Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 31

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ d ags R'ttíi var á údfundi, þar sem mann- fjöldinn var svo mikill, að hvergi var hægt að þverfóta á Piazza Vene- zia-torginu. Hann kom fram á sval- irnar, sem til þess voru útbunar, og liann kom olt fram á, þegar hann hafði mikilvægan boðskap að flytja. — Hvernig fannst pcr ad hlusta A hann og hvernig var hann upp d að lítaf Hann var fremur lágvaxinn, en þrekinn og hraustlegur, svipmikill og bar það með sér, að þar fór mað- ur, sem hafði völdin. Hann var stuttorður og gagnorður, vissi alveg hvernig hann átti að koma fram og Jivað hann ætlaði að segja, og sagði þtið á þann veg, að það hafði áhrif. Röddin var sterk og orðin meitluð. Þetta var ótrúlega áhrifamikið, svo að sumt nærstatt fólk, sem ekki var hrifið af stjórnarfarinu, hreifst með. — Endalok einvaldans voru freniur dapurleg? Já, þau þekkir heimurinn. Síð- asta ræðan, sem hann flutti var í Mílanó, en þá var hann nánast orð- in n flóttamaður þar norður. — Skömmu síðar \ ar hann handtekinn i Dpngo og skotinn við Como-vatn. Hann var hengdur upp á torgi, Piazza Coreto, þannig, að höfuðið sneri niður. Fójkið gekk fram hjá og lirækti á líkið. Við ldið hans liékk ástmær lians. Roskin kona, sem fór um torgið, gekk að líki ein- valdans, skaut á það með skamm- byssu og sagði, að þetta væri fyrir son hennar, sem lnin nefndi með nalni, og sso skaut luin öðru og þriðja, ljórða og fimmta skotinu og nefndi ncjfn sona sinna, sem hún var að hefna með þessum hætti. Á þessu sama torgi sá ég eina óhngnanlegustu og hörmulegstu sýn, sem fyrir mig hefur borið um dagana. hjóðverjar höfðu þarna irac'kistöð. Tíiuasprengjur vorú sett- ar í vörubíla. pegar fyrsti bíllinn O J sprakk kom fólk til að hjálpa særð- um, en þá sprakk sá næsti og svona koll af kolli, og 15, hermenn og borgarar, létu lífið. Þjóðverjar vildu auðvitað hefna þessara skemmdar- verka, og á þann veg að skjóta tvo í stað hvers Þjóðverja. Þeir fóru því inn í fangelsin og sóttu pólitíska fanga og stilltu þeim upp. Þeir skutu þó aðeins 15 en hættu ]rá. — Kardinálinn gat stöðvað aftiikurn- ar. Líkunum var svo hrúgað saman á torginu eins og hræjum. Það var hryllilegt að sjá staðinn, en ég og skólabróðir minn, sem var í hern- um, gengum þarna um. Við skul- urn gleyma þessu, sagði hann, en þessu hef ég aldrei getað gleymt. — \dð fórum á veitingalnts á eftir, en ég kom engu niður, því að tungan var alveg þurr og ég var fullur af viðbjóði. Ég var ekki einkennisbú- inn, vann hjá útvarpinu á þeim ár- um, en auðvitað vorum xið allir skráðir í herinn, hvort sem það var okkur ljúft eða leitt. — Þu sást eirinig og ljeyrðir Hitler? Já, í Sportpalast í Berlín á stríðs- árunnm. Ég hef alltaf verið fremur forvitinn, og mig langaði til að sjá Hitler og heyra. Þetta var á árinu 1938. Ég varð að bíða marga klukkutíma til að hafa von um að komast inn í íþróttahöllina. En þá skeði það, að járngirðing umhverfis hana brast. Henni var bókstaflega sópað burt af gífurlegum raann- fjölda, sent vildi heyra boðskap for- ingjans. Með straumnum barst ég svo inn og það \ar leikinn nazista- niars, alltaf sá sami, rétt áður en hann steig fram til að flytja ræður á fjöldafundum. Á meðan á því stóð urðu nienn ákaflega spenntir, næstum töfraðir, svo að sumir fóru að tárfejla af geðshræringu. Svo birtist Hitler og lófaklappinu ætl- aði aldrei að linna ásamt sigurópinu Sieg-HeiH 31 — En rœðan? Hitler var fremur smár vexti, og ég undraðist, hve þessi litli maður hafði mikla rödd. Hann byrjaði eins og jafnan á því að lýsa niður- lægingu Þýzkalands fyrr á árum, og hve hann sjálfur hefði þjáðzt af því að liorfa upp á þessa eymd fóst- urjarðarinnar. Þá liefði sér dottið í hug, að þessu væri hægt að breyta, hefja Þýzkaland til vegs og valda o. s. lrv. En áhrif ræðunnar brugðust ekki. Hann hreif fólkið, dáleiddi ])að með orðum og áherzlum, og fagnaðarlætin voru óskapleg þegar foringinn fór upp á háa c-ið, hvað eftir annað. Ræðan var sérstaklega kröftug, og Hitler var sannkallað- ur töframaður í ræðustól, og oft hélt hann margar ræður sama dag- inn og venjulega var hann mjög margorður og flutti langar ræður, stundum jafnvel fleiri klukkutíma ræður, blaðalaust. — Dáleiddi Hitler pig? Ekki vil ég segja það, en það væri ekki rétt ef ég segði, að ég hefði verið ósnortinn. Áróður Hitlers o<> o hans manna var alveg ótrúlegur, og það verður að viðurkenna, að á nazistatímabilinu urðu stórstígar íranifarir á ýmsum syiðum og gjör- breyting á afkomu fólks, því að at- vinnuleysið var þurrkað út. Á fund- um ,eins og þessum, eru sterk sefj- unaráhrif, ekki aðeins frá ræðu- manninum, heldur einnig frá fólk- inu, sem gleypti í sig hvert orð og magnaði fundina. Þar voru allir með og enginn á móti, svo vart yrði. Það yar foringinn einn, sem talaði. Hið innra með nrér geynrdi ég orð föður míns, sem ávallt liélt því fram vjð okkur bræður, að við ættum ekki að skipta okkur af pólitík. — Sjállur var lrann hvorki fasisti eða nasisti, og það var erfitt lyrir hann, eins og aðra í Tyról að afncita fas- ismanum. \'ið vonuðum það, og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.