Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 2
2 Kappreiðarnar á Einarsstöðum Á SUNNUDAGINN fóru fram kappreiðar og góðhestasýning á Einarsstöðum í Reykjadal í hinu fegursta veðri. Til þeirra efndu hestamannafélögin Þjálfi í S.-Þing. og Grani á Húsavík. Alls voru skráð til keppni 45 hross og höfðu verið dæmd dag inn áður. Dómnefnd skipuðu: Þorsteinn Jónsson og Guðmund ur Snorrason Akureyri og Hólmgeir Sigurgeirsson Völlum Reykjadal. Erindi á þessu móti hesta- manna flutti Karl Kristjánsson alþingismaður og lúðrasveit frá Húsavík lék. Mótsstjóri var Sig úrður Hallmarsson. Á kappreið unum og góðhestasýningunni sást enginn maður ölvaður og þykir í frásögur færandi hjá hestamönnum. Allt fór mót þetta hið bezta fram. Urslit urðu þessi: andi Helga Björnsdóttir Húsavík. Einkunn 7,62. 3. Neisti, grár 6 vetra, eigandi Stefán Björnsson Húsavík. Einkunn 7,54. Klárhestar með tölti. 1. Freyfaxi, jarpur 6 vetra, eig- andi Freyr Bjarnason Húsa- vík. 2. Geisli, bleikur 9 vetra, eig- andi Vilhjálmur Pálsson Húsavík. 3. Goði, bleikur 14 vetra, eig- andi Friðbjörn Þórðarson Húsavík. 300 metra stökk. 1. Vængur, 12 vetra, eigandi Jón H. Ólafsson Kraunastöð um, 24,0 sek. 2. Neisti, 12 vetra, eigandi Gísli Ólafsson Brúum, 24,3 sek. 3. Stormur, 7 vetra, eigandi Sig urður Örn Haraldsson Jaðri, 24,6 sek. Folahlaup. 1. Fákur, 5 vetra, eigandi Jakob Kristjánsson Norður- hlíð, 20,3 sek. 2. Bógatýr, 5 vetra, eigandi Eva Tómasdóttir Glaumbæ, 20,4 sek. 3. Freyfaxi, 6 vetra, eigandi Freyr Bjarnason Húsavík, 20,5 sek. Um sveitarfélög og framtíð þeirra Alhliða góðhestar Þjálfa. 1. Gustur, gráskjóttur 8 vetra, eigandi Jón A. Jónsson Hömr um. Einkunn 7,97. 2. Þjálfi, brúnn 8 vetra, eigandi Sigfús Jónsson Einarsstöð- um. Einkunn 7,91. 3. Hesjuvallarauður, rauður 12 vetra, eigandi Baldvin Sig- urðsson Yztafelli. Einkunn j ■ 7,90. « -rr Alhliða góðhryssur. 1. Gríður, grá 8 vetra, eigandi Jónas Stefánsson Stóru- Laugum. Einkunn 8,15.' 2. Blesa, rauðblesótt 11 vetra, eigandi Kristinn Jónsson Einarsstöðum. Einkunn 7,89. 3. Sletta, brún 8 vetra, eigandi Þóra Sigfúsdóttir Einarsstöð um. Einkunn 7,47. Klárhestar með tölti. 1. Neisti, rauður 12 vetra, eig- andi Gísli Ólafsson Brúum. f * . * • 2. Blakkur, brúnn 13 vetra, eig andi Árni Kr. Jakobsson Rangá. 3. Stjarna, brúnskjótt 8 vetra, eigandi Jón A. Jónsson Hömrum. Alhliða góðhestar Grana. 1. Reykur, brúnn 7 vetra, eig- andi Rögnvaldur Jóhannes- son Húsavík. Einkunn 7,94. 2. Mósi, mósóttur 5 vetra, eig- Tíminn hefur að undanförnu verið að birta skýrslu þá, sem formaður liinnar nýskipuðu Sameiningarnefndar sveitarfé- laga lagði fyrir nefndina. Kem- ur þar fram ýmislegur fróðleik- ur um sveitarfélög, eins og þau eru nú. Kaupstaðimir eru nú 14 talsins og hrepparnir 213. — Samkyæma bráðabirgðamann- talinu-1. -ides. var fjölmenni hreppanna sem hér segir: Minna en 100 íbúar 40 hreppar. fl00 til 200 íbúar 68 hreppar. . 200 til 300 íbúar 42 hreppar. 300 til 400 íbúar 23 hreppar. 400 til 500 íbúar 13 lireppar. 500 til 600 íbúar 4 hreppar. 600 til 700 íbúar 4 hreppar. 700 til 800 íbúar 3 hreppar. 800 til 1000 íbúar 10 hreppar. 