Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.1966, Blaðsíða 4
s Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. í framkvæmd í APRÍLMÁNUÐI 1963 héít Sjálf- stæðisflokkurinn landsfund í Reykja vík. Á þeim landsfundi gaf flokkur- inn út svohljóðandi yfirlýsingu: „BÆNDUM HEFUR NÚ VER- IÐ TRYGGT UMSAMIÐ VERÐ FYRIR FRAMLEIÐSLUNA.“ Þeim, sem trúðu, þótti það að von- um góð tíðindi. í alþingiskosning- unum, sem fram fóru vorið 1963; var því líka óspart fram haldið, við bændur landsins, að landbúnaðar- ráðherra væri búinn að vinna það afrek, að tryggja bændum verðlagsr grundvallarverðið. Stjórnin vænti bersýnilega, að yegna þessara afreka myndi Iienni fyrirgefin vaxtahækk- unin í Bi'inaðarbankanum, bænda- skatturinn, drátturinn á breytingu jarðræktarlaganna o. fl. í Morgunblaðinu og ísafokl var Ingólfur Jónsson auglýstur sem hinn fullkomni landbúnaðarráðherra. — Með skrumi var því lialdið fram, að útflutningsuppbætur á landbúnað- arvörur liefðu ekki verið til fyrr en í tíð „viðreisnar“. Þetta var ósatt. Verðbætur á útfluttar landbúnaðar- vörur voru áður greiddar úr útflutn- ingssjóði. Þar að auki átti laftdbún- aðurinn, áður en Ingólfur tók við, rétt til að hækka innanlandsverðið til að auka litflutningsverðmætið, ef þess gerðist þörf. En sá réttur var af bændum tekinn um leið og nýja út- flutningsbótaákvæðið var sett inn í framleiðsluráðslögin. Staðreyndirnar segja nú til sín og ekki haía bændur komizt hjá að verða þeirra varir. Þeir hafa rekið sig harkalega á það, að kenningin frá 1963, um verðtryggingu Ingólfs, var heilaspuni. Dýrtíðin liefur vaxið, framleiðslukostnaður aukizt, og fé vantar til að koma útflutningsverð- mætinu í samræmi við verðlags- grundvallarverðið. Ef ekki koma til nýjar ráðstafanir tapa bændur veru- legum hluta tekna sinna, samanber innvigtnnargjaldið. I trú á það, að verðtrygging Ing- ólfs væii staðreynd, hafa margir auk- ið framleiðslu sína á undanförnum árum. Og nti stendur bændastéttin frammi fyrir miklum vanda. Ríkis- stjómin hefur synjað henni um all- ar þær ráðstafanir, sem til mála gátu komið til að rétta hennar hag, nema þá einu, að leggja innviktunargjald- ið á mjólkina og lækka smjörverðíð. Bændastéttin hefur nú, sem einn maður, risið til varnar og sækir nú (Framhald á blaðsíðu 7). Beðið eftir komu Sigurbjargar til Ólafsfjarðar, en þar var viðbúnaður mikill. (Ljósmynd: S. H. S.) (Framhald af blaðsíðu 1) afhenti skipið eigahda. Þá flutti Ásgrímur Hartmannsson, bæj- arstjóri, ávarp, bauð skipið vel- komið og lýsti ánægju sinni yf- ir komu þess, en Lúðrasveitin lék milli atriða og Karlakór Ólafsfjarðar söng. Magnús Gamalíelsson, eig- andi hins nýja skips, flutti ræðu og rakti tildrögin að því, að skipið var byggt í Slippstöð- inni h.f. á Akureyri. Fiutti hann -forstjóra -og starfsmönn- um þakkir og afhenti síðan Ól- afi Jóakimssyni skipstjóra og skipshöfn hans skipið til varð- veizlu. Þá flutti fiskimálastjóri, Davíð Ólafsson, stutt ávarp og flutti kveðjur frá Magnúsi Jóns syni, fjái-málaráðherra og Egg- ert G. Þorsteinssyni, sjávarút- vegsmálaráðherra. Að lokum bauð Magnús Gam- alíelsson öllum viðstöddum til kaffidrykkj u í félagsheimilinu Tjarnarborg. Milcill fjöldi gesta kom frá Akureyri með skipinu, í boði