Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 8
 SMÁTT & STÓRT ,,Snjóköttur“ Baldurs Sigurðssonar. (Ljósni.: E. D.) '3ALDUR Sigurðsson, kunnur .\kureyringur af stórvirkum ækjum og fangbrögðum sínum úð grjót og byggingu sjóvarnar ^arða úr því efni, hefur nú vent :únu kvæði í kross. Hann eign- aðist snjóbíl fyrir nokkrum árum, sem frægur e rorðinn og : íefndur „Snjókötturinn". Á hon jm hefur hann farið margar : erðir suður á jökla og um öræfin þvert og endilangt. En :iú er Snjókötturinn kominn suður á Dyngjuháls, norðan við '/atnajökul, nálægt Gæsavötn- irh. Þangað er fært jeppum og jallabílum og þangað leggja nargir leið sína á síðari árum. ,'Jú ætlar Baldur, og með hon- ' im Ingólfur Ármannsson, að sel : lytja fólk á hinu ágæta farar- tæki sínu frá Dyngjuhálsi og ipp á jökulinn í áætlunarferð- um, óg í sambandi við hina ýmsu ferðamannahópa, sem fram til þessa hafa þurft að láta sér nægja að mæna til Vatna- jökúls, konungs íslenzkra jökla, án þess að komast þangað upp. Snjókötturinn er öflugt farar- tæki og sérlega vel útbúið. Hann dregur allstóran sendils- bíl, sem verður á skíðum í stað hjóla og einnig farangurssleða. En sjálfur tekur Snjókötturinn 11 farþega. Ferðafélag Akureyrar mun fyrsti hópurinn, sem nýtur þess- arar „Vatnajökuls-rútu“, og fór það sína jökla- og hálendisferð nú um helgina. Dagur sendir þeir félögum, Baldri Sigurðssyni og Ingólfi Ármannssyni, árnaðaróskir í til- efni þessa sérstæða sumarstarfs. Ákureyringar með 13 stig ÍBA-LIÐIÐ, sem leikur í 2. deild, hefur nú lokið öllum leikjum sínum í fyrri umferð íslandsmótsins. Liðið er með 13 stig og í efsta sæti í deildinni, en F.H. kemur á hæla þeim með 12 stig. Omferðaslysum Ijölgar kjarsfjórnin sefur UMFERÐARSLYSUM hefur jölgað nokkuð í þessum bæ að undanförnu. Það er e. t. v. ekki jeðlilegt með auknum umferðar junga á hinum mjóu og oft á úðum illa merktu götum okkar. 3n mörg af þessum slysum nætti forðast með gætilegri ikstri, betra eftirliti lögreglu á götunum og betra skipulagi í umferðinni. Eitt alvarlegt slys 'arð sl. laugardagskvöld á því slysahorni, Glerárgata—Strand- gata. Þarna eyðilögðust tveir áílar að mestu, fett var flutt í sjúkrahús vegna slysa, sem töld ust þó ekki alvarleg, og annar bíllinn hafnaði með framendann : nn um glugga á næsta húsi. Ég fullyrði, að þetta slys hefði ekki orðið þama, hefði þarna verið komið upp umferðarljós. !fin þetta tjón, sem þarna varð, kostar líklega álíka upphæð og umferðarljós á þennan stað. Það er sorglegt til þess að vita, að sú ágæta bæjarstjórn, sem ríkj- um ræður í þessu bæjarfélagi, skuli æ ofan í æ daufheyrast við kröfum umferðarnefndar, lögreglu, bílstjóra og annarra, um að gera eitthvað raunhæft í þessum málum til að forðast þessa tíðu bifreiðaárekstra. Það er krafa almennings í þessum bæ, að nú sé ekki sofið lengur, heldur pöntuð umferðarljós á 2—3 verstu slysahornin og sett upp strax og þau koma. ■*. " Við höfum ekkert bréf upp á það hvenær verður manntjón í slysi þarna, hvort það verður þú eða ég lesandi góður, eða börnin okkar. S. B. Síðustu leikir fóru þannig, að Akureyilngar sigruðu Ármann með 5:1, og sl. laugardag sigr- uðu þeir Hauka 3:1. Ekki er hægt að segja að ÍBA-liðið hafi sýnt neina „glans“-leiki undan- farið, heldur mun það réttara, að liðið leiki svipaða knatt- spyrnu og mótherjarnir. Það er öruggt, að síðari umferðin verð- ur erfið fyrir ÍBA-liðið, því það á eftir að leika tvívegis í Hafnar firði og einu sinni á Selfossi. Völsungar á Húsavík hafa staðið sig vel, þó þeir töpuðu fyrir F.H. syðra með miklum mun. Á sunnudaginn kemur mæta Akureyringar ísfirðingum hér á íþróttavellinum, en ísfirðingar eru neðstir í 2. deild og hafa ekkert stig hlotið enn. í kvöld, miðvikudag, fer fram leikur í Bikarkeppni KSÍ hér á íþróttavellinum og leika þar ÍBA og Völsungar. Leikurinn hefst kl. 20.00. □ EKKI í SAURBÆJARHREPPI Gildir bændur í Saurbæjar- hreppi létu þess nýlega getið við blaðið, í tilefni af frétt um fjóshrun, að Dagur