Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 2
2 OSLÓARBRÉF SICRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR: BJÓRSTRÍD íNOREGI ÖLHREIFIR Norðmonn skemmta sér oft með því að segja drykkjusögur frá öðrum löndum á meðan þeir súpa stór- um á bjórnum sínum. Ber þá Hvannarótarbrennivínið is- lenzka og Svarti-dauði oft á góma og þá gjarnan í sambandi við gróflega ýktar drykkjusög- ur af fslendingum. „Já, þessir íslendingar. Það er nú meiri drykkjuþjóðin. Og svo banna þeir sölu á bjór! Skál fyrir hin- um örmu, bjórlausu íslending- um.“ En á meðan mjöðurinn freyð- 2i í bjórkollunum gerjar athygl isvert frumvarp í norska þing- jnu. Það er að segja frumvarp um stórum aukið eftirlit með sölu á bjór og breytta sölu- hætti, sem án efa munu hafa í för með sér verulega hækkun á núverandi bjórverði. í dag þarf maður ekki nnnað en að hlaupa út í næstu mat- vörubúð þegar bjórþorstinn steðjar að og ef útlit hins þyrsta er ekki þeim mun barnalegra gengur framhaldið eins og í sögu. — Þú færð bjórinn og kaupmaðurinn krónurnar. — Norskum lögum samkvæmt er jþó bannað að selja unglingum innan 18 ára aldurs bjór, en þeim lögum er slælega fylgt eftir. Og þó til séu mjög heiðar- legir kaupmenn, sem krefjast skilríkja, þá eru til ótal aðferðir við að fara á bak við þá við að ná í hinn eftirsótta drykk. Fyrir nokkrum dögum rakst ég á frétt í einu Oslóarblaðanna um könnun sem ungtemplara- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) Ijón og voru fangarnir þegar fluttir til Reykjavíkur og dvelja þar, þar til viðgerð á hælinu hefur farið fram. SunnanbÍöð slógu því þegar föstu, að fangarnir hefðu kveikt :i Hins vegar Iét sýslumaður Rangvellinga hafa það eftir sér, að ekkert benti til þess ennþá, að fangarnir hefðu verið valdir að brunanum, og mun málið eflaust skýrast við framhalds- rannsókn sýslumanns og rann- sóknarlögreglumanna, er hann fékk sér til aðstoðar. félag eitt hafði gert. Félagið fékk nokkra unglinga, alla yngri en 18 ára, til þess að fara í nokkrar búðir og reyna að kaupa bjór. Ef ég man rétt tókst tílraun þessi fullkomlega. Ungl- ingarnir fengu í öllum tilfellun- um bjórinn afgreiddan vand- ræða- og spurningalaust. Þessi tilraun ungtemplaranna var sem olía á eld þeirra bindindisfélaga, sem í dag berjast fyrir breytt- um og strangari sölureglum á bjór. Kröfur bindindisfélaganna eru að öll sala á bjór fari fram í víneinkasölum og vilja félögin meina að með því móti verði aúðveldara að koma í veg fyrir að unglingar fáí keyptan bjór. Bindindisfélögin hafa fengið já- kvæðar undirtektir hjá félags- málaráðuneytinu og hefur Odd Höjdahl, félagsmálaráðherra, lát ið hafa eftir sér í fjölmiðlum, að hann geri fastlega ráð fyrir að kröfur félaganna nái fram að ganga. Telur ráðherrann að Norðmenn megi gera ráð fyrir að í haust verði komið í lög að öll bjórsala skuli fara fram í gegnum vínútibúin. Sem stendur er ekki enn ljóst hvort um verður að ræða al- gjöra einkasölu í vínútibúunum, eða hvort vínútibúin koma inn í myndina sem strangur milli- liður kaupmanna og veitinga- húsa annars vegar og brugghús- anna hins vegar. Milliliður, sem ber ábyrgð á að kaupmenn og veitingahús misnoti ekki sölu- leyfi sín á bjór. — En brugg- húsaeigendur eru óánægðir með báðar þessar tillögur. Þeir líta á þær sem beinar árásir á fyrir- tæki þeirra, og segja að breyt- ingar þessar muni stórauka dreifingarkostnað bjórsins og þjóni engum skynsamlegum til- gangi. Aukinn dreifingarkostnaður bjórsins snertir veikan punkt á Norðmönnum því það getur að- eins þýtt eitt — hækkað verð á bjórnum. Enn eru þó nokkrir mánuðir til stefnu til drykkju á bjór á núverandi verði, keypt- um hindrunarlaust hjá kaup- manninum á horninu. Það ætti að vera Norðmönnum nokkur huggun. — Já, flestum, en þó ekki