Magnúsar. Voru það eink um þeh' menn, sem unnið höfðu við skipið og konur þeirra. Þá bauð eigandi öllum að skoða skipið þann dag og næsta dag. Magnús setti samsætið í Tjara- arborg og bauð gesti velkomna, sem munu hafa verið hátt á þriðja hundrað manns. Voru þar margar ræður fluttar og sungið. Margar heillaóskir bár- ust og blómagjafir. Var þetta allt hið ánægjulegasta boð og Magnúsi og öðrum til hins mesta sóma. Sigurbjörg ÓF 1 er stálskip, 346 smálestir, smíðuð í Slipp- stöðinni h.f. á Akureyri. Hún er fyrsta stálskipið, sem Akur- eyringar smíða, en jafnframt það stærsta, sem smíðað hefur verið á íslandi. Hún er því al- ger frumsmíð Slippstöðvarinn- ar í þessari skipasmíðagi'ein okkar fslendinga. Sigurbjörg er mjög vandað og glæsilegt skip, hvar sem á er litið. ÖIl innrétt- ing úr harðviði og vistarverur búnar Öllum nútíma þægindum. Allur frágangur er mjög vand- aður. Skipið ber þeim fegurst vitni, er þar lögðu hönd að verki. Sigurbjörg er búin 950 hest- afla Mannheim-vél og var' mesti ganghráðl í reynsluferð 12,8 míl ur. Þá érú í skipinu 2 ljósavélar, hvor 108 hestafla og við hverja vél 65 kílówatta rafall og auk þess 54 kw rafall við aðalvél. — Tvö sjálfvirk fiskileitartæki, tvær ratsjár, lóranstöð og yf- irleitt öll þau öryggistæki, seni nútímatækni hefur upp á að bjóða. Auk þess eru á skipinu tvær hliðarskrúfur, sem er al- ger nýjung hér og í fyrsta skifti sem íslendingar setja slíkt nið- ur. Vélar, rafalar, dælur o. fl. er keypt hjá Sturlaugi Jóns- syni og Co. í Reykjavík, og gekk öll fyrirgreiðsla á þeim mjög vel, sagði Magnús útgerð- armaðui'. Færði hann fyrirtæk- inu beztu þakkir fyrir góða þjónustu. Sigurbjörg fer á veiðar í næstu viku, sagði fréttaritari blaðsins að lokum. Skafti Áskelsson flutti eftir- farandi ávarp við komu skips- ins til Ólafsfjarðar: Magnús Gamalíelsson, frú Guðfinna Pálsdóttir. Herra bæjarstjóri. Herra bæjarfógeti. Virðulega bæjarstjórn. Góðir Ólafsfirðingar. KOMIÐ þið öll blessuð og sæl. Það gleður mig að sjá hve mörg ykkar eruð komin hér til að taka á móti þessu nýja og fal- lega skipi. Það er mér mikil gleði að fá tækifæri til þess að lcoma hingað á Sigurbjörgu. Og ég vona og bið að það megi ætíð hvíla jafnmikil sól og birta á allan hátt ýfir komu hennar til heimahafnar sinnar. Magnús Gamalíelsson! Ennþá einu sinni þakka ég þér það traust sem þú sýndir okkur með því að fela okkur smíði þessa skips. Ég óska þess og bið að þetta verði farsæl fleyta á allan hátt. Ég veit fyrir víst að allir hafa lagt sig fram til þess eftir beztu getu að smíði skips- ins yrði sem allra bezt, frá því fyrsta til hins síðasta. Og ég veit að allir sem unnið hafa að smíðinni biðja þess og vona að traust og blessun fylgi hverju þeirra handtaki. Góðir samstarfsmenn! Nú í dag er mér efst í huga þakklæti til ykkar allra fýrir störf ykkar. Eins og við vitum öll hafa ver- ið svö ótal öfðugleikar við að stríða og ætla ég ekki við þetta tækifæri að ræða það nánar að öðru leyti en því, að við skul- um vona að það standi verulega til bóta. Smíði þessa skips mark ar þáttaskil í atvinnusögu Akur eyrar, miklu meira en við gér- um okkur ijóst í fljótu bragði. Og við verðum öll að standa saman og sækja á, og í sam- einingu að berjast við örðug- leikana, -sem vissulega