1000 til 2000 íbúar 5 hreppar. Fjölmennasti hreppurinn er Selfosshreppur í Árnessýslu — með rúmlega 2000 íbúa. — Þess má geta, að 5 kaupstaðir eru fámennari en Selfosshreppur. . Samkvæmt gildandi sveitar- stjórnarlögum, nr. 58 frá 1961, geta lilutaðeigandi hreppsnefnd ir ákveðið að sameina lireppa, og framkvæmir stjórnarráðið þá sameininguna, ef sýslunefnd mælir með. En hvergi hefur slík sameining átt sér stað sam- kvæmt þessum lögum. Hafi hreppar færri íbúa en 100 get- ur stjórnarráðið sameinað þá öðrum lireppuni, ef sýslunefnd samþykkir. En ekki hafa sýslu- nefndir forgöngu um slíka sam- einingu. Hjá hreppsnefndum virðist þó ekki áhugi fyrir sam- einingarmálum hingað til, hvað sem verða kann. Tveim hrepp- um eða fleiri er heimilt að ráða sér sveitarstjóra sameiginlega, ef þeir hafa fleiri en 500 íbúa samtals. Sú heimild mun ekki hafa verið notuð. En nokkur dæmi eru um það, að hreppar hafi haft samstarf í fræðslumál um og sameinast urn byggingu heimavistarskóla. Hins vegar hefur þróunin til skamms tíma fremur verið í þá átt að fjölga hreppum en fækka þeim. Sveit ir og sjávarþorþ, sem áður hafa verið eitt sveitarfélag, hafa víða verið aðskilin. Fyrir 2—3 árum mælti meiri hluti allslierjarnefndar Alþing- is á móti því, að Alþingi eða ríkisstjórn hefði afskifti af sam einingarmálinu. Taldi það eiga að vera mál hreppanna sjálfra og sambands sveitarfélaganna að eiga þar frumkvæði, ef ósk- að væri, samkvæmt gildandi lögum. En nú hefur það verið tekið upp á ný á þann hátt, sem skýrt liefur verið frá liér í blaðinu. □ Frá Gollklúbbi Akureyrar MEISTARAMÓT AKUREYR- AR í golfi hófst ,um síðustu helgi. Er keppt í þrem flokkum 72 holur í hverjum. Mótið hófst með öldungakeppni, en kepp- endur þar verða að hafa náð fimmtugsaldri. Eru þar leiknar 18 holur og full forgjöf reiknuð. Þeirri keppni lauk þannig, að Hafliði Guðmundsson lék þess- ar 18 holur á 66 höggum, Jón Guðmundsson á 68 þöggum og Jón Sólnes á 73 höggum. í meistaraflokki voru leiknar 36 holur á laugardag og sunnu- dag. Að þeim loknum stóðu leikar svo að Hafliði Guðmunds son hafði leikið á 157 höggum, Gunnar Konráðsson á 166 högg um og Ragnar Steinbergsson á 175 höggum. í fýrsta flokki var keppnin mjög jöfn og stóðu leikar þann- ig, að eftir 36 holur hafði Hörð- ur Steinbergsson leikið á 176 höggum, Ingólfur Þormóðsson á 177 höggum og Jóhann Guð- mundsson á 178 höggum. í öðrum flokki lék Jón Guð- mundsson á 183 höggum, Frí- mann Gunnlaugsson á 186 högg um og Jón Sólnes á 206 högg- *um. Staðan í öllum flokkur er mjög tvísýn og verður engu um úrslitin spáð. Mótið heldur áfram um næstu helgi ög lýkur á sunnu- dag. • □ MYNDARLEG BÆNDAHÁTÍD EYFIRÐINGA BÆNDADAGUR Eyfirðinga, sem haldinn var í Árskógi á Árskógsströnd 7. ágúst, var mjög fjölsóttur svo að húsrými var hvergi nóg. En vegna þess, að veður var svalt, fóru hin auglýstu skemmtiatriði fram innanhúss, í samkomu- og skólahúsinu, nema íþróttirnar. Allt fór þar fram með myndar- brag og ánægjulegt, hve þátt- takendur voru margir, fyrst og fremst sveitafólkið sjálft, svo og fjölmargir aðrir. Eins og fyrr var fi’á sagt, er það Ungmennasamband Eyja- fjarðar og Búnaðarsamband Eyjafjarðar, sem slíka hátíðis- daga hafa undirbúið síðan 1957. Formaður BSE, Ármann Dal- mannsson, stjórnaði samkom- unni, og að öðru leyti var dag- skráin óbreytt frá því sem aug- lýst var. Um kvöldið var fjöl- mennur dansleikur og sagður í betri dansleikja röð, þar sem vín er ekki bannað. Fyrsti bændadagur Eyfirð- inga var 1957, eins og áður seg- ir, og hann var líka haldinn í Árskógi. Þá fóru ræðuhöldin fram á grænum velli við ilm- andi trjágróður þar á staðnum. Þar flutti Davíð skáld Stefáns- son frá Fagraskógi eina af