Dagur - 25.07.1964, Page 4

Dagur - 25.07.1964, Page 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Útflutningur landbúnaðar- vara í 12. GREIN gildandi laga um aí- urðasölumál landbúnaðarins segir svo: „Tryggja skal greiðslu á þeim halla, sem bændur kunna að verða fyrir af útflutningi landbúnaðarvara en þó skal greiðslan vegna þessarar tryggingar ekki vera hær'ri en svarar 10% af heildarverðmæti landbúnað- arframleiðslunnar viðkomandi verð- lagsár, miðað við það verð, sem fram leiðendur fá fyrir afurðir sínar.“ Þetta ákvæði var sett inn í lögin veturinn 1959—1960, eftir að gefin höfðu verið út bráðabyrgðalögin frægu, sem bönnuðu áður lögmæta verðhækkun landbúnaðarvara haust- ið áður. Um leið og ríkissjóði var gert að greiða útflutningsuppbæturn ar, var í sömu lagagrein bannað að „bæta upp sölu landbúnaðarvara á erlendum markaði með því að hækka söluverð þeirra innanlands," en rétt til þess liafði framleiðsluráð áður haft að lögum, og var réttur sá á sín- um tíma staðfestur með hæstaréttar- dómi. Fyrir bændur hefði verið hag- stæðara, að hafa þennan rétt áfram, og hefði ríkissjóður þá getað varið útflutningsbótafénu til að greiða niður verðhækkanirnar innanlands. Um þetta atriði hefur Hermóður Guðinundsson bóndi í Árnesi rætt í Tímanum nýlega. Nú hafa þau tíðingi gerzt í útflutn ingsbótamálinu, að fram eru komn- ai á nýafstöðnum stéttarsambands- fundi upplýsingar þess efnis, að út- flutningsbótaþörfin á verðlagsárinu 1963—1964 sé áætluð það mikil, að hin lögheimilaða bótaupphæð á verðlagsárinu nægi ekki og muni skorta um 10 millj. kr. til þess að bændur geti fengið verðlagsgrund- vallarverð fyrir útflutningsvörurnar, ef áætlunin reynist rétt. Af útflutn- ingsuppbótunum er áætlað, að rúm- lega 40% gangi til verðuppbóta á út- flutt kjöa og nálega 60% til verð- uppbóta á mjólkurvörur. Það kemur berlega fram nú, að útflutningur sauðfjárafurða er mun hagstæðari en útflutningur mjólkur- vara. Á ull og gærur og ýmsar minni- háttar sauðfjárafurðir er engin út- flutningsbót greidd. Það er aðeins kjötið, sem þarf að verðbæta. Séu út- fluttar sauðfjárafurðir teknar sainan í heild, þarf ríkissjóður ekki að hækka erlenda verðið nema um ca. 30%, en fyrir útfluttar mjólkurvörur fæst innan við helming af verðlags- grundvallarverðinu. □ Þolgæði og bjarlsýni bera alllal ávöxl segir Jón Júl. Þorsteinsson, barnakennari, ný- kominn úr kynnisför í Noregi og víðar NÝLEGA eru komin heim hjón- in Jón Júl. Þorsteinsson bama- kennari á Akureyri og Margrét Elíasdóttir eftir dvöl erlendis, einkum í Noregi, þar sem Jón var að kynna sér ýmsa þætti í nýjustu kennsluaðferðum við- þau böm, sem em seinþroska og þurfa sérstakrar hjálpar við. En Jón Júl. Þorsteinsson vaf í ársfríi frá störfum og fannst mér athyglisvert, að frí sitt skyldi hann nota í þágu þeirra ungu borgara, sem ýmsum starfsbræðrum hans er þverast um geð að kenna. Þú notaðir fríið til náms, Jón? Já, maður er aldrei of gamall til að læra. Ég er nú orðinn 67 árá og þetta er fyrsta raunveru- lega fríið mitt, sem líka er án skerðingar launa. Rótin að þessu liggur í því, að það hefur alltaf fallið í minn hlut að kenna ólæsu börnunum, og þá hef ég fundið það hve þessi börn drag- ast oft aftur úr. Ég hafði sárustu samvizku af þessum börnum. Ég hét því fyrir löngu, að ég skyldi kynna mér þessi mál ef ég fengi einhvern tíma aðstöðu til. Þú kynntir þér skólamálin sér- staklega í Noregi. Hvers vegna