Dagur


Dagur - 23.10.1968, Qupperneq 5

Dagur - 23.10.1968, Qupperneq 5
4 5 Skorturinn á skólaliúsnæði er uggvænlegur Skrifstofur, Haínarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FÓLKIÐ BÍÐUR LANDSFÓLKIÐ bíður tíðinda frá stjórn landsins og Alþingi. Ráðherr- ar og blöð þeirra hafa lýst yfir kreppuástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Og sömu aðilar hafa auglýst getuleysi sitt til átaka við þann vanda, sem nú steðjar að. At- vinnuleysi virðist víða framundan. Nýlega var lagt á 20% aðflutnings- gjald á allar innfluttar vörur, sem talin var nauðsynleg bráðabirgðaráð stöfun, sem ekki gat beðið, til að afstýra greiðsluþroti ríkissjóðs í stuttan tíma. Á sama tíma og þessu eldsneyti var kastað í verðbólguna, hófust viðræður milli allra stjórn- málaflokka landsins um efnahags- mál. Ekki hefur það borizt lands- mönnum til eyrna, að þar hafi nokkr ar markverðar upplýsingar komið fram, eða tillögur um meðferð efna- hagsmálanna. Sagt var, að gagnasöfn- un stæði yfir og viðræður myndu standa yfir í margar vikur. Fyrir nokkrum dögum var svo fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi. Það var eins og í fyrra og að sögn fjármálaráðherra var þar nánast um málamyndar frum varp að ræða, þar sem enn væri allt í óvissu um efnahagsmálin í landinu og hafa aldrei lieyrzt vesælli skýring- ar fjármálaráðherra með fjárlaga- frumvarpi. Almenningur í landinu bíður framvindu efnahags- og atvinnu- mála. Hann er orðinn þreyttur á aðburðaleysi þeirra manna, sem með völd fara og stofnuðu til viðræðna við stjómarandstöðuna, án þess að hafa látið í ljósi nokkra stefnu í þeim málum, sem boðað var að rædd yrðu. Og stjómarandstæðingamir hafa heldur ekki borið fram ákveðnar til- lögur, hvað þá nýmæli í þessum við- ræðum, nema leynt fari. í loftinu liggur, að grípa þurfi í haust til rót- tækra ráðstafana til að halda atvinnu vegunum á floti, á kostnað lífskjara almennings. Nýir skattar og tollar eða ný gengisfelling er umræðuefni manna síðustu vikurnar og kemur glögglega fram minnkandi jx»lin- mæði fólks og æ minni vonir um nauðsynlegar aðgerðir núverandi valdhafa, sem við megi una. Með degi hverjum hækka nauðsynjavömr í verði, eftirvinna er sjaldgæf orðin, atvinnuleysi yfirvofandi og ýmis at- vinnuskapandi fyrirtæki komin í þrot. Þetta er myndin af því öng- þveiti, sem skapazt hefur m. a. fyrir óstjórn núverandi valdhafa, í lok hins mesta góðæristímabils, sem nokkru sinni hefur orðið á íslandi. Á rnorgun munu ráðherrar og þing- menn ræða fjárlagafrumvarpið frammi fyrir al}>jóð, í útvarpi. Vænt anlega verða menn einhvers vísari að þeim umræðum loknum. □ Á FUNDI þeim, sem Framsókn- armenn héldu sl. fimmtudag bar margt á góma og urðu fjörugar umræður að ræðum málshefj- enda loknum. En það voru bæj- arfulltrúamir Stefán Reykjalín og Sigurður Óli Brynjólfsson, sem fluttu frumræður fundar- ins um nokkur bæjarmál. Sigurður Óli Brynjólfsson gerði fyrst grein fyrir verkleg- um framkvæmdum bæjarfélags ins, það sem af er árinu og gerð ar eru á vegum bæjarsjóðs. Taldi hann miklar líkur á, að framkvæmdir yrðu jafn miklar og áætlanir þær, sem gerðar voru í ársbyrjun, gerðu ráð fyr- ir. Taldi hann nauðsyn, að fram hald yrði á slíku. Hann minnti á, að ekki hefði reynzt unnt við síðustu fjárhags áætlun að ætla nema 14.5 millj. kr. til framkvæmda við nýbygg- ingu gatna og holræsa og var kostnaður við