Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 8
8 Sigurvegararnir í góðaksturskeppni Bindindisfélags ökunianna á Akureyri (f. v.): Rögnvaldur B. Ólafsson, Gunnar Eðvaldsson og Björn Signiundsson. (Ljósmynd: Niels Hansson). GÖÐAKSTURSKEPPNiN Á AKUREYR! Þátttakendur voru 12 og stóðu þeir sig allir vel í mörgum greinum keppninnar BINDINDISFÉLAG ökumanna á Akureyri efndi til góðaksturs keppni sl. laugardag, 13. ágúst. Framkvæmdastjórar B.F.O. og V.Á.V. (Varúð á vegum), þeir Ásbjörn Stefánsson og Sigurður Ágústsson höfðu komið frá Reykjavík til aðstoðar við und- búning og framkvæmd. Eftir langstæða leiðindatíð var veður hið bezta þennan dag, og bæjar búar því mjög bundnir við sitt, nauðsynjaverk eða skemmti- ferð með fjölskyldunni. Með- fram þessa vegna varð þátttaka minni en ella og mun erfiðara að fá fólk til starfa, en svona keppni útheimtir marga til að- stoðar, eða 50—60 manns, ef vel á að vera. Þegar á hólminn kom rættist þó sæmilega úr þessu, þótt seinna yrði byrjað, en ætl- að var. Þátttakendur urðu 12 og stóðu allir sig vel í mörgum greinum, þótt útaf bæri hjá sumum í veigamiklum atriðum. En keppnisraunir voru mjög margar, bæði varðandi réttan akstur, þekkingu á vél og öku- reglum, ásamt leikni við stjórn bifreiðarinnar. Ekin var ein hringferð um bæinn, þar sem verðir voru staðsettir á mörg- um stöðum til að fylgjast með, hvernig snúist var við verkefn- um í hverjum stað og þau af hendi leyst, svo og að svara spurningum. Einkunnagjöfin í svona keppni er þess eðlis, að bezt er að fá sem lægsta tölu; gefin er talan 1—30, eftir því, hve verk- efnið er laklega af hendi leyst. T. d. ef svar vantaði við einni spurningu af fjórum, var gefin einkunn 2, en ef öllum var rétt svarað gafst 0 (núll). Fyrir það að sinna ekki stöðvunarskyldu íyllilega kom 25 í einkunnar- dálkinn og fyrir það að bakka á pokann (sem eins vel gat ver- KIRKJURAN I KRÍSUVÍK Á MÁNUDAGINN gerðu ferða menn lögreglunni aðvart um, að hurðin í gamalli kirkju í Krísuvík hefði verið sprengd upp. Við athugun koni í ljós, að þar hafði kirkjurán verið framið. Horfið höfðu 2 kirkju- klukkur, Ijósastjakar af altari, Ijósakróna og e. t. v. fl. Málið er í frumrannsókn. Munir þeir, sem hér um ræð- ir, eru úr kopar, og getur það e. t. v. gefið bendingar. En lög- reglan telur verknaðinn geta verið allt að 20 daga gamlan. □ ið smábam) var einkunn 30, en þessar háu tölur hlutu, því mið ur, einn og einn. Þá fengu marg ir mínus vegna ónákvæmni í beygjum og stefnumerkjagjöf. Leikniprufur (sumar) voru öðr um þræði til gamans, gengu mis jafnlega, en höfðu minni áhrif á einkunn og úrslit. Keppni.-nf þessu tagi mun áreiðanlega vekja athygli og áhuga bæði keppenda og þeirra er á horfa,' til þess að temja sér meiri gætni og nákvæmni með bílinn sinn í umferðinni. Um kvöldið söfnuðust kepp- endur, framkvæmdastjórn keppninnar, ásamt fulltrúum frá lögreglu og bifreiðaeftirliti að kaffiborðum í Café Scandia. Voru þar ræður fluttar og margt rabbað. Sigurður Ágústs son gerði grein fyrir keppninni og lýsti úrslitum. Ásbjörn Stef- ánsson afhenti fögur verðlaun, áletraða silfurbikara, þeim þrem, sem beztum árangri (lægstri einkunnatölu) náðu.. 1. Rögnvaldur B. Ólafsson, Brekkugötu 45 (eink. 56). 2. Gunnar Eðvaldsson, Greni- völlum 20 (eink. 63). 3. Björn Sigmundsson, Löngu- mýri 20 (eink. 68). Þeii' næstu í röðinni voru mjög nálægt þessum, en þeir slökustu náðu talsvert upp á 2. hundraðið. Bindindisfélag ökumanna á Akureyri vill að lokum þakka öllum þeim mörgu, ekki sízt ungum skátum og tveimur frúm, sem góðfúslega hjálpuðu til við mót þetta. Innan skamms verða þeir og þær meðal kepp- enda í góðakstri. (Fr éttatilky nning ) EININGU BERAST GJAFIR Verkamaðurinn segir frá því, að Elísabet Eiríksdóttir fyrrum formaður Verkakvennafélags- ins Einingar á Akureyri og Gunnlaugur Björnsson í Hrauk bæ hafi gefið Verkalýðsfélag- inu Einingu húseignina Þing- vallastræti 14, Akureyri, ásamt bókasafni Elísabetar. Ennfrem- ur segir blaðið, að Stefán E. Sigurðsson fyrrum bókari fé- lagsins hafi gefið sama aðila bókasafn sitt. Gjafir þessar eru hinar mik- ilvægustu, enda rausnarlegar. Geta þær væntanlega orðið til þess að styrkja nýja þætti í starfsemi Verkalýðsfélagsins Einingar, og er vonandi, að gjafir