Dagur - 07.02.1968, Page 2
2
Handknattleiksmót íslands:
Akuicyringar leika við Þrótt í Iþróttaskemm-
unni næstkomandi laugardag kl. 4
LEIKIR Akureyringa og Vest-
mannaeyinga í Iíandknattleiks-
móti íslands, 2. deild, eru ekki
umtalsverðir. Liö IBV er áreið-
anlega það lang-lélegasta, sem
leikið hefur á Akureyri, enda
taiar markatalan þar Ijósustu
máli. Það voru skoruð 113 mörk
í 2 leikjuni, þar af skoruðu Ak-
ureyringar 83 gegn 30 mörkum
ÍBV, og er slíkt mjög fáheyrt.
Fyrri leiknum, sem fram fór
á laugardagskvöld, lauk með
45:19 fyrir ÍBA, en í hálfleik
var staðan 21:7.
Síðari leikurinn var spegil-
mynd af hinum fyrri. í hálfleik
var staðan 20:6 fyrir ÍBA og
leiknum lauk með 38:11 fyrir
Akureyringa.
Ekki get ég ímyndað mér, að
þetta lið Vestmannaeyinga fái
eitt einasta stig í íslandsmót-
inu.
Ekki er unnt að spá neinu um
velgengni ÍBA-liðsins í 2. deild,
eftir þessa leiki við ÍBV, vegna
þess hve Vestmannaeyingar
v.oru lélegir, en úrslit í leikjum
ÍBA og Þróttar og ÍBA og
Keflvíkinga, benda til þess, að
Akureyringar muni koma til
með að berjast um efsta sætið
ásamt Ármanni og ÍR.
Einn leikur í 2. deild fór fram
í Reykjavík sl. sunnudag. Þrótt
ur sigraði Keflvíkinga með
23:15, og komu þau úrslit á
óvart, en þau sýna að erfitt er
að spá um úrslit fyrirfram.
Fimm lið, Ármann, ÍR, ÍBA,
ÍBK og Þróttur eru öll mjög
svipuð og gæti hvert liðið sem
er farið með sigur af hólmi í
íslandsmótinu. Það skýrist þó
fljótlega hvaða lið taka þátt í
lokabaráttunni, og ekki er ótrú
legt að hún fari fram á Akur-
eyri, því öll þessi lið eiga eftir
að mœta Akureyringum á
heimavelli.
Slórhríðarmól
HIÐ árlega Stórhríðarmót var
haldið í HMðanfjalli um helgina.
Keppendur voru 63 í átta flokk
um. Mótsstjóri var Halldór
Olafsson. Snjór er nægur, ný-
fallinn snjór er mótið fór fram,
ágætt skíðafæri, en brautir gróf
ust nokkuð. Veður á laugardag
var stillt og bjart og fram að .
hádegi á sunnudag var einnig
gott veður en gekk þá í norðan
hríð.
í 11—12 ára drengjaflokki
sigraði Gunnar Guðmundsson,
í sama aldursflokki telpna sigr-
aði Svandís Hauksdóttir. í
sútlknaflokki 13—15 ára bar
Sigþrúður Siglaugsdóttir sigur
úr býtum og í drengjaflokki 13
—14 ára varð Gunnlaugur Frí-
mannsson sigursælastur. í
flokki pilta 15—16 ára sigraði
Guðmundur Frímannsson og í
kvennaflokki Guðrún Siglaugs
dóttir.
í A-fJokki karla sigraði
Magnús Ingólfsson en í B-
flokki unnu þeir Árni Óðinsson
og Bjarni Jensson sér rétt til
keppni í A-flokki næsta vetur.
ÞROTTUR—ÍBA Á LAUGAR-
ÐAGINN.
Á laugardaginn kemur, 10.
fehrúar, kí. 4 e. li., leika í
íþróttaskemmunni á Akureyri
ÍBA og Þrótíur. Ekki er að efa
að sá leikur verður skemmti-
legur, því bæði liðin hafa fullan
hug á að sigra. Vonandi verður
hvert stæði skipað í íþrótta-
skemmimni á laugardag og
Akureyringar hvetja lið sitt ef-
laust vel, enda er leikurinn
hirai þýðingarmesti fyrir bæði
liðin.
Akureyringar hafa nú tekið
forystu í 2. deild, hafa hlotið
6 stig í 4 leikjum, Ármann hef-
ur fengið 3 stig í 2 leikjum, ÍBK
3 stig í 3 leikjum, ÍR 2 stig í
2 leikjum, Þróttur 2 stig í 3
leikjum og ÍBV 0 stig í 2 leikj-
um.
Ármann hefur tapað 1 stigi,
ÍBA og -ÍR 2, ÍBK 3, Þróttur 4
og ÍBV 4.
Þannig standa stigin fyrir
leikinn við Þrótt á laugardag-
inn, en sá leikur er 5. leikur
ÍBA í íslandsmótinu, en hvert
lið leikur 10 leiki. Því er ekki
að neita, að síðari 5 leikir ÍBA-
liðsins verða erfiðari en fyrri 5
leikirnir, en það er þó bót í
máli að 3 af þeim leikjum fara
fram á heimavelli okkar,
Íþróttaskemmunni. Vonandi
tekst Akureyringum vel upp í
þeim leikjum sem eftir eru og
ekki er að efa að handknatt-
leiksmenn leggja sig alla fram.
Sv. O.