þar? • Ætlunin var að kynnast lestr- arkennslunni og kennslu sein- þroska barna bæði í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. En atvikin höguðu því svo, að ég var 5 mán uði í Noregi. Noregsdvölin varð svo löng vegna þess hve hepp- inn ég var með húsnæði og fleira. Vegna forfalla komumst við hjónin, því Margrét konan mín var með mér, í Studentíum pá Sogn við Oslo, og þar lentum við meðal margra íslenzkra stú- denta, svo er frú Brunborg fyrir að þakka (hún safnaði fé í stú- dentagarðinn fyrir íslenzka stú- denta og sitja þeir fyrir 10 her- bergjum) og Jón Erlien, sá sem stúdentagörðunum stjórnar, er sérlega velviljaður íslendingum. Okkur leið þarna mjög vel. Og þú fórst strax að leita að hjálp fyrir þá, sem sérstakrar aðstoðar þurfa í fyrstu bekkjum bamaskóla? Já, og þurfti ekki lengi að leita. Tveir skólar fyrir svona „eftirbáta,“ voru í borginni, báðir gamlir. Annar þeirra stofn aður 1892. En í Noregi eru uppi tvær skoðanir um þessa hjálpar starfsemi. Sumir vilja sérskóla fyrir „eftirbátana,“ eins og þessa gömlu skóla, en aðrir vilja hafa sérstakar deildir fyrir seinu bömin, við barnaskólana, og hallast margir að því. En gömlu skólarnir eru þó mjög vinsælir. Þar hefur deildum ver ið bætt við og þar geta nemend- ur jafnvel lokið hluta af ýmsu iðnnámi. Deildirnar eru komn- ar upp í 9, og búnar beztu tækjum. Þar eru hálffötluð ung- menni, bæði andlega og líkam- lega. En ég lagði mig mest eftir kennslu við að laga málgalla, framburð, stam og fleira af því tagi. Talkennarar starfa við gömlu skólana og hafa nóg að gera og tækniútbúnaðurinn er mikill, þar sem talkennslan fer fram. T. d. er sérstakur útbúnað ur ryrir þá sem stama. Þar eru þeir látnir gera æfingar, er mjög eru til hjálpar. Ekkert er til sparað við þau ungmenni, sem á annað borð hafa möguleika til náms og þroska. Þarna eru tæki fyrir heyrnardaufa og sjón dapra. Þetta er hægt í stórborg- um. Hér yrðu að vera hjálpar- bekkir, ef vel á að vera og fært þykir. Hyggur þú ekki gott til kennslunnar næsta vetur? Jú, ég er farinn að hlakka til að kenna á ný. Og mér finnst ég betur undir það starf búinn en áður. Nokkrar aðferðir kann ég, sem ég ekki kunni áður og koma þær að notum ef aðstáða leyfir, því í bæ eins og Akur- eyri, sem telur á tíunda þúsund íþúa, eru að sjálfsögðu alltaf allmörg seinþroska börn eða börn, sem þroskast á annan hátt en fjöldinn og þurfa sérstaka meðferð, einnig ýmislega van- gefin börn eins og gengur. Ég er viss um að skólastjóri og samkennarar mínir hér við Barnaskólann hafa áhuga á að bæta aðstöðu „eftirbátanna“ okkar. Og hjálparkennslan hjá okkur er ekki ný, en hefur ver- ið í molum, einkum vegna tíma- skorts kennara. Hvað um aðstoð sálfræðinga og lækna í þessu sambandi? Uti er því svo háttað, að ef eitthvert barn í skólanum þykir öðruvísi en önnur börn og geng ur námið illa, er leitað lækna, sálfræðinga og uppeldisfræð- inga. Þessir aðilar leita orsak- anna, gefa síðan sameiginlega leiðbeiningar og fylgjast síðan með árangrinum. Þessar sér- greindu rannsóknir gera áreið- anlega mikið gagn. Vísir að hjálparskóla er nú kominn í Reykjavík, undir stjórn Magn- úsar Magnússonar. Hvað snemma hefst lestrar- kennsla í Noregi? Hvergi á Norðurlöndum fyrr en 7 ára. Hér höfum við verið að basla með yngri börn. í gamla daga, þegar ég var kenn- ari í Olafsfirði, bar ég það ekki við að hefja lestrarkennslu fyrr en eftir 7 ára aldur. Ég veit ekki betur en