verða alltaf á vegi okkar. Magnús Gamalíelsson! Ég af- hendi þér hér með þetta skip fyrir hönd Slippstöðvarinnar h.f. Ég óska þér og allri þinni fjölskyldu til hamingju með skipið og bið yður öllum gæfu og gengis, blessunar guðs um ' alla framtíð. Með smíði hins fyrsta stál- skips á Akureyri er brotið blað í norðlenzkum skipasmíðum. — Sigurbjörg er sönnun þess, að unnt er að byggja hér vandað fiskiskip og fagurt,' ekki síður en hjá nágrannaþjóðum okkar. Með vinnuhagræðingu, skipu- lagningu og bættri byggingar- aðstöðu ætti kostnaður ekki að Verða þessari iðngrein fjötur um fót. Blaðið hitti snöggvast að máli þá Skafta Áskelsson, forstjóra Slippstöðvarinnar, og Bjarna Jóhannesson stjórnarformann stöðvarinnar. Þeir sögðu m. a. eftirfarandi, auk þeirra upplýs- inga um hið nýja skip, sem fram koma í fréttum frá Ólafs- firði: Við þessa framkvæmd þurfti að yfirstíga marga byrjunar- örðugleika, og erum við nú dýrmætri reynslu ríkari. Erfið vetrarveðrátta tafði mjög smíði skipsins. Nú er verið að reisa 89 m langt skipasmíðahús norð- an Slippstöðvarinnar, 25 m breitt og 22 m hátt. Þar mun verða hægt að byggja allt að 2 þúsund tonna skip. Byrjað er á byggingu nýs 480 tonna stálskips fyrir Eldborgu h.f. í Hafnarfirði og fleiri verk- efni eru í athugun. Þetta skip verður reist í nýja húsinu og á það að auðvelda alla fram- kvæmd. Um 130 manns vinna nú í Slippstöðinni, ásamt dótt- urfyrirtækinu, Bjarma, sem sá um járnsmíði og niðursetningu véla í Sigurbjörgu. Skafti Áskelsson bað fyrir þakklátar kveðjur til Lands- bankans, Fiskveiðisjóðs, bæjar- stjórnar Akureyrar, hafnar- nefndar, Skipaskoðunar ríkis- ins og allra annarra, sem á einn og annan hátt greiddu götuna við smíði skipsins. Að lokum skal þess svo get- ið, sem staðfest var af þeim Skafta og Bjarna, að ekkert áfengi var um hönd haft við þá áfanga í byrjunarsögu nýja skipsins, áfhendingu þess og mótttöku og er það hlutaðeig- endum til hins mesta sóma. Dagur árnar Sigurbjörgu ÓF 1, eigendum og skipshöfn allra heilla um leið og það færir iðn- aðarmönnum á Akureyri ham- ingjuóskir með smíði vandaðs fiskiskips. - E. D. Búvélaverkstæðið á Ákureyri STEFÁN ÞÓRÐARSON véla- ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðai' segir m. a. í skýrslu sinni til BSE: „Rekstri verkstæðisins var fram haldið í gamla húsinu við Hjalteyrargötu þar til um miðj an maímánuð, en þá var starf- semin flutt í nýbyggt hús B. S. E. við Óseyri 2. Upphaflega var ætlunin að flutningar færu fram nokkru fyrr, en sökum dráttar á framkvæmdum við nýbygginguna var ekki hægt að flytja fyrr og var það mjög ó- þægilegt, þar sem vorannir eru hafnar á þessum tíma. 1. Rekstur Búvélaverkstæðis- ins. Verkefni hafa verið næg á ár inu, en þess ber að geta, að verkstæðið vann allmikið fyrir nýbygginguna fyrri hluta árs- ins, auk þess sem tíðai'far var .hagstætt, en það hefur ætíð all mikil áhrif, hvað snertir við- skipti við bændur almennt. Leit azt hefur verið við að auka reksturinn eftir föngum þannig að viðskipti og mannahald séu í sem heppilegustum hlutföll- um. Nú starfa 9 menn í vinnu- sal, auk þess hefur Sigurður Baldvinsson verið ráðinn til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Nú seinni hluta ársins hefur verið unnið nokkuð við