Dagur


Dagur - 05.06.1965, Qupperneq 1

Dagur - 05.06.1965, Qupperneq 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) er- "■ ......-■. " " ? Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 Skipin streyma til Raufarhafnar Gamla frystihúsið Jökull brann í gær Raufarhöfn 4. júní. — Nú er ís inn farinn veg allrar veraldar og nú streyma skipin hingað með síldina enda stytzt til Raufar- hafnar af veiðisvæðinu. Þessi skip eru á leiðinni: Viðir II. með 900 mál, Jörundur II. með 1500, Arnar með 1200, Bergur með 1200, Haraldur með 1250 og Pétur Sigurðsson með 1100 mál og von er á fleiri. Þótt verksmiðj an sé ekki alveg tilbúin að hefja bræðslu, verður tekið á móti (Framhald á blaðsíðu 2). Stríð út af skellinöðrum Tvær bifreiðir lentu út af og skemmdust í FYRR.AKVÖLD var bifreið ek ið austur af vegarkanntinum og niður í sjó, norðan við Sam- komuhúsið á Akureyri. Bifreið inni var ekið af stæðinu við Sam komuhúsið og ætlaði bifreiðar- stjóri að sveigja til hægri og fara suður skipagötu og hring inn. Mun hann hafa fengið að- svif og lenti bifreiðin út af, fram hjólin fóru niður í sjó, en aftur hjólin stöðvuðust á vegkantin- um. Var mesta mildi að bifreið in skyldi ekki kollsteypast. Bifreiðarstjóri mun ekki hafa meiðst, en lítilsháttar skemmd- ir urðu á bifreiðinni. — Sjá mynd á bls. 2. Klukkan tæplega ellefu í gær kvöldi lentj bifreið út af á mót um Oddeyrargötu og Oddagötu. Ekki urðu meiðsl á mönnum, en bifreiðin braut nokkur tré og dældaðist talsvert. í fyrrinótt handtók lögreglan ölvaðan mann við akstur. Mikið hefur borið á skelli- nöðrufaraldri undanfarið og hafa verið mikil brögð að því, að ökumenn þeirra hafi verið réttindalausir. Auk þess hafa margar skellinöðrur verið tekn ar úr umferð vegna þess, að þær hafa verið ótryggðar og jafnvel óskrásettar. Mega þeir skelli- nöðrueigendur, sem hafa trass- að að tryggja eða skrásetja farar tæki sín búast við, að þau vérði tekin úr umferð fyrirvaralaust. Bræðsla cr hafin í Krossanesi og þar er verið að setja síldardælu í flutningaskipið Polana, seni þar liggur. (Ljósm.: E. D.). Dælur settar í flutniugaskip ey- firzku sí 1 darverksmið j anna EINS OG undanfarin ár eru ráðgerðir síldarflutningar til síldarverksmiðjanna við Eyja- fjörð, Krossaness og Hjalteyr- ar, miðað við að aðalsíldveiði- svæðin verði á svipuðum slóð- um og tvö síðustu ár. Aððlfundi K.E.A. lauk sl. miðvíkudag Samþykkt að gefa 100 þús. kr. til Davíðshúss K. E. Á. FYRIR 30 árum var heildar- vörusala KEA í sölubúðun- um 2,5 millj. kr. Nú er hún 250 milljónir kr. Þá lögðu bændur inn 2 millj. I. mjólk- ur. Nú nálgast mjólkurinn- Jcggið 20 millj. lítra. A sama árabili hefur félagmanna- tala tvöfaldast. Fastráðið starfsfólk KEA nú, er 525 manns. Launa- greiðslur sl ár voru rúml 87 millj kr. þar af til verka- manna, sjómanna Útgerðafé- lags KEA 27 milli. kr. Svar- ar þeíta til launa nál. 1000 verkamanna, miðað við gild andi taxta og 8 síunda vinnu dag. Stofnsjóðsinnstæða var um sl. áramót nál. 33 millj. kr. og Mjóíkursamlagsstofnsjóður 15,6 millj. kr. í KEA eru 2f félagsdeild- ir í héraðinu og víðar. Félags tala í þeim öllu er 5416 anns. Fuilírúaréft á aðalfundi áttu 193. A aðalfundinum 1. og 2. júní sl. var sá háttur upp tek inn að allar ræður voru tekn ar á segulband og geymdar til síðari tíma, og er það raunar vonum seinna. AÐALFUNDI Kaupfélags Ey- firðinga, er stóð í 2 daga, lauk sl. miðvikudagskvöld. Fulltrúar