Dagur - 24.08.1960, Page 1

Dagur - 24.08.1960, Page 1
'-------------- Máuíacn Framsóknarmanna R tstjóri: Eri.incur IJavíösson Skrifstofa í H aj narstr.th 90 StMt H(56 . Sftnincu oc prentun ANNAST PrENTV£RK OllDS BjÖRNSSONAR II.T. AKllRKVR! ^' XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. ágúst 1960 — 38. tbL ■-------------------:—...........* Al'Gl.ÝSJNUASTJÓRI! JÓN Sam- ÚKI.SSON . ArCANCURIN'n KOSTAR kr. 100.ÖÖ . Gjaiddaci er L JÚU BuAÐtB KtíMl'R i r Á VII»VTKU1)ÖG- nt OC Á 1.AUCARBÖCUM (’F.CAR ÁSi .EÖA* ísyKIR TU. v---------------------------------J SILDVESÐUM VIRÐIST LOKIÐ Afli síðustu viku aðeins 4400 mál og tunnur Skipin á heimleið síðustu daga Á Austurmiðum var stormasamt alla síðastliðna viku og gátu veiðiskipin ekkert athafnað sig á þeim slóðum. Þegar lygndi í viku- lokin og skipin komust út, var hvergi síldar vart. Á Norðurmiðum var gott veiðiveður síðari hluta vikunnar, en þar varð eltki vart síldar. Síldarvertíðin er mun lakari nú fyrir Norðurlandi en í fyrra og ekki búið að salta nema í hluta þess er fyrirfram sölusamningar gerðu ráð fyrir. Útgerðin gengur með skarðan hlut frá horði og sjómenn hafa létta pyngju, flestir, er þeir stíga á land. Sextán síldarleysisár, sem nú eru að baki, munu þó ekki megna að gera menn fráverfa síldveiðum. Ekki heldur sú staðreynd, að undanfarin ár hafa útfluttar síldarafurðir verið harla litlar miðað við tilkostnað. Minna má á til samanburðar, að hið litla brot land- búnaðarvara, sem út er flutt og sjaldnast er að miklu getið, er þó vel hálfdrættingur á móti síldarafurðunum. Halda Ákureyringar sæfi sínu? Sökkhlaðinn síldarbátur að landa á Vopnafirði snemma í þessum mánuði. (Ljósmynd: E. D.). Eru lægstir að stigatölu en eiga eftir tvo leiki á heimavelli. - Leika við Fram á sunnudaginn Nokkrir fallegir skrúðgarðar á Akureyri fá viðurkenningu Fegrunarfélags Ak. Verðlaunaveitingar og aðrar opinberar viður- kenningar fyrir fagra skrúðgarða vekja hollan metnað og verða öðrum fyrirmynd Fyrstu deildar keppninni í knattspyrnu fer senn að ljúka. Sex lið keppa að þessu sinni: Akurnesingar, Fram, Keflvík- ingar, Valur, KR og Akureyr- ingar og fellur eitt úr fyrstu deild. Keppni er langt komið og eins og er, eru Akurnesingar hæstir með 12 stig. Keflvíkingar hafa I BÍLL BRENNUR | í fyrradag kviknaði í mann- lausum bíl frá Akureyri ná- lægt Bægisá. Eigandinn var við veiðar skammt frá, en dætur hans í berjamó. Þær urðu elds- ins varar og gerðu föður sínum aðvart. Bíllinn varð brátt alelda og var honum hrundið í ána til að slökkva í honum. Hann mun nær ónýtur. Með snöggri breytingu at- vinnu- og þjóðlífshátta hér á landi síðustu áratugina, hverfur fjöldi muna af sjónarsviðinu, sem áður voru daglega notaðir á flestum heimilum. Um þá gilda sömu lögmál og torfbæina, sem nú eru að verða svo sjald- gæfir mannabústaðir, að ástæða þykir til að varðveita nokkra þeirra sem forngripi. Skagfirðingar komu sér upp myndarlegu byggðasafni. Þing- eyingar munu nú eiga full- komnasta og myndarlegasta byggðasafn landsins að Grenj- aðarstað. Eyfirðingar hafa ekki 5 stig og eiga eftir einn leik (við KR). Akureyringar eiga hins vegar tvo leiki eftir á heimavelli, eru lægstir með 4 stig, en ekki vonlausir. Akureyringar hafa aðeins unnið Keflvíkinga með 3:1 og KR á sunnudaginn með 5:3, en töpuðu fyrir Akranesi með 3:1, Fram með 3:1, Keflvíkingum með 5:2, Val með 3:2 og 2:1, Akurnesingum með 7:1. Akureyringar leika við Fram á sunnudaginn hér á íþrótta- vellinum og má búast við að sá leikur verði spennandi og geti orðið úrslitaleikur í fyrstu deildar keppninni á þessu ári, hvað snertir heiðurssæti akur- eyrskra knattspyrnumanna meðal þeirra fremstu í þessari íþróttagrein. sýnt eins mikinn áhuga á þessu sviði og nágrannarnir fyrir aust- an og vestan, er sýnilegan ár- angur hefur borið. Þó