Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 15.03.1972, Blaðsíða 8
0 Stopul vinna Ólafsfir'ði 14. marz. Aflabrögðia eru ekki góð og þess vegna dá- lítið stopul vinna. Við vorum hér með skóla- skemmtanir, ágætlega sóttar. Ekki er farið að leggja grá- sleppunetin en tveir hafa stund- að rauðmagaveiði, aflað vel en eiga í erfiðleikum með að koma rauðmaganum í verð. B. S. SMÁTT & STÖRT MEÐALALDUR BÆNDA Meðalaldur bænda á öllu land- inu er 50.57 ár. Eyfirzkir bænd- ur eru 49.76 ára að meðaltali, en yngstir eru skagfirzkir bænd ur, eða 47.58 ára. Af þeim rúm- lega fjögur þús. bændum, sem aldurskönnunin náði til, voru 375 fæddir fyrir aldamót og eru því komnir yfir sjötugt. Elzti bóndinn á landinu, þegar athug- unin fór fram, var 91 árs og hirti hann sjálfur sauðfé sitt og gekk til allra bústafa. En yngsti bóndinn var 19 ára. LÆKKUN EN EKKI HÆKKUN f umræðum á Alþingi sl. fimmtu dag kom það m. a. fram hjá fjár málaráðherra, að skattar af tekjum undir 550 þús. kr. munu lækka samkvæmt hinum nýju tekjuskatts-, útsvars- og trygg- ingalögum, borið saman Við gamla kerfið. Samanlögð lækk- un gjalda á þeim hluta gjald- enda, sem hefur allt að 300 þús. kr. tekjur, er ca. 321 millj. kr. Samanlögð lækkun á gjaldend- um, sem hafa 300—425 þús. kr. tekjur, er ca. 82 milljónir. Sam- anlögð lækkun á þeim, sem liafa 426—550 þús. kr. tekjur, er ca. 51 millj. kr. Alls er þessi gjalda lækkun því um 450 millj. kr. þegar nýju lögin eru borin sam- an við gamla kerfið. HÆKKUN Á HÆRRI TEKJUM Ofan við 550 þús. kr. tekjur fer skatta- og útsvarsbyrðin vax- andi. Þegar nýja löggjöfin er borin saman við gamla kerfið, er talið, að hækkunin samtals á þeim hluta gjaldenda, sem hefur yfir 550 þús. kr. tekjur, sé ca. 95 mUlj. kr. Sé sú liækkun af tekjum yfir 550 þús. kr. dregin frá lækkuninni af tekjum undir 550 þús. kr., kemur út 360 millj. kr. lækkun, sem samkvæmt áætlun verður við það, að ný skatta-, útsvars- og trygginga- löggjöf er gengin í gildi. Hins ber að geta, að tekjur manna og fyrirtækja á árinu 1971 munu hafa orðið verulega liærri en árið þar áður og þýðir það til- svarandi gjaldaaukningu til rík- is og bæja að öðru óbreyttu. AÐSEND VÍSA Lesandi Alþýðumannsins sendi þessa vísu, eftir lestur 5. tölu- blaðs: Skriplaði á sköflunum, skall á ritsvellinu. Gaddsetinn af göflunum gekk í AMeninu. MISSÖGN Missögn var það nýlega í Degi, að KEA hefði rekið Slippstöð- ina á fyrri árum. Það var hluta- félag, sem hana rak og voru aðal hluthafar Utgerðarfélag KEA, Skafti Áskelsson, sem var framkvæmdastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson og Herluf Ryel. Leiðréttist þetta hér með. BRUNI Á LITLA-HRAUNI ! Margir ógæfumenn dvelja á Litla-Hraúni. Þar kviknaði í á mánudaginn og varð af mikið (Framhald á blaðsíðu 2) Tækniskólinn fluttnr til Akurevrar ? GfSLI Guðmundson flytur í Neðri deild Alþingis tillögu til þingsályktunar þess efnis, að deildin lýsi yfir þeim vilja sínum, að Tækniskóli íslands verði fluttur frá