smíði snígla og tel ég að búnaður þeirra sé nú kominn í það horf, að ekki þurfi breytinga við fyrst um sinn. Varðandi tillögu þá sem sam þykkt var á aðalfundi B. S. E. 1965 þess efnis, að athugað væri hvort hagkvæmt yrði að verk- stæði B. S. E. hæfi framleiðslu á öryggisgrindum á dráttarvél- ar, vil ég upplýsa, að eftir þær athuganir, sem ég hef gert á verði grinda svo og eftirspurn, virðist þetta ekki vera hagstætt eins og nú standa sakir, en verð ur ef til vill athugað á kom- andi vetri og þá í sambandi við innflutning dráttarvéla, þannig að hægt væri að taka nógu margar grindur í einu. 2. Ræktunarsamböndin og vélar þeirra. í þessum málum er fátt nýtt. Þjónustu minni við ræktunar- í SÍÐASTA BLAÐI var minnzt á Ungu Akureyri, þriðja hefti kynningarrits Æskulýðsráðs um Akureyri einkum hvað snei’tir æskulýðsstax'fsemi. — Höfð voru nokkur orð eftir Friðjóni Skai'phéðinssyni, sem skrifar ávarpsorð í rit þetta — og hafði „prentvillupúkinn“ af- lagað þau svo, að telja mátti þau fremur til vanvirðu. En ávarp þetta er þess vert að les- ið sé, og þessvegna leyfir blað- ið sér að endurpi-enta það, og er það þá jafnfx-amt leiði'étting á því, er í síðasta blaði birtist. ÁYARPSORÐ BÆJAR- FÓGETANS: UNGA AKUREYRI birtist nú í þriðja sinn og vekur athygli á félögum og stofnunum, sem ungu fólki er hollt að stai’fa í, eða tengjast með einhverjum hætti. Öll þessi félög eða stofn- anir geta látið í té aðstöðu til tómstundastai-fa og íþi'óttaiðk- ana, bæði andlegra og líkam- Íegra, sem munu gera hluttak- endur sína að meiri og beti'i mönnum, sé rétt á haldið. Hver vili ekki verða það og hver hef- ur ekki þörf fyrir slíkt? Hér skal þó vakin athygli á tómstundastai'fi, sem endist hvei-jum manni ævilangt og er því ánægjulegra, sem lengur og meir er að unnið. Það eykur persónuleika manns og sjálfs- traust og gerir hvei'n iðkanda að betri íslendingi. Tómstunda- starf þetta er auðvelt að stuixda jafnframt hluttöku í félögum þeim og stofnunum, sem rit þetta fjallar annai's um, og það kostar ekki fé. Hér er átt við íslenzka tungu og meðferð hennar í mæltu máli og í-ituðu. Byi’jið með því að temja yð- ur skýrt málfar og varast lat- mæli og slettur. Talið ekki of hratt, þannig að mál yðar vei'ði óskýrt og óáheyrilegt. Gei’ið yður far um að lesa góðar bækur og læi'ið af þeim gott mól. Betra er að lesa stutt- an kafla með athygli og gaum- gæfni, en að fara á hundavaði yfir langt mál. Óþarfi er að benda á það, sem hver maður veit, að íslendingasögur og önn ur fornrit eru gullnáma ís- lenzks máls. Lærið oi'ðtök og málshætti, góð orð og setningar og reynið að hagnýta í mæltu máli eða rituðu á réttan hátt og gefið gaum að stafsetningu. Ekki er bx-ýn þörf að læra málfræði, hljóðfi'æði eða setn- ingarfræði, umfi'am það sem kennt er í skólunum. Fáir geta orðið meistarar, en enginn er sá, sem ekki getur aukið við kunnáttu sína og bætt málfar sitt. Tungan er meginstofninn í mennipgararfi vorum. Hennar vegna fyrst og fremst eigum vér rétt á að vera sjálfstæð þjóð meðal annarra þjóða heimsins. Ungu menn og konur. Vex-ið samtaka um að vai’ðveita þenn- an arf og ávaxta. Með því auk- ið þér við menntun yðar, í'eisn og pei'sónuleika og jafnframt reisn íslenzku þjóðarinnai'. Friðjðn Skarphéðlnsson. samböndin