Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ D AGS Einar Petersen á Kleif. hjólhýsi og skriíar BÓNDINN á Kleif á Árskógsströnd, í mynni Þorvaldsdals, Einar Petersen að nafni, er sextugur að aldri, hár og þrekinn, var tveggja maki að kröft- um, hvítur á hár, rjóður í vöngum, myndarlegur og karlmannlegur hvar sem á er litið. Hann á enga skepnu en 16—18 kýrfóður og situr nú við að rita jarðfræðilega sköpunarsögu Þorvalds- dals. Ekki þykir þetta búmannlegt þar í sveit og er það víst heldur ekki, enda er maðurinn naumast öðrum bændum líkur og ber margt til. Hann býr sjálfur hjá sér, eins og þar stendur og gamli torfbærinn á Kleif hefur úthýst honum með því að hrynja smátt og smátt nið- ur, svo þar stendur nú naumast nokkuð ■eftir. En Einar Petersen brást við á sinn sérstæða hátt, sem er honum lík- ara en öðrum, því að hann byggði sér hjólhýsi, er hann getur tengt aftan í stóra dráttarvél sína og haldið hvert á land sem hann vill. Mun þetta fyrsta íveruhús af þeirri gerð, sem íslenzkur bóndi hefur byggt sér til að búa í. Víðlesnastur mun Einar allra þeirra, er á Árskógsströnd búa, enda tungu- málamaður og á safn enskra, þýzkra og skandinaviskra fræðibóka og tíma- rita, um svo að segja allt milli himins og jarðar. En þar munu landbúnaðar- og jarðfræðibækur flestar, en hag- fræði- og þjóðfélagsfræðibækur næst- ar. Ef bændum þætti þessi maður ekki furðufugl, væru þeir það sannarlega sjálfir. Þegar maður lítur heim að Kleif, er þar nær húsalaus jörð að sjá og svo sem engin reisn yfir staðnum. En samt er Einar flestum mönnum búfróðari, duglegur til allrar vinnu og allgóður smiður. En í viðræðum við fjölda bænda og með blaðaskrifum, hefur hann gefið mönnum fjölmörg umhugs- unarefni um landbúnað. Fyrstur hér- lendra manna hóf hann votheysverkun í nýjum stíl. Nokkrir tugir bænda hafa nú tekið hana upp með góðum árangri, en þessi verkunaraðferð er mjög ódýr og einföld og eins og til þess kjörin að bjarga miklum verðmætum þegar flest sund eða öll virðast lokuð og skjótt þarf til að taka í björgun fóðurs. Þetta er glöggt dæmi, en vera má, að meira séu verðar margar aðrar skoðanir hans um búskap, rök hans fyrir breyttum búháttum, aukinni félagslegri bænda- menningu og fróðleikur hans um bún-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.