Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 1
FILMUhús.ð AKUREYRI Frá lögreglunni Á LAUGARDAGINN varð harð ur árekstur á mótum Strand- götu og Glerárgötu. Fjórir slös- uðust lítilsháttar, og bílarnir skemmdust mjög mikið eða eru jafnvel taldir ónýtir. Á sama sólarhring valt bíll sunnan við Brunná við Akur- eyri, langt út af veginum. Onýtt ist bíllinn en fjórir menn, sem í honum voru, sluppu ómeiddir að kalla. Þrír menn voru teknir fyrir meinta ölvun um helgina. Nokk uð mikið bar á ölvun og voru allmargir settir í steininn af þeim sökum. Þá voru ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í bænum. Árekstur varð á Olafsfjarðar- vegi (Dalvíkurvegi) skammt frá gatnamótum Norðurlandsvegar. Ekki urðu meiðsli á fólki en miklar skemmdir á bifreiðum. Þá valt fyrir helgina Akur- eyrarbíll skammt frá Einars- stöðum í Reykjadal og skemmd- ist nokkuð en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp með skrámu. □ BÆNDAHÁTÍÐ Dvalarfólk á Hrafnistu brá sér í skenimtiferð til Akureyrar í gær. UNGMENNASAMBANDIÐ og Búnaðarsambandið í sýslunni halda hina árlegu bændahátíð um aðra helgi, 30. júlí, og hefst hún klukkan tvö síðdegis í Ár- skógi. Þar annast séra Kári Vals son helgistund en aðalræðu dagsins flytur Dagrún Kristjáns dóttir. Bóndi úr héraði flytur ávarp og fimm hagyrðingar svara spurningum í bundnu máli. Þá verða íþróttir og glímu- sýning, sem reykvískir glímu- menn taka þátt í. Verðlaun verða veitt fyrir snyrtileg sveita heimili og enn fleira verður þar á dagskrá. En að síðustu verður dansað og fer dansleikurinn fram í Laugarborg, en hljómsveit Geir harðar Valtýssonar leikur fyrir dansinum. Q REGLUGERÐ UM 50 MÍLNA FISKVEIÐILANDHELGI HINN 14. júlí var gefin út reglu gerð um 50 mílna fiskveiðilög- söguna og undirritaði sjávar- útvegsmálaráðherra, Lúðvík Jósepsson, hana þann dag. En hún gengur í gildi 1. september n. k. í undirbúningi er svo reglu gerð um víðtækari friðun innan Skafiskráin hefur verið lögð fram SKATTSKRÁ Norðurlandsum- dæmis eystra var lögð fram á mánudaginn og hefur skattstjóri Reylingsaíli Á INNANVERÐUM Eyjafirði hefur verið reytingsafli á trill- urnar, eins og sjómenn kalla það, en það orð er nokkuð teygj- anlegt, að því er virðist. En þessi aflabrögð hafa staðið í rúman hálfan mánuð, að því er Fiskmóttaka KEA tjáði blaðinu á mánudaginn. Blaðamaður hitti roskinn sjó- mann við bátadokkina á Odd- eyri á sunnudagskvöldið. Hann hafði farið á færi snemma morg uns þann dag og dregið 1000 pund á handfæri. Sagði hann að fiskurinn væri í mikilli átu upp umdæmisins, Hallur Sigur- björnsson, gefið blaðinu eftir- farandi upplýsingar: Heildarupphæð álagðra gjalda í umdæminu samkv. skatt- skránni er kr. 581.496.648.00, þar af er álagður tekjuskattur kr. 278.827.851.00 á 5540 gjaldendur og kr. 38.841.141.00 á 173 félög. Eignarskattur er kr. 7.807.956.00 á 1731 einstakling og kr. 16.207.448.00 á 236 félög. Heildarupphæð álagðra út- svara á Akureyri er kr. 134.221.300.00 á 4028 gjaldendur og aðstöðugjald kr. 25.135.600.00 á 515 gjaldendur, þ. e. kr. 3.511.500.00 á 325 einstaklinga og kr. 21.624.100.00 á 190 félög. í reglum um útsvarsálagningu 1972 segir: Utsvörin eru lögð á samkv. IV. kafla laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. III. kafla reglugerðar nr. 118/ 1972, um útsvör. Samkv. 25. gr. nefndra laga eru útsvörin 10% af tekjum alls samkv. skattfram tali, með þeim frávikum sem lögin heimila og sem hér greinir í megin atriðum: Reiknuð eigin húsaleiga og skyldusparnaður eru undanþeg- in útsvarsálagningu. Samkv. heimild í 3. málsgr. 25. gr. nefndra laga eru reiknuð útsvör samkv. 12. gr. áðurgreindrar reglugerðar hækkuð um 10%. Samkv. ákvörðun bæjarstjórn ar og framtalsneíndar og með heimild í 27. gr. fyrrgreindra laga, var veittur frádráttur á öllum bótum samkv. II. kafla laga um Almannatryggingar. Einnig var veittur frádráttur fyrir kostnað vegna sjúkdóma, slysa eða dauðsfalla, sem á gjald endur hefur fallið, ef verulegan má telja, eða skerða gjaldgetu þeirra verulega. Veittur frá- dráttur á skólakostnaði barna innan 16 ára aldurs og þeirra sem nám hafa stundað í 6 mán- uði á sl. ári, eftir sömu reglum og við álagningu tekjuskatts. Reiknuð útsvör samkv. fram- ansögðu eru Iækkuð: Hjá hjónum og einstæðu for- eldri um kr. 7.000.00. Hjá einstaklingi um kr. 5.000.00. (Framhald á blaðsíðu 