Reykjavík til Akureyrar, þó þannig, að heimilt verði að starfrækja í Keykjavík undirbúningsdeild og einstakar bekkjardeildir, ef nauðsyn þykir til bera. Með tillögunni eru birtar ályktanir og bréf um þetta mál frá Fjórðungssambandi Norðlendinga, bæjarstjórn Akureyrar o. fl. □ - sakamálaleikrit Þórhalla Þorsteinsdóttir og Jón Kristinsson í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls) Skuldabréf vegna vegagerðar jVIIÐVIKUDAGINN 15. marz n. k. hefst sala á happdrættis- skuldabréfum ríkissjóðs, A 'lokki, sem gefin eru út skv. ögum nr. 99 frá 28. des. 1971. Sölustaðir eru bankar, banka- jtibú og sparisjóðir um land allt. Fjármunir þeir, er inn koma : yrir sölu happdrættisskulda- bréfanna, skulu renna til greiðslu kostnaðar af vega- og orúagerð á Skeiðarársandi, er ípni hringveg um landið. í þessum flokki eru gefin út Bókavika UNDANFARIN ÁR hefir Bóka- 'erzlunin Edda haft bókaviku síðari hluta vetrar, og í þetta skipti hefst hún í dag, 15. marz. Eins og jafnan fyrr, eru til sölu vmsar mjög ódýrar bækur, 'kaldsögur, ljóðabækur, fræði- bækur, barna- og unglingabæk- ur og fleira og fleira. En nú lýðst öllum sem gerast kaup- endur að ritinu Edda, allar bæk ur forlagsins, gamlar og nýjar, neð 30% afslætti. Nýtt hefti af áðurnefndu riti kemur út í sum ar og flytur margvíslegan þjóð- . egan fróðleik og skrár yfir bæk jr sem komu út á árinu 1971. happdrættisskuldabréf samtals að fjái'hæð 100 milljónir króna. Árleg fjárhæð happdrættisvinn- inga nema 7% af heildarfjárhæð skuldabréfa flokksins og er dreg ið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 15. júní 1972. Vinningar í hvert sinn eru: 2 á kr. 1.000.000.00, 1 á kr. 500.000.00, 22 á kr. 100.000.00 og 230 á kr. 10.000.00. Hvert happdrættis- skuldabréf er að fjárhæð eitt þúsund krónur. Hver happdrættismiði í þessu happdrættisláni er verðtryggt skuldabréf, sem verður endur- greitt handhafa að lánstímanum liðnum, sem er 10 ár frá útgáfu- degi. Á nafnverð hvers skulda- bréfs verða greiddar verðbætur í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að verða á framfærsluvísi- tölu á lánstímanum. Happdrættisskuldabréfin eru undanþegin framtalsskyldu og eignarsköttum, en vinningar svo og verðbætur undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Seðlabanki íslands sér um út- boð happdrættislánsins, fyrir hönd ríkissjóðs. Hönnun happdrættisskulda- bréfanna og upplýsingagagna hefur Auglýsingastofan h.f., Gísli B. Björnsson, annazt. Vegur yfir Skeiðarársand er langþráður áfangi í þjóðvega- kerfi landsins. Með útboði þessa happdrættisláns ríkissjóðs er stefnt að því, að ljúka þeirri mannvirkjagerð á árinu 1974. Landsmenn allir fá hér tæki- færi til að sameinast um fram- kvæmd, sem skiptir sköpum í samgöngumálum landsins. Ef allir leggjast á eitt og sýna vilja sinn í verki, með láni til fram- kvæmdanna, mun samtakamátt- ur þjóðarinnar hafa beizlað ólm- ustu jökulfljót landsins og tengt þannig saman byggðir landsins í eina heild, á ellefuhundruð