Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 25

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 Ingólfur Daviðsson. VEGURINN út Árskógsströnd, í áttina til Dalvíkur, liggur rétt ofan við Há- mundarstaðabæina báða, gegn um mýrasund, milli holta og ása. Landið smáhækkar er nær dregur Hámundar- staðahálsi og vérður þar grasi vaxinn hóll á hægri hönd, rétt neðan við veg- inn. Efst í hólnum mótar greinilega fyr- ir vallgrónum tóttarbrotum og heitir þar Efra-Hálskot. Hóllinn mun vera gamalt tún, og þegar lækjarskuröur var grafinn gegn um hólinn vegna vega- gerðar, lcom þar í ljós mikil aska, sennilega gamall öskuhaugur, og fannst þar kolryðgað hnífsblað, fiskbein og skeljabrot, mest krákuskel. Kotið hefur fyrir löngu farið í eýði, en beitarhús staðið þarna fram undii síðustu aldamót. Beittu Stóru-Há- mundarstaðabændur á hríslendið á hálsinum rctt hjá. Á stórþýfðum stalli nokkru neðar gefur að líta miklu stærri bæjarrústir, vel grónar og rann áður lækur rétt hjá, en var veitt í annan farveg fyrir tæp- um 50 árum vegna vegagerðar. Þarna heitir Neðra Hálskot. Fyrir neðan stallinn taka við víð- lendar grundh- til sævar. Þar hefur ver- INGÓLFUR DAVÍÐSSON, grasafræðingur: Á HÁLSKOTI ið tún, en er nú sumsstaðar að hlaupa í lyng. Heyjað var á grundunum og á Efra-Hálskoti fram undir síðustu alda- mót. Það sagði mér Þorsteinn Þorvalds- son skipstjóri og bóndi á Stóru-Há- mundarstöðum og einnig Sæmundur Oddsson, sem þar var lengi og gerðist síðar bóndi á Kleif í Þorvaldsdal. Til forna lá þjóðvegurinn um Neðra- Hálskot og má enn sjá margar samhliða reiðgötur. En hvenær fóru Hálskotin í eyði og hvenær voru þau fyrst byggð? í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1712 segir svo í lýsingu Stóru- Hámundarstaða: „Stóri-Háls, en kallast nú Hálskot, fornt eyðibýli í Hámundarstaðalandi utarlega, og eru þar byggingamerki af tófta og garðaleifum, en ekki búið þar frá gamalli tíð. Aftur má hér byggja því túnstæði er sæmilegt.“ Stóri-Háls er þá fyrir 258 árum kall- aður fornt eyðibýli, þ. e. komið í eyði löngu fyrir 1700. 'X Vallljótssögu er Dal- bæjar getið einhversstaðar á þessum slóðum. Frásögnin er á þessa leið: „Þeir fundust á Hrísum upp frá Dalsbæ, milli bæjanna og Hellu, er Narfi bjó.“ Sagan greinir frá fyrirsát, orustu og blóðhefndum. Ornefnið Dalsbær er ekki lengur til og veit enginn með vissu hvar sá bær hefur staðið. Næsti dalur heith' Háls- dalur og stendur bærinn Háls við mynni hans, rétt utan við hálsinn, en Hálskot stendur undir hlíð, innan við hálsinn. Gæti Háls verið hinn forni Dalsbær landslagsins vegna, fremur en Hálskot (Stóri-Háls). E. t. v. gæti ver- ið um mislestur að ræða í handriti — Dalsbær í stað Hálsbær? Ef svo er, stenzt lýsingin á bardagastaðnum full- komlega. Raunar væri réttara að segja: Milli bæjanna Hámundarstaða, því að þeir eru nær. En Hella blasir betur við af hálsinum. Landið, bæði upp af Háls- koti og inn af Hálsi, er enn í dag vaxið hrísi og lyngi. Hefur þar eflaust verið skógarkjarr fyrrum og auðvelt að leynast. Fyrir tæpri hálfri öld fundu vega- gerðarmenn dys á hæð, spölkorn utan og ofan við Hálskot, nálægt Gullkeldu- sundum. Komu í ljós við malartöku, bein af manni og hesti og vopn hjá. Einhver hefur verið grafinn þarna virðulega, varla þó maður fallinn í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.