voru nær tvöhundruð talsins og auk þess sóttu fundinn margir gestir svo og að sjálfsögðu stjórnarnefndarmenn, fram- kvæmdastjóri endurskoðendur og forstöðumenn hinna ýmsu deilda. Umræður um skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra urðu miklar og fjörugar, svo sem oft er venja. Heildar vörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og erlendum vörum, þegar með eru taldar útflutningsvörur, verksmiðjuframleiðsla og sala þjónustufyrirtækja, jókst úr 550 milljónum í 712 milljónir króna, og er þar enn um raun verulega söluaukningu að ræða auk hækkandi krónutölu verð- bólgunnar. í'undurinn ákvað að verja tekjuafgangi 5,6 milljónum kr. til andurgreiðslu á 4% af ágóða skyldri vöruúttekt félagsmanna og leggist upphæðin í stofnsjóð þeirra. Ennfremur ákvað fundurinn að greiða í reikninga félags- manna 6% af úttekt þeirra í Stjörnuapóteki, sem þeir hafa sjálfir greiít. í stjórn félagsins var endur- kjörinn til þriggja ára Kristinn Sigmundsson oddviti Arnarhóli, Sigurður Oli Brynjólfsson, kenn (Frainhald á blaðsíðu 7). Þessar verksmiðjur hófu sameiginlega þessa flutninga með leiguskipum og var það happasæl nýjung. Enn munu síldarverksmiðjurnar hafa vin- samlega samvinnu, en hafa nú, hvor fyrir sig, leigt sér síldar- flutningaskip. Annað þeirra er komið, sænska skipið Polana, sem á að geta flutt allt að sjö þús. málum. Samkvæmt viðtali við Guðmund Guðlaugsson verk smiðjustjóra Krossanesverk- smiðjunnar, kom skipið hingað s.l. sunnudagskvöld og liggur við verksmiðjubryggjuna. Þar er unnið að því að setja nýja, ameríska síldardælu niður í skipið og verður því verki senni lega lokið í næstu viku og er skipið þá tilbúið til síldarflutn- inganna. Krossanesverksmiðjan hóf bræðslu í fyrradag. En hún fékk (Framhald á blaðsíðu 6). Málið er unnið SÍÐUSTU dagar hafa verið söfnunamefnd Davíðshúss á Akureyri gjöfulir. Frá Kaup- félagi Skagfirðinga barst 25 þús. króna gjöf, frá kaupfé- lagi Eyfirðinga 100 þús. kr., frá sýslusjóði Eyjafjarðar- sýslu 25 þús. kr. og frá Menn ingarsjóði Akureyrarkaup- staðar 100 þús kr. Og enn ber ast gjaíir frá einstaklingum. Þótt enn vanti herzlumun- inn að nægu fé liafi verið safnað, er málið imnið. Dav- íðshús verður keypt, eigum þjóðskáldsms verður ekki sundrað, þjóðin eignast dýr mætan stað, helgan af mann inum og skáldinu Davíð Stef- ánssyni, sem átti engan sinn líka. □ Veiðileyfið koslar hálit fjórða þúsund á dag Leigan hefur margfaldast á síðustu árum Blönduósi 4. júní Hrafl er enn af hafís með landinu og er hann þéttari lengra út t.d. út af Vatns nesi og út Húnaílóa og austan. Skipalei'ð er lokuð eins og er til Blönduóss og Skagastrandar. Þessi ís hefur áður legið við Strandir en rak austur yfir. Hí'útafjörður og Miðfjörður eru nú íslausir orðnir. Sauðburður hefur gengið vel þótt gjafafrekt væri og nú flevgir gróðri fram. Stangaveiðimenn hyggja nú að veiðarfærum sínum og fylgjast af áhuga með veiðifréttum. Lax veiðin er þó naumast hafin. — Leiga fyrir veiðiárnar hefur margfaldast á síðustu árum. Laxá á Ásum var leigð á 700 þús und krónur, Blanda og Svará á 6—700 þús. Víðidalsá á 1100 þús und krónur, Miðfjarðará á 6— 800 þúsund krónur. Samanlagt munu árnar í Húnavatnssýslum vera leigðar fyrir hátt á fimmtu milljón á þessu ári. Veiðileyfin fyrir hverja stöng á dag eru misdýr, en hæst munu þau vera allt að 3500 krónur á dag. Ó.S.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.