Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Skattarnir og þjóðfélagið MEÐAL svokallaðra siðmenntaðra þjóða þykir nauðsyn bera til að lialda uppi skipulegu þjóðfélagi, og að í slíku þjóðfélagi þurfi að vera stjórn og þjóðíulltrúasamkoma til að setja þjóðfélaginu reglur. Til þess er ætlast, að þjóðfélagið, eða stjóm þess, setji lög og framfylgi þeim, og verndi líf og eignir þegnanna. Einnig er til þess ætlast, að þjóðfélagið annist fyr- ir þegnana ýmiskonar fyrirgreiðslu og þjónustu, svo sem menntun, lækn- ishjálp og komi þeim til aðstoðar, sem ekki geta séð sér farborða. En þar við bætist, að ætlast er til þess, að þjóðfélagið hafi forgöngu um margvíslegar framkvæmdir, svo sem vegagerð, húsbyggingar, rafvæðingu og margt fl. í flestum löndum heims er þar að auki til þess ætlast, að þjóð- félagið annist varnir landsins gagn- vart öðrum þjóðum og Iiafi til þess her og herbúnað. Við íslendingar höfum ýmist verið varnarlausir eða falið öðrum varnir landsins. En hvort sem um er að ræða, að halda uppi lögum, þjónustu eða fram kvæmdum í almannaþágu, er það öllu þessu sameiginlegt, að þar verð- ur ekkert framkvæmt án fjármuna. Starfsmenn ríkisins verða að fá laun sín og eftir því sem alrnenn Jtjónusta verður meiri, Jiarf fleiri starfsmenn. Því nteira, sem að Jjví er gert að sér- mennta menn til starfa í opinberri þjónustu, því meira Jjarf Jjjóðfélagið að greiða til skóla og svo störf þeirra. Og því meira, sem þjóðfélag- ið framkvæmir fyrir landið í heild eða einstök byggðarlög, Jjví meira kostar það. Þeir sem þjóðfélaginu stjórna, geta ekki eins og Móses forð- um, slegið á hellu í Jjeirri vissu að fram spretti vatn, í Jjessu tilfelli pen- ingar. Eina ráð þjóðfélagsins er að leggja skatta á þegnana, eða taka lán, sem síðar þarf að endurgreiða með sköttum. Einstaklingar og kjörnir þingfull- trúar bera fram óskir sínar um Jjað, sem þeir vilja láta Jjjóðfélagið gera og þeim er ekki alltaf stillt í hóf. Síðan koma umræðumar um skatt- ana og Jjær Jjekkjum við öll. Væri ekki ráð að snúa Jjessu við, Jjannig að skattamir væru ákveðnir fyrst, en Jjeim síðan ráðstafað eftir því sem þeir hrökkva til? □ Atvinnumálaráðstefnan á UM síðustu helgi var á Akur- eyri haldin ráðstefna um norð- Jenzk atvinnumál. Fjórðungs- samband Norðlendinga og Al- þýðusamband Norðurlands böð- uðu til ráðstefnu þessarar og var hún haldin í Landsbanka- salnum og hófst kl. 1.30 á laugar daginn. Megin viðfangsefni var útgerð og fiskiðnaður, iðnaður og iðnþróun, einkum úrvinnslu- iðnaður. Þátttakendur voru fulltrúar sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, og atvinnumálanefndir, auk alþingismanna kjördæmanna á Norðurlandi. — Fundarstjórar voru Oskar Garibaldason og Stefán Reykjalín, en fundarrit- ari Þorsteinn Jónatansson. Jón ísberg sýslumaður, vara- form. Fjórðungssambandsins, bauð ráðstefnugesti velkomna og setti ráðstefnuna með stuttu ávarpi. En fyrsti ræðumaður var Tryggvi Helgason varafor- maður