ný stofnholræsi á þessu ári og tveim sl- árum svo gifurlega mikill, að það hefði orðið að koma niður á malbik- uninni, sem væri því allt of lítil. Vonir stæðu til þess, að strax á næsta ári yrði þessi holræsageyð minni og því mætti vænta þess að malbikun yrði þá verulega aukin, enda mikil þörf á því. í þessu sambandi sagðist ræðu- maður vilja leiðrétta þann mis- skilning, sem hann hefði oft orð ið var við, að eigi hefði verið 'hægt að malbika í bænum vegna malbikunar á flugvellin- . um. Malbikun flugvallarins, sem Akureyraibær framkvæmdi, hefði verið til þess gerð m. a. að skapa malbikunarstöð bæjarins verkefni og væntanlega kæmi fljótlega að því, að hún fengi verkefni við að malbika vegina út frá Akureyri, því stærð henn ar eða afkastageta væri svo mik il, að hún gæti vel annað auka- verkefnum þótt malbikun yrði stórlega aukin í bænum. Til nýbygginga var áætlað að verja 8.2 millj. kr. úr bæjarsjóði en auk þess kæmi framlag úr rikissjóði til sumra bygginganna og nær þriggja millj. kr. láns var aflað til þess að unnt væri að Ijúka við nýju Amtsbóka- safnsbygginguna, sem verður tekin í notkun á næstunni. Stofn kostnaður hennar verður um 12 ■millj. kr. í>á hefur, sagði ræðu- maður, verið unnið við lögreglu söðina nýju, sem nú hefur verið tekin í notkun. En kostnað við þá byggingu hafa borið, auk Akureyrarbæjar, ríkissjóður, Bifreiðaeftirlit og Veðurstofan. Þvottahús við Fjórðungssjúkra- húsið er komið allvel á veg og iðnskólahúsið er fokhelt og kostnaður við það milli 11 og 12 þær væru liður í framtíðarskipu lagi, að miðast við það, hvernig auðveldast væri að bæta úr ástandinu almennt, til bráða- birgða. Kæmi í því sambandi helzt til greina að reisa skóla- hús, sem ætlað væri bömum á skyldustiginu öllu, þ. e. börnum frá 7—14 ára. Sjálfur sagðist hann hafa beitt sér fyrir því, að slíkur skóli yrði byggður í Gler_ árhverfi. En um það væru skipt ar skoðanir hvort fyrr ætti að koma skóli þar eða uppi í Lunds hverfi, sem útlit væri fyrir að yrði aðal byggingarsvæðið næstu ár. En hann taldi, að deil ur um það, hvar skóli yrði fyrr reistur, mættu ekki rísa svo hátt, að eigi yrði hafist handa strax að vori á öðrum þeirra. Sýnt væri, að á báðum stöðum væri þörfin brýn. E. t. v. yrði að nota skólabifreiðar við flutning á nemendum til bráðabirgða. Sagðist ræðumaður vona, að þessi mál og íþróttahúsmálin yrðu fljótlega leyst. Jón P. Hallgrímsson; Fæddur 16. maí 1916 — Dáinn 13. október 1968 VINUR minn, Jón P. Hallgríms son, er látinn. Það er ótrúlegt, en staðreynd eigi að síður. Við Jón kynntumst fyrst í barnaskóla, enda jafnaldrar. Þar lágu leiðir saman í leik, þótt Jón byggi á eyrinni en ég á brekk- unni. Er við nálguðumst tvítugsald- urinn fórum við að vinna saman VILJA AKUREYRINGAR STYÐJA STÓRSÐJU HÉR? Sigurður Óli Brynjólfsson. millj. kr. Er þess vænst að nægi legt ríkisframlag fáist á næsta ári til þess að hægt verði að taka a. m. k. hluta hússins í notkun að ári liðnu. En þá fer eýði- merkurgöngu Iðnskóla Akureyr ar væntanlega að ljúka og er mál að linni. Þá ræddi Sigurður Óli um hið geigvænlega ástand, sem er að skapast vegna skorts á hús- næði fyrir barna-, unglinga- og gagnfræðastigin. Sýnt væri, að næstu aðgerðir í byggingarmál- um skólanna hlytu, um leið og STEFÁN REYKJALÍN bæjar- fulltrúi vék í upphafi ræðu sinn ar að stofnun atvinnumálanefnd ar bæjarins fyrir rösku ári síð- an. En í henni