einhver hafi í blaðinu minnzt á bænda- samkomuna að Hrafnagili 24. júlí síðastl. Það hefði að minnsta kosti verið þess vert. En hvað sem um það er, langar mig til að fara nokkrum orðum um skemmtun þessa. Það mun vera í þriðja sinni, sem eyfirzk bændasamtök og ungmennasamtök gangast fyrir, að slíkur hátíðisdagur sé hald- inn í virðingarskyni við ís- lenzka bændastétt. Eg vil vekja sérstaka athygli á, hversu ánægjulegt það má vera bændastéttinni að ung- mennafélögin sýna henni þá virðingu og vinsemd, sem í því f#lst að gerast annar aðili að þessu hátíðahaldi. Það setur sannarlega sitt svipmót á sam- komuna. Svipmót er alla mun gleðja er hana sækja. Það er reyndar naumast tilviljun að þessi félagssamtök rétti hvert öðru höndina til samstarfs, svo náskyldar sem þær hugsjónir eru, er félögin stefna að: Rækt- un lands og lýðs. Eg skal ekki ræða þetta meira að sinni, þó að vert væri. En eg vil þegar bera fram þá tvíþættu ósk, að Eyfirðingar láti ekki þetta hátíðahald niður falla, og að eyfirzkur ungmennaskapur telji sér ætíð ljúft og skylt að vera þar virkur aðili að. Þó full- yrði eg að bændur eru örugg- lega á réttri leið. Skal þá snúið að hátíðahaldinu sjálfu 24. júlí eins og það kom mér fyrir sjónir og orkaði á mig. í stuttu máli tel eg daginn hafa heppnazt ágætlega. Yeður Fyrirkomulag fræðiatriða hið var gott. skemmti- og prýðilegasta. Hátíðin hófst með guðsþjón- ustu. Sá hefur verið siður við hátíðahöld þessi hér í Eyjafirði síðan þau hófust. Þetta er fagur siður og hefur vissulega áhrif á samkomuna og gefur henni fyllra, andlegt gildi. Ræður þær, sem þarna voru fluttar, voru áreiðanlega þess virði að á þær væri hlýtt. Hóg- værar, frjálslyndar, en vekj- andi. Lausar við allan stétta- áróður, ólíkt því, er of öft vill verða við slík hátíðahöld sem þessi, þar sem harðvítugasta kröfupólitík er rekin og eigi ósjaldan án æskilegrar sann- girni í garð annarra stétta. Eg er sannfærður um, að sá háttur, sem til þessa hefur verið uppi hafður í ræðuhöldum á Bændadaginn er réttur. Verkefni stéttarinnar og þýð- ing hennar í íslenzku þjóðlífi á að vera aðal ræðuefni dagsins, ásamt viðurkenningu á því, er vel hefur unnizt og gefizt á hverjum tíma, en láta pólitíkina lönd og leið þennan dag. Það er sannarlega yfrið nóg að hafa hana í eyrum og fyrir augum hina 364 daga hvers árs og ein- um degi betur þá hlaupár er. En nóg um þetta. Skemmtiatriði á Laugaborg þennan dag: Söngur Smára- kvartettsins á Akureyri var prýðilegur að vanda og gaman var að sjá ungu mennina sýna vinnuhæfni sína og íþróttir. Og enn er ótalið eitt skemmtiatriði, og ekki það sízta, sem að vísu stóð ekki á hátíðaskránni, en engu að síður henni náskylt. — Stór hópur æskufólks var þarna mættur og börn hrærðust innan um fullorðna fólkið og flögruðu eins og fiðrildi milli blóma, og féllu svo undur vel inn í fegurðina á Hrafnagili. En engin rós er án þyrna, og heldur ekki nein hátíð eða skemmtun skuggalaus, og svo var hér. Það sem vantaði til að gera þennan dag unaðslegan var það, að þarna voru alltof fáir bænd- ur mættir. Hvemig stendur á því að bændur sækja svo dræmt sína stéttarsamkomu? Hvað veldur því að bændur koma ekki betur á móti þeim góðu mönnum, er erfiða við að koma þessum há- tíðahöldum á fót? Það er þó ekkert smástarf, sem þeir leggja sér á herðar. Þetta er ekkert skyldustarf þeirra, og er því sýnu lofsamlegra. Þetta er þegn- skyldustarf, sem þeir einir leggja á