Dagur - 30.10.1968, Side 1

Dagur - 30.10.1968, Side 1
EFNAVERKSMIOJAN SJÖFN LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 30. október 1968 — 46. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Innbrot í Ferðanesti BROTIST var inn í Ferðanesti við Eyjafjarðarbraut á mánu- dagsnóttina. Sprengdar voru upp hurðir bæði að sölubúðinni og benzínafgreiðslunni. Teknir voru þar peningar og í annan stað peningakassi, sem síðan fannst óopnaður skammt frá. Það eru eindregin tilmæli lög reglunnar, að þeir sem kynnu að hafa orðið grunsamlegra mannaferða varir við Ferðanesti eftir miðnætti uinrædda nótt, láti hana tafarlaust vita. □ ALLFLESTIR VEGIR FÆRIR I GÆRDAG SAMKVÆMT upplýsingum Vegagerðarinnar í gær, voru allir vegir á láglendi í gx-ennd við Akureyri vel fæx'ir en heið- ar færar jeppum og stærri bíl— um. Þó var ekki vitað um Múla veg, en í fyrrakvöld var hann opinn. Þungfært var á Vaðla- heiði en Dalsmynnisvegur op- inn. Möðrudalsöræfi voru ófær orðin og til Siglufjarðar var hvorugur vegurinn bílfær. □ Elli- og dvalarlieimilið í Skjaidarvík 25 ára ÞESS var minnzt með kaffisam- sæti í Elli- og dvalarheimilinu í Skjaldarvík á sunnudaginn, að liðinn er aldarfjórðungur frá stofnun þess. Þar voru stjórnar- nefndarmenn heimilisins, bæjar stjórn, fréttamenn og fleiri gest- ir í boði heimilisins og þágu framúrskarandi veitingar. Þar voru ræður fluttar, gjafir gefnar og að því loknu leiddi Jón Krist insson forstöðumaður Elliheim- ilisins gesti um húsakynnin og sýndi þeim þau, með áorðnum margvíslegum breytingum og endurbótum. Þá blönduðu menn geði við dvalargesti, sem nú eru 75 talsins. En margt þeirra er háaldrað fólk orðið og fagnar vel þeim sem að garði ber. Bragi Sigurjónsson, formaður Elliheimilisstjórnar, bauð gesti velkomna og rakti sögu staðar- ins, frá þeim tíma er hann varð heimili hinna öldnu. En það var Stefán Jónsson klæðskeri á Ak- ureyri, ættaður frá Skjaldai'vík, sem á miðjum aldri og í sæmi- legum efnum, án þess að vera ríkur, stofnaði Elli- og dvalar- heimilið í Skjaldarvík fyrir 25 árum. Dvalargestir voru fyrst 8 talsins. Og hann i-ak það í rúm 20 ár, en gaf þá bænum það, ásamt tveim jörðum, áhöfn og (Framhald á blaðsíðu 5) Lögregluþjónn lók landhelgisbrjólinn Á LAUGARDAGINN tók lög- regluþjónn á Þórshöfn togbát- inn Stíganda að ólöglegum veið um rétt framan við hafnarmynn ið. Lögregluþjónninn, Þorsteinn Háko.iarson, fór um borð í bát- xnn, færði hann að bryggju og sótti svo hreppstjórann, sem tók skýrslu af skipstjóranum. Þor- steinn þessi er ungur Sunnlend- ingur, nýkominn til starfs á Þórshöfn. Gulifaxi fi’á Norðfirði var tek inn hér um daginn. Hann kom hér til að fá smávegis viðgerð, en þegar hann fór, byrjaði hann að toga við bryggjuhausinn. Ægir tók svo bátinn. Ágengni bátanna er mikil. Stói'hríðarveður er hér nú. í dag, 29. okt., er áttræð Þuríður Árnadóttir húsfreyja. Hún hefur veitt forstöðu heimili á Gunnarsstöðum í 60 ár, fyrst heimili föður síns, 18 ára gömul, þá bróður síns tvívegis og eigin heimili í 45 áx-. Ó. H. SPARISJÓÐUR ÞÓRSHAFNAR í NÝTT HÚSNÆÐI Frá vinstri: Guðný Jónsdóttir, Viktoría Hannesdóttir og Arna Jóns- dóttir. (Ljósm.: E. D.) íþróttakonur taka nú að sér barnagæzlu KORFUKNATTLEIKUR er ný leg íþróttagrein á Akureyri en á miklum vinsældum að fagna. 