öllum, því einn bær, Molde FUNDUR í stjórn Félags ís- ienzkra rithöfunda ályktar að .lýsa ánægju sinni yfir vaxandi áhuga og skilningi, sem íslenzk- am barna- og unglingabók- menntum hefur verið sýndur að undanförnu. Öllum greinum Varar við einhliða mati bókmennta er brýn þörf á heið- arlegri gagnrýni, í blöðum og öðrum fjölmiðlum, og ekki sízt Nýkomið! PRJÓNASILKI einlitt. man;ir litir. Rósé»tt í miklu úrvali. á vesturströnd Noregs, hefur þegar látið til skarar skríða og bannað alla sölu bjórs nema í sérstakri bjórsölu. Fram til þessa hefur ekkert vínútibú ver ið í bæ þessum og hefur tillaga um opnun eins slíks verið felld, oft á stuttum tíma, í almennum kosningum. En aðeins viku eftir að bæjarráð í Molde samþykkti opnun bjóreinkasölunnar gengu bæjarbúar enn einu sinni til kosninga um hvort opna ætti vínsölu á staðnum eða ekki og brá nú svo við að opnunartil- lagan var samþykkt með mikl- um meirihluta. Er bersýnilegt á úrslitum þessum að bjórunnend um hefur þótt nærri sér höggv- ið með bæjarráðssamþykktinni og verið að hefna sín á yfirvöld- um staðarins. Þegar maður sér í hvaða vand ræðum Norðmenn eru með bjór inn sinn, vaknar ósjálfrátt sú spurning af hvaða hvötum hæðnisfullar athugasemdir þeirra um bjórleysi íslendinga eru sprottnar. Og eftir að hafa lesið langar og ýtarlegar grein- ar norsku blaðanna um bjór- vandamálin að undanförnu, þá á ég auðveldara með að fyrir- gefa þeim neikvæð og hæðin skrif um 12 mílna bjórlandhelgi íslands. Osló, 10. marz. Pedro-myndir sigruiu í firmakeppni Einmenningsmeistari varð Tómas Sigurjónsson NÝLEGA lauk firmakeppni Bridgefélags Akureyrar. Alls tóku rúm 90 fyrirtæki þátt í keppninni, og var meðalárangur 90 stig. Röð efstu fyrirtækja var þessi: 1. Sigurvegari varð Pedro- myndir, Hafnarstræti 85, með 119 stig, en spilari var Hörður Steinbergsson. 2. Bílaleiga Akureyrar, Kaup- vangsstræti 3, með 115 stig, spilari Frímann Frímanns- son. 3. Olafur Ágústsson h.f. með 112 stig, spilari Sveinn Sig- urgeirsson. 4. Sameinuðu verkstæðin Marz með 112 stig, sþilari Tómas Sigurjónsson. 5. Flugfélag íslands með 109 stig, spilari Jóhann Helga- son. 6. Frystihús KEA með 106 stig, spilari Alfreð Pálsson. 7. Alþýðumaðurinn með 106 stig, spilari Alfreð Pálsson. 8. K. Jónsson & Co. með 105 stig, spilari Mikael Jónsson. 9. Byggingavöruverzl. Tómas- ar Björnssonar með 105 stig, spilari Gissur Jónasson. 10. Útibú KEA, Hauganesi með 104 stig, spilari Gissur Jónas son. Bridgefélag Akureyrar þakk- ar öllum er þátt tóku í firma- keppninni veittan stuðning. Einmenningskeppni lokið. Einnig er nýlega lokið ein- menningskeppni Bridgefélags Akureyrar. Spilaðar voru 3 um- ferðir. Einmenningsmeistari fé- lagsins varð Tómas Sigurjóns- son, sem hlaut 320 stig. Annars er röð 10 efstu manna þessi: stig 2. Hörður Steinbergsson 316 3. Gissur Jónasson 306 4. Alfreð Pálsson 303 5. Soffía Guðmundsdóttir 291 6. Friðrik Steingrímsson 289 7. Sveinn Sigurgeirsson 285 8. Einar Sigurbjörnsson 284 9. Þórunn Bergsdóttir 277 10. Finnur Marinósson 274 Meðalárangur var 270 stig. Nú stendur yfir hjá Bridge- félaginu sveitahraðkeppni, en keppni þessi er 4 umferðir. Að- eins einni umferð er lokið. Efst er sveit Mikaels Jónssonar. Spil að er á þriðjudagskvöldum í Landsbankasalnum. □ Aukin sala Osla- og smjörsölunnar VERZLUNIN RUN þeim bókum, sem ritaðar eru fyrir uppvaxandi kynslóð. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að benda á þá stað- reynd, að efnismat það, er hinar svonefndu „Úur“ framkvæmdu fyrir síðastliðin jól á nýútkomn- um barna- og unglingabókum, er bæði handahófskennt og fljót færnislega framkvæmt af fá- mennum hópi, annars kynsins í sama starfi með svipuð viðhorf til bókmennta. Það liggur því ljóst fyrir, að slík aðferð er ekki líkleg til hlutlausrar leiðbeining ar, lesendum barna- og unglinga bóka. íslenzkír rithöfundar vilja vara við slíkum vinnubrögðum. (Samþykkt á stjómarfundi Félags íslenzkra rithöfunda 25. febrúar 1972). Stjórn Félags íslenzkra rithöfunda. ÁRSFUNDUR Osta- og smjör- sölunnar s.f. var haldinn í dag, föstudaginn 10. marz, í fundar- sal Mjólkursamsölunnar í Reykjavik. Formaður stjórnarinnar, Stef- án Björnsson, forstjóri, stjórn- aði fundi og flutti skýrslu stjórnar. Framkvæmdastjórinn, Óskar H. Gunnarsson, flutti skýrslu um starfsemi fyrirtækisins á liðnu ári og lagði fram og skýrði endurskoðaða reksturs- og efna hagsreikninga fyrir árið 1971. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna á árinu 1971 var: • Smjör......... 1430 lestir Ostur......... 1956 — Nýmjólkurduft 709 — Undanrennuduft 679 — Kasein ......... 219 — Smjörframleiðslan dróst sam- an um 80 lestir miðað við árið áður, en framleiðsluaukning varð á ostum og mjólkurdufti. Veruleg söluaukning varð hjá fyrirtækinu á árinu, sala á smjöri varð 1063 lestir og jókst um 44% miðað við árið á undan og af ostum seldust 802 lestir, sem er um 13.5% aukning frá fyrra ári. Útflutningur mjólkurvara Ný góðtemplarastúka NÝ góðtemplarastúka var stofn uð á Dalvík síðastliðinn sunnu- dag að tilhlutun Umdæmísstúk- unnar nr. 5 á Akureyri. Stúkan hlaut nafnið Norður- stjarnan og stofnendur voru 17, en von síðar á fleiri. Æðsti templar stúkunnar var kosinn Snorri Árnason bóndi á Völlum, en mælt var með Jóni Jónssyni kennara sem umboðsmanni stór templars. Starfandi er fyrir á Dalvík barnastúkan Leiðarstjarnan og er Sæmundur Andersen kenn- ari gæzlumaður hennar. □ jókst einnig nokkuð á árinu og varð sem hér segir: Ostur .......... 937 lestir Kasein ......... 230 — Nýmjólkurduft . 643 — Undanrennuduft 75 — Súrmjólk....... 34 — Smjör .. ....... 308 — Heildarsala fyrirtækisins á árinu 1971 nam 854.2 milljónum króna og jókst um 342.5 milljón- ir króna á árinu. Endurgreidd umboðslaun til mjólkursamlaganna námu rösk- um 17 milljónum króna. Framkvæmdastjóri upplýsti á fundinum að búið væri að greiða mjólkursamlögum allt andvirði seldra vara á árinu 1971. í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar s.f. eru: Stefán Björnsson, for stjóri, formaður, Erlendur Ein- arsson, forstjóri, Einar Olafsson, bóndi, Grétar Símonarson, mjólkurbússtjóri, Hjalti Páls- son, framkvæmdastjóri, Jónas Kristjánsson, fyrrv. mjólkur- samlagsstjóri. Framkvæmdastjóri er Óskar H. Gunnarsson. (Fréttatilkynning) TÖNLISTARKYNNING TONLIST ARKYNNIN GUM á vegum Tónlistarfélags Akureyr ar verður fram haldið um næstu helgi, í húsakynnum Tónlistar- skólans á Akureyri, og eru nokkrir miðar til sölu við inn- ganginn. Philip Penkins leikur píanó- sónötu eftir Mozart. Athylgi skal vakin á breyttum tíma, en kynning sú, sem vera átti á laugardag, færist til sunnudags- ins og hefst kl. 3 síðdegis. En píanóleikarinn hefur verið kall- aður suður til að leika á hinni miklu hátíð blaðamanna „Pressuballinu11 á föstudaginn. Síðari kynningin verður kl. 5 síðdegis á sunnudaginrt' ! □ SPA DAGS SPÁMAÐUR okkar í 11. leikviku er Páll Þorgeirsson verzl- unarmaður. Honum hefur vegnað vel að undanförnu í get- raununum. Hann fékk vinning á 11 rétta núna fyrir stuttu og er það í annað sinn, en alls hefur hann haft 8 sinnum 11 leiki rétta og 50 sinnum 10 leiki rétta. Rétt getraunaröð úr síðustu leikviku: x-2-1 — 1-1-1 — 2-2-x — 2-x-l. Leiktr 18. marz 1972 1 X 2 Birmlngham — Huddersf.1 / ' i Leads — Tottenham1 7 < Manch. Utd. — Stoka1 / Ipswich Southampton!l / Llverpool — Newcastie* / Manch. City — Chelsea* / Sheff. Utd. — Everton* / West Ham — Nott’m For.* / Blackpool — Millwall* / Luton — Burnley* £ Portsmouth — Norwlch* X Q.P.R. — Mlddlesboro* /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.