ára afmæli byggðar á íslandi. □ MÚSAGILDRAN Leikstjóri er Stefán Baldursson Á SUNNUD AGSKV ÖLDIÐ frumsýndi Leikfélag Akureyrar Músagildruna. Höfundur er hin margfræga Agata Christie, sem ritað hefur óteljandi sakamála- sögur með mikilli „spennu“, og um sakamál er Músagildran að sjálfsögðu. Og líklegt er, að mörgum leiki forvitni á þessu Leikararnir, sem nú spreyta sig á sakamálaleikriti Agötu eru þessir: Guðlaug Hermanns- dóttir, Arnar Einarsson, Jón Kristinsson, Guðmundur Gunn- arsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Sigur- veig Jónsdóttii: og Þráinn Karls son, sem í vetur er fram- kvæmdastjóri L. A. Leikmyndir gerði Ivan Török. Hann er Ungverji, giftur ís- lenzkri kpnu og var orðinn kunnur leikmyndagerðarmaður í heimalandi sínu áður en hann kom hingað til lands. Fyrsta verkefni L. A. í vetur var, Það ef kominn gestur, hið næsta var fyrir börnin, Dýrin í Hálsaskógi, og sakamálaleikrit- ið er hið þriðja í röðinni. Sýn- ingar munú vera orðnar um 30 talsins, flestar á barnaleikritinu, fast að 20 talsins. Næsta verkefni er Stromp- leikurinn eftir Halldór Laxness. María Kristjánsdóttir verður leikstjóri, én áðÓÍlum líkindum gerir Ivan leikmyndina. Æfing- ar hefjast síðar í þessum mán- uði og frumsýningin ætti að geta orðið seint í apríl. Frumsýningunni á sunnudags kvöldið var mjög vel tekið af ánægðum leikhúsgestum. Næstu sýningar eru í kvöld og annað kvöld, miðvikúdag og fimmtu- dag. □ Frá ráðstefnu um atvinnumál og sjávarútveg, sem um er rætt í opnunni í dag. Tryggvi Helga- son í ræðustól. (Ljósm.: E. D.) verki höfundar, og ennfremur hvernig átta góðkunnum leik- urum á Akureyri tekst til, svo og leikstjóranum, sem jafnan á stóran þátt í leiksýningum, þótt ekki sé það ætíð augljóst, hve stór þeirra þáttur er. En leik- stjóri þessi er Stefán Baldurs- son og sagður Eyfirðingur. Heifa vafntð meira en ætlað var Sauðárkróki 14. marz. Heilsufar er með lakara móti því að ein- hver umgangspesti leggur fólk í rúmið. Eru allt að 20% vanhöld í sumum bekkjum skóla. Hegranesið kom inn með 70 conn. Skipið hefur aflað 400 tonn síðan 22. janúar, er það hóf veiðar eftir viðgerð. Sá afli er 5.5 millj. króna virði. Og á morgun er ár liðið síðan Hegra- uesið kom hingað fyrst. Atvinna er hins vegar götótt hér vegna þess að fiskafli er ekki nægilega mikill, og einnig vegna þess, að skelfiskvinnsla var lögð niður, í bráð að minnsta kosti. Bátar eru að byi-ja að fara með þorskanet og grásleppunet. Eauðmagaveiði er lítið. stunduð. Iðnskólinn starfar á þessu skólaári í fjórum bekkjum og eru nemendur alls 64 talsins. Nemendum er skipt þannig, að tveir bekkir starfa fyrir áramót en tveir eftir áramótin. Heita vatnið nýja, sem ég áður sagði Degi að væru 20 1. á sek., reyndist fast að 40 1. á sek. og er það 74 gráðu heitt. En allt vatn, sem við höfðum áður, var 47 1. á sek. og er frá 69—71 gráðu heitt. Eigum við því verulegan afgang af heitu vatni. G. I.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.