sig, er eiga fómarvilja í þágu góðs málefnis. Hafi þeir beztu þökk fyrir. Það hlýtur að verka sem hnefahögg í garð þessara manna, þegar það sýnir sig ár eftir ár, að tiltölulega fáir bændur láta sér þennan dag nokkru varða og sitja heima. Eg varpaði fram hér að fram- an spurningunni: Hvað veldur? Eg skal hreinskilnislega svara spurningunni frá mínum bæjar- dyrum séð. Tómlæti bænda og óstéttvísi, þessir tveir annmark- ar á ráði bænda, sem hafa vald- ið þeim ómetanlegu tjóni og hrakið þá í allar áttir, svo að erfitt er að vita hvar þá er að finna. Þetta þýðir ekki það, að eg sé að deila á bændur, þó að þeir aðhyllist mismunandi stjórn- málaflokka, þar á hverjum að vera heimilt að ráða sig til skips, er honum þykir heilla- vænlegast, heldur hitt, hversu tvístraðir þeir ganga til verka um stéttarmál sín og fylgja illa eftir réttmætum málum, sem borin eru fram fyrir þeirra hönd til hagsbóta. Fyrir bragðið verða þeir og eru fótum troðnir af öðrum stéttum. — Hvenær skyldu bændur almennt fá opin augu fyrir þessari staðreynd? Bændur mega sannarlega sjálf- um sér um kenna, ef þeim þykir sinn hlutur fyrir borð borinn. Er það ekki spor í rétta átt til betri samstöðu hér eftir en hingað til, að bændur komi saman einu sinni á ári og ræði öfgalaust af einurð og dreng- skap sín stéttarmál og kynnist betur hver öðrum?'Til þessa er stéttardagurinn einkar hentug- ur, í því formi, sem Eyfirðingar hafa haldið hann og eg hef lýst framar í þessu spjalli. Eg held að það nálgist sið- ferðislega skyldu bænda að sækja þessi mót. Eg þykist vita, að sumir muni svara spurningu minni um lé- lega þátttöku bænda því, að tímaleysi valdi. Þetta er án efa rétt í einu og einu tilfelli, en Framhald á 7. síðu. Hjörtur Gíslason, verkamað- ur hjá flugmálastjóm, vinnandi flesta daga við Akureyrarflug- völl, er skáldmæltur vel og . djarfmæltúr T-'bundnu máli. og óbúndnu-, borgari á Akureyri síðustu tuttugu og fimm árin, og ér' é'ínn þbirfá einstaklinga, sem hvorki verðúr hristur né skekinn til hinnar mjúku og sléttleitu áferðar í straumi þétt- býlis og mannmergðar. Fyrir allmörgum árum gaf hann út barnabókina Prinsinn í Portúgal, og er hún í ljóðum. Fyrir þremur árum kom ljóða- bók hans, Vökurím, út og vakti umtal og eftirtekt. í haust mun Bókaforlag Odds Björnssonar gefa út nýja bók eftir Hjört Gíslason í óbundnu máli. Ekki verður Ijóstrað upp um efni þeirrar bókar, en nafn hennar er Salomon svarti, og henni spáð miklum vinsældum. En Hjörtur hefur áhuga á fleiru en gerð ljóða og sagna, þegar frítímar gefast. Hann er í eðli sínu svo mikið náttúrubarn, að honum nægir ekki hið venju lega tjóðurband þéttbýlisins, þar sem hver maður hefur að- eins noltkurra metra skák undir húshlið. Hann þráði griðastað undir berum himni, allt frá því að hann fluttist í bæinn, og meira samlíf með móður nátt- úru. Þau sannindi hefur hann einnig eflaust á tilfinningunni, að öll menning visnar þegar fólk hættir að ganga á grasi og borg- armenningin ein hefur engri þjóð enzt til farsældar, enn sem komið er. Eg' hitti Hjört nýlega hér skammt fyrir ofan bæinn í af- girtum, lítið eitt óvenjulegum fjögurra dagsláttu reit, og tók hann tali. Átt þú þetta land? Mér var gefið það, og það gerðu heiðursmennirnir Jakob heitinn Karlsson, Stefán Stein- þórsson og bræðumir Kristinn Guðmundsson, ambassador, og Sigfreð í Lögmannshlíð, þegar þeii;. vissu ,að mig langaði til að eigaast ofurlítið afdrep úti í