Dagur - 10.05.1966, Page 2

Dagur - 10.05.1966, Page 2
2 A AÐ SELJA HAMRAFELL? SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN, sem svo er nefnd, hefir löngum verið okkur hugstætt viðfangs- efni, hefir margt um hana verið rætt og ritað, bæði fyrr og síð- ar. Þeir menn, sem þar stóðu í fylkingarbrjósti hafa verið dáð- ir sem þjóðhetjur. Sjálfstæðis- baráttan var tvíþætt, annars vegar var hin pólitíska barátta fyrir landsréttindum vorum og stjómarfarslegu sjálfstæði, og hefir henni raunar löngum ver- ið mest á lofti haldið. Hins veg- ar var baráttan fyrir efnahags- legu sjálfstæði, bættri verzlun og eflingu atvinnuveganna, sem var frumundirstaða bætts efna- hags. Var sú hlið málsins raun- ar engu þýðingarminni, því for- sendan fyrir því að við gætum verið sjálfstæð þjóð, hlaut, og hlýtur að vera sú, að við getum staðið undir því fjárhagslega. Öll þekkjum við þessa sögu, þjóðin hefir fengið fullt pólitískt sjálfstæði, alger bylting hefir orðið í verzlun og atvinnuhátt- um, og framkvæmdir á flestum sviðum orðið svo stórstígar, að með ólíkindum er, og raunar lítt skiljanlegt hvaðan þjóðin hefir fengið fjármagn til allra þeirra hluta, sem blasa við aug- um í dag, ef litið er til baka um 40—50 ár, og athugað hvernig þá var umhorfs. Já, víst finnst manni að það hljóti, er tímar líða, að verða bjart yfir þessum kafla í sögu þjóðarinnar, þó að sjálfsögðu megi þar einnig finna skugga. En, „meira er að gæta fengins fjár en afla þess“, segir gamall máisháttur, og mun það einnig eiga við hér. Á okkur hvílir sú helga skylda, að varðveita hið dýrmæta frelsi um alla framtið. Þar hvilir ábyrgð og skylda á herðum hvers einstaklings þjóð arinnar, og er það undirstaða varðveizlu frelsisins, að allir skilji, og séu sér meðvitandi, um þessa ábyrgð, og breyti sam kvæmt því. Að sjálfsögðu varðar það þó langsamlega mestu að forráða- menn þjóðarinnar, þeir sem þjóðin hefur falið að fara með hin æðstu trúnaðarstörf, haldi hér vöku sinni, og aðhafist ekk- ert, sem orðið getur til að skerða sjálfstæði hennar og framsókn til afkomuöryggis. Því miður verður að telja að ríkisstjórn sú, sem setið hefur að völdum nú um sinn, hafi ekki gætt þessa svo sem skyldi. Mætti nefna því til sönnunar nokkur dæmi. Ég ætla þó að sleppa því að mestu, og víkja aðeins að einu atriði þessara misferla, þættinum um Hamra- fell. Það mun vart leika á tveim tungum, að verzlunaránauðin hafi verið það, sem harðast þjakaði þjóðina og drýgstan þáttinn átti í því að skapa henni örbirgð og eymd. Og þá einnig hitt, að ekki muni nokkur einn þáttur hafa átt jafn mikinn hlut í því að bæta efnahag hennar og koma henni úr kútnum, sem bætt verzlun. Þjóðin hefur líka haft opin augu fyrir því hver nauðsyn það er, fyrir svo af- skekkta þjóð, að vera sjálf- bjarga í verzlun og viðskiptum, og hafa nægan skipakost til að flytja vörur að og frá landinu. Hefur framsókn hennar á þessu sviði verið sterk og markviss. Eitt myndarlegasta átakið í þessari viðleitni voru kaupin á Hamrafelli. Með tilkomu þess skapaðist mjög aukið öryggi um olíuflutninga til landsins, en svo til allur atvinnurekstur í landinu, og þar með afkoma þjóðarinnar, byggist á því, að þá vöru vanti ekki. Með til- komu þessa skips var því stigið stórt spor í sjálfstæðis- og ör- yggismálum þjóðarinnar. Ber þeim mönnum mikil þökk, sem sýndu þann stórhug að ráðast í þau kaup. Ekki var þó svo, að þetta væri eigendunum gróða- fyrirtæki, því flest árin mun haf orðið tap á rekstrinum, stundum mjög verulegt. Nú hefði mátt ætla, að hver góð rikisstjóm, sem skildi sitt hlutverk, liti þessa viðleitni með velþóknun, og legði sitt lóð á vogarskálina þeim megin, er henni mætti að gagni verða. En hvað skeður? Ríkisstjórnin ger- ir samning við erlent stórveldi, sem kippir