Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 4
4'
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sírnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Hvað er framundan?
MARGIR reyna að gera sér grein
fyrir efnahagsmálunum, eins og þau
blasa við nú og fá af þeim heildar-
mynd í huga sér. A þessu ári hefur
atvinnuleysið víða gert vart við sig í
kaupstöðum og sjávarþorpum.- At-
vinnufyrirtæki hafa stöðvazt hvert af
öðru vegna fjárhagsörðugleika og
önnur riða á gjaldþrotabarmi, m. a.
hér á Akureyri. Markaðsleit hefur
verið vanrækt og róðrarbann vegna
yfirfullra frystihúsa rýrt tekjur sjó-
manna og gjaldeyrisöflun þjóðarinn-
ar- um leið. Gjaldeyrisvaiasjóðurinn
er orðinn bannorð, enda gufaði liann
fljótt upp en skuldir ríkis og ein-
staklinga erlendis hafa vaxið með
risaskrefum. Kaupgeta launafólks
hefur lamazt. Bændur vantar þriðj-
ung tekna, sem þeir eiga rétt á sam-
kvæmt lögum. Vanskil í bönkum
fara vaxandi og misferli af ýmsu tagi
í meðferð fjármuna. Verðbólgan vex
með hverjum mánuði, íslenzka krón
an minnkar og flest atvinnufyrirtæki
eru rekin með halla. Með þetta allt
í huga verður heildarmyndin döpur,
livort sein mönnum líkar það betur
eða ver og þótt reynt hafi verið að
dylja hana. Þessir erfiðleikar eru að
hluta heimatilbúnir og stafa af
rangri stjómarstefnu og hreinu
stjómleysi og að hluta af utanaðkom-
andi áhrifum, sem hvorki ríkisstjórn
eða öðrum verður um kennt. Síðustu
daga hefur kaupæði gripið um sig
vegna ótta við enn eina gengisbreyt-
ingu. Þær raddir verða æ háværari,
sem krefjast breytingar á stjórn lands
ins. Fyrir helgina lét forsætisráðherr-
ann það boð út ganga, að hann f. h.
stjómarinnar óskaði viðræðna við
stjómarandstöðuflokkana um efna-
hagskreppuna. Nú spyrja menn:
Hvað er framundan í íslenzkum
stjómmálum? Til hvers leiða þessar
viðræður? Með hliðsjón af stjóm-
málasögu og fræðilegum möguleik-
um velta menn m. a. þessu fyrir sér:
Er Bjami Benediktsson að setja póli-
tískan sjónleik á svið með viðræðun-
um, undanfara neyðarráðstafana?
Óskar forsætisráðherrann að breikka
stjórnarsamstarfið eða ætlar stjómin
að segja af sér? Ef stjórnin segði af
sér er komið að myndun nýrrar
stjómar, tveggja flokka, þriggja
flokka eða samstjóm alira flokka
(þjóðstjórn). Takist slík stjómar-
myndun ekki getur forsetinn, sam-
kvæmt fordæmi, skipað utanþings-
stjórn. Einnig gæti hugsast að nú-
verandi stjórn ryfi þing og efndi til
nýrra kosninga fljótlega. Dagur spáir
engu um þróun þessara mála á þessu
fyrsta viðræðustigi stjórnmálaflokk-
anna. □
Landsmálaályktanir kjördæmisþingsins á
Laugum 30. til 31. ágúst ssðastl.
KJÖRDÆMISÞING Framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra minnir enn á, að
það sem mestu máli skiptir í
íslenzkum stiórnmálum, er að
ti’yggja til frambúðar sjálfstæði
ríkisins, eignarumráð þjóðarinn
ar yfir landi sínu og auðlindum,
þjóðlega menningu, framfarir
og bættan þjóðarhag. Því leggur
kjördæmisþingið áherzlu á:
1. Að landið sé byggt allsstað-
ar þar sem lífvænlegt er, og tek
in upp áætlunargerð, sem stuðli
að framgangi byggðastefnunnar.
2. Að sporna gegn því, að út-
lend áhrif verði ráðandi í ís-
lenzku atvinnulífi og þjóðlífi.
3. Að þjóðin beini vinnuafli
og fjármagni til lausnar aðkall-
andi verkefnum í þágu atvinnu-
lífs, framfara, gjaldeyrisöflunar
og aukinnar framleiðni og
tryggi öllu vinnandi fólki næga
atvinnu við þjóðnýt störf.
