Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 7
7 SMÁTT & STÓRT - SAMNINGAR (Framhald af blaðsíðu 1). atvinnuvegirnir fái aukið rekstr arfé til að mæta kostnaðaraukn ingunni vegna gengisfellingar- innar. Ennfremur að leysa vanda útgerðar á þann Veg, að hún geti hafist. í þriðja lagi eru svo málefni iðnaðarins, sem verður að sinna á þann veg, að hann geti gengið með eðlilegum hætti. Loks ber svo að geta um at- vinnunefndakerfi, sem við berjumst fyrir að komið verði upp og að það fái fjárráð og framkvæmdavald. Sennilega eru um 4 þús. manns atvinnulausir í landinu nú og þarf að hverfa aftur til kreppuáranna milli 1930 og 1940 til að finna einhverja hliðstæðu, sagði Björn Jónsson að lokum og þakkar blaðið þessar gfeinar góðu upplýsingar. □ (Framhald af blaðsíðu 8). eitt Akureyrarblaðið með tölu- legum rökum, að það þætti árangursríkt að auglýsa í Degi en árangurslítið að auglýsa í fs- lendingi—fsafold. En í hvaða blaði var þetta rökstutt svona rækilega? Þótt óírúlegt megi virðast, var það gert í biaðinu •íslendingi—ísafold og til þess varið meira en þriðjungi úr síðu, ásamt illyrðum um samvinnu- hreyfinguna. LÉLEG FRAMMISTAÐA í sama blaði er álíka löng grein um deyfð og úrræðaleysi bæjar- stjórnar á Akureyri. Ef ritstjóri íslendings—ísafoklar hefur frammistöðu sinna manna í huga, er von hann óttist um mál efni bæjarfélagsins, og veit a. m. k., að bjargráðin koma ekki frá þeim. Sjálfstæðismenn kusu í Vfejarstjórn Jón Þorvalds- son, Árna Jónsson og Jón Sól- nes. Tveir þeir fyrmefndu eru týndir úr bæjarstjórninni, hvor með sínum hætti, og það sem þeim þykir þó enn verra: Sá þriðji siíur þar ennþá. Það er von, að ýmsir Sjálfstæðismenn horfi döprum augum fram á veg inn þegar svona illa tekst til hjá þeim. Að hinu skulu menn þá einnig hyggja, að málefni þjóðar og bæjarfélaga eru svo nátengd í efnaliags- og atvinnumálum, að ekki er að undra, eins og þeim málefnum þjóðarinnar er komið, að hér sé einnig þungt fyrir fæti. KARLMANNLEGA TEKIÐ A MÁLUM Það hefur vakið almenna ánægju að forráðamenn Sam- bandsins brugðust fljótt og drengilega við eftir bruna verk- smiðjanna á Akureyri 3. og 4. jan. sl. Þeir ákváðu að byggja verksmiðjurnar upp að nýju, bæði stærri og fullkomnari en þær áður voru. Og það eru fleiri en liinir óbreyttu borgarar, sem þessu fagna. Iðnaðarmálaráð- herra landsins mælti m. a. svo í blaðaviðtali fáum dögurn síðar: „Mér þykja ólik viðbrögð stjórn ar Meistarafélags járniðnaðar- manna (í Reykjavík, sem vilja selja vélar sínar úr landi) og forráðamanna SÍS, sem hafa af mikilli karlmennsku og festu brugðizt við þegar fyrirtæki þess á Akureyri varð fyrir hin- um gífurlega eldsvoða nýlega. Það hefur verið ákveðið að brjót ast áfram og byggja upp aftur“. TVÆR RÆÐUR VÖKTU ATHYGLI Ræður tveggja manna á ný- byrjuðu ári hafa orðið mörgum umhugsunrefni. Þessar ræður fluttu fórsætisráðlierrann, Bjarni Benediktsson, og forseti íslands dr. Kristján Eldjárn. Ræðu forsætisráðherra hafa sumir Iiaft í flhntmgum og er það illa gert, þótt menn yrðu fyrir vonbrigðum. Nýársræða forsetans hefur aftur á móti orð ið mönnum því hugstæðari, sem hún er betur athuguð. Hún var yfirlætislaus og í senn viturleg og þjóðleg. Þótt hún hafi áður birzt í blöðum, þykir Degi sér- stök ástæða til að birta hana í lieild, með þeirri ósk, að hún verði lesin og hugleidd í góðu tómi, sem nýr og mikilvægur boðskapur hins nýja þjóðhöfð- ingja. ÞRfR