eiga sæti: Valur Arnþórsson, Stefán Reykjalín, Árni Jónsson, Jón Ingimarsson og Valgarður Haraldsson. For- maður nefndarinnar er Stefán Reykjalín. Einnig situr bæjar- stjóri alla fundi nefndarinnar og vinnur með henni. Þessi nefnd hefur, sagði ræðu maður, beitt sér að verkefnum líðandi stundar og einnig að því, að gera sér grein fyrir fram- tíðimii, í atvinnumálum og reyna að finna leiðir í þeim mál um með komandi tíma í huga. Þjóðinni fjölgar ört og þarf að skapa mörgum atvinnu á næstu árum. Akureyringar þurfa að halda vöku sinni í því, að efla vaxtarmöguleika staðarins. Gerð hefur verið, á vegum nefndarinnar, athugun á at- Skemmfanir fyrir yngstu börnin NÆSTKOMANDI sunnudag hyggst Kvenskátafélagið Val- kyrjan halda veglega skemmtun fyrir yngstu borgara þessa bæj- ar. Skemmtunin verður haldin í samkomusal Gagnfræðaskólans. Um 100 skátar og ljósálfar munu koma fram og verður ýmislegt nýstárlegt að sjá. Þar verða m. a. furðukarlarnir Karáus og Baktus, krummahjón koma í heimsókn, sýnt verður ævintýri í útilegu, auk fleiri atriða. Einnig verður mikill söng ur þ.á.m. smáópera og prinsessu kór. Skemmtunin er fyrst og fremst miðuð við börn 4—12 ára en ætlun okkar að margir miklu eldri munu geta skemmt sér prýðilega. Gerið ykkur því glað an dag í byrjun vetrar og takið börnin með. Sýningar verða: Sunnudaginn 27. okt. kl. 3 e. h. og kl. 8 e. h. Forsala aðgöngumiða er frá kl. 1 á sunnudag. Verð aðgöngu- miða er kr. 50 fyrir fullorðna og kr. 30 fyrir börn. (Fréttatilkynning) Vestur-íslenzkar æviskrár Séra Benjamín Kristjánsson, fyrriun prófastur í Eyjafirði. BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur nýlega sent frá sér 3. bindi hins gagnmerka ritverks „Vestur-íslenzkar æviskrár11 og hefur sr. Benjamín Kristjánsson séð um útgáfuna, eins og á hin- um fyrstu tveimur bindum. Fyrsta bindi þessa mikla rit- verks kom út árið 1961 og vakti þá strax mikla athygli bæði vest an hafs og austan. Annað bindið kom síðan út árið 1964 og hefir höfundur þegar viðað að sér miklu efni í fjórða bindi rit- verksins, sem hann hefur nú í undirbúningi. f þessu nýja bindi „Vestur- íslenzlu-a æviskráa“ er hafður sami háttur á og áður, að teknir eru heilir ættbálkar, þar sem kostur hefur vei'ið á nægum upplýsingum, sagt fyrst frá land námsmönnunum vestan hafs og síðan gerð grein fyrir öllum af- komendum þeirra, lífs eða liðn- vinnumálum fyrstu átta mánuð- um yfirstandandi árs. Kemur þá fram, að vinnulaun, sem helztu fyrirtæki á Akureyri greiða, eru 17 milljón kr. hærri en á sama tíma árið 1967. Sú launahækk- un hefur að helmingi komið frá Utgerðarfélagi Akureyringa h.f. og eru launagreiðslur þar 8.5 millj. kr. hærri en í fyrra. Vinnu laun í Slippstöðinni hafa einnig hækkað verulega, eða um 14.5%. Á sama tíma hafa Sambands- verksmiðjurnar greitt 35—40 um. Bókin er 450 blaðsíður og prýða hana 955 mannamyndir. í lok hvers bindis er ítarleg mannanafnaskrá og nær hún nú samanlegt yfir um það bil 16 þúsund nöfn manna, sem getið er í ritverkinu. Útgáfa „Vestur-íslenzkra ævi skráa“ þjónar tvenns konar til- gangi. Annars vegar er þar skjal festur og um leið gerður heyrin kunnur á íslandi nokkur þáttur af þeirra sögu, sem landar vorir hafa skapað í Vesturheimi, og gefið sýnishorn af þeirri þjóð- félagsaðstöðu, sem þeir hafa skapað sér, þar sem þar er getið starfa og stöðu mikils fjölda manna af íslenzkum stofni. Á hinn