4. Að efla almenna menntun
og auka starfsþj álfun og hag-
nýta sérmenntun, ennfremur að
jafna aðstöðu æskufólks til
menntunar.
5. Að stefna beri að stöðugu
verðgildi íslenzkrar krónu.
6. Að tekin sé upp heildar-
stjörn gjaldeyrismála þjóðar-
innar með hliðsjón af gjaldeyris
öflun og þörfum framleiðslu-
átv innu vegannóu
7. Að tryggt sé, svo sem unnt
er, að til starfa í einstökum
greinum í opinberri þjónustu og
í þjóðarbúskapnum yfirleitt,
veljist fyrst og fremst það fólk,
sem hæfast er í þeirri starfs-
grein, sem um er að ræða
hverju sinni.
8. Að stuðla að því, að opin-
berir aðilar, fyrirtæki og ein-
staklingar gæti varúðar í með-
ferð fjármuna og að auka að-
hald til að koma í veg fyrir mis-
ferli í fjármálum.
9. Að utanríkisþjónustan verði
endurskipulögð, m. a. með tilliti
til markaðsöflunar erlendis.
10. Að þjóðfélagið efli raun-
hæfa baráttu gegn áfengisplág-
unni.
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra 31. ágúst 1968 leggur
áherzlu á, að stjómarskráin
verði tekin til ítarlegrar endur-
skoðunar, og að ljúka beri þeirri
endurskoðun svo, að ný stjómar
skrá geti tekið gildi eigi síðar
en árið 1974 á aldarafmæli ís-
lenzkrar stjórnarskrár. Þingið
telur rétt, að tekin verði upp
einmenningskjördæmi og að
landinu verði skipt í umdæmi
(fylki), sem öðlist sjálfsstjórn í
sérstökum málum, sem varðar
umdæmin, hvert fyrir sig og nú
eru í höndum ríkisvaldsins. Það
er skoðun þingsins, að með þess
Eggert Ólafsson formaður kjör-
dæmissambandsins var endur-
kjörinn:
um hætti verði bein áhrif fólks-
ins í dreifbýlinu á stjórn þjóð-
félagsins aukin verulega og
stuðlað að auknu jafnræði milli
landshluta.
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra lýsir ánægju yfir því sam
starfi, sem tekizt hefur milli
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga og Alþýðusambands ís-
lands um rekstur Bréfaskó'lans
og fagnar auknum umræðum
um samstarf þessara aðila. Vill
þingið leggja áherzlu á það, sem
eina mikilvægustu varnarað-
gerð gegn illæri og sóknarað-
ferð til velmegunar, að almenn-
ingur skipi sér sem fastast til
opinskárrar þátttöku í sam-
vinnuhreyfingunni og geri hana
öflugri en verið hefur um sinn
til góðra áhrifa í þjóðfélaginu.
Kjördæmisþingið vill leggja
sérstaka áherzlu á þá þörf, að
stéttarsamtökin hafi sem beztan
aðgang að upplýsingum, sem
þau telja sig mega treysta um
þjóðarhag og hag sinnar stéttar.
Vill því þingið hvetja til efling-
ar hagstofnana stéttarsamtak-
anna og aukinnar samvinnu
þeirra við Hagstofu íslands.
Kjördæmisþingið vekur sér-
staka athygli á því mikilsverða
hlutverki landbúnaðarins, að
halda uppi byggð um landið allt,
utan þéttbýlis.
(Framhald af blaðsíðu 1).
son fyrrv. alþingismaður og Þór
arinn Kristjánsson í Holti, en
ritarar Jónas Þórhallsson, Stóra
hamri og Indriði Ketilsson,
Ytra-Fjalli. Síðari fundardag
önnuðust Sigtryggur Þorláks-
son, Svalbarði og Eiríkur Sig-
urðsson, Akureyri, fundarritun
í fjarveru aðalritaranna.
Svo sem venja er, fór fram
athugun kjörbréfa og aðalnefnd
ir þingsins voru kosnar, en þær
eru: Landsmálanefnd, kjördæm
ismálanefnd og skipulags- og
fjárhagsnefnd. Þá flutti form.