Alþýðusambands Norður lands. Tryggvi Helgason ræddi um verkalýðshreyfi’nguna og at- vinnumálin á breiðum grund- velli, lýsti ánægju sinni yfir samstarfi Alþýðusambands Norðurlands og Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sem þessi ráðstefna bæri vott um, rakti síðan þróun atvinnumálanna síð ustu áratugi og verkalýðsbarátt- una. Að þessari fyrstu ræðu lok- inni óskaði fundarstjóri eftir munnlegum eða skriflegum fyr- irspurnum, er síðar yrðu teknar til umræðu. Atvinnurekstur sveitarfélaga. Hilmar Daníelsson sveitar- •. stjóri á Dalvík tók næstur til Ímáls og flutti erindi um þátt kauptúnahreppa og kaupstaða í Norðlendingafjórðungi í at- vinnumálum hinna ýmsu staða, allt frá Vopnafirði til Hvamms- tanga. Var niðurstaða hans sú, að nær allar sveitarstjórnir eiga beina aðild eða hafa veitt ábyrgðir í sambandi við upp- byggingu sjávarútvegsins, hver á sínum stað þótt sú aðild sé með ýmsum hætti og misjafn- lega mikil. Taldi hann þetta sprottið af brýnni þörf, og auð- vitað væri það æskilegra, að atvinnulífíð á hverjum stað, stæði á svo traustum grunni, að sveitarfélögin þyrftu ekki að leggja þar hönd að. Skipaeign Norðlendinga. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri á Akureyri flutti erindi um þró- un útgerðar á Norðurlandi. Gaf hann yfirlit yfir báta- og skipa- eign á Norðurlandi frá 1930 til þessa dags. Árið 1930 voru hér 12 bátar stærri en 12 rúmlestir, árið 1955 voru þeir 57 en nú um 130 talsins, samtals 8900 rúm- lestir. Þá rakti hann sögu skut- togaranna og kom þar fram, að fyrsta hugmyndin um smíði skuttogara var frá íslendingi runnin. Marteinn Friðriksson fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki var næsti ræðumaður og fjallaði ræða hans um stöðu fiskiðnaðar ins á Norðurlandi. Gaf hann meðal annars yfirlit um rekst- ursafkomu frystihúsanna á Norðurlandi, og vinnslumögu- leika. í því sambandi sagði hann: Vinnslugeta á Norðurlandi vestra. „Mánuðina apríl og maí 1969 var óvenju mikill fiskafli við Norðurland og afkastageta vinnslustöðvanna nýtt að fullu á flestum stöðum. Þessa tvo mánuði bárust til vinnslu á Norðurlandi vestra 4247 tonn af fiski, sem fóru til frystingar, 60 tonn í söltun og 926 tonn í herzlu, eða samtals 5.233 tonn. Ef við tökum skreiðarvinnslu- fiskinn frá og dæmum afkasta- getuna hlutfallslega í eitt ár eft- ir vinnslu þessa tvo mánuði, sézt að um er að ræða afkasta- getu fyrir 26 þúsund tonn. Hins vegar var móttekinn heildarafli hjá vinnslustöðvunum á Norður landi vetra árið 1969 samtals 19.548 tonn, árið 1970 13.473 tonn og árið 1971 13.275 tonn og var þá frysting og söltun 12.700 tonn. Þyrfti því að gera meira en að tvöfalda magnið, eða auka við afkastagetu fiskiflotans meira en þrem nýjum 500 tonna skuttogurum. Vinnslugeta á Norðurlandi eystra. Þetta sama dæmi lítur þannig út á Norðurlandi eystra, að mánuðina apríl og maí 1969 bár- ust til vinnslu 9.921 tonn af fiski. í frystingu fóru 6860 tonn, 1278 tonn í salt og 1783 