Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 25

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 I. ANDVARINN leið yfir landið, og grænu stráin gægðust úr moldinni. Farfuglarnir voru kornnir og boð- uðu komu vorsins. Bros náttúrunn- ar fólst í blænum og kvaki fugl- anna. Brandur í Stórholti kom út í bæjardyrnar og leit til lofts. Svo gekk liann upp í fjárgirðinguna of- an við túnið. Maðurinn virtist í einkennilegu ósamræmi við náttúr- una umhverfis. Það var eins og bros liennar liyrfi, þar sem hann fór um. Brandur var á fimmtugs aldri meðalmaður á vöxt og vel limaður. En þegar hann gekk upp túnið, var eins og eitthvert farg lægi yfir hon- um. Og einhver dulin sorg hafði rist rúnir sínar í svip hans. Þeir, sem kunnugir voru, vissu hvað amaði að Brandi. Atburður- inn var kunnur um land allt af blaðaskrifum. Þá um vorið hafði Gunnar sonur hans horfið. F.kkert liafði enn til hans spurzt. Missirinn var því sárari, þar sem enginn vissi um afdrif lians. Og enn einu sinni rifjaði Brandur upp þessar ljúfsáru EIRÍKUR SIGURÐSSON: sonuriim minningar þennan fagra vormorg- un. Hann minntist drengsins síns þar heima við, þegar hann var að vaxa og þroskast. Hann var snernma greindarlegur og myndarlegur og mjög liændur að föður sínurn. Hann fylgdi Brandi nálega hvert, sem hann fór þar heima við. Og margt sporið hljóp hann fyrir föð- ur sinn. Þegar hann tók fullnaðarpróf úr barnaskólanum var hann hæstur af börnunum. Pað kom engum á óvart. Honum hafði alltaf veizt námið létt. Þá ákvað Brandur að kosta þennan einkason sinn til nrennta. Enda var hann vel efnaður. Tveim árum síðar var hann send- ut í Menntaskólann í Reykjavík. Þá hafði liann fengið góða undir- búningsmenntun. Fyrsta veturinn gekk allt vel, og hann lauk góðu prófi um vorið. En annan veturinn,' sem Gunnar var í skólanum, þurfti hann ótrú- lega mikla peninga. Alltaf þurfti Brandur að senda honum viðbót. Hann skrapp til Reykjavíkur eftir áramótin, og þá komst hann, að því, að Gunnar var lausari við námið og tók meiri þátt í bæjarlífinu en áð- ur. En enginn vildi segja honunr meira af högum Gunnars. Á miðsvetrarprófinu fékk hann falleinkunn, og frétti Brandur jiað af tilviljun. Þá skrifaði hann rektor. Svarbréf barst fljótt þess efnis, að Gunnar sinnti lítið náminu, hann væri kominn í slæman félagsskap og farinn að drekka. Brandur fór þá þegar aftur til Reykjavíkur, talaði alvarlega við Gunnar einan, og fór einnig með hann til rektors. En þung voru þessi spor fyrir Brand. Og fannst honum nú draga ský fyrir hamingjusól son- ar síns. En Gunnar lofaði bót og betrun, og kvaðst nú mundu sinna náminu vel til vorsins. Um vorið féll hann á annars bekkjar prófinu. Hann var heima um sumarið og þóttist ætla að ljúka prófinu um haustið. En nú sótti hann meira skemmtanir en áður og kom stund- um drukkinn heim. Foreldrar lians þekktu hann ekki fyrir sama dreng /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.