Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. marz 1972 — 14. tölublað Afli að glæðast á Raufarhöfn Raufarhöfn 14. marz. Samgöng- ur á landi hafa verið góðar í allan vetur, enda snjólaust löng- um og veðurblíða einstök. Nú er þó aðeins snjómugga en milt veður. Margt fólk fór héðan í vetur í atvinnuleit, einkum yngra fólkið. Vinna er ekki nægileg. Jökull kom fyrir helgina með 75 tonn, svo að nú er unnið við aflann dag hvern þar til lokið er. Bátarnir Kristinn og Þor- steinn, minni báturinn með því nafni, eru byrjaðir með net. í fyrradag var sæmilegur afli og gæti það bent til þess, að von sé um betri aflabrögð og meiri vinnu, ef tíðarfar verður sæmi- legt. Grásleppunetin bíða og' verða þau eflaust notuð nú í vor. Tveir stunda rauðmagaveiðina, en markaður er enginn. Framkvæmdir eru litlar eða nær engar og því byggist atvinn an og afkoman á aflabrögðun- um. H. H. Pólarprjcn sfofnað á Blönduósi Blönduósi 14. marz. Hingað vantar fólk til starfa, bæði kon- ur og karla, því að nóg er að gera. Komin er á laggirnar prjóna- stofan Pólarprjón, sem er hluta- félag A.-Húnvetninga. Þar vinna um 30 manns að stórum meirihluta konur. En fram- kvæmdastjóri er Baldur Val- geirsson. Framleiðslan er prjóna kápur og er hún þegar hafin. Oðru hverju er nokkur skel- fiskvinnsla hér á Blönduósi. Þá má nefna nýja framleiðslu úr mjúku plasti, sem hér hófst á síðasta ári. Ur því eru búnar til rafmagnsdósir og ýmsir aðrir smáhlutir, ennfremur eru gerðir ýmsir munir úr gúmmísteypu. f fyrra var talsvert um bygg- ingaframkvæmdir, og í vetur er unnið áfram við þær byggingar. Hafa því allir haft nóg að gera og eins og fyrr segir, vantar fólk. Nokkrar jarðir hafa verið aug lýstar til sölu í A.-Húnavatns- sýslu, jafnvel miklar hlunninda- jarðir. En ástæðan er sú, að roskið fólk hlýtur að hætta bú- skap og yngra fólk að taka við. Eftirspurn eftir jörðum virðist einnig nokkur, en jarðir með vélum og bústofni eru orðnar dýrar og erfitt af þeim sökum að hefja búskap í sveitum. Húnavakan hefst hér 19. apríl og búa menn sig undir hana. A. J. Guðmundur Jónsson tók þcssa mynd af bátnum og briminu. FÁRVIÐRI I GRÍMSEY FIMM TONNA TRILLA BROTNAÐI FRÉTTARITARI Dags í Gríms- ey, Steinupn Sigurbjarnardótt- ir, sagði blaðinu eftirfarandi í gær: Aðfararnótt laugardagsins gerði stórbrim og vestan fár- viðri. Mun þetta mesta hafrót um fjölda ára og gekk særokið yfir eyna. Sex trillubátar lágu á leg- unni, og sá sem fremstur lá, rak upp í fjöru og brotnaði mikið. Báturinn heitir Ársæll, eigandi Valdimar Traustason. Sýndist báturinn með öllu ónýtur, en nú er verið að athuga möguleika á að flytja hann til viðgerðar á Akureyri. Trillan er fimm tonn Er Skeiðarárhlaup í aðsigi? Sala Happdrættislána ríkissjóðs vegna vega- og brúargerðar á Skeiðarársandi nú hafin ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja veg og byggja brýr um Skeiðar- ársand og eru framkvæmdir að hefjast. En þeim á að vera lokið 1974 og verður þá kominn hring vegur um landið, lengi þráður. En fram að þessu hafa jökul- hlaupa úr Grímsvötnum og Grænalóni ógnað allri vega- gerð á sandinum. Með trú á nýrri tækni verður þessi vegagerð hafin. Og í dag, miðvikudag, hefst sala happ- drættisskuldabréfa ríkisins, vegna nefndra vega- og bríia- gerða milli Lómagnúps og Skaftafells, 34 km. vegalengd. Síðustu mánuði hefur þess verið beðið með óþreyju að Skeiðará hlypi, svo að hagnýta mætti rannsóknir við það hlaup við þær framkvæmdir, sem fyrir dyrum Itanda. Og nú virðist hlaup árinnar á næstu grösum, að sögn Ragnars Stefánssonar bónda á Skaftafelli, sem fylgist vel með ánni. Síðasta Skeiðarárhlaup var 1965. Hámarksvatnsmagn síð- ustu áratugina í Skeiðarárhlaup um hefur verið 10—11 þúsund rúmmetrar á sek. Má af því sjá hve erfitt það muni vera, að gera vegasamband tryggt á þessu svæði. □ Myndin er af Skeiðarársandi og nágrenni hans. □ að stærð og illa farin. Það hefði komið sér vel að hafa hafnar- garðinn sáluga. Grásleppuveiðin er ekki haf- in ennþá. Gæftir eru litlar þótt Veðráttan sé góð að öðru leyti. En þegar gefur á sjó aflast sæmi lega og er bæði róið með línu og þó mest með handfæri. Mikil sjóselta gekk upp á eyna og er það ekki gott fyrir gróðurinn. En, sem betur fór, kom úrfelli á eftir og mun það hafa hreinsað verulega. Jörð var farin að grænka og er það óvenjulegt. S. S. FRÁ LÖGREGLUNNI TVEIM bílum var stolið um síð- ustu helgi á Akureyri. Fundust þeir báðir skömmu síðar og voru þeir óskemmdir að kalla. Þriðja bílnum var stolið fyrir skömmu og sagði áður frá því. Allir þessir stolnu bílar voru ólæstir og lyklar í kveikjulásn- um. Samkvæmt umferðarlögun- um ber mönnum að læsa bílum sínum. Og jafnvel hér, í þess- um rólega bæ, sýnist þessa nú full þörf. Er það einnig illa gert að freista manna til gripdeilda með því að loka ekki bílum. Þá eru mál fjögurra öku- manna í rannsókn, en þeir eru grunaðir um ölvun við akstur og voru teknir um helgina. Þar af ein kona, sem hafa til þessa lítt verið orðaðar við ölvun við akstur. En þær sækja stöðugt fram til jafnréttis við karlmenn. Skemmdarverk voru framin í miðbænum á mánudaginn. Gluggar í verzlun urðu fyrir grjótkasti barna. Þá er lögreglan að rannsaka nokkur þjófnaðarmál, þar sem stolið var í íbúðarhúsum. □ GULLSKIPIÐ GULLS hefur verið leitað í mörg ár á Skeiðarársandi. En þar fórst á 16. öld skip hlaðið gulli og gersemum, og er til mikils að vinna að finna skipið og fjársjóði þá, er í því áttu að vera. Skipsins verður í sumar leit- að með nýjum tækjum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.