Dagur


Dagur - 04.05.1966, Qupperneq 8

Dagur - 04.05.1966, Qupperneq 8
8 Stóratorgið og „Stadshótelið“, Dóinkirkjuturninn í baksýn. VINABÆRINN VESTURAS SMÁTT OG STÓRT Yasterás 27. apríl. Sviþjóð er land málma og skóga. Auðlegð sína sækir þjóðin í námurnar og gróður jarðar. Þá hefur hún byggt upp fjölþættan iðnað, svo að landsfólkið er of fátt til starfa í iðnaðarfyrirtækjum og þarf að flytja inn erlent vinnu- afl. í sumum iðngreinum hér í Vasterás vinnur fólk frá 15 þjóð löndum. Hér í Vasterás — vinabæ Ak- ureyrar —-er myndarbragur á Öllu. Ráðhúsið nýja, Dómkirkj- an og Bókhlaðan eru miklar byggingar. Á Ráðhúsinu eru gólf og útveggir úr marmara, en hann fæst hér í fjöllunum. Nýir skólar og barnaheimili eru byggð og ekkert til sparað. Vasterás er mikill iðnaðar- bær. Hér eru mörg stór iðnaðar- fyrirtæki. Það stærsta þeirra ASEA, hefur 10 þúsund manns í þjónustu sinni hér í bænum, eða fleira fólk en býr á Akur- eyri. Vorið hér er mjög kalt. Snjó- að hefur við og við fram að þessu. Allir akrar blautir. Að- eins einn og einn sólskinsdagur hefur komið ofurlítið hlýrri. Fóik hér telur þetta harðasta vetur á þessari öld. Stöðuvötn eru hér allögð ísi. Vásterás er sögufrægur stað- ur. Engelbrekt Engelbrektsson, frelsishetja Svía, vann fyrst konungshöllina úr höndum I HYLLINGUM Brjóstvörn þá, er samvinnu- menn hafa víða um land skapað fólki, vilja margir Sjálfstæðis- menn eyðileggja og hafa séðst þess mörg merki undir núver- andi stjórnarstefnu. í hyllingum sjá hinir reykvísku bogmenn fésýslumanna hin mörgu tæki- færi, ef öflugu starfi samvinnu- manna ýrði hnekkt, svo sem nú er að unnið. Þeir telja sig rétt- boma erfingja liins danska einokunarvalds, sem fyrir löngu var brotið á bak aftur, en hefur þó Jifað í brjóstum þeirra manna, sem skennnst eru komn ir í menningarátt í mannlegum samskiptum. HIÐ „PÓLITÍSKA JAFNVÆGI“ Það var angi af þessari gömlu stefnu, sem vel þróast i Morgun blaðshöllinni, og var hvíslað í eyra Gísla Jónssonar á sínum tíma er liann hóf sína kosninga baráttu fyrir fjórum árum og sagði nauðsyn á að „skapa póli- tískt mótvægi gegn hinu mikla valdi samvinnusamtakanna“ — og féll síðan. Sú rödd er líka að sunnan, og úr sömu sauðargærunni, sem reynir að skapa tortryggni inn- an samvinnufélaganna, gegn þeim stjórnmálaflokki sem runn in er af sömu rót og þau og með þeim hefur staðið í blíðu og stríðu. Þessar eru raddirnar að sunnan, sem nú bergmála t. d. í íslendingi á Akureyri, blaði Sjálfstæðismanna, og gerir þá svo ósjálfstæða, sem raun er á. FYRSTI MAÍ. Fyrsti maí er nú lögskipaður frídagur, jafnframt því að vera alþjóðlegur hátíðisdagur verka- lýðsins. Hér á landi hafa verka- lýðsfélögin sett fram þær meg- inkröfur, sem þau telja rétt- látar, miðað við, þjóðarhag. En einkenni okkar tíma er Iengri vinnutími en annarsstaðar þekk ist og góðar tekjur vegna þess. Hins vegar hefur kaupmáttur hinnar eiginlegu dagvinnu minnkað, svo af henni geta hin- ar kauplægri stéttir ekki Iifað. VILJA FÁ SINN HLUT Á síðasta ári jókst fiskaflinn um 20%, viðskiptakjör