Eggert Ólafsson skýrslu stjóm-
ar, en Jón Aspar, Akureyri,
gjaldkeri' samtakanna las upp
reikninga og skýrði þá. Voru
þeir síðan samþykktir. Eftir há-
degi fluttu þingmenn Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu,
þeir Gísli Guðmundsson, Ingvar
Gíslason og Stefán Valgeirsson,
ræður. Ræða Gísla fjallaði
meðal annars um fjárlög ríkis-
ins fyrir yfirstandandi ár, ræða
Ingvars um meðferð helztu mála
á Alþingi og ræða Stefáns um
störf hafísnefndar og landbún-
aðarmál.
Þingið sat ritari Framsóknar-
flokksins, Helgi Bergs, og ávarp
Kjördæmisþingið telur rétt
mat á íslenzkum iðnaði og
aukna iðnþróun algera forsendu
þess, að hér verði haldið uppi
stuðlað að staðsetningu atvinnu
velmegunarþjóðfélagi. Telur
þingið að koma verði á fastri
stofnun iðnverkamanna, iðn-
rekenda og stjórnarvalda, sem
hafi meðal annars yfirumsjón
með eftirfarandi:
1. Athugað verði stöðugt og
gaumgæfilega, hvaða íslenzkur
iðnaður er samkeppnisfær við
erlendan, þegar tekið er tillit til
gjaldeyrisþarfa og þeirra tekna,
beinna og óbeinna, sem aukin
atvinna í landinu hefur í för
með sér.
2. Stofnunin hafi yfirumsjón
með gæðamati á íslenzkum iðn-
varningi, miðað við fáanlegan
erlendan og stuðli þannig að
réttu mati þjóðarinnar á eigin
framleiðslu.
3. Umrædd stofnun og stjóm-
arvöld hafi samvinnu um, að
ekki verði á hverjum tíma flutt
ar til landsins þær iðnaðarvör-
ur, sem íslendingar geta annað
að framleiða og standast mat
samkvæmt fyrsta og öðrum tölu
lið.
4. Stofnunin vinni jafnan að
athugun á hverri þeirri nýrri
iðngrein, smárri og stórri, sem
eflt geti íslenzkt atvinnulíf og
fyrirtækja víðsvegar um landið.
aði hann þingfulltrúa og gesti.
Eins og fyrr segir voru veðra-
hrigði í lofti er þingfulltrúar
héldu til þings á Laugum. Þenn
an fyrri þingdag gætti þeirra
einnig í stjórnmálalifinu, því að
fréttir bárust af því, að forsætis
ráðherra, Bjami Benediktsson,
hefði formlega, fyrir hönd stjórn
arflokkanna, óskað viðræðna
við stjórnarandstöðuflokkana
um aðsteðjandi vanda í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. En
efnahagsmál þjóðarinnar eru nú
almennt áhyggjuefni og dylst
engum lengur sá vandi, sem nú
er fyrir höndum, sem ríkisstjórn
in reyndi í lengstu lög að dylja
og ræður ekki við. Voru hinar
væntanlegu viðræður ræddar
manna í milli þótt ekki væru
þær fundarefni á þessu stigi.
Að kveldi fyrri þingdags sátu
nefndir að störfum. En að
morgni laugdagsins kallaði
skólabjallan fulltrúa til þing-
setu á ný og voru nefndarálitin
þá lögð fram, rædd og síðan af-
greidd hvert af öðru, svo og laga
breytingar sambandsins, sam-
kvæmt tillögum milliþinganefnd
ar, sem kosin var í fyrra og skil
aði áliti á þessu þingi.
í stjóm sambandsins voru
Kjördæmisþingið lítur svo á,
að núverandi ríkisstjórn beri að
segja tafarlaust af sér, þar sem
hún hefur ekki ráðið við þann
vanda, sem að hefur steðjað í
efnaliags- og atvinnumálum
þjóðarinnar og rekja má í megin
atriðum til rangrar stjórnar-
stefnu undanfarin ár. □
SAMVINNAN
FJÓRÐA hefti Samvinnunnar
er komið út. Þar segir frá Nass-
er, Gunnar Bjarnason, Bjöm
Stefánsson, Indriði G. Þorsteins
son, Gunnar Guðbjartsson, Jó-
hann Franksson, Jóhannes
Torfason, Ólafur Geir Vagnsson
og Agnar Tryggvason skrifa um
landbúnaðarmál, ásamt rit-
stjóra, Sig. A. Magnússyni. Ein-
ar Karl Sigvaldason á þarna
kvæði, Guðmundur Halldórsson
smásögu og Eysteinn Sigurðsson
ritar um stefnur í bókmennta-
könnun. Þá eru skemmtilegheit
Gísla J. Ástþórssonar og tæpi-
tungulaus grein ritstjórans, Eft-
ir forsetakosningai’. Þá eru
þýddar greinar og greinar um
erlend málefni, meðal þeirra
greinin Kosningar óvissunnar í
Svíþjóð eftir Njörð P. Njarðvík.
