Dagur - 28.04.1971, Side 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SCRVCRZLUN:
LJ ÓSMYN DAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Sungið og leikið á Húsavík
Bændur í hádegisverðarboði á Hótel KEA í gær. (Ljósm.: E. D.)
VELTA MJÚLKURSAMLAGS KEA
EIN MILLJÚN A DEGI HVERJUM
Arsfundurinn var haldinn á Akureyri í gær
Húsavík 26. apríi. Karlakórinn
Þrymúr hefur að undanförnu
haldið söngskemmtanir hér á
Húsavík og í nágrannasveitum.
Söngstjóri er Jaroslav Lauda
en formaður kórsins er Hjörtur
Tryggvason.
Kirkjukór Húsavíkur er að
■ ■
Olvun og
nokkur innbrot
BROTIZT var inn í íþrótta-
skemmuna um helgina og þar
stolið einhverju af súkkulaði og
karamellum. Þá tilkynntu tann
læknar, að brotizt hefði verið
inn í húsnæði þeirra í Glerár-
götu 20, einhverntíma nýlega
og stolið nokkur hundruð krón-
um, en varla voru þeir búnir
að tilkynna það, er brotizt var
þar inn aftur, en engu stolið í
það sinnið. Þá var farið inn um
glugga á suðurhlið Landbún-
aðarverkstæðisins og stolið þar
um 1000 krónum.
Nokkuð bar á ölvun um helg-
ina og ökumenn voru gjarnir á
að aka of hratt um götur bæjar-
ins, enda urðu nokkrir árekstr-
ar, en allir minni háttar. □
FLÓTTAMANNASÖFNUNIN
gekk vel á Akureyri á sunnu-
daginn, þótt ekki sé henni
reyndar að fullu lokið, því tek-
ið verður við framlögum þess
fólks, sem ekki reyndist unnt
að ná til á sunnudaginn, fram
á fimmtuddag, á bæjarskrifst.
Þegar blaðið hafði samband
við forstöðumenn söfnunarinn-
ar í gær, voru þeir búnir að
telja um 392 þúsund krónur, en
eitthvað svolítið var eftir, þann-
ig að gera má ráð fyrir, að upp-
hæðin, sem safnazt hefur hér í
bænum nái að minnsta kosti
400 þúsundum.
Slysavarnafélagið
AÐALFUNDUR Slysavarna-
félags íslands mun verða hald-
inn á Akureyri 26.—27. júní í
sumar, í húsakynnum Mennta-
skólans. □
æfa söngskrá og mun efna til
söngskemmtunar í vor. Söng-
stjóri kirkjukórsins er Reynir
Jónasson.
í gær efndi Lionsklúbbur
Húsavíkur til skemmtunar fyrir
aldrað fólk. Það er árlegur liður
í starfsemi klúbbsins, að bjóða
til sín öldruðu fólki, upp á veit-
ingar og skemmtiatriði og nýt-
ur þessi starfsemi mikilla vin-
sælda.
Aðalfundur Kaupfélags Þing-
eyinga er fyrirhugaður á Húsa-
vík á þriðjudag og miðvikudag,
27. og 28. apríl.
Hrognkelsaveiði og önnur
fiskveiði hefur verið léleg hjá
Húsavíkurbátum til þessa í vor.
Mikill hugur er í mönnum að
byggja á Húsavík og er búið
að úthluta allmörgum lóðum
fyrir einbýlishús og fyrirhugað
er að byggja á þessu og næsta
ári 10 íbúða raðhús.
Framsóknarfélag Húsavíkur
hélt nýlega aðalfund sinn. í
stjóm voru kosnir: Sigtryggur
Albertsson hótelstjóri, formað-
ur, Aðalgeir Sigurgeirsson bif-
reiðastjóri, gjaldkeri og Þor-
steinn Jónsson skrifstofumaður,
ritari. Varamenn í stjórn voru
kosnir: Finnur Kristjánsson
kaupfélagsstjóri og Jóhannes
Haraldsson framkvæmdastióri.
G. B.
f Reykjavík munu hafa safn-
azt 2 milljónir og samkvæmt
útreikningum mun hlutur Akur
eyringa tiltölulega betri.
Eftir tölum að dæma frá hin-
um Norðurlöndum, hafa íslend-
ingar verið allra Norðurlanda-
búa örlátastir í hjálp sinni til
flóttamannanna. □
FRÁ fundi bygginganefndar
Akureyrar 21. apríl er bókað
eftirfarandi:
Erindi dagsett 10. desember
1970 frá bygginganefnd Glerár-
kirkju, þar sem sótt er um lóð
á ásnum milli Harðangurs og
Melgerðis í Glerárhverfi. Að
hálfu skipulagsnefndar var lóð-
arumsóknin samþykkt á fundi
nefndarinnar 7. apríl 1971.