hefur verið líkt hátt að og áður. Þó hefur tími minn til þessai’a mála verið með minnsta móti, en það stendur nú til bóta með bættri aðstöðu. Varðandi viðhald vélanna er vai-ahlutaútvegun lang erfiðust og er það raunar eðlilegt þegar þess er gætt„ að aðeins tvær vélar af öllum vélum í'æktunar sambandanna eru af sömu gerð. Annars er í’ekstur ræktunar- sambandanna heilt yfir heldur lélegur þó þar séu þó nokki'ar undantekningar, en þetta staf- ar, að ég tel, mest af grundvall ar skipulagsleysi. 3. Votheyshlöðubyggingar og leiðbeiningar. í sumar voru byggðar 6 vot- heyshlöður á vegum húsagerð- ar B. S. E., þar af ein utan fé- lagssvæðisins. Þessar fram- kvæmdir gengu fx-emur vel í þetta skipti og skilar þessi star.f semi nú dálitlum hagnaði í fyrsta sinni frá því að ég tók við henni. Um leiðbeiningar er líkt og vei’ið hefur hvað snertir að- stoð við bændur heima fyrir. En með bættu húsnæði eru komnir bættir möguleikar til að bændur geti fengið að gera við sjálfir á vei’kstæðinu og fá aðstoð eftir þörfum. Þetta ætti að vera hægt yfir vetrartím- ann og vil ég benda bændum á að notfæra sér þetta meira en þeir hafa gert hingað til. Annars tel ég nauðsynlegt að komið verði á notkun skugga- mynda og jafnvel kvikmynda í leiðbeiningai-þjónustu B. S. E. Með þessu tel ég að einkum muni vinnast það tvennt, að erindaundirbúningur og flutn- ingur vei-ði mun auðveldari en þó einkum það, að með þessari aðferð verða fundir yfirleitt skemmtilegri og betur sóttir, sem er mikilvægast. 4. Umsjón með byggingu verk- stæðis og skrifstofuhúss B. 5. E. Um þetta atriði er ekki á- stæða til að fjölyi'ða á þessum vettvangi þó að byggingarfram kvæmdirnar hafi að sjálfsögðu vei-ið stór þáttur í mínu starfi á ái'inu. Vinnusalur vei’kstæðisins var tekinn í notkun, sem fyrr segir, á síðastliðnu vori eða rúmu ári eftir að hafizt var handa um framkvæmdir við húsið, og var hann þá að mestu frágenginn. Síðan hefur verið unnið við að fullgera skrifstofu og snyrtiher bergi auk ýmiskonar minnihátt ar lagfæringa, sem löngum reynast drjúgai', en nú er þess- um fx-amkvæmdum að mestu lokið. Auk fi’amanskráðra atriða úr starfi inínu hjá B. S. E. á árinu, sat ég ráðunautafund, sem Bún aðarfélag íslands boðaði til, mætti á fundum búnaðarfélaga og ræktunarsambanda eftir því sem óskað var. Læt ég svo þessari upptaln- ingu hér með lokið.“ Knattspyrnumót drengja UMSE gekkst fyrir hraðkeppnis móti drengja í knattspyrnu 28. f. m. að Árskógi. 4 lið tóku þátt í mótinu og varð röð þeii’ra þessi: Sigurvegarar urðu drengir úr Umf. Ski-iðuhrepps. 2. lið frá Umf. Ái'sól, Árroðinn. 3. Umf. Reynir og 4. drengir úr Umf. Svarfdæla á Dalvík. Komu til fagnaðarins frá Noregi Ameríku og Ástralíu Tvöfalt gullbrúðkaup í Tungu á Svalbarðs- strönd 16. júlí síðastliðinnr HINN 16. júlí s.l. héldu þau hjónin Jóhannes og Helga í Tungu upp á gullbrúðkaupsaf- mæli sitt. En þann mánaðardag voi’u þau vígð í Svalbarðs- kirkju fyrir 50 árum ásamt þeim Eið Indriðasyni í Hi’ísey og Matthildi systur Helgu. Var því um tvöfalt gullbrúðkaup að ræða, því Eiður og Matthildur voru í Tungu þennan dag. Kom mai'gt manna úr sveitinni og lengra að tii þess að gleðjast með bx’úðhjónunum á þessum heiðui'sdegi þeirra. En allir lagið tók þetta mál til