Enn má nefna greinina Kristin
trú frá sjónarmiði guðleysingja
eftir Gísla Gunnarsson. Heftið
er rúmar 60 síður, prentað á góð
an pappír og mörgum myndum
prýtt. □
kjörnir til eins árs: Eggert Ólafs
son, formaður, Svavar Ottesen,
Akureyri, gjaldkeri, Stefán B.
Ólafsson, Ólafsfirði, ritari, Har-
aldur Gíslason, Húsavík, Hákon
Hákonarson, Akureyri, Guð-
mundur Sigurðsson, Fagranesi
og Guðlaugur Halldórsson,
Merkigili.
í miðstjóm flokksins: Áskell
Einarsson, Bjöm Guðmundsson,
Hjörtur E. Þórarinsson, Óli Hall
dórsson, Valtýr Kristjánsson,
Ingólfur Sverrisson og Björn
Teitsson. Endurskoðendur Jón
Samúelsson og Jóhann Helga-
son, báðir á Akureyri.
Þinginu lauk á sjöunda tím-
anum á laugardaginn með ávörp
um þingmanna, ritara flokksins,
nýkjörins formanns sambands-
ins og að síðustu með hvatn-
ingar- og þakkarorðum þingfor
setans.
Þetta níunda aðalþing kjör-
dæmissambands Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra fór allt hið bezta fram.
Umræður voru miklar, eflaust
gagnlegar fyrir fulltrúana og
þingmönnum flokksins nokkurt
veganesti til þjóðnýtra starfa á
næsta löggjafarsamkomu, sem
bráðlega hefur störf á ný. □
Starfsmenn níunda kjördæmisþingsins á Laugum 31. ágúst sl. Frá vinstri: Eiríkur Sigurðsson, Sig-
tryggur Þorláksson, fundarritarar, Karl Kristjánsson og Þórarimi Kristjánsson, þingforsetar.
(Ljósm.: E. D.)
Kjördæmisþingið að Laugum
5
BÚSKAPUR ÓLAFS KONUNGS
Ármann Dalmannsson.
ÁRMANN D ALMANN SSON
lét í sumar af starfi skógarvarð-
ar hjá Skógrækt ríkisins og
framkvæmdastjórastarfi hjá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga,
enda bráðum 74 ára, þótt naum-
ast verði það á honum séð. Við
þessum störfum hefur Gunnar
Finnbogason skógfræðingur tek
ið og er hann hér boðinn vel-
kominn til góðra verka. Við
þessi mannaskipti er fróðlegt að
ræða skógræktarmál lítillega og
geta þess manns, sem þar hefur
lengi fremstur staðið þó því fari
fjarri, að hér sé verið að mæla
eftir hann, því þótt aldur fyrr-
verandi skógarvarðar sé allhár
orðinn, gengur hann dag hvern
að erfiðisvinnu, þegar hann ekki
er önnum kafinn við félagsmála
störf og hikar ekki við hin erfið
ustu störf, enda maðurinn
óvenju mikill þrekmaður,
íþróttamaður fyrrum og mennt-
aður á því sviði innanlands og
utan, og svo kappsfullur, að
yngri menn mega flestir taka á
honum stóra sínum, vilji þeir
ekki láta sinn hlut eftir liggja.