náttúrunni, , Pg hvað er þessi gróður gam- all? Elztu trén eru á ferrn- ingaraldri. Eg byrjaði að planta hér trjáplöntum. árið 1946, og eins og þú sérð eru þær að vaxa mér yfir höfuð. En eg hafði ekki 'éfni -á að kaupa plöntur, sem heitið gat, svo að eg tók það ráð að fá mér fræ og ala upp plöntur sjálfur, með guðs hjálp og góðra manna, því að ekki hafði eg neina kunnáttu til að bera á þessu sviði, hafði naumast séð tré þegar eg flutti til Akureyrar fyrir 25 árum. — Hvönnina fékk eg á Úlfsstöðum HJÖRTUR GÍSLASON: Liljulundi Nú skulum við ganga í Liljulund að læknum í Rangárgili og hlusta, meðan blóm í blund blærinn hjalar og syngur, og horfa á, hvernig gæla við grund glóandi kvöldsólarfingur. Við setjumst í brekkuna hlið við hlið og hjúfrandi tölum saman. Atlot þín veita mér yndi og frið, — aftanbliksgeislar lýsa elskenda fögru unaðssvið og almætti lífsins prísa. I skugga Kaldbaks er sólin seig og síðkvöld að næturbarmi, drukkum við andvarans áfengu veig, — ilmdaggir blóma í haga — úr Maríustakki einn minnisteig: minni æskunnar daga! í Skagafirði, eyrarrósina á Steiná í Svartárdal, eininn úr Aðaldal, lerkifræ, sem þessar plöntur eru sprottnar af, útveg- aði Steinunn Hafstað mér frá Rússíá, reynifræ fékk eg í görð- um á Akureyri, hakkaði þau í hakkavél og setti grautinn í beð hérná í lundinum, og þetta er svo ávöxturinn af því, víðistikl- inga fékk eg hér og þar og stakk þeim niður, og þeir hafa þotið upp eins og þú sérð. Sumt af birkinu er upp af fræi, sem eg sáði hérna og svo fékk eg plöntur til viðbótar. — Úti í Noregi fékk eg nokkrar furu- plöntur þegar við fórum í Geys- issöngferðina um árið, og eg hafði þær í smápakka, og datt sannast að segja ekki í hug að að þær mundu lifa eftir þann hrakning, en hérna sérðu hvern- ig þær dafna, segir Hjörtur og dregur ekki dul á gleði sína, fremur en góð fóstra yfir vel- gengni barna sinna. Og þessi staður heitir Liljulundur. Og guð hefur andað á gróður- inn? Já, sannarlega gerir hann það hér, eins og alls staðar annars staðar. Trúir þú því, að mér er þetta helgur staður. Hingað fer eg þegar eg er reiður við sam- félagið eða mér verður myrkt fyrir augum af einhverjum ástæðum. Skuggarnir hverfa úr huga mér þegar eg geng hérna um, og víst hefur þessi lundur bægt frá mér margri ljótri hugsun og komið í veg fyrir fæðingu margrar ljótrar skamm arvísu. Hér hefur mér aldrei orðið ljót vísa af munni. Og ef þú þarft einhvern tíma að finna mig, og eg er ekki heima og ekki að vinna, þá er eg hérna. Hér er eg öllum stundum. Hvað heitir þessi staður ann- ars? Liljulundur, segir Hjörtur, og síðan fer hann með mjög fagurt kvæði, samnefnt. — Þessi lægð heitir Rangárgil, lækurinn Rangá, hér bjuggum við, eg og krakkarnir, til dálitla tjörn, þar sem þau syntu og lágu svo í sól- baði á milli. Það var þegar þau voru lítil. Það voru yndislegir dagar. Þau og konan hjálpuðu mér dyggilega, og eiga mörg handtök við að gróðursetja þessar 8—10 þúsund plöntur, sem þú sérð hérna. Og fuglarnir munu vera bún- ir að finna þetta friðland? Jú, hér verpa ótrúlega marg- ir fuglar. Fyrst verpti til dæmis ein rjúpuhjón, en í sumar voru rjúpuhreiðrin 6, og svo eru þrestirnir famir að verpa hér auk mófuglanna. Hreiðrin eru mörg í Liljulundi og sum meira að segja stór, segir Hjörtur og glottir. Það er elskað hér í garðinum, og ekki er mér ami að því. Fuglasöngurinn er ynd- islegur og fólk, sem hingað kemur, gengur vel um og