Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 18

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 18
.18 er einmitt slík tónlistarkynning, sem koma þyrfti á í hverjum skóla. I»ú munt ætla þér að verða tónlistar- kennari? Já, ég er ákveðin í því að reyna það, enda nóg að gera á því sviði hér á landi. Ég þakka þessu unga fólki viðtölin og árna því heilla í námi og starfi. Það er ljóst, að þessi ungmenni hafa mikinn og lifandi áhuga á tónlist, og einnig virðist það ljóst og kemur enda vel fram í þessum stuttu viðtölum, að þau njóta handleiðslu góðs kennara. Bið ég því kennarann, Philip Jenkins, að svara nokkrum spurningum í lokin. Þurfum við nokkra tónlist? Ég held, að allir hafi þörf fyrir tón- list, en menn njóta hennar misjafnlega. Fyrir flesta er þó tónlistin ein tegund skemmtunar eða jafnvel hreinn skemmtiþáttur, svo sem poptónlist. En því er líkt farið með tónlist og bækur, að sum tónlist er aðeins til skemmt- unar, framleidd til sölu og lifir stutta stund. Popið og Agatha Christie er mörgum góð skemmtun. En Beethoven og Mozart, Dante og Milton, andstæð- ur popsins, skrifuðu nótur og bækur af innri þörf, verk sem lengi lifa. Tón- Philip Jenkins. listarunnendur og lesendur þessara snillinga njóta verka þeirra því betur, sem oftar er hlustað og lesið. Beet- hoven hefur alveg eins mikið að segja og Milton, en hann talar á öðru tungu- máli, á máli tónlistarinnar. Lestu Agöthu Christie? Já, og stundum hlusta ég á poptón- list frá Frakklandi og get skemmt mér við það. En það er mér aðeins skemmt- un á þeirri stundu, er skilur lítið eftir og fullnægir mér alls ekki. Þá leita ég á vit meistaranna, í tónlist, á sama hátt og þeir, sem lesa skemmtiefni sumra tímarita, leggja þau frá sér og taka sér góða bók í hönd, af því hið létta lesefni fullnægir þeim ekki. Bannarðu nemendum þínum að hlusta á pop? Nei, alls ekki. Bókmenntakennari velur verk snillinganna til lesturs og kennslu og gefur nemendunum tæki- færi til að kynnast hinu bezta í bók- menntunum. Á sama hátt kenni ég mínum nemendum klassiska tónlist. Nemendur verða svo ætíð sjálfir að velja og hafna, og námið á að auðvelda þeim það. Vera má, að það séu ekki nema Isvo sem tíu eða fimmtán af hundraði manna, sem verulega njóta klassiskrar tónlistar, hinir eru a. m. k. miklu fleiri, því miður. En er þessu ekki líkt farið með bókmenntirnar, svo samanburðinum sé haldið áfram? En það þarf enginn að ímynda sér, að t. d. níunda sinfónía Beethovens komi öll upp í fangið á manni með því að heyra hana einu sinni. En slík verk geta gefið manni miklu meira í hundraðasta skiptið en í fyrsta skiptið, sem á það er hlustað,, og hið sama má segja um mörg beztu verk bókmenntanna. Mörg beztu tónverk er erfitt að skilja, af því að höfundar þeirra eru yfirburðamenn og miklir andans menn. Og þeir hafa vissulega margt að segja. Við verðum að hafa töluvert fyrir því, að skilja þá og njóta þeirra. Já, við verðum að læra tungumál þeirra, eins og börnin læra sitt móðurmál. Það er erfitt að læra JÓLABLAÐ DAGS íslenzku, en íslenzkum börnum er það þó auðvelt, af því þau svo að segja drekka í sig málið með móðurmjólk- inni. Og þau læra fleira á fyrstu árum ævinnar. Þau læra t. d. flest að syngja eitthvað löngu áður en þau eru orðin læs, og láta tilfinningar sínar í ljósi á þann hátt. Þetta er börnunum eðlilegt, og virðist næstum því koma af sjálfu sér. Við þurfum að leiða börnin áleiðis á tónlistarbraut, því að þá opnast þeim smám saman töfraheimur tónlistarinn- ar, fagur heimur sem göfgar, segir Philip Jenkins að lokum og þakka ég svör hans og nemendanna. E. D. - Maðurinn frá TÝRÓL Framhald af blaðsíðu 32 eyri líkar flestum ágætlega, en er annars ekki mjög sólgið í gosdrykki. Þetta ferðafólk segir frá Islandi, þegar heim kemur og er bezta aug- lýsingin. ísland getur án efa orðið mikið ferðamannaland. En ferða- menn liafa um margt að velja, og það verður að ná þeirn, vinna lát- laust að ferðamálum til að auka strauminn. Það er sannarlega gott að fá ferðamenn á meðan beðið er eftir síldinni. Og það skyldu menn liafa í lniga, að ferðamál eru stór- mál, sem samvinnu margra aðila þarf um, því að þá fyrst næst veru- legur árangur. Sjálft hefur landið eitthvert sérkennilegt aðdráttarafl, sem ég finn sjálfur svo oft, og svo margbreytilegt er það, að á þessum ferðum mínum sé ég alltaf eitthvað nýtt og nýtt. Kannske sé ég fleira en margir aðrir kunningjar mínir hér á landi, af því að ég er útlend- ingur að ætt og uppruna. En vera má, að það sé ekki síður af því, að móðir mín, sem var mikill náttúr- unnandi, kenndi mér að sjá og skynja náttúruna, jörðina sjálfa og jurta- og dýralíf af meiri næmleik og af dýpri skilningi en algengt er. Þökkum viðtalið. E.D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.