Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 22

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ DAGS þegar dynjandi lófatakið dvnur á snill- ingnum á vitlausum stað og hann er óvilj* andi klapppaður niður. Hugsum okkur að meistarinn sem þii hefur farið að lilusta á spili á valdhorn. Þegar meistarinn spilar á valdhorn, þá ireður hann lúkunni eins langt inn í }>að og lnin kemst, eins og hann, ætli að sianga úr tönnnnum gegnum munnstykkið. En það er misskilningur. Hann er að töfra fram ótrúlega fagra tóna með því að beifa lúkunni allavega á kafi inni í liorn- inu. Svq kemur hann að stærsta og feg- ursta tóninum í öllu nótnaheftinu, og þá þarf hann vitanlega að stoppa setn snöggv- ast og belgja í sig allt það loft sem er nær- tækt. Það er þá sem íslenskir músíkunn- endur vilja bregðast. Þeir halda að meist- arinn sé loksins búinn og byrja að klappa eins og vitlausir menn, og þarna situr meistarinn kófsveittur á sviðinu með handlegginn upp að öxl í horninu og stóra tóninn hangandi á tungubroddinum — Qg fær ekki hljóð! Eg get ekki lýst því hvað meistararnir verða stundum sárir þegar svona tekst til. Og sér hver sjálfan sig sem er búinn að þenja brjóstkassann uns brestur í hverjum sauni og snúa sig, úr úlnliðnum inni í valdhorni, og allt til einskis. í Ég hef nú að ég hygg fært rök að því hversvegna menn skyldu ekki hika við að taka ástfóstri við klassiska músík eins og ég gerði um árið. Því er ekki að leyna að ganga mín upp tónstigann hefur stund- um verið þung; en ég hef ekki sprungiö á limminu og ég hef harðnað við hyerja raun, ef svo mætti að orði komast, Þekk- ing min á hljóðfærum er óskeikul, lófa- takstækni mín létt og örugg og hljónt- leikastellingar mínar eins fagrar og á verður kosið. Ég get setið með andaktar- svip tvo tíma í striklotu, kann að rang- hvolfa í mér augunum á réttum augna- blikum og veit að þegar maður hlustar á Ueethoven, þá er í stakasta lagi að skríða upp í fangið á nálægasta manni og gráta eins og barn. Ég á aðeins eina konsertþraut óleysta: innlifun mín er giilfuð. Þegar ég lygni aftur augunum á konsert til þess að sýna að ég sé gjörsamlega utangátta af lirifn- ingu — þá sofna ég einfaldlega. ★ BJÖRN J. BLÖNDAL: MAMMA Amma gamla situr i ltorninu sínu og prjónarnir ltcnnar tifa og tifa. Hópur barna er allt í kringum hana. Oll kalla þau ltana iimrau. Umhyggja Iiennar og sanuið nær til þeirra allra. Hún gerir sér aldrei mannamun. Og það er sama, livort það er maður eða málleysingi, sem í hlut á. Enginn liefur Jieyrt hana segja svo mik- ið sem eitt stvggðaryrði í önn dagsins og amstri. Ekki er það jarðneskur auður, sem ltefur gert hana góða. Hún á aðeins fötin sín og prjónana, sem hún lieldur á. Ef ein- hver gefur lienni gjöf, þá er lnin fljót að finna þann, er ltefur hennar meiri þörf en hún sjálf. Amma hefur lofað að segja biirnumtm^ Ksögu. í dag er Þorláksmessa. Og á morgun tú ■^koma blessuð jólin. (• Dimmt er í horninu liennar iiminu. M , Hún segir líka sjálf, að enginn þurfi ljós’. .* til að segja siigu eða prjóna sokk. t Sitjið kyrr, börnin mín og hlustið á sögu • tnína: Einu sinni endur fyrir löngu var lítíl stúlka á bæ einum norðanlands. Hún hét Anna. Hún hafði þótt mesta efnisbarn, • en svo missti hún sjónina. Á ]>essum árum voru fáir læknar í landinu og fátækt fólk, sem bjó í órafjarlægð, gat ekki vitjað þeirra. Og á þessum tínium voru það hclzt grasakonur, sem reyndu að lina þjáningar hinna sjúku. Einn þessara lækna háfði komið til Onnu litlu og lagt við augu, hennar bakstra af augnfró vallhumli og ( fleiri góðgrösum. Sárasti verkurinn hafði horfið, en hún var bJind eins og áður. 'i' Bær Onnu var.Jangt frá alfaraleið, þang- að komu sjaldan gestir a.ð vetrarlagi. En þó bar svo viö á aðfangadagskyöLd, þegar faðir Onnu háfði lesið jólaguðspjallið um fæðingu frelsarans, að guðað var á glugg- ann. 1 Uti yar förukona og bar ungan sveiit í hærupoka á bakinu. Hún var vegmóð og' villt. I nafni lrelsarans J>að hún um lujsa- skji'il fyrir þau bæði. Var það velkomið. Förukonan var nú þarna í nokkra dagá með litla drenginn sinn. Hresstist hún þar vel og riáði réttum áttum. En er Iiún var ferðbúin til að halda göngunni áfram, gckk hún til móður Önnu og mælti svo: „Engan hlut á ég í eigu miuni, er ég gæti gefið þér i þakkarskyni fyrir velgjiirð- ir þínar, en því Iieiti ég, að þegar ég kem í ríki hinmánna, skal ég biðja heilaga guðsmóður að gefa Önnu þinni sjónina aftur. En þú verður að lofa að efa ekki orð míii. Éfinn er mesta mein mannanna, en samt uj>pspretta vúkunnar." Og er hún hafði syo mælt hélt hún göngunni á- fram austur yíir heiðarnar. Nú voru nærri fimm ár liðin síðan förukonan hafði mælt þessi orð. Móðir Önnu hatði ekki gleyrnt þeim. Og hún Jiafði rekið efann burtii með valdi hug- •ans í hvert sinn, sem hann ásótti hana,. Þá var það á Þorláksmcssukvöld, að hún lagði sig í rökkrinu. Ekki vissi hún, hvort hún vakti eða svaf. AJlt í einu }><>tti henni sem förukonan, stæði við rúmstokkinn og mælti svo: Nú er ég komin til að efna heit mitt, Eins og ]>ú veizt, er aftaiispngur í, sóknarkirkju þinni annað kvöld. Þangað skalt þú fara með Önnu litlu. Farðu bein- ustu leið ylir háheiðina og aðra leið ckki. Verði för þín góð, sena ég ætla að verði, þá bið ég þig lengstra orða að hæða aldrei trú annarra manna, liver sem hún er. Þar sem ég er nú liggja leiðir að úr öllum átt- um.“ Förukonan livarf og fjólujlmur fyllti litlu baðstofuna. Næsta dag bjóst rnóöir Önnii til kirkju- ferðar. Veður var bjart og stillt og hjarn yfir allt. Hún bjó uiij Önnu á sleða í gærupoka, sem hún haíði saumað um nóttina, og lagði svo af stað, yíijf lieiðina háu og dró sleðaim. Ekki var þetta auðveld leið, því sums staðar lá hún um flughálar fannir og ís- bólstra. Og á stöku stað þurfti móðirin að bera bæði barn og sleða, en hún yar dug- mikil kona og náðu þær kirkjunni í tæka tíð. Djújiur friður var vfir söfnuðinum. Á jólum eru mennirnir beztir. Og gamli presturinn las fagnaðarboð- Framhald á bis. 27.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.