1 fyrravetur var körfuknattleik- urinn æfður hjá Þór, KA og ÍBA, ennfremur hjá Skautafé- laginu. Einar Bollason var þjálf ari Þórs og ÍBA í þessari grein og verður hér einnig í vetui' hjá sömu aðilum. Formaður Körfu- knattleiksráðs er Hörður Tulin- íus. Á sl. ari luku á annað hundr að ungmenni mismunandi stig- um í körfuknattleik hér á Akur eyri og 30 æfa nú undir fjórða og síðasta stigið og hljóta þá gullmerkið. En meðal hirma þrjátíu eru 15 stúlkur 15 ára, sem flestar eru í landspi-ófsdéild, bæði úr Þór og KA. Þær verða, ef að líkum lætur, fyrstar kvenna að hreppa (Framhald á blaðsíðu 5). Gunnarsstöðum, Langanesi 25. október. í dag flutti Sparisjóður Þórshafnar í nýtt húsnæði. Bygg ing þessa húss hófst á miðju ári 1967. Stærð þess er um 170 fer- metrar, tvær hæðir. Á neðri hæð eru tveir afgreiðslusalir og tvær skrifstofur og geymslur. Mun hluti hæðarinnar leigður út. Á efri hæð verður íbúð spari sjóðsstjóra, en hún er ekki full- gerð ennþá. Þessi sparisjóður var stofnaður 17. sept. 1944 með 105 hlutabréfum, að upphæð 100 krónur hvert. Stofnendur voru 40. Fyrsti formaður sparisjóðs- stjórnar var Jón E. Guðmunds- son á Syðralóni en fyi-sti gjald- keri var Karl heitinn Hjálmars- son, þá kaupfélagsstjóri Núver- andi formaður er Haukur Kjart ansson bílstjóri á Þórshöfn en sparisjóðsstjóri er Sigurður Tryggvason. í ái’slok 1967 voru innlán í sparisjóðinn 17.8 millj- ónir, en útlán 12.6 milljónir kr. 1 gær var gerður út leiðangur til að leita hinna margumtöluðu geita, sem týndar hafa verið tvö ár en sáust í sumar. Fóru þrír menn á bíl hér útundir Skála- björg. Þykir nú fullvíst, að geiturnar hafi í sumar aðeins verið þrjár. Þær fundust og unnt reyndist að reka þær upp á bjargbrúnina. Virtust þær þá furðu gæfai'. Átti svo að reka þær til bæja, eins og kindur. En um leið og hóað var á þær, tóku þær á spi'ettinn, beint á menn- ina, fram hjá þeim og stungu sér niður í bjöi'gin á ný. Þótti þá ekki annað ráð vænna en reyna að skjóta þær. Tókst að skjóta eina en hinar hurfu fyrir bergsnös og skildi þar með mönnum og dýrum. Sá, sem geit ina skaut var Sigurður Níels (Framhald á blaðsíðu 5) Ávísanalalsarar á ferðinni Ralmagnslaust í sólarhring Á LAUGARDAGINN var að- komumaður einn handtekinn á Akureyri, að ósk rannsóknarlög reglunnar í Reykjavík, grunað- ur um ávísanafals. Hann var samdægurs sendur suður til Reykjavíkur. Sama dag var annað maður handtekinn, einnig á Norður- landi. Höfðu þeir í félagi svikið út a. m. k. 80 þús. krónur á ör- fáum dögum syðra. Þeir voru úrskurðaðir í 30 daga gæzlu- varðhald. Annar er þrítugur en hinn 21 árs. Báðir þessir menn óku norð- ur í land í leigubíl og skildu leiðir á Blönduósi. □ Laugum 25. okt. Rafmagn fór af Reykjadalslinu á miðvikudag- inn. Álitið var í fyrstu, að skjót- lega yrði úr því bætt. Raunin varð sú, að það dróst í sólar- hring. Slík bilun kemur illa við fólk, svo háð er það raforkunni. Mjaltavélarnar urðu óvirkar, sumir reyndu að knýja þær með dráttarvélum, en aðrir hand- mjólkuðu kýr sínar og dæmi voru um það, að kvöldmjaltir féllu niður. Víða er upphitun húsa háð rafmagni. Kom sér vel, að kyri't veður var, en nokkurt frost var. Kerti til ljósa og prímusar til suðu eru gagnlegir hlutir ennþá, en ekki allsstaðar til. Ekki truflaðist skólastarf í Laugaskóla því 50 kw. dísilraf- stöð var sett hér upp í vor, og nýtur Húsmæðraskólinn þess einnig þegar tenging hefur farið fram. G. G.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.