tonn í herzlu. Þegar þetta magn er reiknað hlutfallslega í eitt ár, koma 41.160 tonn í frystingu og 7.668 tonn í salt. Heildarafli lagð ur á land á Norðurlandi eystra var 1969 samtals 44.812 tonn, árið 1970 42.065 tonn og árið 1971 samtals 36.032 tonn, þar af til frystingar og söltunar 34.300 tonn. Hér ber að hafa í huga, að umrædda viðmiðunarmánuði var engin fiskvinnsla í frysti- húsunum á Raufarhöfn og Þórs- höfn og Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. ekki búið að stækka sitt frystihús. Á Norðurlandi eystra væri því óhætt að bæta við afköstum fjögurra til fimm nýrra 500 lesta skuttogara, sem talin eru a. m. k. 4000 tonn á skip á ári.“ Tap og gróði. Ennfremur sagði ræðumaður: „Á Norðurlandi vestra eru rekin 6 hraðfrystihús og 6 aðrar vinnslustöðvar fyrir sjávarafurð ir. Á Norðurlandi eystra eru rekin 9 hraðfrystihús og 32 vinnslustöðvar, eða samtals 53 vinnslustöðvar fyrir sjávarafla í fjórðungnum árið 1971. Ekki liggur fyrir hvernig af- koma þesára vinnslustöðva hef- ur orðið 1971, en árin 1969 og 1970 er talinn hafa orðið hagn- aður af fiskvinnslu í heild, þó að all verulega sé misskipt milli landshluta og einstakra fyrir- tækja. Árið 1969 var talið að heildar hagnaður frystiiðnaðar- ins hefði orðið um 8.4% af sölu- verði, en árið 1970 5.9%. Af 73 frystihúsum, sem athugunin Akureyri náði til 1970 voru 4 fyrirtæki með meðaltalshalla 13.2%, 5 með meðaltalshalla 6.2%, 10 með meðaltalshalla 2.9%, 15 með meðaltalshagnað 2.0%, 25 með meðaltalshagnað 7.9%, 5 með meðaltalshagnað 10.8%, 5 með meðaltalshagnað 16.3%, 4 með meðaltalshagnað 20.1%. Þá var meðaltalshagnaður frysti- húsa á Norðurlandi vestra, þ. e. 5 fyrirtækja, sem tekin voru í athugunina, 4.7% eða 1.2% neð- an við landsmeðaltal, og hagn- aður 7 frystihúsa á Norðurlandi eystra 7.5% eða 1.6% yfir lands- meðaltali. Þessi hagnaðar- prósenta er í öllum tilfellum fundin áður en skattar eru reiknáðir.“ Áskell Einarsson í ræðustól. Maivælaúrvinnsla. Síðar sama dag flutti Jón Reynir Magnússon matvæla- fræðingur og framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins erindi um úrvinnslugreinar í iðnaði. Ræddi hann einkum um mat- vælaiðnað á ýmsum stigum og' sölumöguleika innanlands og utan. Hann taldi, að aðal örðug- leikarnir á niðurcuðu og niður- lagningu matvæla væru þeir, að hörð samkeppni væri á heims- markaðinum, framleiða þyrfti fjölda tegunda og vinna þeim markað í hinum ýmsu löndum. Oðrum auglýstum framsögu- erindum var frestað -vegna þess að framsögumenn, sem hlut áttu að máli, voru veðurtepptir í Reykjavík. En fundarmönnum var skipt í umræðuhópa, er síð- an störfuðu um kvöldið og til hádegis á sunnudag. Fjallaði einn hópurinn um fiskveiðar, annar um fiskiðnað og sá þriðji um almennan iðnað. Eftir hádegi á sunnudaginn var ráðstefnunni fram haldið. Var þá flugvél nýkomin að sunnan og með henni ræðu- menn, sem gert hafði verið ráð fyrir, að hefðu framsögu. Fiskstofnar og ofveiði. Tók þá fyrstur til