Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 22

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ D AGS Kristján póstur hafði nú afráðið að spara hestunum krókinn og fara beint yfir ásana, þurfti þó sjálfur um Langadal og til Blönduóss. Á Æsustöðum átti hann tvo hesta lof- aða. Lét hann mig því fara fyrr- nefnda leið með alla hestana en fékk sjálfur lánaðan hest í Bólstað- arhlíð. Við skildum við Tungukot og báðum hvor fyrir öðrum og héld- um svo leiðir okkar. Ferðamenn- irnir fóru með mér. Yíir Blöndu fórum við á ís og vorum fljótir nið- ur að Svínavatni, en þurftum að fá Jrar leiðsögn út að Reykjum, þar sem náttstaður var fyrirhugaður. Við norðurenda vatnsins var ein- liver Jmsta, en það voru Reykir, en lítið eitt norðan og vestan vatnsins er Auðkúla. Frá bænum Svínavatni fórum við niður á vatnið. Þar var gott færi og glærir ísar. En ísinn er viðsjáll og hafa margir farið þar niður og sumir farizt. Eru til marg- ar sogur um það, en um þær vor- um við ekki að hugsa í þetta sinn og vorum kátir. Að Reykjum náð- um við heilu og höldnu í rökkrinu og bað ég Jrar um gistingu. Ekki kvaðst bóndi nenna að úthýsa okk- ur eina nótt, en illa væri sér við klárana. Vorum við nú þarna í góðu yfirlæti, bæði menn og hestar. Verst var, að ég gat ekki brynnt klárun- um, þv.í þeir litu ekki við laugar- vatninu. Hefði ég hiklaust kallað þetta beztu gistinguna, ef bóndinn hefði verið alúðlegri í orðum. En verið getur, að mér hali missýnst í því, að hann hafi gert sig óþarflega íyrirferðarmikinn gagnvart mér, [>egar J>að kom fyrir, að hann yrti á mig, sem ekki var oft. Hinsvegar masaði hann við samferðamenn mína. En greindur sæmilega er þessi maður, töluvert feitur kroppurinn. En synir hans tveir hjálpuðu mér við hestana, einkar alúðlegir menn. Næsta morgun klukkan átta lögð- um við upp frá Reykjum og með í lör slóst kerling ein. Bauð ég henni hnakkhest, sem var laus, en hún Jrorði ekki á bak, heldur braut upp pils sitt og þrammaði með. Hún Jréraði okkur eins og hitt fólkið. — Eftir þrjá tíma komum við að Sveins stöðum og Jrar áttum við að bíða eftir Kristjáni Pósti, væri hann ó- kominn [>angað. Tókum við niður klifjarnar, og hjálpuðu ferðafélagar mínir mér við það. Hey fengum við handa hestum og kaffi lianda sjálf- um okkur. Að klukkustund liðinni kom póstur og heilsaði öllum glað- lega. Héldum við enn af stað og höfðu enn tveir bætzt í hópinn, kvenmaður úr Vatnsdalnum og ætl- aði vestur í Miðfjörð, en hitt var sakamaður utan af Skagaströnd, og átti póstur að gæta hans. Kerling sú, er fyrr getur, varð eftir. Seinni part dagsins fengum við asahláku, svo allt fór að flóa í vatni. Náðum við að Auðunnarstöðum á vökunni og fengum að vera fyrir hálft orð, sprettum af á hól á bak við bæinn. Létum við farangurinn vera úti, enda blíðuveður. Ég og unglingspiltur sinntum hestum. — Komst ég J>á í mikil vandræði. — Dyrnar á öðru hesthúsinu sneru á móti brekkunni, og ekki hafði ver- ið mokað frá dyrum. Ráku hestarn- ir herðakambinn upp í og sneru frá. Komum við minnstu hestunum inn í húsið á endanum, en þeim stærri í annað hús. — Ég lirósaði happi þegar hestarnir voru loks allir komnir í hús. En þegar .ég ætl- aði að fara að gefa, var tóftin við annað liúsið fallin inn og fyrir dyrnar. Brutum við gat á og náðum í lieyið. Það var komið fram á nótt, þegar ég loks var búinn að hirða um hest- ana eltir því sem ég bezt gat. Og klukkan átta morguninn eftir var haldið af stað á ný. Nú var komin krapahríð og hafði verið svo seinnipart nætur. Það var ekkert notalegt að búa upp á hestana því að öll reiðver voru klökug. Svo harðnaði veðrið og kólnaði mjög. Héldum við nú vestur yfir Mið- fjarðarháls og J>ar var ágætt færi, auð brautin all leið niður í Mið- fjörð. Þar er Staðarbakki að vestan- verðu við ána og ]>ar er bréfhirð- ing, og áðum við J>ar. Eftir eina klukkustund, og vorum við hressir á sál og líkama, lögðum við á Hrúta- fjarðarhálsinn. Þar fengum við fyrir fótinn öðru hverju, en ekki byrj- aði }>ó veruleg ófærð fyrr en í Mið- firði, og jókst eftir því sem vestar dró. Niður í Hrútafjörðinn komum við nálægt dagsetri og héldum að Gilsstöðum, sem er Jn'iðji bær eftir að komið er af hálsinum. Þar fékk póstur sér mann til fylgdar og hjálp- ar og tók sá við stjórninni og fé>r með alla lestina niður á ís. Veðrið skánaði, en löng fannst okkur leið- in, því að færi var svo eriitt, sums- staðar fast að J>ví í kvið á liestun- um. Klukkan 10 um kvöldið kom- um við í hlaðið á Stað. Var nú skjót- lega tekið af hverjum klár og gengu heimamenn vel fram í Jrví starfi og að koma hestunum í hús og farangr- inum undir }>ak. Gisli var reiður yfir Jd\í hve seint við komum. En mér fundust dagleiðir nægilega langar að fara þessa leið á sex dög- um um háveturinn, já, of langar. Ekki fengu samferðamenn mínir þó strax að hvíla sig, }>ví að Jón sunnanpóstur tók þá með sér. Ég fékk kveðju frá Aðalsteini og fimm krónur fyrir samfylgdina. Ekki var þörf á greiðslu, því að hann hjálp- aði mér meira en ég honum. En lnmn er nú eini maðurinn í hópn- um, sem ég sakna verulega. Við fengum nii flutning á 24 hesta og urðum að flytja hann á 15 hcstum. En hvað var að fást um J>að. Galdurinn var sá mestur að taka úr koffortunum og setja í poka, til að auðvelda ílutningmn, jþyí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.