2) TRYGGVI GÍSLASON lektor hcfur verið skipaður skólameist ari Menntaskólans á Akureyri frá 1. september n. k. að telja. Tryggvi varð stúdent frá M.A. árið 1958, síðan magister í ís- lenzkum fræðum við Háskóla íslands. Lektor við háskólann í Björgvin í Noregi frá 1968. Kona Tryggva er Margrét Eggertsdóttir og eiga þau fimm börn. Dagur óskar hinum nýja skólameistara heilla í starfi. Q þessara nýju fiskveiðilögsögu. fslenzk skip fá leyfi til veiða milli 12 og 50 mílna markanna, með þeim takmörkunum þó, að veiðar með botnvörpu, flot- vörpu og dragnót eru bannaðar með öllu á svæði út af Norð- austurlandi tvo mánuði ársins og á stóru svæði á Selvogs- banka einn mánuð á ári. Er með þessu verndaður ungfiskur og hrygningarstöðvár. Reglugerð sú, sem undirrituð var og út gefin 14. júlí, er sett samkvæmt landgrunnslögunum frá 1948, en samkvæmt þeim. liafa allar stækkanir á fiskveiði- landhelginni verið gerðár, eftir að þau lög tóku gildi. Hin nýja reglugerð er í fullu samræmi við saniþykkt Alþingis frá 15. febrúar í vetur, en að henni stóðu allir alþingismenn, 60 að tölu. Með reglugerðinni er allt hafsvæðið út að 50 sjórníl- um frá grunnlínum, allt í kring- um ísland, lýst lögsögusvæði Is- lendinga, og öííúm erlendum skipum óheimil veiði innan 50 mílna markanna, nema til komi sérstakar lieiniildir, veittar af íslenzkum stjórnvöldum. Þjóðin stendur einhuga að baki rikisstjórnar og Alþipgis um þessa mikiivægu ákvörðun. Dalvík 17. júlí. Hinn 15. júlí var byrjað með snurvoðina og eru sex bátar við þær veiðar. Fyrsta daginn komu tveir bát- anna með 4.5 tonn og aðrir minna. Björgúlfur er að landa 50 tonnum svo að nú e rnægi- lega mikið að gera í frystihús- inu. Fimm íbúðarhús eru nú í smíðum á Dalvík. H.f. Bliki er að byggja nýja fiskverkunar- stöð. Og enn er verið að bæta og byggja við frystinúsið hér á staðnum. Verið er að leggja nýjan veg á milli Hóls og Brimnesár og verður það góð vegabót, það sem hún nær. Heyverkunin gengur erfið- lega frammi í sveitunum, vegna rigninganna. En grasspretta er fádæma mikil. Bændur eru fljótir að heyjáj svo rhikil er vél væðingin svo að ékki þárf margra daga þurrk til áð liey- skaparhorfur gjörbréytist, og það vonum við að verði. Það var þurrt í gær og útlitið er gott í dag. J. H. Ákvörðunin hefur mætt harðri andstöðu Breta og Þjóðverja, sem halda því fram, að með henni sé verið að leggja útgerð- arbæi í rúst. Þetta var einnig sagt þegar grunnlínum var breytt 1952, aftur þegar land- helgin var færð í 12 mílur og svo nú, er landhclgin er ákveð- in 50 mílur. Þeirri stefnu vex ört fylgi, að strandríki, hvar sem er í heim- inum, eigi siðferðilegan rétt á aukinni fiskveiðilögsögu, og þau hafa hvert af öðru notað sér þann rétt með cinhliða útfærslu, sem virt hefur verið í verki af öðrum þjóðum, þar sem alþjóða- lög vantar um þessi efni. Við málstað okkar eigum við vísan stuðning fjölmagra þjóða á vettvangi alþjóðasamtaka, og einhuga þjóð, sem nú berst fyrir tilveru sinni og framtíð með út- færslu sjóveiðilandhelgi á land- grunni sínu, mun sigra í þessari lífshagsmunabaráttu sinni. Q Bindindismót BINDINDISMÓT verður í Vaglaskóli um verzlunarmanna- helgina. Undirbúningur þess er vel á veg kominn og verður það með svipuðu sniði og undan- farin ár, og sömu aðilar standa að því. En þeir eru: HSÞ, ÍBA, UMSE, ÆSK, IOGT, skátar, Æskulýðsráð Akureyrar og Fé- lag áfengisvarnanefnda við Eyja fjörð. Mótið hefst að þessu sinni á föstudagskvöldið 4. ágúst, með dansleik. Verði mun meira stillt í hóf en viða tíðkast og lögreglu eftirlit verður öflugt. Nánar um mót þetta síðar. Q STÆKKUN Bændáhallarinnar í Reykjavík hefur lengi verið á dagskrá og löngum nokkurt liita mál innan bændasamtákanna. Eftirfarandi var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 14 á síðasta fundi Stéttarsambands bænda: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Reykjavík 10. —11. júlí 1972, ályktar að heim- ila stjórn Bændahallarinnar: stækkuS 1. Að hefjast þegar handa um viðbyggingu á tveimur hæðum sunnan Bændahallarinnar, er rúmi samkomusal fyrir allt að 1.000 manns, „kaffiteriu", brauð gerð og þvottahús. , 2. Að reisa norðan Bænda- hallarinnar álmu með allt að 100 gistiherbergjum. Heimild samkvæmt þessum tölulið er bundin sömu skilyrðum og sam- þykki Búnaðarþings sl. vetur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.