máls Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunarinnar. Ræddi hann um fiskstofna við ísland og víðar í norðurhöfum og ofveiðar á einstökum stofn- um, sérstaklega síldinni og jafn- framt ræddi hann um þær ráð- stafanir til að koma í veg fyrir ofveiði fiskstofna, en þar er einkum um að ræða tímabundið bann við síldveiði við ísland og einnig um takmörkun veiða á ungfiski í net og nót Framkvæmdastofnun ríkisins. Næstur talaði stjórnarformað ur Framkvæmdastofnunar ríkis ins, Ragnar Arnalds. En í sam- bandi við ræður þeirra Ingvars ag Ragnars, gerðu fundarmenn stuttar fyrirspurnir, sem ræðu- menn svöruðu. Ávörp. Næsti liður á dagskrá var, að gestir ráðstefnunnar fluttu ávörp og fluttu alþingismennirn ir Gísli Guðmundsson og Pétur Pétursson árnaðaróskir og mælt ist báðum vel. Gerðu þeir jafn- framt grein fyrir því, að aðrir þingmenn, er boðnir voru til ráð stefnunnar, hefðu ekki getað mætt vegna truflana í flugsam- göngum og af öðrum ástæðum. Nefndarálit. Þegar hér var komið, var lok- ið fjölritun nefndarálita, er sam- in höfðu verið kvöldið áður og um morguninn, og var þeim nú útbýtt meðal fundarmanna. Nefndir þessar voru raunar nefndir starfshópar. Var hér um fjögur nefndarálit að ræða, hið fyrsta um fiskveiðar fyrir Norð- urlandi, annað um fiskiðnað á Norðurlandi, þriðja um almenn- an iðnað norðanlands, og hið fjórða almenns efnis um norð- lenzk málefni. 'Voru nú nefndar álitin rædd og að lokum gerðar ályktanir á grundvelli nefndar- álitanna, og er úrdráttur úr ályktunum birtur hér í blaðinu í dag. Að lokinni afgreiðslu mála sleit Jóhann G. Möller, formað- ur atvinnumálanefndar Fjórð- ungssambands Norðlendinga, róðstefnunni. Ráðstefnuna sóttu um 60 manns úr flestum eða öllum kaupstöðum og kauptúnum á Norðurlandi og víðar að. Var það mál manna, að halda þyrfti fleiri slíkar-Táðstefnur, og þá með þátttöku fleiri aðila, svo sem búnaðarsambanda, fiski- deilda og iðnrekenda á Norður- landi. Framkvæmdastjóri Fjórðungs sambands Norðlendinga er Ás- kell Einarsson, en formaður er Ásgrímur Hartmannsson. Formaður Alþýðusambands Norðurlands er Björn Jónsson alþingismaður. Ályktanir ráðstefnunnar. Ráðstefna Fjórðungssam- bands Norðlendinga og Alþýðu- sambands Norðurlands, haldin á Akureyri 11. og 12. marz 1972 um atvinnumál á Norðurlandi, leggur á það áherzlu, að þróun síðustu ára sannar ótvírætt, að nauðsynlegt er að halda áfram sérstökum ráðstöfunum til að efla atvinnulífið í fjórðungnum. Máli þessu til stuðnings bend- ir ráðstefnan á, að þótt atvinnu- leysi hafi stórlega minnkað í landinu og sumsstaðar sé skort- ur á vinnuafli, er því fjarri að atvinnuleysi hafi horfið í mörg- um sjávarstöðum á Norður- landi, enda þótt að sá fjöldi fólks, sem leiti atvinnu til ver- tíðarstarfa á Suðurlandi sé ekki tekinn'með í dæmið um atvinnu þörfina. Samkvæmt yfirliti Kjararannsóknarnefndar hefur hlutdeild Noi'ðurlands í heildar- atvinnuleysinu hækkað úr 38.9% 1969 í 60.3% árið 1971. Þetta sýnir á ljósan