Margskonar félagsmálastörf
hlóðust á Ármann, og þykir
hann hafa leyst þau farsællega
að sínum hluta með hógværð
sinni og heiðarleika. Hann var
formaður fþróttabandalags Ak-
ureyrar í 20 ár, er deildarstjóri
Akureyrardeildar KEA og hef-
ur verið það lengi, formaður
Áfengisvamamefndar Akureyr
ar, löngum prófdómari í fim-
leikum við skóla bæjarins og
prófdómari við Hólaskóla. Hann
hefur um árabil verið formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
og er það tímafrekt og vanda-
samt starf. En hans aðalvinna,
síðan hann lauk aldarfjórðungs-
starfi hjá Ræktunarfélagi Norð-
urlands fyrir tveimur áratug-
um, eru, eins og fyrr segir, skóg
ræktarstörf. Hann hóf gróður-
setningu hjá Skógræktarfélagi
Eyfirðinga í Kjamalandi á sínu
fyrsta starfsári hjá félaginu. En
félagið fékk þar 20 ha. á erfða-
festu hjá bænum. Síðan fékk
Skógræktarfélag Akureyrar allt
að 90 ha. land, samliggjandi,
Akureyrarmegin við landa-
merki Hrafnagilshrepps og Ak-
ureyrarkaupstaðar. Allt þetta
land verður brátt skógi vaxið
og hið fríðasta. Búið er að
planta í það að mestu og með
hverju óri sem líður ber landið
þess gleggri merki, að það er að
breytast í skóglendi. Þetta sam-
liggjandi svæði nær frá þjóð-
veginum til Hamrakletta. Skóg-
ræktarfélag Akureyrar gróður-
setti fyrstu plöntumar við þjóð-
veginn og það voru fyrstu plönt
urnar frá hinni nýju skógrækt-
arstöð Skógræktarfélags Eyfirð
inga. Þessar plöntur blasa við
Gunnar Finnbogason.
vegfarendum og mynda ein-
hvern fegursta ungskóg sinnar
tegundar, sem kostur er að sjá,
nær hver planta þráðbein og
vöxturinn mikill.
Gróðrarstöðin í Kjarnalandi
er verk Ármanns Dalmannsson-
ar og með honum hefur m. a.
starfað Jón Dalmann við að
koma stöðinni upp og starf-
rækja hana.
Gróðrarstöð Skógræktarfé-
lags Eyfirðinga, en það félag er
einskonar samband skógræktar
félaga sýslunnar, hafði það hlut
verk að framleiða og hafa til
sölu algengar trjátegundir til að
mæta þörfum héraðsins. Hún
hefur hin síðari ár afhent um og
yfir 100 þús. plöntur á ári. Skjól
belti voru snemma gróðursett í
stöðinni, umhverfis sáðreiti og
dreifplöntuð beð, sem skipta all
miklu landi í marga reiti. Þeir
eru enn margir, sem naumast
vita um þessa stöð og of fáir,
sem þar hafa komið. En þessi
unga gróðrarstöð er á margan
hátt lærdómsrík og er andleg
heilsubót að ganga þar um.
Flest virðist þar hafa vel tekizt
og umgengni hefur jafnan verið
til fyrirmyndar, eða svo hefur
það verið er ég hefi lagt þar leið
mína til að undrast mátt moldar
og auka eigin bjartsýni á fram-
tíð skógræktar. Hér má ekki
blanda saman gömlu Gróðrar-
stöðinni á Akureyri, sem Rækt-
unarfélag Norðurlands átti lengi
en nú er vanhirt ríkiseign, með
sín sextugu tré og lærdómsríku
sögu.
Við höfum öll séð birkiskóga
vaxa og undrumst ekki þótt
þeir vaxi í Kjamalandi hjá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga.
Meiri athygli vekja skjólbeltin,
f GREIN minni: Forsetabúið á
Bessastöðum, í Degi 17. júlí
nefndi jeg aðeins „norska kon-
ungsháttu um búskap", en taldi
ekki rúm í blaðinu leyfa að
rekja það nánar.
Nú hefi jeg verið spurður um
þetta þannig, að það lítur út
fyrir að lesendum Dags leiki
nokkur forvitni á að vita hvað
þar er í efni.
Upplýsingar um búskap Olafs
konungs Norðmanna eru í
stuttu máli þessar, ef ritstjóri
Dags sjer sjer fært að birta þær:
sem snemma urðu þroskamikil
og fögur, gróðursett 1948 og
1949 og svo lerkilundurinn, sem
þýtur upp og er að verða enn
ein sönnun á ágæti þessarar trjá
tegundar hér á Norðurlandi.
