Dagur - 10.09.1966, Side 7

Dagur - 10.09.1966, Side 7
7 Grasafræðingur heiðraður Á SÍÐASTLIÐNU sumri (1966) ákvað aðalfundur Náttúrufræði félagsins að kjósa Helga Jónas- son, bónda á Gvendarstöðum í Kinn, S.-Þing., kjörféiaga Náttúrufræðifélagsins. Eins og flestum Norðlending- um mun kunnugt hefur Helgi ailt frá barnæsku fengist við plöntusöfnun jafnframt bú- skapnum, og farið víða til fanga, m. a. ferðast um flestar byggðir Vestfjarða. Helgi átti stórt plöntusafn,.sem hann hefur ný- lega selt Náttúrugripasafni ís- lands. Helgi er ennþá hress þrátt fyrir háan aldur, og við- ræðugóður um allt sem lýtur að grösum, og sögur um drauga og önriur svokölluð ónáttúruleg fyrirbæri forsmáir hann ekki, standi þær til boðá. Hann mun og hafa hug á að koma sér upp öðru plöntusafni. Helgi er því vel að þessum heiðri . kominn, og þakklátir mega Þingeyingar vera, að hafa fóstrað slíkan fræðimann. □ Helgi Jónasson. - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). un liggur fyrir, mun komi í ljós hvaða fylgi liún hlýtur lijá bæj arstjórn og hvort hún treystir sér til að vinna eftir henni að lausn aðkallandi mála. Um liana getur myndast sá „ábyrgi bæjarstjórnarmeirihluti“, sem vill leggja áætlunina á borðið og segja: Þetta ætlum við að gera og í þessari röð. Þetta mun geta Ieitt til mun skynsamlegri framkvæmda hjá bæjarfélagi okkar en skyndigerðir, pólitísk ir málefnasamningar milli flokka í bæjarstjórn um kosn- ingar. N Á T T Ú R U GRIPASAFNIÐ verður fyrst um sinn aðeins opið á sunnudögum kl. 2—4. RÉTT ER að taka fram, að boðs kort að málverkasýningu Garðars Loftssonar á Dalvík, sem opnuð verður í dag, laug ardaginn 10. sept., gilda ekki aðeins þann dag, heldur livaða daga aðra sem vera skal á meðan sýningin stend- ur. Þá mispreníaðist liér í blaðinu, að málverk væri frá Þórsliöfn, en átti að vera Þórs mörk. BRÚÐIIJÓN. Hinn 8. septem- ber voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju ung- frú Rebekka Gústavsdóttir og Birgir Karlsson stud. oecon. Heimili þeirra verður að Ægissíðu 92 Reykjavík. | KYLFINGAR Akureyri! Val- bjarkarkeppni fer fram á Golfvellinum í dag, laugar- dag, kl. 1.30. — Fjölmennið! Kappleikanefnd. NONNAHÚS verður opið í sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e.h. Uppl. í símum 1-13-96, 1-15-74 og 1-27-77. MINJASAFNIÐ er opið dag- lega kl. 1.30—4 e.h. Á öðrum tímum verður þó tekið á móti ferðafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, en safn- varðar 1-12-72. Séra Ágúst Sigurðsson á næsfa !eik Höfðar mál á hendur þeim, er kærðu hann áður - Nýjar leiðir í landbúnaði (Framhald af blaðsíðu 4) mjöls sé minna en síldarmjöls, eins og látið hefur verið af gæð um þess og mundi ég þá áætla fob-verð þess kr. 6000.00 til kr. 7000.00 pr. tonn og útflutnings- verðmæti þess éða brúttóverð álls kr. 1.2000.000.000.00 til kr. 1.400.000.000.00. Miðað við ca. 5000 bændur yrði þetta kr. 240.000.00 til 280.000.00 á hvern bónda brúttó af ca. 20 ha. land- aukningu til jafnaðar á hvern. aðurinn? Því er 'erfitt að svara. Hver yrði svo rekstrarkostn- Mætti ef til vill álykta sem svo, að ca. tveggja ára framleiðslu- verðmæti af-100.000 ha. fram- leiðslu þyrfti til að fullrækta landið og setja upp heymjöls- verksmiðjur. Vextir og afborg- anir af þeirri upphæð yrðu í hæsta lagi 300 til 400 milljónir króna árlega. Eftir yrðu þá 900 til 1100 milljónir króna árlega til að mæta áburðarkostnaði, heyvinnslukostnaði, sköttum og vinnulaunum. Hlytu bændur að fá þarna verulega tekjuaukn- ingu við þau laun, er þeir nú hafa, og koma til með að hafa, af hinum venjulega búskap. Ég tel hæpið, að þessar tölur mínar séu of háar. Miklu líklegra að þær séu of lágar, og þá sér- staklega framleiðslumagnið og útflutningsverðið pr. tonn. Sé svo, verður útkoman betri en hér hefur verið áætlað. Eins og ég gat um áður, myndi þessi framleiðsluaukn- ing verða viðbót við þær kjöt- og mjólkurvörur, sem framleidd ár eru og framleiða þarf fram- vegis til innanlandsneyzlu og Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. auka þannig brúttótekjur bænda almennt um meifa en þriðjung. Munar þá vissulega um minna. En hvernig ætti þá að fá fjármagn til svona al- mennra og umsvifamikilla fram kvæmda? Svo vitnað