sín- um snjöllu ræðum og menn urðu allir að eyrum á meðan hann talaði. Þar flutti líka Steingrímur Steinþórsson fyrr- verandi forsætisráðherra ræðu. Hann flutti sína ræðu á eftir, og sagðist í upphafi máls síns þurfa að afsaka sína ræðu, eft- ir að hafa hlytt á þjóðskáldið. Þennan dag, 8. ágúst 1957, var glampandi sól og'bjartar vonir tengdar landbúnaðinum. í ræðu sinni sagði þjóðskáld- ið meðal annars: „Búskapur á ekkert skylt við hernað eða happdrætti, eftir- sókn eftir vindi eða verðlauna fýsn. Hann er hin hljóðláta cg virðulega starf, sem veitir vel fenginn arð, ef allt gengur að óskum. Framleiðsla bóndans er ekki frá neinum tekin. Hún er upp- skera jarðar og ávöxtur, lífs- viðurværi heiðarlegra manna, sem að loknu dagsverki geta gengið til hvíldar án alls sam- vizkubits. Starf bóndans er ræktun og friðarstarf, andstætt öfgum og ráðleysi. Það stuðlar að jafn- vægi þjóðfélagsins og andleg- um þroska □ MINNINGARSJÓÐUR- Jakobs Jakobssonar. — Minningar- spjöld fást í Verzluninni Ás- byrgi h.f., og Bókaverzlun Jóhanns Valdimarssonar. Örnelni í Saurbæjarhreppi Angantýr Hjörvar Hjálmarsson og Pálmi Kristjánsson liafa safnað og gefið út í DEtíI 3. ágúst í sumar birtist samtal við Jóhannes Óla Sæ- mundsson kennara. Meðal anru- ars var einn kaflinn um örnefna söfnun hans í sýslunni. Er það að sjálfsögðu mikið verk, og efast ég ekki um að það muni vel af hendi leyst. En hann mun nú hafa lokið því að mestu. En eina athugasemd vil ég þó gera við þetta. Það var ekki get ið um að búið var að safna ör- nefnum í fremri hluta Eyja- fjarðar. Það var árið 1953, sem við byrjuðum að safna þar, við Angantýr sem stuttu síðar varð kennari í Sólgarði i Saurbæjar hreppi og ég fyrrverandi kenn- ari þar, en þar kenndi ég lengst af sem aðalkennari um 35 ára skeið. Við gáfum svo út bók 1957 með örnefnalýsingu af þessu svæði og var hún Ijós- prentuð í Reykjavík. En hún það nákvæm að ég hygg að ekki þurfi um það að bæta. Bókin er nú víða til, en þó er nokkuð enn óselt. Ef að hitt safnið yrði á einhvern hátt gef- ið út, þyrftu þeir að eiga þessa bók líka, sem eignuðust þetta safn. Því er spáð að bók okkar fari í hátt verð, er fram líða stundir. Ég vil bæta því við, að mér var það kærkomið verk að eiga þátt í að skrifa lýsingu af sveitinni minni, þar. sem ég hafði starfeð lengst sem kenn- ari með nokkrum árangri að ég held, óg 'þóttist skilja allvel við hana með þessu riti, áður en ég fluttist burtu, að mestu má segja. Þó að bókin nái ekki nema yfir lítið svæði, er hún þó all- merkileg og sérstæð, því að með öllum óbyggðum dölum og fjalllendi er þétta allstórt svæði. Fram úr aðalsveit Eyjafjarðar liggja margir óbyggðir dalir með um 30 nöfnum. Það var fyrst og fremst mjög aðkall- andi, að safna örnefnum þar, því að þar var hætta mest á að þau gleymdust. Nær byggðinni eru gamlar rústir af eyðibýlum, og víða á þessum dölum eru rústir af seljum og fjárréttum. Þegar bókin var gefin út, var þetta meðal annars skrifað: „Lýsingin er svo nákvæm, að ókunnugur maður, sem fýsir að kynnast einhverju vissu svæði í hreppnum, geturfundið öll ör nefnin á því svæðl eftir lýsing- unni. Inn í lesmálið er svo flétt að fjölmörgum smásögum, sem hafa geymzt í munnmælum og snertu eitthvað. örnefnin í sveit inni. í bókinni er einnig mynd af hverjum byggðum bæ, ásamt nokkrum yfirlits- og landslags- myndum“. Pálmi Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.