Þegar ekið er eftir veginum
frá Kaupangi vestur yfir ey-
lendið, sem leið liggur, má sjá
skógarkjarr á víð og dreif í
Kjarnalandi, í landi Skógræktar
félags Eyf irðinga og Skógræktar
félags Akureyrar. En þegar
gengið er um þetta land tekur
maður eftir trjáplöntum, sem
ekki hafa enn sett svip á landið
en eiga eftir að gera það. Það
verður síðar gaman að sjá allt
þetta land, yfir 100 hektara,
skógi vaxið, hérumbil milli
fjalls og fjöru.
Skógaivörður hjá Skógrækt
ríkisins, Ármann Dalmannsson,
hafði einnig eftirlit með þeim
löndum héraðsins, sem skógar-
leifar fundust í og voru friðuð
og aukin skógargróðri. Ennfrem
ur hafði hann á hendi eftirlit og
leiðbeiningarstarf hjá einstakl-
ingum og félögmn innan héraðs
ins, sem hafa skógrækt að ein-
hverju ráði, sem starfsmaður
Skógræktarfélags Eyfirðinga.
En í héraðinu eru um 50 slíkir
skógarreitir.
Stærsta skógarsvæðið hjá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga er
Vaðlaskógur, um 50 ha. að
stærð. Hann er þegar til mikill-
ar prýði og árlega er plantað í
hann. Hann er í landi tveggja
sýslna, Eyjafjarðar- og S.-Þing
eyjarsýslu, úr landi Varðgjánna
tveggja í Eyjafjarðarsýslu og í
landi Veigastaða og Halllands í
S.-Þing. Þetta land er fjölbreytt
og víða grýtt. Á mörgum stöð-
um þrífst skógurinn ágætlega.
Lerkilundur, sem í var plantað
1951, er orðinn mjög fagur.
Lerkitrén eru til jafnaðar orðin
(Framhald á blaðsíðu 2).
Mjög margir íslendingar kann
ast við þann hluta Oslóborgar er
nefnist Bygdöy, þótt það sje
raunar nes eitt mikið, en alls
ekki eyja. Þetta er eitt „fínasta“
hverfi borgarinnar ef þannig
skal talið. Þar búa sendiherrar
margra þjóða og þar á meðal
sendiherra íslands, sem kunn-
ugt er. Þar er Þjóðminjasafnið
norska (Norsk Folkemuseum),
húsið sem geymir víkingaskip-
in, Framhúsið og Kon-Tiki-hús
ið. Þar á nesinu er stórbýlið
Bygdöy Kongsgárd, er ekið þar
um garða, „á milli fjóss og bæj-
ar“, þegar ekið er fram á nesið,
t. d. á leið til bústaðar íslenzka
sendiherrans, og Þjóðminjasafn
ið er næsti nágranni Konungs-
garðsins.
Bygdöy Kongsgárd er all-
mikil jörð á norska vísu, mjög
álíka Bessastöðum um land-
stærð, eða um 175 ha., en land
Bessastaða er talið vera um 170
ha. Bygdöy Kongsgárd er eign
norska ríkisins og er sumarbú-
staður konungs, þótt nú sje jörð
in orðin innan takmarka borg-
arinnar. Þegar ekið er út
Bygdöy, er bústaður konungs á
hægri hönd, allmikið hús hvítt
og skrúðgarður umhverfis. Bygg
ingin er frá miðri 18. öld. En til
vinstri getur að líta hús búsins,
fjós og hlöður, gróðurhús og
fleira. Ræktað land á Bygdöy
Kongsgárd er um 75 ha., en
skógur um 100 ha. Áhöfn á jörð
inni er um 70 nautgripir og 1500
hænsni. Gróðurhús eru um
2.500 ferm. aldintrje 4—5 þús-
und.
Jörð þessa hefir konungur „til
umráða“ án afgjalds, en bygg-
ingum er haldið við á kostnað
ríkisins. Konungur rekur búið
algerlega á eigin ábyrgð og
kostnað, ber tapið ef svo verður,
og ágóði af búskapnum rennur
í hans eigin vasa. Bústjóri kon-
ungs ber ábyrgð bústjórnar
sinnar gagnvart konungi og
engum öðrum.
