Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ D AGS
13
Landiá
pá
og
nú
ENDUR fyrir löngu, aftur í grárri forn-
eskju var loftslag á íslandi miklu
hlýrra en nú. Þá uxu hér skógar suð-
rœnna trjáa. Enginn maður hefur aug-
um litið hina fornu skógardýrð, en jarð-
fræðingar hafa fundið leyfaj', þ. e. blöð
og steinrunna stofna af skógartrjám,
sem vaxið hafa á Fróni fyrir milljónum
ára. Þá hefur víða verið blómlegt um
að litast. Eikur, beykitegundir, stór-
INGÓLFUR DAVÍÐSSON, GRASAFRÆÐINGUR:
vaxnir barrviðir o. fl. trjátegundir hafa
myndað hér mikla skóga.
Svona liðu milljónir ára. Þá tók að
kólna í veðri. Veturnir gerðust helkald-
ir og sumarhitinn lítill. Jöklar settust
að á fjöllum og teygðu sig æ lengra og
lengra niður hlíðarnar. ísinn sótti
óstöðvandi fram, fyllti dalbotnana og
mjakaðist síðan niður á láglendið, hvar-
vetna eyðandi öllum gróðri, sem fyrir
var.
Loks varð meginhluti landsins hulinn
jökli. Margir tindar hafa samt staðið
upp úr hjarnbreiðunni, líkt og „núna-
takkarnir“ á Grænlandsjökli nú.
Jökultíminn var ekki samfelldur,
heldur komu hlýindaskeið oftar en
einu sinni. Talið er, að á síðasta ísald-
arskeiði hafi allstór landsvæði verið ís-
laus, einkum efri hluti fjalla, þótt lág-
lendið væri hulið ís.
Eitt hið stærsta íslausa svæði á þess-
um tíma mun hafa verið fjallabálkur-
inn milli Skagafjarðar og Skjálfanda,
oft kallaður Eyjafjarðarsvæðið. Lofts-
lag hefur, að öllum líkindum, verið
mun þurrara þar en sunnanlands, e. t.
v. svipað og nú er norðarlega á Gi-æn-
landi. Onnur íslítil svæði eru talin hafa
verið á Austfjörðum, Vestfjörðum og
við Hvalfjörð. Á þessum svæðum hafa
harðgerar plöntur getað lifað af síðasta
ísaldarskeiðið, og dreifzt út um landið
þegar hlýnaði á ný.
Menn geta hugsað sér til samanburð-
ar, Esjufjöll, sem standa upp úr sunn-
anverðum Vatnajökli, umkrýnd ís. Þar
vaxa nokkrar tegundir blómjurta þótt
kalt sé og næðingssamt. Jökullinn end-
urvarpar mikilli sólarbirtu og mun það
koma gróðrinum að miklu gagni.
En víðast hvar hefur landið verið
heldur eyðilegt yfir að líta í lok jökul-
tímans, sandur, leir, ísnúnar klappir.
Svipur landsins var stórskorinn og
harður, þegar ísöldinni létti fyrir um
10 þúsund árum.
Aldirnar liðu. Gróðurlitur tók smám
saman að færast yfir landið á ný. Mosi
og skófir breiddust fljótlega út, gras-
toppar harðgerðra jurta tóku að sjást
milli steina. Gróðurinn breiddist út frá
íslausu svæðunum fyrrnefndu. Gró og
fræ hafa einnig borizt frá öðrum lönd-
um með vindi, hafstraumum, fuglum,
og með jarðvegstorfum á ís. Margt er
ennþá á huldu í þeim efnum og mikið
um það deilt, meðal annars á „ísaldar-
ráðstefnu“ náttúrufræðinga í Reykja-
vík í sumar sem leið. Geta víðtækar
frjógreiningar líklega stuðlað mest að
lausn þessa forvitnilega deiluefnis.
Frjókorn varðveitast oft undarlega
vel í jörðu, jafnvel þúsundir ára, t. d.
í svarðarmýrum. Er hægt að ákvarða
fjölmörg þeirra til tegunda með smá-
sjárrannsókn. Hefur Þorleifur Einars-
son jarðfræðingur unnið að því mikla
verkefni mest íslendinga,
Deilt er um, hve víðtæk síðasta ís-
öld hafi verið, og hvaða jurtategundir
og hvað margar hafi lifað hana af á
íslandi, í Noregi o. fl. löndum. Hefur
t. d. Steindór Steindórsson grasafræð-
ingur nýlega skrifað ó ensku bók um
aldur og innflutning íslenzkra blóm-
jurta (og áður útdrátt í Ársriti Rækt-
unarfélags Norðurlands).
Þegar landnámsmenn komu hingað
fyrir nær 11 öldum, var landið mun bet-
ur gróið en nú. Gróðurlcndið var stærra
og samfelldara og náði lengra til hlíða
og heiða. Flestir núverandi láglendis-
melar og ásar, holt, mýrarjaðrar og neð-
anverðar hlíðar, hafa þá verið vaxin
birkiskógi og kjarri. Um það höfum
við fjöldamargar sagnir, örnefni og á
síðari tímum beinar sannanir frjórann-
t