Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ DAGS I skipalestum á stríosárunum Guðmundur St. Jucobsen. HINN mikli iðnaður Akureyringa, sem bærinn er þekktur fyrir, byggist á störfum hundraða iðnverkamanna og iðnaðarmanna, sem flestir vinna verk sín í kyrrþey, í hinum ýmsu greinum. En iðnaðarmennirnir setja þó vissulega svip sinn á bæinn og sá svipur fellur flestum vel, skapar þá festu, sem felst í atvinnuöryggi, reglubundnum vinnu- tíma og jöfnu'ði í tekjum, gagnstætt ævintýrabæjunum, sem þúsundir fólks streyma til á vertíð og hverfa að henni lokinni. Þegar fréttamaður leitar fréttaefnis í iðngreinum, liggur leið hans oftast til forstjóra eða a. m. k. verkstjóranna og þá eru fréttir miðaðar við magn iðnaðar og verð, vöru, sölu, nýjungar í iðnaði, met í framleiðslu, nýja markaði o. s. frv. Að þessu sinni brjótum við venjuna og ræðum við járnsmið, einn af mörgum í stétt iðn- aðarmanna, sem leggja með störfum sínum grundvöllinn að velgengni bæj- arfélagsins og sjálfs sín með hæfni sinni og dugnaði. Þessi maður er Guð- mundur St. Jacobsen, ávöxtur norskrar og íslenzkrar ástar, sem fyrir löngu — löngu leiddi íslenzka heimasætu, Kristjönu Guðmundsdóttur, á norska grund, þar sem hún eignaðist eigin- mann og börn. En hún varð skammlíf, andaðist þrítug, þá flutt til Akureyrar með manni sínum. Síðan hafa þeir Guðmundur og faðir hans aldrei skilið og búa nú í Byggðavegi 142 á Akur- eyri, Guðmundur kvæntur fjölskyldu- maður. Kona hans heitir Svana Karls- dóttir. Guðmundur St. Jacobsen er svart- hærður, móeygur, vel á sig kominn, fríður maður og rólegur í fasi, hefur unnið á Vélsmiðjunni Odda sextán síð- ustu árin, og er ketil- og plötusmiður. Þú hófst sjómennsku ungur? Þegar ég var sextán ára. Þá ráði ég mig á norskt 200 tonna flutningaskip, Eldoy, sem var í flutningum hér við land á vegum varnarliðsins. Við tókum vörur í Reykjavík og fluttum þær til hinna ýmsu staða úti á landi, ennfrem- ur til Jan Mayen. Nokkuð markvert í þeim flutning- um? Nei, þeir gengu slysalaust að kalla. Einu sinni misstum við þó stóran pramma í ofsaveðri, er við vorum staddir á Breiðafirði. Við höfðum prammann aftaní. Þetta var innrásar- pi-ammi, sem hægt var að opna, þungur í drætti. Við fengum ekkert að gjört í þessu vonda veðri. En strax og verðinu slotaði fórum við að leita að pramman- um og hafði hann þá rekið upp á Rauðasand. Þarna er geysilegt útfyri og var pramminn mörg hundruð metra inn í landi, þegar við loks komum auga á hann, en þá mun hafa verið lágt í sjó. Urðum við nú að fá liðsauka og sóttum hóp af varnarliðsmönnum til Reykja- víkur, fluttum þá á strandstaðinn og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.