Olafsfirðingar hafi orð- ið þolanlega læsir eins og aðrir. Vildir þú segja eitthvað sér- stakt til kennaranna, Jón? í þessari ferð sá ég það hvers virði bjartsýni og þolinmæði kennaranna er. Þessa eiginleika þroskum við éflaust of lítið með okkur. Nemandinn má aldrei finna vantraust og vonleysi kennaranna og þolgæðin og bjartsýnin bera jafnan ávöxt í starfi fyrir hina ungu.. Þú hefur safnað kröftum og þekkingu í Norðurlandaferð- inni? Já, svo sannarlega, enda var konan með mér. Og nú hlakka ég til að fara í skólann í vetur, rétt eins og börnin. Hvemig líkaði þér annars við Norðmenn? Alveg sérstaklega vel. Unga fólkið kom prýðilega fram. Hátt- vísi þess og námsáhugi var til fyrirmyndar. Mjög margir hafa áhuga á íslenzku. Og til ævin- týra má það teljast, fyrir mig a. m. k., að ég var fenginn til að lesa upp fyrir 8 bekki mennta- skólanema í Asker, íslenzkt mál og fékk ágætt hljóð. Sumt var tekið á segulband til aðstoðar seinna við málkennslu. í eitt síðasta skiptið sem ég las, komu nemendur mér á óvart með því að flytja þjóðsöng íslands í samlestri. Og þessi bekkur kunni, eða margir nemendurnir, ótrúlega mikið af íslenzkum ljóð um. Síðar las ég svo stóran kafla, allskonar fróðleik um ís- lenzk málefni, inn á segulband fyrir lektor. (Framh. á bls. 7). Jón JÚI. Þorsteinsson kennari og kona hans, Margrét Elíasdótt- ir. (Ljósmynd: Þorvaldur Agústsson). SJÖUNDI VIÐAUKI VIÐ BARÐSTÚNSMÁLIÐ FYRIRSPURNIR ÞÆR, er ég lagði á sinum tíma, fyrir bæjar- stjórn og bæjarverkfræðing virð ast hafa verið nokkuð erfiðar — ekki síður en landsprófsspurn- ingarnar reynast mörgum ung- lingnum — í það minnsta bólar ekkert á svari enn þá. Því ætla ég að bæta hér tveimur við og er sú fyrri um það hvort ein- hver af bæjarstjórnarfulltrúun- um komi til með að standa fyr- ir byggingarframkvæmdum á Barðstúni — ef einhverjar verða — og sú síðari er viðvíkj- andi því heildarskipulagi, sem mikið er búið að. ræða um og stórfé er búið að leggja út fyr- ir — hvenær má búast við að afstaða verði tekin til þess. Ég veit ekki hvort vert er að þyngja prófið öllu 'meira að sinni, en vildi leyfa mér að benda mönnum á ágæta grein í síðasta Mánudagsblaði, er nefn- ist „Þjónar eða hálfguðir“. Það er ef til vill ekki hægt að herma hana að öllu leyti upp á akur- eyrska -staðhætti, en ýmislegt held ég þó að menn kannist við. Annars virðist flest ganga sinn HJARTAVÖRN MIKILL áhugi er í landinu fyr- ir stofnun hjarta- og æðasjúk- dómafélaga. Hafa á skömmum tíma 20 slík félög verið stofnuð í öllum landsfjórðungum og er stofnun landssambands þessara félaga fyrirhuguð í haust. Ritið „Hjartavernd“ kemur senn út hjá Hjarta- og æðasjúk- dómafélagi Reykjavíkur og á að flytja margs konar fræðslu um þessi mál, sem almenningur hef ur eflaust áhuga fyrir að kynn- ast. □ vanagang í bæjarlífinu — það er loksins búið að brjóta upp, það sem síðast var steypt á þvottaplaninu við Strandgötu — malbikuninni í Gilinu fleygir áfram og menn dást að hversu tæknin hefur haldið innreið sína, á því sviði — ekki síður en öðrum — hér í bæ. Nokkur hóp- ur unglinga mun vera á vegum bæjarins, við rakstur o. fl. Það er ágætt svo langt sem það nær, en fleirum þyrfti að sjá fyrir Braga Sigurjónsson er nú far- ið að dreyma fyrir því, að hér á landi muni rísa upp tveggja flokka kerfi á næstu árurn. Honum líður illa í draumnum. Þykist sjá, að Sjálfstæðisflokk- urinn hljóti að verða „hægri“ ílokkurinn í þessu kerfi. En hver verður þá „vinstri“-flokk- urinn? Þjóðvamarflokkurinn er úr sögunni, segir Bragi, og er það raunar líklegt. Sameiningar- flokkur alþýðu — Sísíalistaflokk urinn kemur ekki til greina, því að Jón Hannibalsson liefur sagt: „Flokkur, sem ekki getur sameinað sjálfan sig, sameinar ckki aðra.