Dagur - 20.02.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1963, Blaðsíða 1
Mái.gagn Framsóknarmanna Rn sr.iÓRi: Erlingur Davídsson Skkifstofa í Hafnarstræti 90 Sími 1166. Sf.t.mngu og prentun ANNAST PrENTVERK OdDS' Björnssonar h.f., Akureyr; Dagur % XLVI. árg. — Akureyri, miðv-ikudaginn 20. febrúar 1963 — 10. tbl. Alglýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁrGÁNGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddagi er 1. jút.í Bladio kemur út á miovikudög- UM OC Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁST.EDA ÞYKIR TIL Hverf stefnir í fiskiUinum? 1 ÍSLENZKUR fiskiðnaður hefur staðnað. Ilann treystir sér ekki til að greiða nema rúmar 3 krónur fyrir kílóið af góðum línufiski, á sama tíma og brezkur fiskiðnaður grciðir allt að 10 krónum fyr- ir kílóið af íslenzkum ísfiski. íslenzkur fiskiðnaður greið ir í hæsta lagi eitthvað á aðra krónu og niður í 70 aura fyrir kílóið af glænýrri vetrarveiddri síld, á sama tíma og Þjóðverjar borga 5 krónur fyrir kílóið af 10 daga gamalli ísaðri síld og þykjast gera góð kaup. Nýting fisksins hér á landi er öll með gamla laginu. Aðr ar þjóðir leggja kapp á fjöl- þættan fiskiðnað. Um þetta fjallar m. a. grein Helga Bergs, annars staðar í blað- inu í dag. □ .. > ,,, ,y I I >12' Frá Skákþingi Norðlendinga SKÁKÞING Norðlendinga hófst á Akureyri sunnudaginn 10. febrúar. Telft er í Landsbanka- salnum. Þáttakendur eru 28 talsins, þar af 11 í meistara- flokki. Lárus Johnsen skák- meistari frá Reykjavík teflir sem gestur þingsins. í meistaraflokki tefla, auk Lárusar, Freysteinn Þorbergs- son Siglufirði, Halldór Einars- son frá Móbergi Laugadal, Jón Hannesson Blönduósi, Hjörleif- ur Halldórsson Steinsstöðum Öxnadal, Jón Jónsson Húsavík, Jón Ingimarsson, Halldór Jóns- son, Ólafur Kristjánsson, Jón Þór og Rendver Kerlesson, all- ir frá Akureyri. Eftir 9 umferðir er Lárus Johnsen hæstur með 8J4 vinn- ing. Freysteinn Þorbergsson hefur 6V2 vinning og biðskák. Jón Þór 6 vinninga. Hjörleifur Halldórsson 4(4 vinning og bið- skák. Ólafur Kristjánsson hefur einnig 4Vz vinning og biðskák. Tehús ágústmánans LEIKFÉLAGIÐ æfir af kappi sjónleikinn „Tehús ágústmán- ans“ og verður frumsýningin fyrir eða um næstu mánaðamót. Um 20 manns koma fram í leik þessum, auk geitarinnar. Leikstjóri er Brynhildur Stein- grímsd. Har. Sigurðsson, gjald- keri, leikur aðalhlutverkið. FRAMSÓKNARMENN! Munið klúbbfundinn á morg- um, fimmtudag kl. 8,30 e. h. í skrifstofu flokksins. Frunnnælandi Hjörtur Eiríks- son ullarfræðingur. □ Halldór Jónsson 4 vinninga. Halldór Einarsson 2Vz vinning. Randver Karlesson 2 vinninga. Jón Jónsson 114 vinning og bið- skák og Jón Ingimarsson og Jón Hannesson IV2 vinning hvor. Lárus Johnsen og Ólafur Kristjánsson hafa lokið 9 skák- um, aðrir keppendur 8. f fyrsta flokki er keppni lok- ið. Efstur varð Haukur Jóns- son með 5V4 vinning af 6 mögu- legum. Næstur Guðmundur Búason með 4V4 vinning. Hraðskákmót Norðurlands verður á föstudaginn. Skákstjór ar eru Haraldur Bogason og Haraldur Ölafsson. Q Þegar Mánafoss kom til Ak. ÁRDEGIS á laugardaginn kom hið nýkeypta flutningaskip Eim skipafélags íslands til Akureyr- ar með vörur. Það kom beint að utan og fór tollskoðun fram áður en lagst var að bryggju. Kl. 11 f. h. lagðist Mánafoss svo að Torfunefsbryggju. Það er nú algengt orðið, að íslenzk farþega- og flutningaskip, auk varðskipanna, hafa ekki hina eðlilegu samvinnu við hafnar- mannvirki og svo fór í þetta sinn. Mánafoss kom öslandi að bryggjunni og hjó stefninu inn í hana, svo sem stefni skipsins og Torfunefsbryggja bera merki um. Margt fólk skoðaði skipið áuk sérstakra boðsgesta síðar um daginn. Mánafoss er Norðlendingum kærkomið skip, sem gefur fyrir- heit um aukna flutningaþjón- ustu við hinar mörgu byggðir — utan Reykjavíkur. — Það ér smíðað í Hollandi 1959, en 1409 tonn að stærð, rúmfet