sé aftur í grein viðskiptamáiaráðherra, þá munu útflutningsuppbæturnar í ár — bæði frá ríki og bændum sjálfum — nema um kr. 290 milljónir og verða að fimm ár- um liðnum, með núverandi þró un, komast í kr. 475 milljónir. Þetta er nokkurn veginn svip- uð upphæð og ég tel, að þurfi árlega til aS standa straum af vöxtum og afborgunum af rækt unar og heyrHjölsverksmiðju- kostnaðinum. Hvernig væri að bændasamtökin og ríkisvaldið semdu um það sín á milli, að gegn því, að bændur héldu fram leiðslu sinni á kjöt- og mjólkur vörum innan þeirra takmarka, sem innanlandsframleiðslan þarfnast, þá fengju þeir útflutn ingsuppbæturnar næstu fimm árin sem stofnlán til þessarar nýju búgreinar. Bændu myndu svo geta sett eitthvað af fjár- munum í þetta sjálfir eins og sjá má af því, að fjármunamynd unin var í fyrra 560 milljónir króna. Og þó eitthvað af því færi framvegis í það, að við- halda bústærðinni til innan- landsneyzlu, myndi þó svipuð fjármunamyndun duga árlega til að standa undir stofnkostn- aði hinnar nýju búgreinar. Hver reksturskostnaðurinn svo yrði og hvort hann reyndist of hár fyrir markaðsverðið, er erfitt að segja um, en eins og ég kem að seinna, tel ég að ísl. heymjöl ið muni sjálft sanna gæði sín með háu útflutningsverði og geng ég þá út frá, að þessi bú- grein gæfi þeim, sem hana stunduðu ekki lakari afkomu en þeim, sem nú vinna við síldina. (Framhald í næsta blaði) Móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA MAGNÚSDÖTTIR, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. sept- ember sk — Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 14. sept. kl. 2 e. h. Börn, tengdabörn og bamaböm. OPINBER fréttatilkynning frá saksóknara ríkisins fyrr í vik- unni hljóðar svo: „Að aflokinni dómsrannsókn vegna kæru 48 sóknarmanna í Möðruvallaprestakalli í Eyja- fjarðarprófastsdæmi út af at- vikum í sambandi við prestkosn ingu í fyrrgreindu prestakalli hinn 8. maí sl. hefur skipaður saksóknari af þessu tilefni Hall varður Einvarðsson, eigi krafizt frekari aðgerða vegna máls þessa. Er málið þar með niður fallið af ákæruvaldsins hálfu“. Séra Ágúst hefur hlotið lög- mæta prestskosningu í Vallanes prestakalli á Héraði og er á för um þangað. Yfirvöldin lögðu blessun sína yfir þá kosningu og hafa þegar veitt honum prestakallið. En ekki virðist þeim málaferlum, sem upphóf- ust með „sérkennilegri" kæru hinna 48 sóknarbarna hans í sumar enn lokið, þótt sú kæra hafi hlotið þá „náð“ ákæruvalds ins að vera lögð til hliðar. Séra Ágúst Sigurðsson á næsta leik og hyggst nú höfða mál gegn hinum 48 fyrrverandi sóknarbörnum, sem taka vildu af honum kall og kjól. Mun enn margt í Ijós koma við rannsókn hins nýja máls, 8« □ - Unglingaskóli f jög- urra hreppa (Framhald af blaðsíðu 1). nefndar 15. júlí í sumar lagði kvenfélagið Iðunn í Hrafnagils- hreppi fram 50 þús. kr. gjöf og skyldi hún leggjast í sameigin- legan byggingarsjóð allra hrepp anna. Síðasta Alþingi samþykkti 200 þús. kr. fjárveitingu til und irbúningsframkvæmda, en hið opinbera greiðir þrjá fjórðu hluta byggingarkostnaðar. , (Fréttatilkynning) plast stólar höfum hafið framleiðslu á fjariægðarstólum fyrir steypustyrktar- járn, bæði í loft, veggi og súlur. með tilkomu plaststólanna vinnst eftirfarandi: B við spörum peningá. B við aukum öryggið. H járn kemur aldrei út úr steypu og viðgerðarkostnaður af þeim sökum fellur niður. ■ styrkur járnsins heldur sér því aðeins, að járnið sé á þeim stað, sem það á að vera.-plaststólarnir tryggja það. ■ notkun plaststólanna er einföld, (sbr. skýringarmyndir) ogtryggir að járn séu rétt í steypu, þegar steypt er. heldur járni í fjarlægð 1,4 cm frá gólfi. fiarlægðarstólar fyrir steypustyrktarjárn í loftplötur: áætlað er að tvo stóla þurfi á hvern rrr, en allir sverleikar ganga í stóla þessa, allt frá 8 til 25 mm. hcldur járni í fjarlægð 2,2 cm frá vegg. fjarlægðarklossar fyrir steypustyrktarjárn I veggi: áætlað er að einn til tvo stóla þurfi á hvern m'-. einnig gert fyrir alla sverleika. iðhplast BOLHOLT 4 REYKJAVÍK SÍMI 338 1 0 ATHUGIÐ! Umboðsniaður okkur á Akureyri er Ingvi R. Jóhannsson, rafvirkjam. C/o RAFTÆKNI, Geislagötu 1, símar 1-20-72 og 1-12-23 Iðnplast bf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.