“ Og ekki horfir vel fyrir Alþýðuflokknuni, því að „fólki hefur verið talin trú um, að hann hafi brugðizt sinni sósial-demokratiska hlutverki.“ segir Bragi. Það skyldi þó aldrei vera satt. En hið ógurlega í draumnum kemur fram í þess- um unnnælum lians í forystu- grein 9. júlí: „Það yrði grálegur örlagaleikur, að þetta fólk yrði til þess í áttavillu sinni að efla starfi ef vel væri. Eitt þarf að aðgæta, og það er, að með hverj- um hópi sé einhver fullorðinn og það er ekki sama hver það er. Þessir unglingar eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref út í hina hörðu lífsbaráttu og það hefur ekki svo lítið að segja hvaða afstöðu þeir taka til þeirf-a fyrstu verka ,er þeir taka laun fyrir. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. Framsókn.“ O-jæja. B. S. hark- ar af sér og segir: Ekki er mark að draumum. En Bragi Sigurjónsson er ekki bara óþægilega berdreyminn. Hann er líka skáld, og þess vegna geíur hann, ef hann lang- ar til, látið sig dreyma annan fallegri draum. Sá draumur er svona: „Alþýðuflokkurinn á að verða skapandi afl í rás viðburð anna. Hann er eini fasti vinstri kjaminn í landinu. Hann hefur aldrei kvikað frá grundvelli jafnaðarstefnunnar. Hann á gáf- uðu og mikilhæfu forystuliði á að skipa. Honum ber því að taka forystu í því að byggja upp I sterkan vinstri flokk, sem getur j rúmað allt það fólk, sem nú hef ] ur skilið skipbrot Þjóðvarnar og Sósíalistaflokksins, en vill stuðla að vinstri pólitík.“ (Al- þýðumaðurinn 9. júlí). Já, hví skyldi Ijóðelsk sál í lijáleigunni ekki mega láta sig dreyma svona fallegan dag- draum í friði? En það er kann- ski gott, að Bjami Ben. les ekki Alþýðumanninn. □ BRAGA DREYMIR RÆÐA I LITT 4. JIILI SIÐASTL. VIÐ BANKA- VÍGSLU Á SAUÐÁRKRÓKI í HEILAGRI RITNINGU segir svo: „En er fólkið sá, að seinkaði komu Móse ofan af fjallinu, þyrptist fólkið í kringum Aron og sagði við hann: Kom og gjör oss guð er fyrir oss fari, því við vitum ekki hvað af þessum móse er orðið, manninum er leiddi oss burt af Egiptalandi. Og Aron sagði við þá: Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar sona og dætra og færið mér. Þá sleit allt fólkið eyrna- gullin úr eyrum sér og færði j Aroni, en hann tók við því af þeim lagaði það með meitlinum og gjöfði af því steyptan kálf. Þá sögðu þeir: Þetta er Guð j þinn ísrael, sem leiddi þig út af j Egiptalandi. Og er Aron sá það * reysti hann altari fyrir framan ■ hann. Og Aron lét kalla og segja: A morgun skal vera há- tíð Jahve. Og næsta morgun risu þeir árla, fórnuðu brenni- fórnum og færðu þakkarfórnir, síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til leika.