Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 20

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 20
2U • ~ l JÓLABLAÐ DAGS læðingi. Var eyjan eitt blómahaf yfir að líta og því ríkulega á borð borið. Lýkur nú liér að segja frá þeim mæðgunum tveim. En fögnuður minn yfir að Iiafa farið út í eyna, býr mér enn í geði. KLETTA-MJÖLL En ég lofaði einni sögunni enn. Það er saga af glóbjartri, vetur- gamalli gimbur, sem hlaut nafnið Mjöll, undir eins lambið. En síðar lengdi ég nafn hennar og kallaði hana Kletta-Mjöll. Sagan af Kletta-Mjöll gerðist vor- ið 194.5. Það vor fluttist ég búferl- um að Breiðuvík á Tjörnesi. Árið áður voru höfð fjárskipti í nokkrum hreppum í Þingeyjarsýslu vegna mæðiveiki. Einn þeirra hreppa var Tjörneshreppur. Ég fékk í rninn hlut fjörutíu og eina gimbur. Fóðraði ég hópinn minn vel um veturinn heima á Héðins- höfða og rak hann síðan út í Breiðu- vík um sumarmálaleytið. Milli Héðinshöfða og Breiðuvíkur er um fimmtán til sextán kílómetra vega- lengd. Sjálfur hafðist ég við að mestu á Héðinshöfða fram að íardögunum. Ég hafði verið svo lánsamur, að ein gimbrin mín reyndist rakin for- ustukind, — svo stjórnsöm og veður- glögg, að það var langt fram yfir það, sem ég hafði áður Jrekkt. Þótt- ist ég því öruggur um, að hópnum mundi vel borgið undir umsjá og leiðsögn Gullkrögu litlu, en svo hét gimbrin. Líður nú fram að livítasunnu. Ég hafði hugsað mér að fara til Húsavíkur á hvítasunnudag og vera þar við messu, en um morguninn var (ill messutilhlökkunin rokin út í vcður og vind. örsökin til þess var sú, að mig hafði dreymt grun- samlega mikið út í Breiðuvík um nóttina. Heldur var það að vísu ruglingslegt, sem mig dreymdi, en yfir því öllu var samt þessi þving- andi, geigblandni svipur, sem ég kannaðist orðið svo vel við, og hafði ætíð verið mér óbrigðult tákn þess, að eitthvað athugavert væri að gerast í vökunni. Er ekki að orðlengja það. að ég lagði á liest minn og reið út í Breiðuvík. Þegar ég kom á liæðina vestan við bæinn, var Gullkraga litla þar fyrir með stallsystur sína — nema eina. í hópinn vantaði litlu gimbr- ina, sem ég nefndi Mjöll. Er skemmst frá því að segja, að ég leitaði allan daginn og alveg fram að háttatíma. Fór ég mjög víða, en leitin bar sarnt sem áður engan árangur. Ég kom í Voladal, ég kom í Ketilsstaði og ég kom tvisvar í Sandhóla. Hvergi spurðist neitt til Mjallar litlu. Á Sandhól- um bjuggu tveir bræður — þeir sömu og þar búa enn, Bjartmar og Sigfús Þór Baldvinssynir. Þegar ég kom í Sandhóla í seinna skiptið mæltist ég til þess við Bjartmar, að hann gengi norður að sjónum og svipaðist um meðfram sjávarbjörg- unum, ef ske kynni, að gemlingur- inn væri þar annað hvort lifandi eða dauður. Bjartmar tók vel í þetta, enda maður mjög greiðvik- inn. Að lokum gafst ég upp við leit- ina og fór nú að hugsa til heimferð- ar, en vildi þó aðeins konia við á Sandhólum, þó að það væri ögn úr leið. Fqr ég eftir sjávarbökkunum vestur, því að það var skennnsta leiðin. Þegar ég kcm dálítið vestur á bakkana, sé ég hvar Bjartmar kemur á móti mér. Kallar hann til mín og segir, að gemlingurinn sé fundinn. Segist hann hafa heyrt kindarjarm og gengið á hljóðið, Kveðst hann ekliij lengi hafa vitað hvaðan jarrnurinn kom. Um síðir kvaðst hann jró hafa komið auga á kind á bergsyllu einni lítilli, hátt uppi í björgunum. Muni hun búin að vera þar lengi og komist hún hvorki aftur né fram, Fórum við Bjartmar nú heim í Sandhóla og þáði ég þar lnessingu í annað sinn þann daginn. Fékk ég þá bræður í lið með mér að reyna að ná gemlingnum. Gengum við norður á bergið og höfðum með okkur reipi og ýmsan útbúnað ann- an. Seig Sigfús niður á sylluna og hyggst að hafa hendur í gemlingn- um, en hann var eldstyggur og gat varið sig í snarbrattri urðarskriðu framan við sjálfa brúnina. Var kindin svo villt, að ekki var annað sýnna, en hún mundi steypa sér fram af jxi og jregar. Skerðing nokkur eða ávali var á einum stað upp frá syllunni. Datt okkur í hug, að ef til vill mætti tak- ast að fá kindina til jress að hlaupa þar upp. Varð það að ráði, að ég lilypi heim í Sandhóla eftir möl- brjót. Fékk nú Sigíús hann í liend- ur og hjó hann nokkra stalla í berg- ið svo hægt væri að ná þar betri fót- festu. En hvernig sem Sigfús fór að, þá gat hann ekki fengið gemlingsang- ann til þess að hlaupa á bergið. Ég stóð í berginu uppi og var aðeins jrögull áhorfandi. En allt í einu verður mér litið austur á bakkana og sé ég þá, að fáeinir gemlingar konia Jrar að austan og stefna í átt- ina til okkar. Þeir renna í spora- slóð, og þekki ég, að Gullkraga litla fer þar fyrir. Sé ég að hún hinkrar við, Jregar hún sér okkur Bjartmar. Dettur mér þá það snjallræði í hug að hlaupa fyrir hópinn og reka liann vestur bjargbrúnina þannig, að Mjiill litla geti séð til ferða hans. Þetta hreif. Því að þegar Mjöll sér hópinn uppi á berginu, tekur hún hart viðbragð, jarmar hátt og hvellt og rennir til stökks upp berg- ið. Snarmennið Sigfús Þór var Jrar nærri og renndi einnig til stökks upp bergið og gat stutt liendi við Mjöll um leið og hún þurfti mest

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.