Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 17

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ DAGS 17 má segja og er það víst mest að kenna eða þakka píanókennaranum okkar, sem í senn er mikill listamaður og kennari og framúrskarandi maður. Heldur þú, að byrja eigi snenima á að kynna börnum eða unglingum klassiska tónlist? Það er mikil nauðsyn á, að auka til muna tónlistarkennslú í barnaskólum. Börn eru, að mínu áliti, mjög næm á fyrstu skólaárunum. Ég tel, að tónlistin geti bæði lífgað upp á annað nám og flýtt fyrir andlegum þroska þeirra að miklum mun. En kennslan þarf í senn að vera góð og skemmtileg, og til þess þarf sérmenntaða tónlistarkennara. RAGNIIEIÐUR ÁRNADÓTTIR, FRÁ HÚSAVÍK. Ragnheiður Árnadóttir, Sörenssonar frá Húsavík er 18 ára, rjóð í vöngum og dökkhærð. Hún hóf snemma lítils- háttar píanónám, en kom síðan til Akureyrar og er á fjórða námsári í Tónlistarskólanum. Hvað æfir þú þig lengi á dag? Svona frá fjórum upp í sex klukku- stundir. Ég var komin í Menntaskólann á Akureyri, en sá að ég gat ekki með góðu móti stundað nám í báðum skól- unum og kaus að halda áfram í Tón- RagnheiÖur Arnadótlir. listarskólanum, hætti því í M. A. en held þó áfram tungumálanámi. Það þarf að leggja sig vel fram við tónlist- arnámið, til að ná góðum árangri. I»ú ætlar, frétti ég, að fara utan til frekara tónlistarnáms? Já, ég ætla að reyna að komast inn í Royal Academy of music, en hvort það tekst veit ég ekki. Ég verð að treysta á kennara minn í því efni. Hann hefur sjálfur numið þar, mælir með skólanum og ætlast til að mér takist þetta. Ég er ákveðin að reyna þetta. Og að námi loknu? Það vantar marga tónlistarkennara, og auk þess vil ég læra af því ég hef svo mikla ánægju af tónlist. Þegar ég hugsa um kennslustarfið kemur mér í hug hve margir fara á mis við rétta byrjun á tónlistarbraut og geta því í raun og veru aldrei notið tónlistar til fulls. Aðstaða í Tónlistarskólanum? Skólann vantar tilfinnanlega hljóm- plötusafn, því að maður lærir svo mikið á því að hlusta. Hins vegar er ágætt hljómplötusafn í M. A., sem lítið eða ekki er notað.. Þetta safn væri betur komið í Tónlistarskólanum. Starf skól- anna verður að tengja saman. Það er ekki hægt að segja: „Hér lærum við nytsöm fög, tónlistin á heima innan Tónlistarskólans." Hún er og á að vera óaðskiljanlegur hluti eðlilegs mann- lífs. En af því ég er farin að finna að, hlýt ég um leið að láta í ljósi sérstakt þaklæti mitt til Tónlistarskólans fyrir að gefa mér kost á námi hjá jafn ágæt- um tónlistarmanni og Philip Jenkins er. ÞORGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR, AKUIÍEYRI. Þorgerður Eiríksdóttir Stefánssonar á Akureyri er 16 ára, nemandi í Tón- listarskóla Akureyrar síðustu átta árin og þroskuð eftir aldri. Hún er einn af fjórum nemendum skólans, sem ætla næsta skólaár að hefja framhalds-tón- listarnám erlendis. Oft hefur hún kom- Þorgeröur Eiríksdóttir. ið fram sem undirleikari kóra og ein- söngvara. Tónlistarlíf í bænum? Tónlistaráhugi almcnnings þyrfti að vera miklu meiri. Og það er nauðsyn- legt að koma tónlistarkynningu inn í barna- og unglingaskólana. Um Tón- listarskólann má kannski segja, að starfskraftar hans séu tæplega nógu vel nýttir. En hann hefur góðum kenn- urum á að skipa, og aðalkennari minn, Philip Jenkins, hefur fært tónlistar- gleðina inn í skólann. Er þér tónlistin mikils virði? Tónskáldin hafa svo margt að segja manni, ekki síður en önnur skáld og tónlistin er alheimsmál, og fyrir þá sem geta tekið á móti henni, er hún sem æðri opinberun. Ég hlýt að svara spurningunni játandi, vegna þess yndisauka, sem ég á henni að þakka. Tónlistin menntar, þroskar og vekur okkur til umhugsunar. Skólasystkini þín kvarta yfir því, að plötusafn vantar í skóla ykkar? Já, það vantar alveg tilfinnanlega plötusafn, ennfremur er mikill hörgull á nótum. Þá finnst mér, að tónheyrnar- þjálfun þyrfti að vera meiri og almenn- ari. Og jafnhliða hljómplötusafni, sem að verulegu gagni má koma, þarf kunn- áttumaður að skýra tónverkin. Og það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.