bóginn eiga æviskrárnar að skapa möguleika á, að koma á fót beinum persónulegum kynnum milli manna yfir hafið, og er útgáfa þeirra einn þáttur í sköpun nýrra tengsla. □ Stefán Reykjalín. milljónir króna í vinnulaun. Sjáum við á þessu hvað verk- smiðjurnar eru þýðingarmikið atvinnufyrirtæki í bænum. En þessir tveir þættir atvinnulífs- ins, Sambandsverksmiðjurnar og togaraútgerðin eru svo mikil vægir fyrir Akureyri, að tæpast er hægt að hugsa sér afleiðingar þess,- ef draga þyrfti saman segl- in á öðrum eða báðum stöðum. Atvinnumálanefndin tók tog- araútgerðina sérstaklega til með ferðar og hafði viðræður með stjórn Ú. A., einkum til að ræða möguleika á endurnýjun togar- anna. Það er von atvinnumála- nefndar, að takast megi sam- vinna milli hennar og Ú. A. og Slippstöðvarinar um athugun á því, á hvern hátt skipastóll Ú. A. verði bezt endurnýjaður. En smíði nýrra togara er nú fram- kvæmanleg hér í bænum, sem kunnugt er. Fram að þessum tíma hefur ekki borið á teljadi atvinnuleysi á Akureyri. En veturinn er nú framundan, sagði ræðumaður. Það má búast við því, að um atvinnuleysi verði að ræða, t. d. í sambandi við byggingariðnað- inn. Nægilegt húsnæði virðist nú fyrir hendi í bænum. En ef hér kæmu upp öflug atvinnu- fyrirtæki, örfast innflutningur fólks og húsnæðisþörfin kallar þá á margar hendur á ný, á þessu sviði. Oft er spurt um starfrækslu Tunnuverksmiðjunnar. Jafnan hefur gengið seint að fá Sildar- útvegsnefnd til að taka ákvörð- un um rekstur þessarar verk- smiðju hér. Atvinnumálanefnd- in hefur tekið þetta mál á dag- skrá og var bæjarstjóra falið, að vinna að skjótri ákvörðun. Það hefur oft komið í Ijós, síðast nú fyrir fáum dögum, er síld tók að veiðast fyrir sunnan, hvers virði það er að hafa nokkurt magn af tunnum hér á Akureyri, til miðlunar. Tugir bílfarma voru þá fluttir til Akraness. Þegar litið er til framtíðarinn ar, sjáum við nauðsyn þess að gera allt sem við getum til þess, að efla iðnað þessa bæjar. Bær- inn hefur byggst upp af iðnaði og verzlun og svo hverskonar þjónu.stustörfum við héraðið. Akureyri er iðnþróaðasti bær landsins og er viðurkennt. Við vonum, að við séum að komast yfir þær þrengingar, sem undan farið hafa verið í iðnaðinum og treystum því, að ríkisstjórnin sjái að sér og hætti að vinna gegn iðnaðinum, eins og hún hef ur óneitanlega gert á undan- förnum árum. En sjálfir verð- um við að hafa frumkvæði að nýjum iðngreinum, jafnframt því að efla þann iðnað, sem fyrir er. Sambandsverksmiðjurnar hafa möguleika á að verða stór útflutningsfyrirtæki. Hjá þeim er um stóriðju að ræða, sem sennilega getur mai'gfaldast. Og þar er eingöngu unnið úr ís- lenzku hráefni, þar sem um er að ræða búvörurnar. Engu að síður verður að huga að nýju, sagði ræðumaður og benti á, að innan skamms gætu Akur- eyringar þurft að svara þeirri spurningu, hvort þeir vilji styðja nýja stóriðju hér, studda erlendu fjármagni. Spurningin gæti líka verið um það, hvort landsbyggðin vill byggja nýjan Kópavog á Reykjanesskaga eða skapa vinnandi höndum aðstöðu á Mið-Norðurlandi, sagði Stefán Reykjalín bæjarfulltrúi að lok- um. □ ALFREÐ OG RAGNAR ERU NÚ EFSTIR FYRRA þriðjudagskvöld var spiluð að Bjargi 2. umferð (alls 5 kvöld) í tvímenningskeppni Bridgefélagsins. Keppnin er nú þegar orðin hörð og skemmti- leg. Röð efstu manna er þessi: 1. Alfreð — Ragnar 384 2. Dísa — Mikael 368 3. Jóhannes — Þorsteinn 