Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 7
7 OÐYR HEY Víða voru heyfyrningár frá síð- asta vetri,'sums staðar niiklar. í sumar er grasspretta óvenjugóð og hev mikil. Þeir sem treysta á heysölu fá lítið í aðra hiind nú, því framboð er mikið og hcyið mjög ódýrt. En enginn skyldi vanmeta hcy og illa ler þcim oft, er ekki hirða af fullu kappi um heyöflun í góð- ærum. Markaskrá Eyjafjarð- arsýslu nýkomin íit Ut er komin markaskrá fyrir Eyjafjarðarsýslu, Akureyri og Olafsfjarðarkaupstað, pre'ntuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Skráin hefur nú ver- ið send oddvitum og bæjarstjór- um, og geta fjáreigendur, sem ekki hafa fengið skrána, vitjað hennar hjá þeim. Framan við skrána yfir mörk- in er reglugerð um markadóm, markl'éttindi. MJÖG GÓÐ kartöfluspretta Þar sem blaðið liefur haft spúrnir af kartöfluspreltu, er sprettan hvar vetna góð og mjög góð, svo nú lítur út fyrir mikla uppskeru í haust — ef næturfrost koma ekkf stiemma. - : Zontasystur á ferð Til Akureyrar komu í gær 40 konur úr Zontaklúbbum Norð- urlanda, auk kvenng út' Zonta- klúbb Reykjavíkur. — Zonta- klúbbur Akureyrar tók á móti hópnum og munu gestirnir fara í boði hans til Mývatnssveitar í dag. Zontaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 1941 og Zonta- klúbbur Akureyrar 1949. En alls munu starfandi 410 slíkir klúbbar 1 15 löndum, þar af 25 á Norðurlöndunum, og starfa þeir að eflingu siðgæðis og margvíslegra menningarmála og bættri aðstöðu kvenna. Hver klúbbur velur sér verk- efni, svo sem Norðlendingar þekkja af starfi Zontaklúbbs Akureyrar við að koma upp Nonnasafni, sem var opnað al- menningi fyrir 3 árum. — í Reykjavík hafa Zontasystur einkum beitt sér fyrir að hjálpa heyrnardaufu fólki og mállausu. Nýlokið er í Reykjavík Norð- urlanda-Zontamóti. Nýr bátur til Húsa- víkur, Héðinn ÞH 57 Hinn 27. júlí sl. kom nýr 150 tonna stálbátur til Húsavíkur. Hann er smíðaður í Noregi og talinn mjög vandaður að allri gerð. Hann heitir Héðinn ÞH 57. Eigandi er Hre-ifi li.f., Húsavík. Eormaður er Maríus Héðinsson og hélt báturinn þegar á síldar- miðin. Þegar Héðinn lagðist að bryggju, fögnuðu bæjarbúar hon- um. En um kvöldið buðu eigend- ur til vei/.lu um borð. Meðal við- staddra voru alþingismennirnir, Karl Kristjánsson og Gísli Guð- mundsson, og framkvæmdastjóri I.andsambands íslenzkra útvegs- manna, Sigurður Egilsson, og fluttu þeir allir ræður og árnuðu útgerðarféiaginu, skipinu og áhöfn þess allra heilla. Jón Ár- manti Héðinsson skrifstofustjóri, eiiin at eigendum hins nýja skips, lýsti skipi og þakkaði heillaóskir. Skip þetta 'mun hafa kostað fast að 6 milljónum króna. ÓVIÐUNANDI SÍMASAMBAND Almennur hreppsfundur Grýtubakkahrepps, Höfða- hverfi, Suður-Þingeyjarsýslu, haldinn að Grenivík, sunnudag- inn 19. júní 1960, telur að síma- samband héraðsins sé fyrir löngu orðið ófullnægjandi og skorar því eindregið á Póst- og símamálastjórnina : 1. að nú þegar verði hafizt handa og lögð bein lína frá Akureyri til Grenivíkur, 2. að símastöðin í Grenivík verði gerð að 1 flokks B, 3. að þegar á þessu sumri verði gerð viðbótarbygging við símastöðina í Grenivík, þar sem m. a. verði viðunandi tal- klefar (box), 4. að línu 2 og 5 verði skipt, svo að færri bæir verði á hverri línu, 5. að nú þegar verði komið fyrir póstkassa utanhúss á síma- húsið í Grenivík. Audlátsfregn Páll Sigurðsson fyrruni bóndi í Skógum í Reykjahverfi í S.-Þing., seni nýlega er látinn, var jarðsung- inn 23. jólí í Húsavík. Húskveðja fór fram í Skógahlíð, en þar hafði hann átt heima síðustu æviárin lijá syni sínum, Sigurði bónda j)ar. farðarförin var fjölmenn og við húskveðjuna töluðu, séra Friðrik A. Eriðriksson prófastur og Jón Sigurðsson bóndi í Felli. 