hátt, að varanlegt atvinnuleysi stuðlar beinlínis að búseturöskun í mörgum þéttbýliskjörnum á Norðurlandi. Jafnframt þessu bendir ráðstefnan á, að meðal- tekjur á framteljanda voru 1970 í eftirfararídi þéttbýlisstöðum á Norðurlandi undir þjóðarmeðal- tali: Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósí, Siglufirði; Dalvík, Hrís- ey, Raufarhöfn og Þórshöfn. Sumsstaðar vantaði allt að þriðjung að meðaltekjur næð- ust í byggðarlaginu. Við saman- burð kemur einnig í ljós, að flest þessara byggðarlaga búa við atvinnuleysi og ótraust at- vinnulíf, enda brýn nauðsyn, að atvinnuvandaríiái þeirra verði leyst með sainræmdum aðgerð- um. Ráðstefnan lítur svo á, að með þessum hætti mætti koma í veg fyrir þá öru búsetutil- færslu, sem hefur átt sér stað úr Norðurlandi síðustu áratug- ina. Rétt er að benda á, að bú- setutilfærslan á síðasta áratug hefur numið 2849, sem er um 9% miðað við núverandi íbúa- fjölda Norðurlands. Rétt er að vekja athygli á, að samkvæmt mannfjöldaspá fyrir Norður- land, sem áætlunardeild Fram- kvæmdastofnunarinnar hefur gert, og byggist á núverandi bú- setuþróun, má á næstu árum gera ráð fyrir 0.7% búseturösk- un á Norðurlandi framvegis á ári. Það er ljóst að mati ráðstefn- unnar, að aðgerðir í atvinnumál um þurfi að stefna. að því að skapa atvinnulegan. jöfnuð á Norðuríandi með því að koma í veg fyrir atvinnuleysi, stuðla að tekjujöfnun miðað við aðra landsmenn og fjölga svo at- vinnutækifærum, að komið verði í veg fyrir búsetutilfærslu af þeim ástæðum. Minnir ráð- stefnan á framkomnar tillögur um afmarkaðar landshlutaáætl- anir innan fjórðungsins, sem spor í rétta átt. Miðað við þær aðstæður, sem nú ríkja í atvinnumálum á Norð urlandi, leggur ráðstefanan áherzlu á að: 1. Gerð verði atvinnumála og framfaraáætlanir fyrir einstaka þéttbýlisstaði og byggðasvæði, sem búa við langvarandi at- (Framhald á blaðsíðu 6). Frá ráðsteínunni í Landsbankasalnum. (Ljósm.: E. D.) LITIÐ YFIR LÝÐRÆÐISÁR EITT af fyrstu verkum hins ný- kjörna Alþingis, var að setja ný lög um almannatryggingar. Þar var það auðvitað staðfest, að greiða skyldi viðreisnarbæturn- ar að fullu, fyrir síðari hluta ársins 1971. En þar voru líka ýmis önnur nýmæli, sem tíðind- um sættu. Til dæmis það, að tekjulausum gamalmennum og öryrkjum skyldu tryggðar 10 þúsund krónur á mánuði. Hitt dró þó meiri dilk á eftir sér, að ákveðið var í þessum lögum, að fella niður öll iðgjöld einstakl- inga og helming af iðgjöldum sveitarfélaganna til Almanna- trygginga. En auðvitað þurftu Almannatryggingarnar að fá sitt, og raunar meira en fyrr, þar sem bæturnar voru jafn- framt auknar til mikilla muna. 1 nýju lögunum var ákveðið, að ríkissjóður skyldi borga brús ann að fullu, fyrir hina tryggðu og sveitarfélögin, og er þar um stórfé að ræða. Þessi tilfærsla hlaut að breyta útgjaldadálkum fjárlaganna til mikilla muna, enda varð sú raunin á. Það, sem menn greiddu áður beint til Al- mannatrygginganna eða í sveit- arsjóðinn, vegna