Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 28
28
HELGI SÆMUNDSSON:
Skáld og rithöfundar
á Akureyri
tækifærisræður, skrifaði blaðagrein-
ar daglega að iieita mátti og gladdi
vini sína hérlendis og erlendis íneð
ógleymanlegum sendibréfúm. Þjóð-
skáldið lét ekki bindast af skrifborði
sínu og stól. Matthías sótti heim
ríka og snauða, gladdist með glöð-
um og hryggðist með hryggum,
hann var eins og foldgnátt fjall, sem
um leika vindar allra átta. En ég
var aðeins byrjaður á skáldatalinu.
Páll Jónsson Árdal fæddist í F.yja-
firði frarn, Davíð Stefánsson að
Fagraskógi í Eyjafirði úti með sjó,
Guðmundur Frímann, Jóhann Frí-
mann og Rósberg G. Snædal vestur
í Húnaþingi, Bragi Sigurjónsson,
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli og Heiðrekur Guðmundsson
austur í Þingeyjarsýslum, en Krist-
ján frá Djúpalæk á Langanesströnd.
Jón Sveinsson var heldur ekki inn-
fæddur Akureyringur, því að hann
fæddist að Möðruvöllum í Hörgár-
dal, svo að einnig hann var stjúp-
sonur höfuðstaðar Norðurlands. Og
vitaskuld hlýt ég að mótmæla, ef
einhvér gerir það að tillögu sinni,
að Sigurbjörn Sveinsson hafi verið
Akureyringur. Hann fæddist að
AKURFYRI er víðfræg af skáldum
sínum og rithöfundum, en fremur
getur luin kallazt fóstra þeirra en
móðir. Ég man ekki nema tvö skáld,
sem fæðzt hafi í höfuðstað Norður-
lands, en kannski er ég ekki nógu
minnisgóður, og þá mun leiðrétt-
ingarinnar varla langt að bíða. Ekki
var Matthías Jochumsson Akureyr-
ingur, þó að hann gerði þann garð
frægan eftir Skóga í Þorskafirði,
Móa á Kjalarnesi, Reykjavík Og
Odda á Rangárvöllum. En vel leið
skáldjöfrinum á Akureyri á ævi-
kvöldi sínu, og sannarlega hefur
norðlenzki höfuðstaðurinn notið
góðs af skáldskap lians. Matthíásár-
safnið að Sigurhæðum sýnir nútíð
og framtíð heimili þjóðskáldsins
eins og það var í kringum aldamót-
in, og gaman er að ganga um stof-
urnar þar, sjá skrifborð húsráðand-
ans horfna og stól hans, bækurnar
í skápnum og myndirnar á veggjun-
um. En Matthías jochumsson lét
sér ekki nægja að vera sálusorgari
Akureyringa og skáld Akureyrar.
Hann var hrókur alls fagnaðár á
hátíðarstundum, flutti ótal fyrir-
lestra og skemmtilegar og andríkar
J ÓLABLAÐ DAGS
Kóngsgarði í Húnaþingi og ólst upp
milli bæja þar í héraði, en var síð-
ar iðnnemi á Akureyri og sat þorra-
blótið mikla, þegar veizlugestir
stigu á stokk og strengdu heit að
fornum sið, einn ætlaði að verða
glímukóngur íslands, annar að klífa
fjallið Kerlingu, þriðji að synda
yfir Eyjafjörð, en Sigurbjörn vildi
kunna sér hóf, enda lítillátastur
þeirra listamana, sem ég hef kynnzt
um dagana. Hann setti sér það
mark að semja hundrað sannar ís-
lenzkar barnasögur. Ég held mér
skjátlist naumast fullyrðingin. Inn-
fæddu Akureyrarskáldin eru tvö:
vestur-íslenzki háðfuglinn K. N. og
Davíð Þorvaldsson.
K. N. þótti sjaldan alvörugefinn
í kveðskap sínum, en samt lmgsaði
hann þannig upp á norðlenzku til
átthaga og æskustöðva:
Kæra foldin kennd við snjó,----
hvað ég feginn yrði,
mætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
Og oftar gætir þess í vísum þessa
gárunga, að gamansemin víki fyrir