EINS og menn muna sigraði
Þór í fyrsta leik sínum í íslands
mótinu í körfuknattleik, 1.
deild, sem fram fór í íþrótta-
skemmunni. Síðan hafa Þórs-
arar leikið 3 leiki og tapað þeim
öllum með litlum mun, leiknum
við KR hér í íþróttaskemmunni
með 6 stiga mun og nú síðast,
sl. föstudag, töpuðu þeir fyrir
KFR í Laugardalshöllinni með
litlum mun. Þeir hafa leikið 4
leiki og hlotið 2 stig, og hafa nú
lokið leikjum sínum við KR og
KFR. Sex leiki eiga þeir eftir
að leika í deildinni og eru keppi
nautar þeirra ÍR, ÍKF og Ár-
mann. Þrír af þessum leikjum
fara fram í íþróttaskemmunni
og verður gaman að fylgjast
með Þórsliðinu í síðari hluta
keppninnar.
Um helgina leika Þórsarar
við ÍR og fer sá leikur fram í
Laugardalshöllinni í Reykja-
vík. Eflaust verður sá leikur
ferfiður fyrir Þór.
SL. ÞRIÐ JUDAGSKV OLD
lauk 1. flokks keppni B. A.
Sveit Harðar Steinbergssonar
bar sigur úr býtum, hlaut 69
stig. Auk hans eru í sveitinni
Jón Stefánsson, Sveinn Sigur-
geirsson, Júlíus Thorarensen
og Aðalsteinn Tómasson. Onn-
ur varð sveit Jóhanns Jónsson-
ar 52 stig, sveit Stefáns Gunn-
laugssonar 50, sveit Bjarna Jóns
sonar 43, sveit Péturs Jósefs-
sonar 37, sveit Páls Pálssonar
30, sveit Viðars Valdimarsson-
ar 26, sveit Arnalds Revkdal 22,
sveit Ola Þorbergssonar 16 og
sveit Valdimars Halldórssonar
15 stig.
Urslit í síðustu umferð í 1.
flokki urðu:
Hörður vann Ola 8—0
Jóhann vann Valdimar 8—0
Páll vann Arnald 8—0
Viðar vann Stefán 6—2
Pétur vann Bjarna 5—3
Einmenningskeppni félagsins
hófst í gærkveldi í Landsbanka
salnum og er keppnin 5 kvöld.
Keppendur röðuðu sér upp á íshokkívellmum á Krókeyri og voru kynntir.
(Ljósm.: E. D.)
80 ÁRA
Jóhannes Árnason,
Þórisstöðum
Heill þér vinur höfðingsmaður
hress í máli, jafnan glaður.
Þú hefur lifað tíma tvenna,
séð tækni áhöld veginn renna,
Þórisstaðir í þjóðbraut stendur
þar hafa unnið líknar hendur.
Þreyttir komu. Þaðan fóru
þakkir góðar hjónum sóru.
Bónda setri var breytt í höllu
bei’jamóar í töðuvöllu.
Erjaði langan ævi daginn,
öllu breytt í gæðahaginn.
Húsbóndinn úr hlaði lítur,
höfuðsvörður oi'ðinn hvítur.
Blærinn akra bylgir græna.
Blessar kúa og sauðhjörð væna.
Eftir fjölmörg ár og dag
afgreitt var hans vona lag.
Akureyringar ásæknir við mark sunnanmanna.
(Ljósm.: E. D.)
Ákurevringar sisruðu Reykvíkinga með 17:0
Þakkar sveitin, sýslan, þjóðin,
■syni landsins, unnin störf,
orti í jörðu ljúfust ljóðin,
líf sem gefúr, auðnu og þörf.
Blessun yfir bæ óg hjónum
björg var líka i görðum, sjónum.
Blessa dísir dags og nætur
dyggðum búinn höfðingsmann.
Hlýtt er enn um hjartarætur
héraðs gesti í góðum rann.
Send er því af lilýju hjarta
heilla ósk um daga bjarta.
10. janúar 1968.
Jón G. Pálsson frá Garði.
*b'
FYRSTA bæjakeppnin í ís-
hokkí, sem fram fer hér á lamdi
var háð á skautavelli Sfcauta-
félags Akureyrar síðdegis á
laugardag. Þar áttust við sveit-
ir Reykvíkinga og Akureyringa.
Keppninni lauk með yfirburða-
sigri Akureyringa, 17 mörkum
gegn 0.
Ingólfur Ármannsson, for-
maður Skautafélags Akureyrar
kynnti keppendur, en Hermann
Stefánsson, formaður ÍBA setti
riiótíð. En á meðan á keppni
stóð kynnti Ingólfur Ármanns-
son leikinn fyrir áhorfendum.
Að kappleiknum loknum af-
henti Hermann Sigtryggsson,
íþróttafulltrúi sigurvegurunum
verðlaunagrip, (farandgrip),
sem Sjóvátryggingafélag ís-
lands gaf. (Umboð Kristjáns P.
Guðmundssonar).
Á sunnudaginn var háð íirað-
keppni. Hver leikur stóð 2x15
mín. Fyrir hádegi keppti A-lið
Reykvíkinga og drengir (14—
17 ára) úr Skautafélagi Akur-
eyrar, sem sigruðu með 3 mörk
um gegn 2 og B-Iið Reykvík-
inga og B-lið Akureyringa, sem
sigraði með 7 gegn 1.
Eftir hádegi keppti A-lið
Reykjavíkur og B-lið Akureyr
inga. Reykvíkingar sigruðú 5
gegn 3. Loks áttust við B-lið
Reykvíkinga og drengjasveit
Akureyrar sem sigraði með 9
gegn 0. V^nn drengjaliðið þann
ig báða leiki sína.
Æfingar standa nú yfir hjá
Skautafélagi Akureyrar bæði í
listhlaupi og hraðhlaupi og ver
ið er að athuga möguleika á að
koma á Norðurlandsmóti í
skautagreinum.