grundvellinum und- an rekstri Hamrafellsins og hrekur það þannig burt frá starfi fyrir íslenzka aðila. Er nú svo komið, að eigendur þess sjá sér ekki annað fært en aug- lýsa það til sölu. Er hér um svo mikla skammsýni og ábyrgðar- leysi að ræða, að furðu gegnir. Knésett framtak þjóðhollra, framsýnna manna, en þjóðar- hag stefnt í voða. En líklega hefur þetta framtak þeirra gold ið þess, að það var ein grein á meiði þess félagsskapar, sem þeir starfa fyrir, en sá félags- skapur virðist vera eitur í bein um núverandi ríkisstjórnar. Með þessari ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar má því segja að allt okkar afkomuöryggi sé kom ið í hendur fjarlægrar þjóðar, hefur þegar komið í ljós hver hætta er í því fólgin, og hvað mundi þá, ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Eins og er, má segja, að í heimsmálunum séu „veður öll válynd“. Sú þjóð, sem hér er trúað fyrir svo mikl- um hlut, er ekki meðal þeirra þjóða, sem við erum í nánust- um tengslum við, hún er í and- stöðu við þær, og enginn veit hvað upp á kann að koma, þó allt sé kyrrt nú sem stendur. Hér er því mjög teflt á fremsta hlunn um afkomuöryggi þjóðar- innar. Það hefur verið upplýst, að hefði tilboði eigenda Hamra- fellsins, um olíuflutninga til landsins, verið tekið, hefði það hækkað hvern olíulítra um einn eyri! Ekki var að undra þó sú ríkisstjórn, sem ekki lét sér blöskra að hækka benzínlítr- ann, nú nýskeð, á aðra krónu, sæi sér fært að íþyngja þjóðinni með svo stórfelldu álagi!! En hér var svo mikið í húfi, að það hefði verið meir en réttlætan- legt. Þessu máli er ekki lokið. Það skyldi þó aldrei geta svo ólíklega farið, að hinir rúss- nesku öðlingsmenn létu sig hafa það að hækka farmgjöldin svolítið, þegar Hamrafellið er á bak og burt? Annað eins hefur nú skeð. Eða ef eitthvað skyldi nú bera ut af milli „Austurs“ og „Vesturs", hvar stöndum við þá í þessu efni? Hér er vissulega mikið í húfi. Hamrafellið má ekki selja! Það verður að finna einhver ráð til að afstýra því. Öryggi þjóðarinn ar er í veði. Það má ekki láta stundartilboð erlendra aðila villa sér sýn. Þó ríkið þyrfti að hlaupa hér eitthvað undir bagga, væri það vel réttlætan- legt. Og hér þarf að gera enn betur. Ekki er vel fyrir þessu máli séð, fyrr en þjóðin hefur sjálf ráð á nægilegum skipa- kosti til allra sinna olíuflutn- inga. Að því þarf að stefna. Með því væri mikilsverðum áfanga náð í öryggi og sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Það mun enn í fersku minni, þó all-langt sé um hðið, hvílíkt bjargráð það var þjóðinni í hinni fyrri heimsstyrjöld, að þá voru tvö skip Eimskipafélags fs lands, Gullfoss og Goðafoss, komin í gagnið. Er ósýnt hvern- ig farið hefði um flutninga til landsins, hefði þeirra ekki not- ið við. Sú reynsla sýndi þjóð- inni glögglega hverja þýðingu það hefur, að vera sjálfbjarga á þessu sviði. Stefán Kr. Vigfússon. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ AUGLÝSIÐ I DEGI kvenskór 'O Ld oo < z CcJ < CQ VerzIiS í Hin stöðuga fjölgun félagsmanna er vott- ur þess, að menn sjá sér hag í því að vera í félaginu. Sá hagur er tvíþættur: Annars vegar hin- ar miklu endurgreiðslur af ágóðaskyld- um viðskiptum, EN AF VIÐSKIPTUM ÁRSINS 1964 NÁMUÞÆRÁ SJÖTTU MILLJÓN KRÓNA. Hins vegar hin margþætta þjónusta, er félagið veitir, bæði á sviði verzlunar og á margvíslegan annan hátt. Því meira, sem félagsmenn verzla við fé- lagið, því öflugra verður það og að sama skapi færara um að auka þjónustu sína við félagsmenn og bæta hag þeirra. Munið að Iialda saman arðmiðunum. MUNIÐ YKKAR EIGIN BÚÐIR. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Verzlunarhús Véla- og Byggingavörudeildar KEA við Glerárgötu. eigin Lúá ii 111 1886 1966

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.