Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 15

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 15
J ÓLABLAÐ D AGS 15 fjarðar- og Húnavatnssýslur sumarið 1960, sá ég það utan garða á 12 stöðum. Það hefur líka alllengi vaxið villt á Litlu-Laugum í Reykjadal og Laufahlíð í Reykjahverfi, svo dæmi séu nefnd. Ljósatvítönn slæðist einnig út frá görð- um og vex nú a. m. k. á 47 stöðum í Skagafirði og Húnavatnssýslum — utan garða. , I Ef lagður er nýr vegur, er íslenzk gleym-mér-ei þar fljótlega komin í veg- jaðrana. Hún- berst mikið með umferð- inni. Sum fræ tolla í ull kinda og eink- um krókhærð aldin o. s. frv. í Flóru íslands árið 1901, er getið 44 tegunda slæðinga — aldamótaslæðing- anna —. Að þeim meðtöldum hafa hér alls, frá aldamótum til 1962, fundizt rúmlega 160 tegundir erlendra slæð- inga. Er þáð mikið, hlutfallslega, þegar þess er gætt, að í landinu vaxa aðeins um hálft fimmta hundrað tegunda villtra blómplantna. (Auk alls konar tegunda og afbrigða túnfífla og unda- fífla). Af þessum 160 tegundum slaéð- inga má sennilega telja um 25 tegundir ílendar, eða líklegt að ílendist. Slæð- ingarnir vaxa við bæi og kaupstaðahús, í götum og á túnum, á jarðhitasvæðum o. s. frv. Sumir eru orðnir illgresi í jarðhitagörðum, eins og t. d. tvítönn- in. í þessu sambandi má geta þess, að nýju illgresiseyðingarlyfin geta orð- ið slæðingunum næsta hættuleg — og jafnvel útrýmt sumum þeirra. Lyfin gera einnig það að verkum, að sáðvörur verða minna blandaðar „illgresisfræi" en áður var. Af nýlegum slæðingum, sem tekið hafa sér bólfestu í landinu og breiðzt út síðustu áratugi, skulu þrír nefndir: Geitakál, hóffífill og skógarkerfill, allt fjölærar, harðgerðar jurtir. Er þeim og útbreiðslu þeirra lýst í Náttúrufræð- ingnum. Loks skal lauslega getið frægs slæðings, sem numið hefur lönd og breiðzt út með ævintýralegum hraða, en það er gulbráin eða túnbráin; jurt svipuð baldursbrá en hefur minni og kúptari körfur — algular. Það mun hafa verið um 1895 að Bjami Sæmunds- son náttúrufræðingur fann fyrstu gul- brárnar hér á landi í Þingholtunum og við dómkirkjuna í Reykjavík. í skýrslu náttúrugripasafnsins árið 1902 segir: „Mjög mikið af gulbrá í Reykjavík. Af- girt svæði algróin og stanglingur um fáfarnar götur og torg“ Árið 1928 er gulbráin komin til Odd- eyrar og 1932 norður að Hornbjargs- vita. Vex hún nú í öllum landsfjórðung- um, en langútbreiddust samt sunnan- lands. Nú má heita að gulbráin vaxi við hvern bæ um Olfus, Flóa, Hreppa, Skeið, Landeyjar, Eyjafjallasveit og Mýrdal — og víða í stórum græðum við bæina. Um Holtin, Grímsnes, Borgar- fjörð o. s. frv. vex hún hér og hvar, en landnámið er greinilega skemmra á veg komið. Gulbráin fylgir umferðinni, kem ur t. d. venjulega fljótt í kaupstaði, kirkjustaði og samkomustaði. — Hvar eru heimkynni þessarar jurtar, sem slæðzt hefur fyrir tæpum 70 árum hingað til lands og náð svo óhemju örri útbreiðslu? Gulbráin er mikill ferðalangur, kom- in um langan veg alla leið austan úr lengi afskektum héruðum Mið-Asíu. í þúsundir ára mun heldur lítið hafa á henni borið utan heimkynnanna. En seint á 18. öld barst hún til hafnarborga Asíu og þá kom tækifærið. Hún dreifð- ist út um heiminn með ævintýralegum hraða. Milli 1860 og 1900 barst hún með skipum til margra hafnarborga Evrópu og ó síðasta tug aldarinnar dreifðist hún ákaflega út með járnbrautarlestum um meginlandið. Aldinin tolla vel við varn- ing og við hjól vagnanna. Á Norður- löndum hefur hún aðallega breiðzt út eftir aldamótin 1900. Gulbráin er dæmi um óvenju harðgerða og frjósama jurt, sem fylgir í fótspor mannsins um víða veröld og notar öll farartæki, skip, járn brautir, bíla, járnvinnslutæki og á síð- ustu tímum flugvélarnar. Hér í Reykjavík er hún áleitið og all- stórvaxið illgresi í görðum. En hún fleytir líka fram lífinu á harðtroðinni jörð — á melum, stakkstæðum og milli götusteina. Þetta var ágrip af sögu eins aldamótaslæðings. — Ræktað land stækkar óðum og á því er erlendur gróðursvipur. Barrtré leysa sumstaðar björkina af hólmi. Alaska- lúpínur bæta jarðveg melanna og lita þá bláa. Ribsið sáir sér í Hallormsstáða- skógi. Erlendar grastegundir ríkja á ný ræktartúnum. Nær allar ræktaðar mat- jurtir eru útlendar að uppruna, sömu- leiðis flest skrautblómin úti í görðun- um og öll gróðurhúsa- og stofublómin. Innfluttar tegundir eru orðnar miklu fleiri en tegundir villijurta á íslandi. Langt er síðan þessi þróun byrjaði. Kú- menið á íslandi á líklega „rót sína að rekja“ til Vísi-Gísla. Magnús Ketilsson, Skúli fógeti, Björn í Sauðlauksdal o. fl. fluttu talsvert inn af jurtum til rækt- unar. Schierbeck landlæknir gerði til- raunir með á fimmta hundrað matjui'ta, trjáa, runna og skrautjurta. Einar Helgason reyndi mun fleiri. Síðan komu gróðrarstöðvarnar, skógræktin, sandgræðslan, garðyrkjustöðvar og garðyrkjuskólinn, Atvinnudeild Háskól ans o. fl. aðilar. Byggt land hefur mjög breytt um svip. Landnámsmönnum mundi bregða í brún, mættu þeir líta upp úr gröfum sínum og sjá bygging- arnar, ræktunina, en líka uppblástur- inn og skógaeyðinguna. Gróðurfarið hefur breytzt mjög við byggðina. En út um mýrar, holt og hlíðar halda þó flest- ar tegundir hins villta gróðurs velli enn þá. Og þó er „hús eða þak“ gróðursins, birkiskógurinn, víða horfinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.