364 4; Ármann ■ — Jóhann 361 5. Soffía — Angantýr 347 6. Baldur - - Baldvm 344 7. Júlíus — Sveinn 331 8. Guðm. — ■ Haraldur 327 9. Baldur — - Sveinbjörn 326 10. Knútur - - Jóhann 323 11. Frímann — ÞoiTnóður 319 12. Guðjón - - Skarphéðinn 316 13. Páll—Ævar 316 14. Björn — Jóhann 315 að félagsmálum, urðum brátt stjórnarmeðlimir í íþróttafélag- inu Þór og unnum saman að mál um þess upp frá því. Ég var þó ekki hálfdrættingur á við Jón, í þeim störfum, því enginn mað ur hefir setið lengur í stjórn Þórs en Jón, eða 'hvíldarlítið frá 1934. Ætíð var hann boðinn og búinn til starfa fyrir það félag og taldi aldrei eftir þær stundir er hann fórnaði því. Við urðum einnig samstarfs- menn við Kaupfélag Eyfirðinga um rúmlega 30 ára skeið og auk þess náin vinátta á milli heimila okkar, eftir að við stofnuðum eigin heimili. Ég tel mig því hafa þekkt Jón öðrum mönnum betur. Maður- inn var einstakt prúðmenni í allri framgöngu, bóngóður með afbrigðum og hjálpsamur svo fátítt má teljast. Vinmargur var hann, enda kom það í ljós við útför hans sl. laugardag. Fyrir löng og ljúf kynni er mér ljúft og skylt að þakka þér, Jón, nú er leiðir skiljast. Við söknum þín, gömlu félag- arnir úr Þór, en við erum allir á sömu leið, aðeins misjafnlega langt á veg komnir. Þegar við hittumst aftur verður fagnaðar- fundur og þá verður haldinn fundur í gömlu Þórsstjórninni og rifjaðar upp gamlar endur- minningar frá liðnum dögum. Eftirlifandi ástvinum Jóns sendi ég mínar alúðarfyllstu samúðarkveðj ur. S. B. TVEIR COÐIR AÐ NORÐAN SANA h.f. gaf Golfklúbbi Akur eyrar tvo bikara er keppa skildi um í tvíliðaleik. Leiknar voru 18 holur méð fullri forgjöf. Úrslit urðu þau að Ragnar Steinbregsson og Sveinbjörn Sigurðsson sigruðu, léku á 136 höggum nettó. Nr. 2 Frímann Gunnlaugsson og Sigtryggur Júlíusson á 137 höggum nettó. Nr. 3 Jón Guðmundsson og Gest ur Magnússon á 142 höggum nettó. X 31. Vetraráætlun iunan- landsflugs FÍ í gildi HINN 1. okt. sl. gekk vetrar- áætlun Flugfélags íslands á flug leiðum innanlands í gildi. Eins og í áætlun sk. sumars verða allar ferðir frá Reykjavík flogn- ar með Friendship skrúfuþot- um. Allar ferðir frá Reykjavík eru til eins staðar úti á landi án viðkomu nema flug til Horna- fjarðar og Fagurhólsmýrar á miðvikudögum, sem er sam- einað. Bindindisdagurinn 1968 STJÓRN Landssambandsins gegn áfengisbölinu hefur ákveð ið, að hinn árlegi og almenni bindindisdagur skuli vera sunnu daginn 10. nóvember n. k. Og nú biðjum við um velvild og aðstoð blaðanna og annarra góðra krafta í landinu, til þess að dag- urinn veki sem allra bezt þjóðar athygli, svo að öllum geti orðið Ijós nauðsyn þess að ráðin sé bót á þeim mikla ófarnaði, sem áfengisneyzlan veldur þjóðinni. Við trej'stum því, að félög áfengisvarnanefnda, stúkurnar og önnur þau félagasamtök, sem sérstaklega vinna að uppeldi æskunnar, bindindi og áfengis- vörnum, geri sitt ítrasta til þess að bindindisdagurinn verði áhrifamikill og nái tilgangi sín- um. Við treystum sérstaklega prestum landsins til að nota sín góðu tækifæri í ræðustólnum sunnudaginn 10. nóvember, til þess að minna þjóðina á, að af- leiðingar áfengisneyzlunnar er eitt allra sárasta mein þjóðar- innar. Og nú einu sinni enn biðjum við um samhug og samstarf allrar þjóðarinnar í þessum efn- um. Með samtakamætti er unnt að koma miklu góðu til vegar. Munið bindindisdaginn 10. nóv- ember