bötnuðu um 10% og þjóðartekjurnar eru taldar hafa hækkað um 9%. Með þetta í huga hafa verkálýðs félögin í landinu krafizt meiri Iilutdcildar sér til handa en þau fá af ört vaxandi þjóðartekjum. Fjölmörg félög hafa nú sagt upp samningum til að undirstrika þetta sjónarmið og fylgja fram kröfum sínum í verki. VANEFNDIR ANNARS AÐILANS Júnísamkomulagið svokallaða var að því leyti merkilegt, að þá sömdu verkalýðsfélögin í heild við ríkisvaldið um kaup og kjör. 1 þeim samningi lofaði ríkisstjórnin að stöðva verð- bólguna. Nú liggja fyrir van- efndir hennar á því sviði og ný verkfallsalda ógnar afkomu og atvinnulífi landsmanna. Engri ríkisstjórn var sýndur eins mik- ill trúnaður af verkalýðsfélög- um. En hún reyndist þeim trún- aði óverðug. EFTIRMÆLI „VIÐREISNARINNAR” Óbragð er að þeirri dúsu Á FJÓRUM þingum er stjómarliðið búið að svæfa lagafrum- varp Framsóknarmanna um byggðajafnvægisstofnun og byggðajafnvægissjóð eða vísa því frá, en samkvæmt þessu frumvarpi áttu 2% af ríkistekjunum ár hvert að renna í byggðajafnvægissjóðinn (nú 70—80 millj. kr.). Byggðarlögin áttu sjálf að eiga hlut að uppbyggingarstarfinu og áætlunar- gerð og gera átti sérstakar skyndiráðstáfanir vegna lífvæn- legra byggðarlaga, þar sem eyðing ér ýfirvöfandi. Stjómarliðið lýsti yfir því við þinglokin fyrir 2—3 árum, að slík löggjöf væri óþörf með öllu. En eftir að stjórnin ákvað staðsetningu stóriðjunnar við baöjarvegg Reykjavíkur fór henni að verða órótt út af þessu móli, Nú á að friða þá, sem eru á mótá þessu ráðslagi, með því að bjóða þeim part af hugsanlegum álskatti í jafnvægissjóð. Óbragð er að þeirri dúsu. NOREGSFERÐ FRÁ AKUREYRI FERÐASKRIFSTOFAN Sunna leigir flugvél frá F. í. og aðra írá Loftleiðum til Noregsferðar, beint frá Akureyri 23. maí n. k. Ferð þessi stendur í sex daga og kostar 5.600 krónur fyrir manninn. Gefst farþegum kost- ur á að aka hina 'fögru leið milli Álasunds og Lillehammers og kynnast Noregi austan fjalls og vestan. Með flugvélum þessum fara yfir hundrað unglingar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, en hægt er að taka um 40 manns NYTT BILAUMBOÐ RÁ.ÐGERT er, að á laugardag- inn verði opnuð í húsakynnum Lorelei, Geislagötu 26 Akur- eyri, byggingavöruverzlun og bílaumboð. En kexverksmiðjan er hætt störfum. Það er Jón Loftsson, sem tekið hefur þetta húsnæði á leigu fyrir hinn nýja rekstur. □ í þau sæti, sem ætluð eru félög- um í Normannslaget og félaginu fsland — Noregui'. Ferðaskrif- stofan Sunna veitir að sjálf- sögðu allar upplýsingar. □ Dana. Síðar brauzt Gústaf Vasa hér til valda og þjóðin fékk inn- lendan konung. Hið nýja stílhreina ráðhús bæjarins stendur á gömlum klausturrústum. Af því er kom- ið merki bæjarins jómfrú María og rósin, sem er viðkunnanlegt og yfirlætislaust. Freistandi væri. að segja meira frá Vasterás, en til þess vinnst ekki tími, því að margt er hér að skoða. Við hjónin höfum dvalið hér í Vasterás eina viku og notið (Framhald á blaðsíðu 5.) Akureyringar gamlir og kafkaðir? f bæjarstjórnarkosningunum 1962, varaði