Þjóðarmetnaður stendur vörð
um Bygdöy Kongsgárd og bú-
skap konungs þar, og metnaður
konungs sjer fyrir því, að vel
sje búið og til fyrirmyndar, eng
in hætta á öðru. Þar má ekki
hreyfa við landi til annarra
nytja hvað sem í boði er, og
hvers sem með þarf. Þjóðminja-
safnið, næsti nágranni. Kóngs-
garðsins, er t. d. í mikilli land-
þröng, en engum kemur til hug
ar að skerða jörðina safninu til
framdráttar, svo fast er haldið
utan um þetta og þá hefð að
Bygdöy Konungsgárð, sjer sjálf
um og landi og þjóð til sóma.
Ólafur konungur býr einnig
búi sínu á eignarjörð sinni Skóg
um (Skaugum) í Asker, en sú
jörð var honum gefin löngu áð-
ur en hann gerðist konungur.
Þar á Haraldur ríkisarfi nú að
setjast að, þegar hann hefir fest
ráð sitt, en eigi er kunnugt
hvort Haraldur tekur þar við
búsforráðum sem „Ieiguliði“
konungsins föður síns, eður eigi.
Hitt er víst, að engum borgar-
búa i Noregi kemur til hugar
að lagður verði niður myndar-
búskapur á þessum tveimur
nefndu jörðum, um hug bænda
til þess máls þarf ekki að ræða.
Hræddur er jeg um, að sá ráð-
herra norskur sem bæri fram
tillögur um að leggja niður bú-
skap á Bygdöy Kongsgárd, af
því að viðhald húsa og mann-
virkja þar kostar ríkið nokkurt
fje árlega, sæti ekki lengi á ráð-
herrastóli. En slíkt kemur ekki
fyrir, Norðmenn leiða ekki van-
virðu yfir sig og norskan land-
búnað með slíkum uppgjafar-
ráðstöfunum.
Nefna má, að oft hafa gripir
frá búi Ólafs konungs á Bygdöy
Konungsgárd hlotið verðlaun á
sýningum. Mjer er minnisstætt
er það skeði á Búnaðarvikunni
í Osló fyrir fáum árum, þar sem
þúsundir borgai'búa og bænda
voru samankomnir, að deilt var
út verðlaunum meðal annars
fyrir bezta kynbótanaut í Nor-
egi það árið. Allt í einu var
nafn konungs bónda á Bygdöy
Kongsgárd kallað upp, hann
stóð upp úr sæti sínu, gekk upp
á pallinn, tók við verðlaunun-
um, þakkaði fyrir sig og bar
hátt verðlaunagripinn er hann
gekk til sætis síns aftur, svo að
mannfjöldinn mætti gjörla sjá
gripinn, en það var líkan af
nauti gert úr málmsteypu, gott
listaverk. Vel fagnaði mannfjöld
inn öllum bændum sem verð-
laun hlutu, með glaðvæi-u lófa-
taki, en miklu mest konungin-
um. Svona er enn hugsað til
landbúnaðar í Noregi. Til gam-
ans má geta þess að Hjörtur
Eldjárn bóndi á Tjöm í Svarf-
aðardal og kona hans voru
meðal boðsgesta við þetta tæki-
færi.
Það er bæði gagn og gaman
að kynna sjer þennan konungs-
búskap í Noregi, en sennilega
er það alltof mikil bjartsýni að
halda, að slíkt fordæmi geti orð
ið til fyrirmyndar á Bessastöð-
um. Fljótt á litið mætti ætla að
enginn forseti myndi leyfa sjer
að búa minna en mesta fyrir-
myndarbúskap á staðnum. En
valt er að treysta því, eins og
hjer er bágt í efni, um virðingu
fyrir landbúnaði.
E. S. Leiðar umbrotavillur
voru í grein minni 17. júlí. Eina
prentvillu í greininni 10. júlí vil
jeg leiðrjetta. Hallinn á búskapn
um á Bessastöðum 1943 var kr.
1090.00, en ekki kr. 11.090.00
eins og prentaðist í blaðinu.
Reykjavik, 31. júli 1968.
Ámi G. Eylands.
__2
Ferðafélagið tók
við skálamim
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS og
Vegagerðin hafa byggt skála í
Jökuldal — undir Tungnafells-
jökli.
Um helgina fóru nokkrir
Ferðafélagsmenn frá Akureyri
þangað, hittu menn frá Fí og
tóku á móti skálanum nærri
fullbyggðum til varðveizlu, svo
sem um hafði verið samið. Skáli
þessi rúmsu um 80 manns til
gistingar í svefnpokum. □
nleaum arsprotum
irvonir