trygginganna, greiða menn nú í ríkissjóðinn, en hann síðan til Almannatrygg inganna. En innheimtan er nokk uð breytt, eigi að síður. í stað persónulegra nefskatta, sem Almannatryggingarnar inn- heimtu, kemur innheimta sam- kvæmt skattakerfi ríkisins. Með þessari aðferð er talið, að meira sé gert að því en fyrr, að leggja byrðarnar á „breiðu bökin“. En að öllu öðru óbreyttu, hefðu „nefskattar“ trygginganna hækkað mjög á árinu 1972. Skattar til ríkissjóðs verða að aukast að sama skapi í krónum talið. Þegar þar að kom, rétt fyrir hátíðarnar, reyndist fjárlagaupp hæðin fyrir árið 1972, hátt á seytjánda þúsund milljóna kr. Þetta .var þá rúmlega 40% hækk un frá bókfærðum niðurstöðum fyrra árs, og þykir auðvitað mörgum mikið. Á þessari fjár- lagahækkun eru fjórar megin skýringar, og hefur hér áður verið gerð grein fyrir sumum þeirra. Fyrsta . skýringin er sú, að fjárlögin í fyrra (1971) voru felufjárlög og hefðu þurft að vera miklu hærri, til að gefa rétta hugmynd um það, sem í vændum var. í öðru lagi hafði það nýmæli nú verið upp tekið, að greiða úr ríkissjóði stórfé, sem einstaklingar og sveitar- félög greiddu áður. í þriðja lagi kosta vaxandi framkvæmdir í almannaþágu vaxandi peninga- upphæð, sem greiða verður af almannafé. Og í fjórða lagi er sparnaður á tímabilinu eftir heimsstyrjöldina orðin þjóðsögu kennt hugtak hér á landi, hvort sem um er að ræða meðferð ein- staklinga, mjög margra, á því HAPPDRÆTTI KA DREGIÐ var í happdrætti Knattspyrnufélags Akureyrar í gær, 10. marz. Vinningsnúmer voru þessi: 760 skrifborð; 248 spilaborð; 614 málverk eftir Sig- trygg Júlíusson; 823 1500 kr. út- tekt í Sportvöruverzlun Akur- eyrar; 251 1000 kr. úttekt í bóka búð Jónasar Jóhannssonar; 564 val á bókum í Bókaforlagi Odds Bj. fyrir 1000 kr.; 657 Jet-skíði; 978 máltíð á Bautanum fyrir tvo. (Birt án ábyrgðar). □ sem þeir hafa undir höndum, eða stjórnarvalda á tekjum hins opinbera. Nánar tiltekið eiga að inn- heimtast í ríkisfjárhirzlurnar á árinu 1972, kr. 16.898.872.000.00, en greiða ber úr hinum sömu fjárhirzlum á árinu kr. 16.771.418.000.00. En auðvitað er hér, eins og alltaf, að nokkru leyti um áætlanir að ræða. Af tekjustofnum ríkisins í fjárlögum, eru þessir tekjustofn ar helztir: millj. kr. Innflutningsgjöld ........ 5220 Söluskattur............... 4379 Tekjuskattur.............. 3158 Rekstursh. af einkasölum 1330 Tekjur vegasj., benzín o.fl. 900 Stærstu útgjaldaliðir ríkisins eru hins vegar taldir þessir í fjárlögum: millj. kr. Tryggingar ............. 5754 Fræðslumál ............. 2583 Samgöngumál..........1693 Atvinnu- og orkumál .... 1400 Niðurgreiðslur ......... 1185 Dóms- og löggæzlumál .. . 729 Húsnæðismál ............. 573 Heilbrigðismál....... 