þessar verði félaginu til þeirra heilla, sem vonir gef- enda framast standa til. GÓÐUR GESTUR Á FERÐ Ilingað til landsins kom nýlega utanríkisráðherra ísraels, með föruneyti, í opinbera heimsókn. Hann heitir Abba Eban. Átti hann langar viðræður við ráð- herra landsins og aðra ráða- menn, bæði um aukin viðskifti landanna og um menningarleg samskifti, sem þegar eru nokk- ur og góð. SÝSLUFÉLÖG DEILA f gær átti að gera áreið eina hér ncrðanlands. Þrír dómarar og lögfræðingar Skagfirðinga og Eyfirðinga ætluðu að leggja upp frá Akureyri og til sýslumarka, sem um er deilt og afréttarlönd þessara sýslna. Landsvæði það, sem á milli ber er 2—300 ferkílómetra afrétt. Fyrst mun ferðast á bifreiðum, síðan á hestum eða fótgangandi. AUKNIR FLUTNINGAR HJÁ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS f fréttablaði starfsfólks Flugfé- lags fslands segir m. a.: f fyrra jukust flutningar með flugvélum Flugfélagsins veru- lega miðað við árið á undan, og starfsmönnum og öðrum að- standendum fél. til ánægju kemur það sama á daginn í ár. Fyrstu sex mánuði yfirstand- andi árs voru farþegar í milli- landaflugvélum félagsins 17.462 en voru 15.168 á sama tímabili í fyrra. Aukning er 15.%. í inn- anlandsfluginu eru tölurnar jafnvel ennþá glæsilegri. Nú voru fluttir 44.045 farþegar á móti 34.862 farþegum á sama tíma í fyrra og er aukning 26.3%. Samtals hafa því verið fluttir fyrri helming þessa árs 61.507 farþegar en á sama tíma í fyrra 50.030. Aukning 22.9%, STRANDFERÐIRNAR Stjórnarvöldin þrengja enn hag landsbyggðarfólks með skerð- ingu strandferðanna. Almenn óánægjualda mun rísa gegn þessu gerræði. Hér verða þessi mál rædd síðar. □ Keppendur í góðakstri hafa raðað bifreiðum sínum við verkstæði Gríms Valdimarssonar á Oddeyri. (Ljósmynd: Niels Hansson). EESr^. a Kísilsamningarnir undirritaðir SL. LAUGARDAG voru undir ritaðir samningai' um sölu og rekstur í sambandi við kísilgúr vinnsluna í Mývatnssveit. í til- efni samninganna sendi Iðnaðar málaráðuneytið frá sér eftir- farandi fréttatilkynningu í gær: „Undanfarna mánuði hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og bandaríska fyrirtækisins Johns-Manville Corporation viðræður um bygg ingu og rekstur kísilgúrverk- smiðju við Mývatn. í samninganefnd ríkisstjórn- arinnar eiga sæti Magnús Jóns- son fjármálaráðherra, formað- ur, dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður og Pétur Péturs- son, forstjóri. Samningum lauk með sam- komulagi milli aðila í sl. viku. Samningarnir eru efnislaga í samræmi við það sem gert var ráð fyrir er lög nr. 60, 13. maí 1966 um breytingu á lögum nr. 22, 21. maí 1964 um kísilgúr- verksmiðju við Mývatn, voru til meðferðar á Alþingi. Voru samningar undirritaðir sl. laugardag 13. þ. m. Er þar fyrst og fremst um að ræða aðal samning milli ríkisstjórnarinn- ar og Johns-Manville Corpora- tion, og hefur sá samningur að geyma efnisákvæði um öll meg inatriði málsins. Jóhann Haf- stein iðnaðarmálaráðherra und irritaði aðalsamninginn af hálfu ríkisstjórnai'innar en Roger Hacney, framkvæmdastjóri, af hálfu Johns-Manville Corpora- tion. Samkvæmt samningunum var undirbúningsfélag það er stofn að var 1964, Kísiliðjan h.f. lagt niður sl. laugardag, þar sem hlutverki þess var lokið, og nýtt félag stofnað til að byggja og reka verksmiðjuna. Hið nýja fé lag heitir einnig Kísiliðjan h.f., og er lögheimili þess í Skútu- staðahreppi við Mývatn. Hluta- fé er 78 milljónir króna, og á ríkissjóður 51% þess, Johns- Manville Corporation 39% en 10% verða boðin til kaups sveit arfélögum á Norðurlandi. Stjórn hins nýja félags skipa af rikissjóðs hálfu Magnús Jóns son, fjármálaráðherra stjórnar- formaður, Karl Kristjánsson, al þingismaður og Pétur Péturs- son forstjóri. Gildir þessi skip- an til bráðabirgða, þar til Al- þingi hefur kjörið þrjá stjórnar menn. Af hálfu Johns-Manville eiga sæti í stjórninni Roger Hackney framkvæmdastjóri og W. E. Lehmann framkvæmda- stjóri. Þá var einnig sama dag stofn að annað hlutafélag Johns- Manville h.f., sem hefur lög- (Framhald á blaðsíðu 5). NÝR VÍGSLUBISKUP SÉRA Sigurður Pálsson á Sel- fossi hefur verið kosinn vígslu- biskup til Skálhortsdæmis og verður vígður um næstu mán- aðamót. □ SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.