fulltrúi Sjólfstæðis- flokksins bæjarbúa við því að veita samvinnumönnum of mik- il völd innan bæjarstjórnar Ak- ureyrar. Þessu svöruðu Akur- eyringar með því að fella þann hinn sama í nefndum kosning- um, en juku fylgi Framsóknar- manna mjög verulega. Nú brýzt hinn nýi ritstjóri Islendings, æskumaður úr Kópavogi, fram á ritvöllinn og ætlar að telja kjósendum Akureyrarbæjar trú um að Framsóknar- og sam- vinnumenn hér í bæ séu svo kalkaðir, að stór hætta sé að fela þeim nokkur völd innan bæjarstjórnarinnar. Það mætti ætla að þessi ungi ritstjóri, hafi lítið farið um bæinn síðan hann kom hingað, þess í stað setið meir i ritstjórastólnum og reynt þar eftir andlegum efnum og ástæðum að hnoða saman mis- (Framhald á blaðsíðu 2.) ÞINGSLIT VÆNTANLEGA I ÞESSARI VIKU NÚ MUN almennt vera gert ráð fyrir því, að þingi verði slitið fyrir helgi, sennilega á fimmtudag eða föstudag. Á mánudags- og þriðjudagskvöld voru hinar svonefndu stjóm- málaumræður frá Alþingi í ríkisútvarpinu. En þær koma í staðinn fyrir hinn gamla „eld húsdag“, sem venja var að halda rétt áður en fjárlaga- frumvarp var vísað til 2. um- ræðu ár hvert. Eitt af aðalein- kennum umræðnanna að þessu sinni þ. e. fyrra kvöldið, var það, að ýmsir ræðunienn stjómarflokkanna viður- kenndu nú afdráttarlaust, að ríkisstjórnin réði ekki við dýr tíðina og hefði ekki gert. — Mörg mál hafa verið af- greidd frá þinginu síðustu vik ur og einkum síðustu daga. Nokkur mál voru lögð fram af ríkisstjórninni eftir páska, með það fyrir augum að þau yrðu afgreidd, og liefur því að sjálfsögðu orðið nokkur fljóta skrift á meðferð sumra þeirra í þinginu. Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá álmálinu, sem er það mál, sem einna mesta at- hygli hefur vakið. Varðandi mál, sem allmikið hafa verið umtöluð rnanna í milli, þótt ópólitísk séu, má geta þess, að bjórfrumvarpið var fellt í neðri deild fyrir nokkru og fór því ekki til efri deildar, en minkafrumvarpið komst í gegn um neðri deild en var fellt í efri deild með tveggja atkvæða mun. Frumvarp um hægrihandar akstur var sam- þykkt í gær (þriðjudaginn). Það var samþykkt í neðri deild með allmiklum atkvæðamun og nú síðast í efri deild við aðra umræðu með 13 atkvæð- um gegn 7, og var þá aðeins þriðja umræða eftir. Búið er að afgreiða lög um atvinnu- jöfnunarsjóð, sem á að fá hluta af álskattinum er stund- ir líða, verðtryggingu fjár- skuldbindinga, vélstjóranám, iðnfræðslu og heimild til að kaupa afla úr erlendum skip- um, þegar sérstaklega stend- ur á. Mörg merk mál, sem Fram- sóknarmenn og aðrir stjórnar- andstæðingar hafa flutt á þessu þingi, verða, að því er virðist, svæfð eða vísað frá. Þeirra á meðal er frumvarp Framsóknarmanna um sérstak ar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð Iandsins, jafnvægisstofnun ríkisins, jafn vægissjóð, sem búið er að flytja á fjórum þingum. Þjóðnýt mál munu ganga fram í einu eða öðru formi, þótt síðar verði, ef almenn- ingur veitir þeim nauðsynleg- an stuðning. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.