GÓÐIR FUNDIR Á AKUREYRI Fundur knattspyrnuunnenda með Albert Guðmundssyni á laugardaginn, var sérstæður og eftirminnilegur. Bar tvennt til. Stjórn þess fundar fór fram með nýjum hætti og rætt var um knattspymu frá nýjum sjónarhóli. Afmælishóf, sem Bernharði Stefánssyni var haldið 8. jan. var án víns og alveg óvenjulegg ánægjuleg samkoma. Þá minntust templarar á Ak- ureyri þess 10. janúar, að 80 ár voru liðin frá stofnun fyrstu stúkunnar hér á landi, en hún var stofnúð í Friðbjarnarhúsi á Akureyri. Var þá „opið hús“ í Varðborg og komu þangáð ýms- ir gestir. - Vegir greiðfærir (Framhald af blaðsíðu 8). Reykjavík er góður éins og er. Stærri bílum er fært til Húsa víkur og allt til Kópaskers, en þó er færi að þyngjast á Tjör- nesi. Þá er einnig fært til Mý- vatnssveitar. Vaðlaheiði og Fljótsheiði munu ekki hafa ver ið farnar síðan fyrir helgi, enda hægt að sneiða fyrir þær báðar. Svellbólstrar eru á nokkrum stöðum og eru þeir hættulegir, eins og ætíð. □ § ? * Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim mörgu, © © körltéfn og konum, víðsvegar um land, sem sýndu * |c mér vináttu og glöddu mig á áttrceðisafmceli minu | f 8. þ. m. . t f Sérstakar alúðar þakkir flyt ég Framsóknarfélög- f ® unurn i Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri, Kaupfé- £ X lagi Eyfirðinga og Ungmennasambandi Eyja- -v $ fjarðar, fyrir veglegt samsœti, sem mér og fjöl- 't skyldu minni var haldið og ágcetar gjafir frá 4 I þeim. . | Bið ykkur öllum, okkar fagra héraði, íslandi og i_ I islenzku þjóðinni allrar blessunar. © BERNHARÐ STEFANSSON. © -v © 4 © 4- Kcerar þakkir fyrir gjafir, heimsóknir og góðar kveðjur á 75 ára afmceli rnifiu þann 10. þ. m. STEFÁN BJARMAN. Hugheilar þakkir fceri ég öllum þeim sem glöddu f mig með gjöfíim og hcillaóskum á nírceðisafmceli ¥ minu þann 14. desemebr s.l. t Guð gefi ykk'úr öl'lum gcef urikt ár. JÓN BALDVINSSON, | Hjarðarliolli. ? t ^S-©-V'*S-©'í'*S-©-i'*S-©-5'^S-©-V-*S-©-í'*S-©-í'*S-©-VíiiS-©S'*S-©-V'*^-g © Mccðrastyrksnefnd vill þakka bcejarbúum, fyrir- ¥ tcekjum og skátafélögurmm. framlag þeirra og í margháttaðan stuðning við söfnunina. í Jafnframt óskar nefndin öiluni bcejarbúum árs og Í friðar á nýbyrjuðu ári. % MÆÐRASTYRKSNEFND AKUREYRAR. t © ‘©-V*S-©-V*S-©^*S-©-V?^S-©-Víi'cS-©-V#S-©-VíSS-©-V*'V©-V*-S.©-V*s-©-í'l f Í — f X Kcerar þakkir til lcekna og hjúkrunarkvenna á Í ,t Sjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig þakka ég heim- % £ sóknir og gjafir. Ennfremnr Aðalgeir minum, er ^ i oft fœrði mér jólaþóstiyin, Jóni frá Helluvaði, © © Guðlaugu og Kristjáni þakka ég orgelspil og söng og öllum öðrum góða viðkynningu. f © Sérstaklega þakka ég Magnúsi Asmundssyni, jj f lcekni, fyrir einstceða lipurð og nærgœtni i véik- f © indum rríinum. % Guð blessi 'ykkur öll. ® | SIGFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, © 4 Gránufélagsgötu 43, Akureyri. f t © ^S-©'i'«-S-©-i'-SJS-©-i'51;-S-©-í'7ÍVS-©-í'-*S-©-!'?i'cS-©-5'Si'cS-©S'^©-i'i!C-S-©-i'í^!-©-í'í!:-S-©< m HULD 59691157 VI. 2 . I.O.O.F. — 1501178V2 MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 577 — 327 — 303 — 201 — 681. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr. 497 — 577 — 107 — 303 — 153. — P. S. MÖÐRUV ALL AKL AUSTURS - PRESTAKALL. Glæsibæjar- kirkja: Guðsþjónusta sunnu- daginn 19. janúar kl. 2. e. h. Möðruvallakirkja: Safnaðar- kvöld sunnudaginn 19. janúar kl. 9 e. h. Ingibjörg Svava Siglaugsdóttir flytur erindi um störf unga fólksins innan kirkjunnar og sýnir myndir frá dvöl sinni sem „skipti- nema“ í Ameríku. Almennur safnaðarsöngur. — Sóknar- prestur. AÐALFUNDUR KFUM verður föstudaginn 24. jan. kl. 8.30 e. h. í Zion. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 19. jan. hefur Kristniboðsfélag kvenna sam- komu kl. 8.30 e. h. M. a. verð- ur lesin frásaga um neyð heiðingjans og starfsemi kristniboðans, einnig lesinn reikningur kristniboðssjóðs. Komið og heyrið hvernig Guðs blessun hvílir yfir starf- inu. Tekið á móti gjöfum til ki'istniboðsins í Konsó. Allh' hjartanlega velkomnir. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. FRÁ starfinu á SJÓNARHÆÐ. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 5 e. h. Allir vel- komnir. Mánudagur. Drengja fundur- kl. 5.30 e. h. Allir drengir velkomnir. Þriðjudag ur. Telpnafundur kl. 5.30 e. h. Allar telpur velkomnar. SAMKOMUR votta Jehóva. Föstudaginn 17. jan. kl. 20.20, Guð getur ekki farið með- lygi, kvikmyndasýning að Bjargi, Hvannavöllum 10. Laugardag inn 18. jan. kl. 20.30, samkoma að Kaupvangsstræti 4, II hæð. Sunnudaginn 19. jan. kl. 16, „Orsök eilífrar gleði“, opin- ber fyrirlestur fluttur af Kjell Geelnard, fulltrúa Varðturns félagsins að Kaupvangsstræti 4, II hæð. Samkomurnar eru opinberar og allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu daginn kl. 8.15 til 9.15. Ath. breyttan æfingatíma. HJÓNAEFNI. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ung frú Jóna Friðfinnsdóttir, Sæ- borg, Akureyri og Árni Páls- son rafvh'kjanemi, Raufar- höfn. MALFUNDUR fyrir allar deildir kl. 8 í kvöld (miðvikudags- kvöld). Rætt um félags starfið. Fjölmennið — Stjórn- DREN G J ADEILD! — Fundur fimmtudagskvöld kl. 8 I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur íimmtudaginn 16. þ. m. í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða, kosning embættis- manna, önnur mál. — Æ.t. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Fjáröflunardagur deild- arinnar er 2. febrúar. — Nefndirnar. SLYS AV ARN ADEILDINNI hafa borizt kr. 1000 frá félags konu. — Beztu þakkir. — Sesselja Eldjárn. FRÁ stjórn Elliheimilis Akur- eyrar. Nýlega barst bygginga- sjóði Elliheimilis Akureyrar kr. 100.000.00, eitt hundrað þúsund — að gjöf frá Krist- björgu Sigurðardóttur og Steindói'i Pálmasyni, Hvanna völlum 4, Akureyri. Stjórn Elliheimilisins færir gefend- um hjartanlegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. —• Fyrir jólahátíðina barst vist- fólki Elliheimilisins fjöldi gjafa frá einstaklingum og fé- lögum, og ýmislegt var gert vistfólki til ánægju og dægra- styttingar. Stjórn Elliheimilis ins færir öllum þeim, sem að þessu hafa unnið, alúðarþakk- ir fyrir góðvild og fórnfýsi í garð vistfólks og stofnunar- innar. LEIÐRÉTTING. Leið prentvilla var í niðurlagsorðum Stefáns Valgeirssonar alþingismanns í síðasta tölublaði, þar sem hann ritaði um Bemharð Stefánsson áttræðan. En þar stendur illilegustu, í stað inni- legustu og leiðréttist þetta hér með. LIONSKLÚBBURINN HUGINN. — Fundur fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 12.00 að Hótel KEA. MINNINGARSPJÖLD Fjórð- xmgssjúkraliússms fást í bóka verzl. Bókval. ÞÝZK-fSLENZKA félagið. Les stofan opin alla föstudaga kl. 8—10 og á laugardögum eftir samkomulagi. JUVEL hrökkbrauð ÓDÝRT KJÖRBÚÐIR KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.