skemmir ekki gróðurinn. Eg þakka svörin og held leið- ar minnar. Trén skýla lágvaxn- ari gróðrinum í Liljulundi, þótt þau séu ekki gömul, hvönnin leggur undir sig raklendan bakka Rangár, sem er nú frem- ur lækur en á, af hinum villta gróðri hefur hver planta valið sér vaxtarstað við hæfi, og Liljulund'ur er náttúrlegur og grózkumikill. Hver árssproti trjánna er hvort tveggja í senn: áþreifan- leg staðreynd um gróðurmátt íslenzkrar moldar, og hann er fyrirheitið sjálft. Og hver árs- sproti er sótt hefur næringu í mjúka mold og birtu nóttlausra daga, hefur einnig mikið að gefa, eins og eigandi Lilju- lundar segir frá hér að framan. Hann fullnægir þeirri djúp- stæðu þrá mannsins að finna andardrátt hinnar lifandi nátt- úru. — E. D. •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiii | Fyrsti fjörður I brúaður Á Snæfellsnesi er unnið að byggingu brúar yfir Hrauns- fjörð. Það er fyrsta brú, sem byggð er yfir fjörð hér á landi. Brúin verður 22 m. löng og var henni valinn Staður, þar sem Mjósund nefnist. Grundæ'- fjarðarvegur styttist til muna við þessa brúargerð. Reið uppi tófu. Síðari hluta fyrra mánaðar hafa bændur verið að smala ám til rúnings, og hefur það gengið misjafnlega, enda féð dreift um allar heiðar, þegar svo áliðið er orðið, enda nú svo komið, að margt fé er ekki rúið fyrr en á haustin. í smölun á Hvamms- heiði í Þistilfirði bar það við, að Oli Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum, sem var á frá- um fjörhesti, er Ljótur heitir, reið uppi tófu og drap hana. Byggð var í sumar smábrú á Sigurðarstaðaós á Sléttu. Aðeins 3 nýjar dráttarvélar hafa komið til bænda í sýslunni í sumar, og er það óvenju lítið, og enginn nýr jeppi. Það-er til baga, að verkfæri, sem pöntuð voru, hafa ekki komið með vél- um þessum. Héraðssamkoma. íþrótta- og ungmennasamband Norður-Þingeyinga boðaði til héraðssamkomu í Ásbyrgi sunnudaginn 24. júlí sl. — Var margt manna komið í Ásbyrgi á laugardags kvöld og hafði reist tjöld. Þar hafði og verið komið upp aðstöðu til veitinga í tjöldum, danspalli o. fl. En á sunnudagsmorgun var tekið að rigna og var ákveðið að flytja samkomuna í. félagsheimili Keldhverfinga, Skúlagarð, og þar var hún haldin. Kom þang- að fjölmenni, innan 'héraðs og utan. Þórarinn Haj'aldsson, Laufási, setti samkomuna. Séra Páll Þorleifsson, prófastur á Skinnastað, flutti predikun og félagar úr kirkjukórum sýsl- unnar önnuðust sálmasöng. — Gísli Guðmundsson alþingis- maður flutti ræðu og Karlakór- inn Þi-ymur á Húsavík söng. Söngmenn voru um 30. Stjórn- andi Sigurður Sigurjónsson. Um kvöldið var stiginn dans. í stjórn íþrótta- og ungmenna- sambandsins eru: Brynjar Hall- dórsson, kennari í Gilhaga, frú Ingibjörg Indriðadóttir, Höfða- brekku, og Gunnar Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum. For- maður er Brynjar. Merkiskona látin. Nýlátin er á Arnarstöðum í Núpasveit merkiskonán Hall- dóra Halldórsdóttir, áttræð að aldi'i, sem lengi bjó, ásamt manni sínum, Níelsi Sigui'geirs- syni, í Hrauntanga á miðri Ax- ai'fjarðarheiði. En það býli lagðist í eyði þegar þau fluttu þaðan. Ekki voru þau hjón efn- uð og lítil voru húsakynni þar. En fjöldi fólks kom þar við á leið sinni yfir heiðina, áður en hún varð bílfær, og voru þau hjón mjög gestrisin og mai'gur hlaut þar aðhlynningu, sem illa var á sig kominn, enda allra veðra von á þessum fjallvegi. Mun ekki ofmælt, að þar hafi oftar en einu sinni verið boi'gið