meðfei'ð- ar, og bauðst þá Jóhannes til að smíða skíði fyrir þá ung- linga í sveitinni, sem þess ósk- uðu, fyrir mjög lágt verð. Vet- ux-inn 1914 var svo aftur mik- ill snjóavetur. Mátti þá heita, að hver unglingur í sveitinni, hvort heldur var piltur eða stúlka, ætti skíði- -og kunnu mai’gir vel með að fara. Ein heit laug er í sveitinni. Er hún í Tungulandi. Þessa laug gaf Jó- hannes til þess að byggja við hana sundlaug. Átti Jóhannes Gullbrúðkaupshjónin: Jóhannes Laxdal, Helga Nielsdóttir Laxdal, Matíhildur Nielsdóttir og Eiður Indriðason. fengu hinar rausnarlegustu veit ingar bæði í mat og drykk. T. d. um það hvað langt var sótt að til að heiði'a brúðhjónin, er það, að tvö böi-n þeirra Tunguhjóna, sem búsett eru í Ameríku og gift þar, komu með fjölskyldur sínar og dóttui’sonur þeh'i'a, sem giftur er í Noregi, kom heim með konu sína og barn. Sömuleiðis kom dóttursonur Eiðs og Matthildar, sem giftur er í Ástralíu, heim með konu sína. Þai-na var því mikill fagn- aðui’fundur vina og vanda- manna. — Jóhannes Laxdal er fæddur og uppalinn í Tungu, sonur mei'kishjónanna Helga Laxdals og Guðnýjar Gríms- dóttur konu hans. Jóhannes varð 75 ára 5. júlí s.l. og á þessu ári er hann búinn að vera hi’eppstjóri í 30 ár. Jóhannes hefur mjög komið við sögu sveitarinnar í sinni búskapar- tíð og alltaf staðið framarlega í félagsmálum hennar og verið ótrauður að leggja á brattann, þrátt fyx-ir það, þó sumum fynd ist oft meira gæta kapps en fyi'ii’hyggju. En ekki sparaði hann sjálfan sig og eru ótalin þau spor sem hann fór, ef hann vildi koma einhverju áhuga- máli áleiðis. Hann gekk í Ung- mennafélag sveitai’innar þegar það var stofnað 1910. Var hann í stjóm þess alllengi og formað- ur nokkur áx-. Jóhannes var góður íþi’óttamaður í æsku og hafði mikinn áhuga fyrir að vinna íþróttamálum gagn. Má þar fyi’st nefna skíðaíþróttina. Veturimr 1910 er mesti snjóa- vetur sem komið hefur á þess- ari öld. Þá mátti segja, að væri óþekkt að skíði væru til á nokkrum bæ á Svalbarðssti’önd. Þennan vetur smíðaði Jóhann- es sér skíði eftir noi’skri fyrir- mynd, og renndi sér á þeim yfir fannbreiðurnar, stoltur og íturvaxinn, þegar aðrir þurftu að kafa snjóinn lausfóta. Varð þetta til þess, að Ungmennafé- mikinn þátt í því, að það verk kæmist í fi’amkvæmd. Þó sund- laugin væi’i um margt mislukk uð og ófullkomin eftir nútíma- kröfum var um langt skeið kennt í henni sund um hávet- ui-inn, með góðum árangri, svo mai-gir unglingar, — sem þar læi’ðu, — urðu góðir sund- menn. Skömmu eftir brúðkaupið tóku þau Jóhannes og Helga við Tungu og hafa búið þar síðan. Þau hafa byggt upp öll hús jarðarinnar og ræktað allt land, sem Tungu fylgir, neðan fjallsgirðingar og nú síðustu ár in mikið land uppi í fjallinu of an girðingarinnar. var ungum falin í búnaðai’félagi Jóhannesi formennska sveitarinnar. Beitti hann sér fyrir því, að félagið keypti traktor til jarðvinnslu, og mun það hafa verið ein fyrsta vélin sem keypt var hér um slóðir til þeirra hluta. Sömuleiðis var Jóhannes einn ákveðnasti frum kvöðull að því að rafmagn yrði leitt um sveitina. Er hér aðeins fátt af því tal- ið, er Jóhannes átti góðan þátt í að koma í framkvæmd. En alltaf rnunaði miklu, hvort mað ur hafði Jóhannes með sér eða á móti, því