hafa margir áhuga fyrir varðveizlu fornra muna. Kaupfélag Eyfirðinga, Akur- eyrarbær og Eyjafjarðarsýsla tóku málið upp á sína arma fyr- ir nokkrum árum. Þá þegar hófst munasöfnun og varð vel ágengt. — Nú eru 7—800 skrá- settir munir til og eru þeir geymdir í húsnæði, sem bærinn hefur yfir að ráða, auk þess óskrásettir munir. En þessir munir hafa ekki komið fyrir al- Fegrunarfélag Akureyrar kallaði blaðamenn á sinn fund að Hótel KEA á sunnudaginn var til að vera viðstadda er sex skrúðgarðseigendum í bænum var veitt viðurkenning fyrir garða sína. Formaður Fegrun- arfélagsins, Jón Kristjánsson, bauð gesti velkomna og afhenti skrautleg heiðursskjöl hinum lánssömu garðeigendum, er flestir voru viðstaddir. menningsaugu ennþá, en var holað niður í bráðabirgða- geymslur, fyrst í kjallara nýju heimavistar Menntaskólans á Akureyri og síðan í húsnæði bæjarins. Engum eru þeir til fróðleiks eða ánægju þar, þótt betra sé að vita af þeim geymd- um en týndum. Fram hefur komið hugmynd um það, að Akureyrarkaupstað- ur ráðstafi ekki í bráð nokkr- um lóðum í Innbænum, Fjör- unni, frá húsi Friðbjarnar Steinssonar suður að Skamma- gili. En á því svæði er Nonna- húsið, hús Matthíasar, Elínar- baukur og fleiri merk hús hinn- ar gömlu Akureyrar. Á þessu svæði yrði svo byggður sveita- bær í gömlum stíl og þar með (Framhald á 7. síðu.) Enginn fékk verðlaun að þessu sinni. Að áliti dómnefnd- ar»var enginn skrúðgarður þess verður og mjög víða þótti dóm- nefnd á skorta í umhirðu. Þessir hlutu viðurkenningu: Guðrún Hannesdóttir og Karl Friðriksson, Grænugötu 2, Liesel og Jóhann Malmquist, Ásabyggð 3, Petronella Péturs- dóttir og Jón Helgason, Helga- magrastræti 13, Málfríður Frið- riksdóttir og Kristján Kristjáns- son, Brekkugötu 4, Anita og Geir S. Björnsson, Goðabyggð 4, og Hulda Ingólfsdóttir og Baldur Arngrímsson, Löngu- mýri 17. Nokkrar umræður spunnust um skrúðgarða, hirðingu bæjar Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi samþykkt frá Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri: „Fundur haldinn í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks á Akur- eyri, fimmtudaginn 18. ágúst 1960, lítur svo á, að nú sé svo komið, að laun fyrir 8 stunda vinnu á dag hrökkvi engan veg- inn fyrir brýnustu lifsnauð- synjum. Fimdurinn samþykkir því að fela stjórn félagsins að semja og setja fram kröfur til vinnuveitenda, sem fela í sér og opinberra stofnana annarra á löndum sínum og lóðum í bæn um, svo og um njólann, sem margir telja í örum vexti. Illar tungur segja, að njólinn og garðyrkjuráðunauturinn hafi samið frið á bak við tjöldin. — Slíkt hlýtur að vera á hinum mesta misskilningi byggt og miklu trúlegra að þessir erki- féndur reyni hvor um sig að ganga af hinum dauðum og vonum við að ráðunauturinn verði lífseigari. Viðurkenningar fyrir fagra skrúðgarða eru vel til þess fallnar að vekja áhuga á skrúð- garðarækt. Fögru garðarnir eru alltaf til fyrirmyndar og sem betur fer, er fegurð og snyrti- mennska smitandi, ekki síður en margt af hinu lakara'. Fólk, sem horfir daglega á fagran garð hjá nágranna sínum, getur tæplega látið sína lóð umhirðu- lausa. — (Framhald á 7. síðu.) 25—30% almenna kauphækkun og að laun kvenna verði hækk- uð það, að þau verði minnst 85% af launum karla. Ennfrem- ur verði teknar upp allar þær kröfur í meginatriðum, sem fé- lagið setti fram í sumar. Félags- stjórninni er falið að hafa sam- band við Alþýðusamband ís- lands um útfærslu á þessum kröfum félagsins.“ Þá var ennfremur samþykkt einróma verkfallsheimild til handa félagsstjórninni. GamRr bæir og gamlir munir r A Akureyri eru 800 fornir munir skrásettir og eru á hrakhólum. - Að Laufási hefur gamall og fornfrægur sveitabær verið endurbyggður Kröfur um 25-30% kauphækkun

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.