n. k. Undirbúningsnefndin. - A MOTIÖLINU (Framhald af blaðsíðu 2). Landssambandið gegn áfengis bölinu hefur nú ákveðið að 10. nóv. n. k. verði almennur bind- indisdagur. Munu þessi vanda- mál þá vreða tekin til meðferðar í blöðum og útvarpi. □ Önnur DC-3 flugvél Flugfé- lagsins mun áfram verða stað- sett á Akureyri og annast flug til staða á Norð-Austurlandi í framhaldi af flugi frá Reykja- vík. Ennfremur verður flugvél- in í ferðum milli Akureyrar og Egilsstaða. Flug frá Reykjavík til ein- stakra staða verður sem hér segir: Til Akureyrar verða tvær ferðir alla virka daga og ein ferð á sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, en ein ferð á mið- vikudögum og sunnudögum. Til Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til ísafjarðar verða ferðir virka daga og á sunnudögum til 27. október. Til Sauðárkróks verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Húsavíkur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Fagurhólsmýrar á mið- vikudögum og til Hornafjarðar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. í framhaldi af flugi frá Reykja vík verða ferðir frá Akureyri til Raufarhafnar og Þórshafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Ennfremur verða ferðir milli Akureyrar og Egils- staða á mánudögum og föstu- dögum. □ Þróttmikið starf kirkjulegra æslculýðssam- taka á Norðurlandi FRA 9. AÐALFUNDI Æ.S.K. í HÓLASTIFTI Byggja sumarbúðir fyrir milljónir króna, reka bókaútgáfu og bréfaskóla, gefa út hljómplötu, Æskulýðsblaðið, auglýsingablað og jólakort ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti hélt 9. aðal- fund sinn á Ólafsfirði dagana 7. og 8. sept. sl. Fundinn sóttu um 50 fulltrúar, þar af 14 prestai'. Fundurinn var haldinn í boði Ólafsfjarðarsafnaðar og fóru fundarstörf fram í skólahúsinu á staðnum. í skýrslu formanns, sr. Pétui'S Sigurgeirssonar, og hinna ýmsu nefnda, er bei-a uppi starf sam- bandsins, kom í Ijós, að starfið hefur enn vaxið að mun og er í miklum blóma. Nýr svefnskáli hefur verið reistur við Vest- mannsvatn og rúmar hann 26 manns í 2ja manna hei'bergjum. Auk þess er hei'bei'gi fyrir um- sjónai-mann, snyi'ting, dagstofa o. fl. Hefur aðstaða öll, bæði fyrir börn í sumardvöl og annað starf, batnað að mun. Skapast nú einnig aðstaða til skóla- og námskeiðahalds á vetrum. Bókaútgáfa sambandsins gaf á starfsárinu út 4. bók sína, Sólrún og sonur vitavai'ðarins, eftir sr. Jón Kr. ísfeld. Einnig gaf sambandið út í samvinnu við Fálkann h.f. sína fyrstu hljómplötu. Hlaut hún nafnið Jólavaka, en á henni flytja börn jólaguðspjallið og jólasöngva undir stjórn Birgis Helgasonar, Akureyri. Er þarna um mex-kan atburð að ræða, er fyrsta lxljóm platan kemur út á vegum kirkj- unnar, en erlendis notar kirkjan þær mikið í boðun sinni og starfi. Æskulýðsblaðið kemur nú aft ur út, og hefur ÆSK tekið við útgáfunni af æskulýðsnefnd kix-kjunnar. Ritstjóri er sr. Bolli Gústafsson. Bréfaskóli ÆSK er orðinn mjög vinsæll til sveita, þar sem sunnudagaskólastai'fi verður ekki við komið. Honum stjórn- ar sr. Jón Kr. ísfeld. Til fjáröflunar voru gefin út jólakort, sem seldust vel. Merki voru seld og tekin samskot á æskulýðsdaginn. Einnig var gef ið út auglýsingablaðið Noi'ðlend ingui'. Sambandið naut einnig nokkurra styrkja frá Alþingi, bæjarfélögum og félagasamtök- um. Alls námu tekjur sambands ins um 665 þús. kr. á árinu. í athugun er, hvort unnt reyn ist