hann var enginn miðlungsmaður á hvoi’a sveif- ina sem hann lagðist og sparaði hvoi’ki fé né fyrirhöfn til að vinna því máli gagn, sem hann hafði áhuga fyrir. Helga, kona Jóhannesar, og Matthildur, kona Eiðs, fæddust og ólust upp á Hallanda í stór- um barnahópi, við fátækt, eins og þá var títt. Foreldrar þeirra voru Anna Björnsdóttir frá Hóli í Kaupangssveit og Níels Friðbjöi’nsson bóndi á Hall- anda. Hann var ættaður úr Fnjóskadal. Þær systur, Matt- hildur og Helga voru snemma mjög mannvænlegar. Hraustar, tápmiklar og vél verki fai’nar á þeirra tíma mælikvarða. Báðar 'voru þær mjög heimakærar og kemur það sér betur á sveita- heimilum, þar sem bóndinn verður að vei’a að heiman, lengri eða skemmri tíma, til að- drátta eða þá að sinna opinber- um stöi’fum fyrir sveit sína. Eiður Indriðason er uppalinn í Skriðuseli í Skriðuhverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. — Þ au hjón bjuggu lengi í Austari Krókum í Fnjóskadal. En fluttu þaðan fyrir allmöi’gum árum til Hríseyjar og eiga þar heima síðan. Eiður er kunnur fyrir að vera ætíð glaður og x-eifur og líta björtum augum á framtíð- ina. Hann hefur því ætíð verið mjög vinsæll. Þetta er hans auður. Á gullbrúðkaupsdegi þessara hjóna var mjög glatt á hjalla í Tungu og bárust þeim margar gjafir frá vinum og vanda- mönnum þeirra, fyrir utan heillaóskir víðsvegar að. En það, sem kom Tungnahjónuna kannske mest á óvart, var pen- mgagjöf, sem hreppsnefndin færði þeim frá sveitungum þeirra og miðuð við, að greiða fargjald fyrir þau til Amerílcu og heim aftur. Sá, sem þessar línur ritar, hefur verið nágranni Tungu- hjóna í hálfan sjötta áratug, og samstarfsmaður Jóhannesar x ýmsum málum, fyrst í Ung- mennafélaginu og síðan í marg háttar sveitarmálum. Ætíð höf- um við verið góðir vinir, þótt oft hafi á miiii borið um skoð- anir okkar og við deilt um þær. Kannske stundum óþarflega hart. Þær systur, Matthildur og Helga, ólust upp á næsta bæ við æskuheimili mitt og var mikill samgangur og vinskapur á milli bæjanna. Betri leiksyst- kini en börnin á Hallanda get ég ekki hugsað mér. Á þessum tímamótum í lífi þessara vina minna að fornu og nýju sendi ég þeim innileg- ustu óskir um friðsæld og fag- urt æfikvöld. Ég þakka þeim fyr ir margar gleðistundir frá æsku árunum. En að síðustu þakka ég Jóhannesi fyrir margar og ánægjulegar samstarfsstundir í félagsmálum sveitarinnar. Ég þakka honum líka, þegar við deildum um skoðanir okkar. Af því lærði ég stundum mest. Benediict Baldvinsson. - Kísilsamniiigarnir (Framhald af blaðsíðu 8). heimili á Húsavík og mun sjá um sölu á framleiðslu kísilgúr- v erksmið j unnar. Hlutafé þess félags verður 10 milljónir króna og er eign Johns-Manville Corporation. í stjórn Johns-Manville h.f. voru kjörnir Roger Hackney, framkvæmdastjóri, stjórnarfor- maður, W. E. Lehmann, frant- kvæmdastjóri, Ágúst Fjeldsted, hrl. og Örn Þór hdl.., sem verið hafa lögfræðilegir ráðunautafr Johns-Manville Corporation, og einn fulltrúi, tilnefndur af iðn- aðarmálaráðherra, Páll Þói' Kristinsson, viðskiptafræðingui' Húsavík. Samningar um tækniaðstoð og sölusamningur milli Kísiliðj unnar h.f. og Johns-Manville h.f. voru undirritaðir sama dag hinn 13. þ. m.“ q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.