lestanna eru 63.500. Áhöfn er 11 manns. Skipstjóri er Éiríkur Ólafsson, I. stýrimaður Bernódus Krist- jánsson og yfirvélstjóri Haukur Lárusson. p AÐALFUNDUR AKUREYRDEILDAR Kaupfél. Eyfirðinga SVO SEM venja er, hefjast að- aðfundir hinna ýmsu félags- deilda Kaupfélags Eyfirðinga fljótt að félagsráðsfundi lokn- um. En frá þeim fundi var sagt í síðasta blaði og helztu upplýs- ingum, sem þar voru veittar, svo sem gert hefur verið hér í blaðinu mörg undanfarin ár. Fyrsti deildarfundurinn var haldinn í stærstu deildinni, Ak- ureyrardeild, á mánudagskvöld- ið að Hótel KEA. Deildarstjór- inn, Ármann Dalmannsson, setti fundinn en Torfi Guðlaugsson var fundarritari. í skýrslu deildarstjórans kom það m. a. fram, að Akureyrar- deild KEA á nær 143 þús. lcr. í, sjóði. Félagsmenn eru 2466. Akureyringar, þ. e. 18 framleið- endur, lögðu inn 676.275 lítra mjólkur með 3,86% fitu og fengu fyrir lítrann 349,3 aura að meðaltali (1961) og 1700 kind um var lógað í sláturhúsi. Með- alvigt dilkanna var 13,3 kg. sem er lítið eitt minni en heildar meðalvigtin, sem varð tæp 14 kg. á sláturhúsum KEA sl. haust. Akureyrardeild KEA hefur samþykkt að verja nokkru fé til menningar- og fræðslumála og hefur verið rætt um, að fá fræðslufulltrúa SÍS eða annan mann til að flytja hér fræðslu- erindi, sýna kvikmyndir o. fl. Stjórn deildarinnar hefur ákveð ið að leggja 5 þús. krónur í minningarsjóð Þorsteins Þor- steinssonar, sem varðveittur er hjá Skógræktarfélagi Akureyr- ar. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri KEA flutti félags mönnum yfirlitsskýrslu um starfsemi KEA og rekstur á liðnu ári, sagði þó, að þrátt fyr- ir vélabókhald og aðra tækni, væri reikningum enn ekki lok- ið og endanlegar niðurstöður lægju því ekki fyrir. En vegna aukinnar umsetningar í verzlun og framleiðslu mundi heildar- niðurstaðan verða viðunandi, þrátt fyrir stóraukinn verzlun- arkostnað og miklar verðhækk- anir þeirra vara, sem nota verð ur til viðhalds og uppbygging- ar á húsum og öðrum mann- virkjum og munum félagsins. X Framkvæmdastjórinn sagði, (Framhald á blaðsíðu 4). Byrjað á hafnarframkvæmdum Ogurleg sprenging í Hafnavíkurhól í Hrísey Fundur Framsóknarmanna í Laugarborg Á SUNNUDAGINN var hald- inn fundur á Laugaborg að til- hlutun Framsóknarmanna í Hrafnagilshreppi. Frummælendur fundarins voru þcir Ingvar Gíslason al- þingismaður og Hjörtur E. Þór- arinsson bóndi á Tjörn. Fund- arstjóri var Guðlaugur Hall- dórsson í Hvammi. Ræða Ingvars fjallaði um kosningaundirbúninginn í kjör dæminu, stjórnmálaviðhorfið al mennt og Efnahagsbandalagið. Hjörtur talaði einkum um land- búnaðarmálin og viðhorf stjórn- málaflokkanna til þeirra og vandamál dreifbýlisins. Ræð- um þessum var ágætlega tekið af fundarmönnum. Síðan hófust umræður og tóku margir til máls. Fundarmenn voru einhuga um, að vinna vel að undirbún- ingi alþingiskosninganna og voru bjartsýnir. Allmargir Akureyringar mættu á fundinum og tóku þeir þátt í umræðunum. Q Hrísey, 18. febr. Nú er byrjað á hafnarframkvæmdum hér í Hrísey. Vinnuflokkur er hing- að kominn frá vitamálaskrifstof unni með margs konar vélar og verkfæri. Fyrsta verkið var að sprengja grjót í Hafnarvíkurhól. Varð það sprenging svo mikil að jörð skalf. En grjótið er tal- ið mjög gott og verður nú gerð- ur 80 metra grjótgarður og síð- an á að setja strengjasteypu norðan við grjótgarðinn. Starfs- menn, aðkomnir og heimamenn, eru 15—18 talsins og verkið virðist ætla að ganga vel. Hríseyingar eru nú að .búa sig á net. Fyrstu fréttir af neta- veiðum gefa vissulega til kynna að kominn sé tími til að koma netunum í sjóinn. Q ; Bændaklúbbsfundur ; verður að Hótel KEA mánu- ; dagskvöldið 25. þ. m. og hefst : kl. 9. Gísli Kristjánsson ritstjórí ; innleiðir umræður um ’ BÚSKAPARVIÐHORF. Stutt kvikmynd verður sýnd t upphafi fundarins. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.