“ Sagan urh gullkálfinn er bæði táknræn og sígild. Mannseðlið breytist ekki mikið þó þúsundir ára líði. Á öllum tímum hafa menn tilbeðið einhverskonar gullkálf. Forfeður vorir, víking- arnir, söfnuðu gulli og gersem- um og allir kannast við söguna af Agli Skallagrímssyni þegar hann kastaði silfrinu í gjána á Þingvöllum. Auðshyggja víking- anna og skáldsins var svo mikil að hann gat ekki unnt neinum að taka við fé sínu. Og enn á vorum tímum eru til menn, sem dýrka gullkálf. Gamall máls- háttur segir: Agirndin vex með eyri hverjum. — Þessi umsögn er byggð á reynslu aldanna og speglar mannlegan vanmátt og smæð. Vissulega er það vanmáttur, " að binda hugann svo fast við. gullið, að varla komist annað að, þegar á það er litið að ekki er hægt að fara með annað í gröfina en nokkrar fjalir fábrot- in klæði og sálmabók þegar mest er við haft. Svo er þó fyrir að þakka að á öllum tímum hafa verið til menn, sem hafa verið færir um að hafa undir hendi mikla fjármuni án þess að bíða tjón á sál sinni. Þeir hafa ekki tignað eða tilbeðið gullkálfinn, heldur látið hann þjóna sér skynsamlega og í góðum til- gangi. Skemmtileg er sagan um bóndann, sem sagði sonum sín- um á banadægri að hann hefði grafið gull á landareign sinni og skyldu þeir finna það. Syn- irnir fundu það ráð bezt að plægja landið, en hina mótuðu mynt fundu þeir aldrei, en með því að brjóta og rækta landið fundu þeir gullið. Ymsar sagnir eru um það, að þeir sem söfnuðu gulli fyrr á tímum grófu það í jörð. Þar var það vaxtalaust og stundum fannst það ekki aftur. Þá var engin stofnun til sem tók að sér að ávaxta féð. Það var því mik- ill viðburður í menningarsögu þjóðarinnar þegar Landsbanki fslands var stofnaður árið 1886. Þá þurfti ekki lengur að grafa gullið, en sumir rikismenn munu þó hafa geymt gull heima hjá sér eitthvað lengur. Síðar voru fleiri bankar og sparisjóðir stofnaðir víða um land. Hlutverk banka er tvíþætt eins og kunnugt er: Að ávaxta fé og lána það út. Áður þótti það jafngott eða betra að eiga innstæðu í banka eða fasteign, en á síðasta aldarfjórðungi hef- ur þetta gjörbreyzt. Nú vill fólk heldur eiga flest annað en pen- Við Hveragil. (Ljósmynd: Á. G.) slóðir að Hveragili HINN 11. júlí sl. fór tíu manna hópur frá Akureyri í Hveragil, austan Kverkfjalla. En sú leið, eða síðasti hluti hennar austur þar, mun ekki áður hafa verið farinn á bifreiðum. Fyrsta daginn var haldið, sem venjuleg leið liggur austur í Herðubreiðarlindir og gist þar. Snemma næsta dag, hinn 12. júlí var svo lagt af stað að nýju, og farið yfir lausu brúna á Jökulsá hjá Upptyppingum. Þá var ekið suður hjá Hvannalind- um, suður að -Kverkhnjúks skarði og beygt þar suðaustur og allt að Kreppu. Eftir það var haldið suður með Kreppu og allt að Hveragili, eins og áður segir. Frá Hvannalindum að Hvera- gili, austan Kverkfjalla, hefur inga í banka vegna þess að verð gildi peninga minnkar þegar verðlag hækkar. Þessi óáran hefur valdið því, að miklu meiri eftirspurn hefur verið eftir lánum, en innstæður hafa svarað til. Þessa þróun hefði verið unnt að stöðva í upphafi verðbólg- unnar með því að verðtryggja innstæður í bönkum, en stjórn- málamennirnir hafa ekki getað fallizt á það. En fleiri hliðar eru á því máli. Þá kem ég að þeim, sem þurfa að taka lán og þeir eru margir nú á tímum. Valdimar í Vallanesi var einn af mestu athafnamönnum í bændastétt þessa héraðs á sinni tíð. Eftir honum var þessi setn- ing höfð: „Ég verð að taka lán af því að lífið er stutt. Sú aðferð að safna fyrst og framkvæma svo er úr gildi gengin. Það getur enginn beðið eftir því af því lífið er stutt. Það þarf að taka lán til alls sem framkvæmt er, svo að segja.