1 Húsavíkurkirkju tölúðu prófast- urinn og Karl Kristjánssón al- jiingismaður. — Páll var nálega 85 ára gamall er hann lézt. LANDSLEIKUR Þjóðverjar og íslendingar háðu landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í Reykja- vík í gær. — Gestirnir sigruðu með 5:0. Steingrímur Björnsson afgreiðslumaður í Raflagnadeild KEA á Akureyri var valinn í landsliðið að þessu sinni og hlaut góða dóma fyrir frammi- stöðu sína. SAMVINNAN í júní-júlíhefti Samvinnunnar, sem er nýkomið út, er m. a.: Orð í alvöru eftir Guðm. Sveinsson, viðtal við Björn Kristjánsson frá Kópaskeri, kvæðið Förumunkur eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Þættir úr samvinnusögu, Indland, eftir Guðm. Sveinsson, smásagan GamiátSkvöld cftir Her- borgu Friðjónsdóttur, Sigurður Kristinsson áttræður, eftir Erlend Einarsson og viðtal er einnig við liinn aldraða samvinnufrömuð. Þá er sagt frá miklum fram- kvæmdum Kaupfélags V.-Hún- vetninga á Hvammstanga, kvæði eftir Valbdrgu Bentsdóttur, Dans- hugleiðingar eftir Sigríði Þ. Val- geirsdóttur o. fl. Leiðrétting Nokkur misskilningur varð í frásögn frá vígslu Þorsteins- skála í Herðubreiðarlindum, sem birtist í síðasta tbl. í næst- síðustu línu fyrstu málgreinar stendur, að Þorst. Þrosteinsson hafi verið formaður Ferðafé- lagsins, en átti að vera formað- ur ferðanefndar. Um 80 manns fóru á vegum F. A., en ekki 50. — í upptalningu þeirra, sem töluðu við vígsluathöfnina á laugardagskvöld, féll úr nafn Sigurðar Jóhannessonar vega- málastjóra, sem flutti ávarp og kveðju frá forseta Ferðafélags íslands og afhenti gestabók frá F. í., en forseti F. í., Jón Ey- þórsson, gat ekki verið við- staddur þessa athöfn. — Þá flutti Guðmundur Þórarinsson, kennari, Hafnarfirði, frumort ljóð, en ekki formaður Ferðafé- lags íslands, eins og stóð í grein inni. — Upphaf fjórðu máls- greinar á að vera svo: Á sunnu- dag skiptust menn í hópa o. s. frv. — Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Ólafur á Hami Ólafur Tryggvason, sem oft- ast er kenndur við Hamraborg á Akureyri, varð sextugur 2. ágúst síðastliðinn. Hann kynnti sér austurlenzka dulspeki og þjálfaði anda sinn og viljastyrk þegar á unga aldri og Jjykir hafa „lækningamátt". Trúlegt er, að hann gæti vak- ið upp draugá og sent óvinum sínum sendingar, því að maður- inn býr yfir meiri andlegri orku en almennt gerist. En svo er fyrir að þakka að Ólafur á enga óvini. Á bak við þungar brúnir, sem virzt gæti ygglibrúnir, býr skarpur hugur og leitandi, í heilu brjósti slær varmt hjarta og viðkvæmt fyrir mannlegum þjáningum. Það hefur orðið hlutskipti Jarðarför KRISTRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, sem andaðist 5. ágúst að Elliheimilinu í Skjaldarvík, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 2 e. h. F. h. vandamanna. Stefán Jónsson. BH Jarðarför FRIÐBJARNAR JÓHANNSSONAR, sem andaðist C. ágúst að Elliheimilinu í Skjaldarvík, fer fram 13. ágúst frá Bægisárkirkju kl. 2 e. h. Stefán Jónsson. Kirkjan. Messað í Akureyr- arkirkju á sunnudaginn kl. 10.30 árdegis. — P. S. Messað í Glæsibæ sunnudag- inn 14. ágúst kl. 2 e. h. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 og Brynja nr. 99 halda sameig- inlegan fund að Bjargi fimmtu- daginn 11. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: 1. Vígsla nýliða. — 2. Sagðar fréttir af bindindis- mannamótinu í Húsafellsskógi. — 3. Rætt um fyrirhugaða berjaferð. — Kaffi á eftir fundi. Mætið vel og stundvíslega. — Æðstutemplarar. - Guðrún Kristinsd. hlaut góða dóma Framhald af 8. siðu. sér til og segja sér sjálfir á hvað þeir hlýddu. Eftir hléið var ráð- in bót á þessu. HQjómsveitar- stjórinn, Alf Sjöen, kynnti nöfn verkanna. Aðalvérkefni hljómleikánna var píanókonsert no. 2. Sagan segir, að það sé fyrsti konsert Beethovens. Sá píanókonsert, sem hlaut töluna no. 1, hafi ekki verið saminn fyrr en tveim ár- um síðar. Um þá báða má þó segja, að þeir séu í ætt við verk hinna gömlu meistara, en í hin- um hægu köflum Jieirra, má þó kenna hinn heita, innilega and- blæ, sem er svo einkennandi fyrir Beethoven. Skaphiti Beethovens féll eins og hanzki að hendi að hinum ís- lenzka píanóleikara kvöldsins, Guðrúnu Kristinsdóttur. Norður-Jótum er hún kunn frá hljómleikum Tónlistarfélags- ins síðastliðinn vetur. Hún virð- ist taka örum framförum. Tónhendingarnar streymdu hreinar og sannar frá snörum höndum hennar. Hljómsveitin veitti listakonunni hina beztu aðstoð með óvenjugóðum sam- leik.“ (Álborg Amtstidende.) Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir er _ væntanleg heim innan skamms og hefur blaðið frétt, að hún ætli að vera heima næsta vetur og þá sennilega taka nemendur í píanóleik. Ólafs é Hamraborg um fjölda ára, að líkna þjáðum meðboi'g- urum — vera andlegur læknir hinna þjáðu — og það er gott hlutskipti. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Unnur Kristín Karlsdóttir, Ytra-Hóli, Fnjóskadal, og Björn Bergþórsson, bóndi, Veisu, Fnjóskadal. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Frestað er ferðinni að Lauga- felli, sem átti að verða um næstu helgi. Hún verður farin 20.—21. ágúst n.k. Þátttaka til- kynnist Álfheiði Jónsdóttur, sími 2399, sem fyrst. Herstöðvaandsíæðingar héldu opinberan fund í Alþýðuhúsinu á Akureyri 4. ágúst sl. Hann var sæmilega vel sóttur. Frummæl- endur voru: Valborg Bentsdótt- ir, skrifstofusjóri, Hjalti Har- aldsson, bóndi, og Magnús Kjartansson, ritstjóri. Kvfenfélagið Þingey. Skemmti- ferð verður farin 14. þ. m. Farið verður til Grenjaðastaðar, Húsavíkur og kring Tjörnes, til Ásbyrgis og Mývatnssveitar. — Áætlaður ferðakostnaður kr. 100.00, ef næg þátttaka verður. Lagt verður af stað frá BSA kl. 8 árdegis. Listi verður látinn liggja frammi á BSA og er þess óskað að þátttakendur láti skrá sig þar fyrir föstudagskvöld. — Hádegisverður snæddur á Húsa- vík. — Ferðanefndin. Berklavörn, Akureyri efnir til berjaferðar 21. þ. m. Félags- menn eru beðnir að skrifa sig hjá Kristjáni Aðalsteinssyni, Hafnarstræti 96, eða Ramma- gerðínni, Brekkugötu 7, fyrir 16. þ. m. Skemmtínefndin. - - Kappreiðar Framhald af 8. si&u. Eigandi Sigurður Kolbeinsson, Torfum. Annar varð Draumur Magna Kjartanss., Litla-Garði, þekktur góðhestur frá fyrri mót- um. Beztur klárhestur með tölti reyndist vera Fjöður frá Sandhól- um, 8 vetra. Eigandi Helga Jó- hannesdóttir. Næst varð Bleik, Vals Kristinssonar í Möðrufelli. Kapþreiðar A 350 metra spretti sigraði Léttfeti, 13 vetra, eýfirzkur. Eig- andi Ingólfur Ásbjarnarson, Stóra- dal. Tími 28,6 sek. Næstir og jafn- ir á 29,1 sek urðu: Jarpskjóni Ásgeivs Guðjónssonar á Akureyri og Haukur, Péturs Steindórssonar á Krossastöðum. 1 300 metra hlaupi sigraði Dóni, 8 vetra, eyfirzkur. Eigandi Gauti Valdimarsson Sýðradalsgerði, á 24,9 sek. Næstur varð Jarpur, 7 vetra. Eigaridi Jakóbína Sigur- vinsdóttir, Ytradalsgerði, á 25 sek. Hlutsknrpastur í folahlaupi (250 m) varð Þytur, Kristínar Sig- urvinsdóttur, Völlum, á 20,8 sek. Þytur er evfirzkur og 6 vetra gam- all. Næstir og jafnir iirðu Nasi, 6 vetra, eigandi Ingibjörg jónsdótt- ir, Villingadal og Gustur, Huga Kristinssonar, Akureyri. Nasi er 6 vetra, eyfirz.kur, en Gustur luin- vetnskur og líka 6 vetra. Skeið Fjórir hestar voru reyndir á skeiði og rann einn þeina braut- ina á enda, en hinir hlupu upp og dæmdust úr leik. Það var Leistur, Benedikts Júlíussonar, Hvassafelli, sem sigraði í jressari keþpni. Tími hans var 31 sek. Leistur er skagfirzkur að ætt, 8 vetra gamall.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.