ÁRSFUNDUR Mjólkursamlags
KEA var haldinn í gær, þriðju-
dag, og var hann fjölmennur að
vanda. Brynjólfur Sveinsson,
formaður félagsstjórnar, setti
fundinn í Samkomuhúsi Akur-
eyrar kl. 10.30 árdegis. Fundar-
stjórar voru kjörnir þeir Stefán
Halldórsson, Hlöðuni og Arn-
steinn Stefánsson, Dunhaga, en
fundarritarar þeir Halldór Jóns
son, Jarðbrú og Haukur Hall-
dórsson, Sveinbjarnargerði.
Mjólkursamlagsstjóri, Vern-
harður Sveinsson, flutti ítar-
lega skýrslu um rekstur sam-
lagsins á árinu 1970 og las
Bygginganefnd samþykkir að
veita bygginganefnd Glerár-
kirkju lóð á umbeðnum stað.
Um lóðarstærð fer eftir ákvörð-
un nefndarinnar síðar í sam-
ráði við arkitekta kirkjunnar
og skipulagsnefndar.
Þessu til viðbótar hefur skipu
lagsnefnd mælt með þessum
stað fyrir væntanlega kirkju í
Glerárhverfi. □
reikninga þess. Þar kom fram,
að innlagt mjólkurmagn á ár-
iu var 20.253.450 lítrar og hafði
aukizt um 3.09% frá fyrra ári.
Fitumagn mjólkurinnar var að
meðaltali 4.102%, en meðalinn-
legg á framleiðanda var 49.158
lítrar. Framleiðendur voru 412
og hafði fjölgað um einn á ár-
inu. 95.78% mjólkurinnar flokk
uðust í 1. og 2. flokk.
Af mjólkurmagninu voru
18% seld sem ferskmjólk, en á
árinu var framleitt eftirtalið
magn af mjólkurvörum: Smjör
554 tonn, ostar 625 tonn, skýr
189, kasein 146 og undanrennu-
amjöl 64 tonn. Smjörframleiðsla
samlagsins nam tæpum 37% af
heildarframleiðslu smjörs í
landinu, en ostaframleiðslan
rúmum 34% af landsframleiðsl-
Reikningsyfirlit ársins sýndi,
að rekstrar- og sölukostnaður
hafði orðið 364.08 aurar á lítra.
Utborgað hafði verið mánaðar-
lega til framleiðenda 977.21
aurar á lítra, sjóðagjöld námu
24.94 aurum á lítra og eftir-
stöðvar urðu 367.73 aurar á
líbra. Heildarverð varð þannig
1.369.88 aurar á lítra, sem er
27.88 aurum yfir staðargrund-
vallarverði.
Þá kom fram í reikningum,
að heildarvelta ársins 1970 nam
361.663 milljónum, eða um einni
milljón á dag. Launagreiðslur
samlagsins á árinu voru tæpar
14 milljónir og liöfðu hækkað
um 27% frá árinu 1969.
Fundurinn samþykkti að af
eftirstöðvum á rekstursreikn-
ingi skyldu 353 aurar á lítra
greiddir í reikninga framleið-
enda, 14 aurar í stofnsjóð og
afgangurinn 0.73 aurar yfirfær-
ast til næsta árs.
(F,-amhald á blaðsíðu 5)
Með fjaðrabliki
FARFUGLARNIR, með fjaðra-
bliki um háa vegaleysu, koma
nú hver af öðrum til norðlægra
varpstöðva sinna og kveða
kvæðin sín, boða komu vors og
sumars.
Tjaldurinn gæsin, hettumáv-
urinn og lóan komu fyrir
nokkru. Síðan stelkur, grá-
tittlingur og maríuerla. Enn-
fremur duggönd, skúfönd, graf-
önd og rauðhöfðaönd. Þessum
fuglategundum fjölgar ört með
degi hverjum. Þá er komið
mikið af þröstum og eru þeir,
ásamt auðnutittlingi, farnir að
hugsa til hreiðurgerðar. □
Flóifamannasöfnunin
Kirkjulóð í Glerárhverli
Bændur héraðsins fjölmenntu á aðalfund Mjólkursamlags KEA í gær, og sjást hér nokkrir þeirra,
(Ljósm.: S. D.)