418 Er þetta, eins og gefur að skilja, allt nánar sundurliðað í fjárlögunum, sem eru 134 síðna bók, í mjög stóru broti. En töl- urnar í þeirri bók hef ég ekki lagt í að telja, þó ég hafi nokkr- um sinnum haft hana undir höndum. í bókabúðum fæst hún ekki, a. m. k. hér á Akur- eyri, og kemur þó mörgum við. Viðbótarupphæð sú hin mikla, sem ríkissjóði er gert að greiða fyrir einstaklinga og sveitarfélög, og fyrr hefur verið að vikið, hlaut ein út af fyrir LÖNGUM hafa menn glímt við hin torráðnu rök lífs og dauða og víst mun flestum verða á þegar dauðinn hrífur á brott fólk á bezta starfsaldri, að spyrja, hvers vegna, svo fljótt, svo skyndilega o. s. frv. Og enn í dag velta menn fyrir sér þess- um hinum sömu spurningum og eru þó engu nær en gengnar kynslóðir, menntun og tækni atómaldar fá hér ekkert út- skýrt. Dauðinn sem og tilveran öll er í Guðs almættis hönd og þar fáum við duftsins börn næsta litlu um breytt, en á reynslustundum hins marg- slungna mannlífs er trúin á almáttugan Guð og óendanleg- an kærleika hans okkur styrkur og athvarf sem aldrei bregzt. Ekki fer hjá því að sár sökn- uður og tregi setjist að þegar á burtu er kvaddur lífsglaður vinnufélagi á bezta aldri. Þetta kom berlega í ljós þegar við sem störfum hjá sútunarverk- smiðjunni Iðunni mættum til vinnu mánudaginn 6. marz sl. Fljótlega eftir að vinna hófst barst okkur til eyrna að Taisto, finnskur vinnufélagi okkar, væri dáinn, svo ótrúlegt sem það nú annars var, að hann sem fyrir svo skömmu hafði starfað þarna mitt á meðal okkar, væri nú allur, urðum við nauðug viljug að sætta okkur við þessa staðreynd. Hann var ekki leng- sig, og þó annað hefði ekki til komið, að hafa í för með sér verulega breytingu á skattalög- um og tekjustofnum sveitar- félaga. Lagafrúmvörp um þetta hvorttveggja voru á öndverðum vetri samin í fjármálaráðuneyt- inu og félagsmálaráðuneytinu með aðstoð sérfræðinga og lögð fyrir Alþingi í desember. Hins vegar litu bæði ráðherrar og aðrir þannig á, að hér væri um svo flókin mál og vandasöm ný- mæli að ræða, að óhjákværrji- legt væri, að alþingismenn, trún aðarmenn sveitarfélagá o. fl. fengju rúman tíma til að fjalla um frumvörpin eins og þau komu frá ráðuneytunum, og var því ákveðið, að fresta afgreiðslu þeirra á þingi fram yfir áramót. Um það leyti sem þetta er skrif- að, eru bæði lagafrumvörpin í þann veginn að hljóta fullnaðar- samþykki á þingi, með þeim breytingum, sem á þeim eru gerðar þar. Um efni hinna nýju skatta- og útsvarslaga ætla ég ekki að ræða í einstökum atriðum. Eins og fleiri, hef ég veitt því athygli, að flestir eða allir stjórnmála- flokkar og stjórnmálablöð hrósi sér af því þessa dagana, að hafa átt þátt í að lækka skatta um 450 milljónir króna, sem þeir í LJÓS hefur komið við skoðun bifreiða hjá Bifreiðaeftirliti rík- isins, að afnotagjald útvarps hef ur verið hækkað í kr. 1.300.00 og þar á meðal í einkabifreið- um, en innheimt er % hlutar þess eða kr. 870.00. Með vísan til bréfs mennta- málaráðherra dags. 11. júní 1971 um niðurfellingu útvarpsgjalds í einkabifreiðum í áföngum, þá ur hluti af hversdagslífi okkar, við nutum nú ekki lengur góð- látlegrar kímni hans né heldur fengjum við að heyra hið sér- stæða og