“ Þess hefur oft verið óskað að einhver af ríkisbönkunum rétti fingur sinn hingað og stofnaði hér útibú. Og nú er óskastund- in komin. Stóri bróðir, Búnaðar- banki íslands, og litli bróðir, Sparisjóður Sauðárkróks, sem alltaf hefur verið vel stjórnað ekki áður verið ekið bifreiðum, segir ferðafólkið. Leiðin er mik- ið til um slétta sanda. En á milli eru hraunhöft, sem varð að brjótast gegnum. Farið var mjög nálægt Brúar- jökli. Jökulröndin var öll sprungin og mjög hrikaleg. Stak ir ísdrangar standa þar og rísa hátt, eins og skýjakljúfar. Þarna mun hafa verið einhver hreyf- ing á í vetur, þótt jökulhnn skriði mest fram austar, austur undir Kringilsárrana. Ferðafólkið kom að Hveragili neðarlega, þar sem gilin tvö höfðu sameinazt. Rennur stór lækur eða lítil á úr hvoru gili. Er annar lækurinn kaldur en hinn heitur. Þar sem vatnið hef- ur sameinazt er það vel volgt, svona eins og í sundlaug. Þarna og gengt hlutverki sínu eftir beztu getu, hafa gert bandalag og stofnað banka. Banki er mið- stöð, hjarta, sem spýtir blóði um æðar atvinnulífsins. Hann er gullkálfur. | Góðir Skagfirðingar! Ég vilj segja við ykkur, sem ungir er-£ uð og erfið landið. Ég segi það ekki við sjálfan mig, því minn tími er þegar liðinn. „Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra,“ safnið því saman og stækkið þann gullkálf, sem hér pr að rísa á legg. Eyrnagull vorra tíma er allskonar eyðsla, ónauð- synleg og tilgangslaus. Tileinkið ykkur hinar fornu dyggðir, iðju semi, hófsemi og reglusemi. Gangið hreinlega um fjármuni ykkar og látið þá ekki renna út í sandinn á skemmtistöðum. Látið gullkálfinn góða þjóna ykkur. Látið hann hjálpa ykk- ur til að uppfylla jörðina, nýta gæði landsins. En eitt ber að varast. Trúið því ekki, að hann sé sá Guð, sem leiddi þjóð vora úr svartnætti fyrri alda inn í birtu vorra tíma. Ég óska bankastjórum gæfu og gengis í hinu mikilvæga starfi sínu. Bjöm Egilsson. er tvískiptur foss, ágætasta steypibað, tveggja mannhæða. Ferðafólkið klæddi sig úr sokk- unum og fékk sér notalegt fóta- bað. Víða eru þarna fagrar kísil myndanir í vatninu og þar eru ker svo slétt, sem af listahönd- um gjörð, nálega hvít að lit eða guldoppótt. Vatnið er þarna mjög tært. En gróður er lítill á þessum slóðum, aðeins mosa- þembur á stöku stað, og af fugl- um voru aðeins sólskríkjur og steinklöppur. Gljúfur eru þarna hrikafögur, Leiðin frá Hvanna- lindum til Hveragils er um 35 km löng. Samdægurs var haldið í Hvannalindir og gist þar. Upp- blásturinn þar er ægilegur og hefur sandurinn lagt mikið land undir sig í sumar. Enn lagði ferðafólkið lykkju á leið sína og ók norður úr Hvannalindum og meðfram Kreppu. Þar var stórt vatn, sem nú var þurrt og vatnsbotninn harður og sléttur, tilvalið kapp- aksturssvæði. Komið var að Jökulsá austan Upptyppinga og eru þar hin hrikalegustu gljúf- ur. Tveir útigengnir hrútar voru í Hvannalindum. í för þessari voru tveir jeppa- bílar. En tíumanna hópurinn var þannig skipaður: Björg Baldvinsdóttir, Hólmfríður S. Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Sigrún Björg- vinsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Gunnar Karlsson, Valgarður Baldvinsson, Árni Þorsteinsson og svo heimildarmennirnir Sig- urgeir Þórðarson og Ásgrímur Ágústsson. □ - Fann ekki Hvalvatn! (Framhald af blaðsíðu 1). líklegt megi teljast að svo hafi verið á fyrri tíð. Þá voru ör- nefni ekki gefin að ástæðulausu. Vera má, að þar hafi mjaldur einhvern tíma verið á ferðinni, eins og hér við land í vor, og í Noregi í vetur. En þar gekk mjaldurinn upp í veiðiá og var drepinn með sprengiefni í mikl- um laxahyl af ótta við að laxinn fældist hinn óboðna gest. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.