mannslífi. í Hrauntanga átti skáldið Jón Ti-austi heima nokkur ár. Þarna voru á 19. öld nokkur býli á heiðinni, eru þau nú öll í eyði. Skammt þaðan, sem Hrauntangi stóð, er nú nýtt og vandað sælu- hús við þjóðveginn. Er hægt að lækka hyggingarkostnað hér á landi um þriðjung? Litlu fé varið til rannsókna á sviði bygginga Litlar framfarir í byggingaiðnaðinum Hér í blaðinu hefur oft verið rætt um byggingakostnað íbúða og hinar raxmalegu, litlu fram- farir í byggingaiðnaðinum. Bandarískur byggingafræðing- ur, Robert L. Davison að nafni, sem á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefur rannsakað þessi efni hér á landi, ásamt íslenzkx-i nefnd, segir m. a.: íslendingar verja nær helm- ingi meiru af þjóðarframleiðsl- unni til íbúðabygginga en aðrar þjóðir, og fé þetta nýtist mun verr en annars staðar. Byggingafi'æðingurinn full- yrðir, að hægt sé að lækka byggingakostnaðinn um allt að 30%, ef meiru fé væri varið í rannsóknir og leiðbeiningar. — Hann bendir á, að mikinn árang ur megi fá í skipulagi íbúðar- húsa, efnisnýtingu, byggingar- aðferðum, byggingarsamþykkt- um, lánamálum, opinberum af- skiptum og stöðlun í byggingar- iðnaðinum. Ennfremur telur hann, að hús- næði nýtist illa, t. d. vegna handahófslegra staðsetninga á gluggum og hui'ðum o. fl. Þá telur Robert L. Davison, að almennt sé talið og viður- kennt, að ekki sé eðlilegt að veria meiru en vikulaunum á mánuði hverjum fyrir húsnæð- iskostnaði. í Svíþjóð hefur þetta lækkað úr 12 daglaunum í 5 daglaun. Hér á landi er þetta að mestu óbreytt, og mun húsnæðiskostn- aðurinn vera um helmingi meiri en eðlilegt má teljast, eða samsvarar mjög oft til tveggja vikna launa, þegar meðtalinn er kostnaður við vexti, opinber gjöld, vatn, rafmagn, hita o. fl. skylt. Hér á landi hefur nær engu fé verið varið til rannsókna á sviði byggingaiðnaðarins, og stingur það mjög í stúf við það, sem annars staðar er. M. a. þess vegna er þróunin svona hæg- fara í þessum málxrm hér. Hér er því mikið verk að vinna á komandi ái'um. Þjóðin Framliald á 6. siðu. Útsvör í Húsavík árið 1960 Niðurjöfnun xitsvara í Húsavík er nýlokið. Jafnað var niður kr. 3 millj. 297 þús. á 429 gjaldendur. Við nið- urjöfnun var fylgt álagningarreglum fyrir kaupstaði utan Reykjavíkur. Veltuútsvör voru almennt Inikið lækkuð frá fyrra ári, en eru frá 0.6% til 3%, mismunandi cftir veltuflokk- um. Tckið var aukið tillit til sjúk- dómskostnaðar og aldurs gjaldenda við álagningu útsvara, almanna- tryggingarbætur voru undanþegnar útsvari. Síðan voru öll útsvör lækkuð írá álagningarrcglum um 23.5%. — hcssir gjaldendur báru útsvör kr. 13 þús. og yfir: Kaupfclag hingeyinga 314.700 Fiskiðjusamlag Húsavíkur 113.100 Olíufclagið li.f. 7G.200 Barðinn li.f. • 55.800 Danícl Daníelsson, læknir 25.000 Jóhann Skaptason, sýslum. 24.100 Helgi Hálfdánarson, lyfsali 24.000- Olíuverzlun lslands h.f. 24.000 Haukur Sigurjónsson, vclstj. 23.500- Vélavcrkstæið Foss h.f. 22.900 Söltunarstöð K. 1>. og F. H. 22.700 Þór l’étursson. útgerðarm. 20.400 Maríus Hcðinsson, skipstj. 19.800 Sigurður Sigurðsson, skipstj. 19.800 Gunnar Hvanndal, stýrim. 18.800 Hrciðar Bjarnason, skipstj. 18.100 Fataverksmiðjan Fífa 17.700 Stefán Pétursson, skipstj. 16.800 Trésmiðjan Fjalar 16.400 Þorsteinn Jónsson, sjóm. 16.100 Trésmiðjan Borg 15.900 Þórarinn Vigfússon, skiptj. 15.700 Sigtryggur Jónasson, vélstj. 15.100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.