framandlega tungutak hans, sem vissulega yljaði manni mitt í dagsins önn. Enda þótt kynni mín af þess- um látna vinnufélaga væru næsta stutt, þá fór einkar vel á með okkur og ræddumst við daglega við þegar tóm gafst til og hafði ég jafnan hið mesta yndi af þeim orðræðum. Um líf og starf Taistos heitins veit ég sem von er harla fátt, veit þó að hann barðist fyrir land sitt þegar Rússar herjuðu Onnur grein Halldór E. Sigurðsson og Hanni bal Valdimarsson hafi ætlað að leggja á þjóðina fyrir jólin! Sun ir þingmenn hafa gert sér far um það með ræðuhöldum, að auglýsa sjálfa sig sem skatta ■ lækkunarmenn af þessu tilefni Tvennt má af þessu læra: Auð-' veldara er að greiða atkvæði með útgjöldum en innheimtu, og að gjaldendur almennt í land inu kjósa fremur að láta taka af sér fé í óbeinum sköttum, en að horfast í augu við reikning fyrir beinum sköttum. Þetta er sálfræðileg staðreynd. Ef leggja skal beinan skatt t tekjur og eignir, rignir niðuj breytingartillögum um allskon ■ ar undanþágur og skattfríðindi undanþágur fyrir börn, undan ■ þágur fyrir gamalmenni, undar. þágur fyrir sjómenn, undanþág- ur fyrir konur, undanþágur fyi ■ ir einstæða foreldra, undanþág ■ ur fyrir skólafólk, undanþágur fyrir fátækt fólk og undanþágu fyrir „breiðu bökin“. Einhvern veginn gengu: mönnum skár að sætta sig við óbeina skatta, þó að algengt se. að heyra viðurkennt, að beinv. skattarnir séu réttlátari. Það er erfiðara að lofa réttlætið en ao fylgja því. G leyfir stjórn F.Í.B. sér að mói mæla umræddri hækkun á af< notagjaldi útvarps í einkabifreiö um og harmar að til slíkra að- gerða skuli gripið, þar sem þac! veldur þeim misskilningi aö ekki hafi verið staðið við samn. ■ inginn. Reykjavík, 10. marz 1972. Stjórn Félags íslenzkrti bifreiðaeigenda. síðast á þá Finna, þar hlau: hann sár sem hann leið fyrir æ síðan og vera má að sú hin and ■ lega reynsla sem hann gekk i gegnum á styrjaldarárunum hafi haft dýpri og varanlegr: áhrif á líf hans er þau merki sem styrjöldin setti á líkama hans. Þessar fáu og fátæklegu iínu eru ritaðar til þess fyrst oi: fremst, að þakka Taisto góö kynni og ljúft samstarf, svo og til þess að votta eftirlifand, ekkju hans, dóttur, tengdasyr . og barnabörnum, innilega sanr • úð í þeirra djúpu sorg, sem viö vitum að þessi fátæklegu orö megna ekki að breyta, en það e: von okkar að þau í smæð sinni mættu tjá hug okkar sem vissU' lega tekur þátt í sorg ykkar og söknuði. Við söknum góðs og glaðlegr. vinnufélaga og biðjum algóðan Guð að vera ykkur eftirlifandi ástvinum hans athvarf og styrk= ur í erfiðri reynslu. Þ. S. Vinnufélagar. BÁTAR TAKA NETIN MARGIR þeir, sem áður stund' uðu loðnuveiði eru nú að taka þorskaneti, enda sá tími kom- inn. Mikill þorskafli hefur verið á Vestfjörðum og Ólafsvíkurbát ar hafa einnig aflað vel. Q Tðisto Jóhannes Saarni Fæddur m 1922. Dáinn 5/31972. KVEÐJA FRÁ SAMSTARFSFÓLKI Lýður Lýðsson. FRÉTTATILIÍYNNING FRÁ FÍB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.