Dagur - 11.11.1964, Síða 1

Dagur - 11.11.1964, Síða 1
XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudagLun 11. nóvember 1964 — 81. tbl. Dagur kemur iit tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði Hú eru síldarskipin farin heim ú _ Neskaupstað 10. nóv. Nú eru síldarskipin íslenzku farin af Austfjarðamiðum, a. m. k. að- komuskip. — Einhverjir Aust- fjárðabátar rnunu halda áfram veiðum ef tíð verður hagstæð. Rússneski flotinn heldur enn kyrru fyrir og virðist veiða sæmilega. Glófaxi selur á morgun í Eng landi, fisk, er hann veiddi sjálfur, og Stefán Ben. er að búa sig út á þorskveiðar. Hingað til Neskaupstaðar munu í vetur koma tvö ný 250 tonna fiskiskip, hið fyrra í desember, en hitt í marz. Síld- arverksmiðjan er kaupandi þess ara skipa, en Samvinnufélag út- gerðarmanna á þar 60%. Mikið af saltsíldinni er farið, svo og aðrar síldarafurðir. Síld- arbræðslan á nú þriggja daga bræðslu í þróm. Hún hefur þá brætt nær 460 þús. mál. H. Ó. Síldðrðflinn vðrð yfir þrjár LOKIÐ er nú lengstu síldarvær- tíð norðanlands og austan. Síð- ustu skipin eru á heimleið af miðunum út af Austfjörðum. HNOÐRASÓNGVARI HNOÐR ASÖN G V ARINN er mjög lítill spörfugl með tvö hvít vængbelti, gulgrænn að of- an en ljós að neðan. Heimkynni hans eru í Síberíu. í haust var hnoðrasöngvari veiddur á Stóru-Hámundarstöð um á Árskógsströnd og var hann sendur Náttúrugripasafn- inu. Er það í fyrsta sinn að fugls þessa hefur orðið vart á Norðurlandi, en árið 1959 sáust þrír á Kvískerjum í Öræfum. Heildarveiðin er orðin meira en þrjár milljón mál og tunnur, sem er algert met í síldveiði- sögunni. Eftirtektarvert er, að meira en 1 millj. mál veiddust eftir venjulegan sumarsíldveiði- tíma, og má eflaust þakka það fiskifræðingum okkar. Aflinn skiptist þannig: Salt- aðar hafa verið 353.611 tunnur, uppsaltaðar, frystar 42.454 tunn ur, uppmældar, og brædd 2.554.930 mál. Á Raufarhöfn hefur verið tekið á móti 435.835- málum, Seyðisfirði 522.835, og á Nes- kaupstað 462.367. Síldveiðar við Suðvesturland hófust um s.l. mánaðarmót og eru um 70 bátar að veiðum þai'. Þyrlur vamarliðsins hafa oft aðstoðað við björgunarstörf hér á landi. í sumar var björgunar- sýning á Akureyrarpolli, og er þessi mynd þxðan. (Liósm. E. D.). Þyrla væntanleg til landsins um áramót Landhelgisgæzlan og Slysavarnafélagið standa að kaupunum á vélinni ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Landhelgisgæzlan og Slysa- varnafélag íslands kaupi á þessu ári þyrlu. Verður hún notuð jöfnum höndum við land- helgisgæzlu og björgunarstörf, samkvæmt því, sem forstjóri landhelgisgæzlunnar, Pétur Sig Heita vatnið byrjað að streyma NÚ FYRIR nokkrum dögum var byrjað að boi'a með Norð- urlandsboi-num við Laugaland á Þelamöi'k. Þau gleðitíðindi bárust síðasta föstudag, að strax og komið var niður á 160 metra dýpi, tók heitt vatn að sti'eyma úr holunni. Reyndist það vera tæpir þi'ír sekúndu- lítrar af 77 gráðu heitu vatni. Þetta vatnsmagn myndi ef til vill vera virt á 2—3 milljónir króna. Haldið er áfram að bora af fullum ki-afti, og gera þeir bormenn sér vonir um að finna meira og heitara vatn neðar. ÁREKSTUR OG BÍLVELTA í FYRRADAG varð allharður árekstur við Gautsstaði á Sval- baiðssti'önd. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin út af veginum og valt. Bifreiðarstjór inn, sem var einn í þeirri bif- reið, meiddist ekki, en tvær konur, sem voru í ,hinni bif- reiðinni, hlutu smámeiðsli. Báð ir bílax-nir skemmdust. □ Þótt ef til vill sé of snemmt að segja, að Hitaveita Akureyi'- ar sé orðin staði'eynd, þá gefur þessi árangur björtum vonum byr undir báða vængi, og er hrópandi hvatning til Akureyi'- inga um að herða sóknina í leit að heitu vatni fyrir Akureyri. Tvi'mælalaust verður að bora fleiri holur á Laugalandssvæð- inu, og Glerárgilssvæðið er enn þá svo til algjörlega ókannað. Ef til vill væri heppilegast að bora næstu holur á Glerár- eða Akui’eyrai’svæðinu, en til þess að það sé hægt, þarf að sjálfsögðu að steypa undirstöð- urnar nú þegar, áður en veru- legt frost kemur. (Framhald á blaðsíðu 2.) Sjávardýrasýning í Hafnarfirði Einn daginn sóttu hana þrjú þúsund manns HJÁLPARSVEIT skáta í Hafn arfii'ði hefur unnið sér það til frægðar, að koma upp sýningu lifandi sjávardýi'a, sem vakið hefúr mikla eftirtekt. Sýningin var opnuð á laugai'daginn og eru 18 tegundir fiska til sýnis, auk ýmiss konar skeldýra og selkópa, í sjófylltum glerköss- um. Aðsókn hefur verið mjög mik il, t. d. komu þangað 3 þús. sýningai'gestir á sunnudaginn. Fraxxxkvæmdastjóri sýningar- innar er Jón Kr. Gunnarsson. Framtak skátanna í Hafnar- firði er mjög lofsvert og mættu aðrir taka sér það til fyrirmynd ar. □' urðsson og forseti Slysavarnafé lagsins, Gunnar Friðriksson, hafa skýrt frá. Hin væntanlega þyrla, sem koma mun um eða fyrir ára- mótin hingað til lands, er af gerðinni Bell 47 J. Hún tekur þrjá farþega eða tvær sjúki’a- körfui'. Umrædd vélategund er bandarísk og hefur þriggja klukkustunda flugþol. Þær geta bæði lent á vatni og landi. Landhelgisgæzlan hefur í sinni þjónustu þjálfaðan þyrlu- flugmann, Björn Jónsson að nafni, núverandi aðstoðarmað- ur á Sif. Eitt hinna íslenzku varðskipa er útbúið fyrir þyrlu, og auð- velt er talið að breyta öðrxxm varðskipum á líkan hátt. Naumast þarf að lýsa því, hve mikla möguleika þyrlurnar hafa oft til björgunarstarfa, þeg- ar öðrum tækjum verður ekki við komið í skjótri svipan. Og við störf landhelgisgæzlunnar á þyrla að koma að góðum not- um. Flughraði hinnar nýju vél- ar er um 90 sjómílur á klukku- stund. □ | FÉLAGSVIST | \ NÆSTA spilakvöld Fram-f i sóknarféiaganna verður á | i Ilótel K. E. A. föstudaginn I í 13. þ. m., kl. 20.30. Aðgöngu- f i miðar fyrir þá, sem spiluðu | 1 sl. föstudagskvöld, verða | i seldir á Hótel K. E. A. = = finxnxtudaginn 12. þ. m. kl. | I 8 til 10 e. h., en þeir miðar, = i sem eftir kunna að verða þó, i | verða seldir á föstudaginn i [ 13. þ. m. frá kl. 6 e. h. i Glæsileg verðlaun. Mætið 1 I stundvíslega. FRAMSÓKNAR- j 1 FÉLÖGIN. | REITINGSAFLI A SKAGASTRÖND Skagaströnd 10. nóv. Hér rigndi öll ósköp síðustu vikur, svo að allt var að fara á flot. En nú er heiðskírt veður og frostkali. Húni og Helga Bjöi’g hafa fengið 5—6 tonn í í'óðri af góð- um fiski, en þurfa langt að sækja. Minni bátar róa líka, en afla minna. Mesl af kjötinu er farið BANKAVERKFALLIÐ er enn á dagskrá. Bankai'áð Út- vegsbankans samþykkti á nxánu daginn, að senda bankamálaráð- herra skýrslu um málið. Olík- legt þykir, að bankamenn verði lögsóttir fyrir ólöglegt verkfall. Blönduósi 10. nóvember. Hér á Blönduósi var lógað 36 þús. fjár í stað 39 þús. í fyi'ra. Dilk- ar voru 1.3 kg vænni nú en þá. Fækkun sláturfjárins stafar af því hve margt er sett á vetur nú. Stórgripaslátrun er einnig minni nú en í fyrra. Mest af dilkakjötinu er far- ið héðan, sumt til Bretlands, ofurlítið til Svíþjóðar og einnig kaupa Færeyingar kjöt og er bezti kjötmai'kaðurinn í Fær- eyjum, eins og er. Allar gærur eru héðan farnar, nema gráai', sem eftir er að flokka. Ó. S.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.