að stofna til skólahalds á Vestmannsvatni á vetri kom- anda í samvinnu við Hólafélagið. Efnt var til ritgerðarsam- keppni um gildi fermingarinnar. Þátttaka var góð og þrenn verð laun veitt. Foringjanámskeið var haldið fyrir stjórnir æsku- lýðsfélaganna, einnig voru hald in fei'mingai'barnamót og al- mermt æskulýðsmót. Aðalmál fundarins var stax'f unga fólksins innan kii'kjunnar. Framsögumenn voru Ingibjöi'g Siglaugsdóttir og sr. Birgir Snæ björnsson, Akureyri. Málið var síðan rætt í umræðuhópum. Margt kom þar fram athyglis- vert. M. a. taldi einn hópui'inn, að margir foreldrar brygðust í uppeldishlutverki sínu. Þeir töluðu aldi’ei um trúmál við 'börn sín, og yfii'leitt væri sam- bandið þeirra á milli ekki nógu gott og náið. En í öllu ungu fólki býr dulin þrá til að ræða trú- mál og önnur alvarleg mál. Þeg- ar foreldrarnir bragðast þarna, skoi'tir tengiliðinn milli unga fólksins og kirkjunnar. Einnig kom mjög skýrt fram, að unga fólkið vill starfa í kii-kjunni, en það vill þar sem annarsstaðar hugsa sjálfstætt og reyna nýjar leiðir. Ýmsar tillögur voru sam- þykktar um innri mál sambands ins, ennfremur þessar tvær: Aðalfundur ÆSK hvetur presta þjóðkii'kjunnar og söfn- uði til að rækja trú sína og rækta með reglulegri altaris- göngum en tíðkast hafa innan kirkjunnar síðustu áratugi. Aðalfundur ÆSK vill hvetja þjóðina til meiri samheldni og árvekni í trú sinni og þjónustu. Fundurinn væntir þess af for- eldrum og uppalendum öðrum, að þeir gegni þeirri heilögu skyldu að kenna hinum yngri veg trúrækni og innræta þeim kristilegar dyggðir í daglegri breytni. Á hættufullum tímum og viðsjárvei’ðum kemur skýr- ast í Ijós, vernd kii'kjunnar og blessun til að vera þegnum þjóð arinnar styi'kur í lífsbaráttunni. Því vill fundurinn hvetja öll landsins börn yngri sem eldri til að fylkja sér saman í kii'kju ís- lands til vöku í bæn sinni og guðsþjónustu safnaðarins. í sambandi við fundinn var haldið kii-kjukvöld í Ólafsfjai'ð- ai’kirkju laugardagskvöldið, en kl. 2 á sunnudag var messað. Sr. Sigurður Guðmundsson á Gi'enjaðai’stað predikaði, en sr. Ingþór Indriðason á Ólafsfirði og sr. Þórir Stephensen á Sauð- árkróki þjónuðu fyrir altari. Um 60 manns gengu til altaris í messunni, flest ungt fólk. Að messu lokinni var fundinum slit ið í hófi, er Ólafsfjarðarsöfnuð- ur hélt fundarmönnum í félags- heimilinu Tjarnarborg. Þar voru Ólafsfirðingum einnig þakkaðar rausnarlegar móttök- ur og höfðingleg gestrisni. Stjórn ÆSK í Hólastifti skipa: Sr. Pétur Sigurgeirsson, Akur- eyi'i, sr. Sigurður Guðmunds- son, Grenjaðarstað, sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki, Guð- mundur G. Arthúrsson, skrif- stofum., Akureyri og Sigurður Sigurðsson, verzlunarm., Akur- eyri. Varamenn: Sr. Bolli Gúst- afsson, Laufási, sr. Birgir Snæ- björnsson, Akureyri og Þor- valdur Kristinsson, stud. ai't., Akureyri. (Fréttatilkynning) - SÉRSTAKT BLAÐ (Framhald af blaðsíðu 1). kerfi, bygging gagnfræðaskóla og læknisbústaðar, skipulags- framkvæmdir o. fl. Á allt þetta er drepið í Bæjarfréttum og rætt þar á hófsaman og áreytnis lausan hátt en blaðið er ritað af bæjarfulltrúum Framsóknar- flokksins, þeim Guðjóni Ingi- mundarsyni, Marteini Friðriks- syni og Stefáni Guðmundssyni. Útkoma blaðsins verður ekki reglubundin heldur „fer eftir því, sem ástæður þykja til“. „ mhg—i |

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.