Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 30

Dagur - 23.12.1970, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ DAGS Sigurður D. Franzson. SIGURÐUR D. FRANZSON óperusöngvari frá Suður-Tyról er nú búsettur hér og er tónlistarkenn- ari. Hann er einn af mörgum er- lendum nrönnum, sem á síðari ár- um á þátt í því að auka tónmennt íslendinga, sem á því sviði standa fremur höllum fæti í samanburði við aðrar þjóðir álfunnar. Hann er þrekinn á vöxt, breiðleitur, svart- hærður og dökkeygður, fyrrum ágætur skíðamaður og klettamaður, sem þar í landi er sérstök íþrótt. — Hin suðræna, öra lund hans er hressandi, og okkur er kært að blanda geði við slíka, í skammdeg- inu hér á norður hjara heims. Sigurður D. Franzson hefur ver- ið búsettur hér á landi í 16 ár, og er nú orðinn mikill íslendingur, kvæntur íslenzkri konu, (Þóreyju Þórðardóttur og eiga þau heimili i Vanabyggð 10. Þar er stuðlaberg í handriðum og safn fágætra og fag- urra steina í stofu. Hann kennir á vetrunr, en er fylgdarmaður útlend- inga, sem koma hingað til lands, á sumrin. Dalurinn Valgardene í Dólómíta- fjöllum í Suður-Tyról er fæðirigar- staður Sigurðar D. Franzsonar, sem Maéurinn frá TÝRÓL raunar var gefið nafnið Vincenzo Maria Demetz, á nreðan hann var enn í reifum, en þurfti svo, sem ís- lenzkur ríkisborgari að taka sér ís- lenzkt nafn, sem hann ber nú. Suður-Tyról komst undir ítalska stjórn 1918, í lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Landið liggur að Aust- urríki og Sviss. Þetta er fjallaland, skorið frið- sælum og fögrum dölum, ákaflega eftirsótt ferðamannaland, bæði smnar og vetur, enda margt til þess gert að laða þangað ferðamenn. — Fólkið lifir bæði í þorpum og bæj- um, margir stunda dreifðan smábú- skap, þar sem unnt er að framfleyta fjölskyldu. Landbúnaður og iðnað- ur eru höfuðþættir atvinnulífsins í Valgardena, og af listiðnaði má nefna margra alda gaman tréskurð, sem er frægur víða um heim. En móttaka ferðamanna hefur verið veigamikill þáttur atvinnulífsins hin síðari ár. — Hvenœr kynntist þú fyrst fas- istum Mussolinis? Hvert ár var haldin í Bolzano, sem er höfuðborg okkar, mikil vöru- sýning, og þangað fóru auðvitað allir sem vettlingi gátu valdið. Einu sinni var ég þar staddur, ásamt mörgum ættingjum mínum, en mikill mannfjöldi var þar saman korninn og klæddist fólk þá sínum hátíðabúningum og skmmti sér. Þá bar það við, eftir hádegi, að þangað komu nokkur hundruð fasistar í búningum sínum. Þeir báru bæði kylfur og byssui'. Þeir ruddust inn í bæinn, sungu fasistasöngva fullum hálsi og tóku að lemja á fólkj, mis- þyrma því, jafnvel skjóta á það og drepa. Allir voru óviðbúnir slíku, svo að fátt varð um varnir. Sem dæmi um þetta skutu þeir á kenn- ara einn, sem leiddi tvö börn og reyndi að komast með þau inn á milli lrúsa og forða þeim frá slys- um. Kennarinn lét lífið. Heima- menn létu auðvitað ekki berja sig án mótspyrnu og það urðu hræðileg slagsmál. Þetta voru ni'i eiginlega fyrstu kynni mín af fasistunum. — Þessi atburður gleymdist seipt, og fasistarnir áttu enga stuðningsmenn í þeim bæ á eftir. Þetta geiðist árið 1922. — Sdslii Mussolini? Já, 10. júní 1940 í Róm, þegar hánn tilkynnti að Ítalía hefði ákveð- ið að berjast við hlið Þjóðverja. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.