hefði rang- lega talið slysið í þeirra hreppi. Það hefði hent norðan lireppa- niarka, í Hrafnagilshreppi. Tjáðu þeir blaðinu, að í Saur- bæjarhreppi væru fjós traust- byggð mjög, væri þeim ekki hætt við hruni og báðu að færa atburð þennan út fyrir hreppa- mörkin, þar sem liann ætti heima. HUGMYNDASAMKEPPNI? Um leið og fagnað er nýjum hraðbrautarspotta í innanverð- um Akureyrarbæ, verður mörg- um hugsað til tjarnarinnar, sem myndazt hefur vestan þeirrar brautar. Þarna er eflaust tæki- færi til að gera einn fegursta stað í bænum. Bæjaryfirvöld munu ekki liafa tekið neina ákvörðun um notkun lands við tjörn þessa eða hana sjálfa. Mörgum sýnist, að fágætu tæki- færi til að prýða bæinn, megi ekki glata, að lítt hugsuðu máli. Hvernig væri að efna til hug- myndasamkeppni um þennan stað? HVER A SÍNUM STAÐ Hinir pólitísku flokkar í land- inu, eru nú búnir að sauma svo að þingmönnum sínum, að það eru talin undur og stór- merki að þingmenn virði ekki að fullu ákvörðun flokks síns í atkvæðagreiðslum. Og jafnhliða þessu hefur hinum pólitísku flokkum tekizt að hóa landsfólk inu saman í pólitíska dilka og halda því þar. Mikið af starfi stjórnmálaflokkanna er við það miðað, að enginn sleppi út. Til þess er notaður áróður af öllu tagi, jafnt blíðmæli sem liótanir. LÍKA ÞARF AÐ SKEMMTA Almennir kjósendur höfðu gam an af því hér á árunuin að fara á pólitíska fundi og sjá og heyra andstæðinga leiða saman hesta sína. Mælska, persónutöfrar, ef einhverjir voru, og svo auðvitað rökvísin, voru hinir sígildu þættir þessara funda, eftir því sem efni stóðu til. En svo nennti fólk þessu ekki lengur og hætti að sækja fundina. Þá fundu stjórnmálaflokkarnir upp skennntanir, árshátíðir, sumar- mót o. s. frv. Siórkostlegasfa bingó á ísSandi Verðmæti vinninga samtals 327 þúsund krónur Gefið sjíikimi blóð BÍLAUMFERÐ vex, versnar og verður sífellt hættulegri. Bygg- ingaframkvæmdir miklar og fjöldi fólks vinnur í verksmiðj- um hér í bæ. Þessu fylgir aukin slysahætta, enda verða alvarleg slys sífellt algengari. Við vitum, að þegar alvarleg slys ber að höndum, getur það haft úrslita- þýðingu fyrir líf viðkomanda, að skjótt sé hægt að útvega blóð. Sama gildir að sjálfsögðu við skyndilegar blæðingar af öðrum uppruna, svo sem blæð- ingar frá þörmum og í sam- bandi við fæðingar. Slíkt gerir ekki boð á undan sér. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur eyri hefir að undanförnu notið þess að hafa fjölda velviljaðra og fórnfúsra bæjarbúa á spjald- skrá sém blóðgjafa, en betur má ef duga skal — fleiri vantar og verða aldrei of margir. Veitið því athygli auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. Á morgun, í kvöld, já jafnvel á næstu mínútu getur það orðið þú eða einhver þér nákominn, sem lífsnauðsynlega þarf á blóð gjöf að halda. Gauti Arnþórsson, Jón Aðalsteinsson, KNATTSPYRNUFÉLAG Akur eyrar ætlar að gera tilraun til fjáröflunar laugardaginn 29. júlí og er tilraunin ævintýraleg. Ákveðið er að efna til bingó- spils á íþróttaleikvangi Akur- eyrar og eru vinningar að verð- mæti 327 þús. kr., en þeir eru: Fiat-bifreið, tvær Mallorcaferð- ir, 14 daga frítt uppihald, tvær Kaupmannahafnarferðir, sjö daga frítt uppihald. Eins og sjá má, er það ekkert smáræði, sem spilað verður um. Spiluð verða fimm bingó og allir vinningar verða dregnir út. KA-félagar vænta þess, að Norðlendingar taki þessari ný- breytni vel og fjölmenni á völl- inn um leið og þeir freista gœ-f unnar. Aðgangseyrir að vellin- um verður enginn. Fólk er hvatt til að hafa með sér kross- viðarspjöld til að hafa á hnján- um, svo að hægt sé að spila á meira en eitt spjald. Svavar Gests stjórnar bingóinu. Verði veður slæmt, verður því frestað um einn dag eða lengur ef nauð syn krefur. Þetta verður nánar auglýst síðar. □ MIKIÐ ALVORULEYSI Nú fara flokkarnir einskonar yfirreið um landið á hverju sumri og endist naumast árs- tíðin, til að ná sambandi við fólkið, háttvirta kjósendur. Skemmtikraftar eru ekki spar- aöir, og koma menn til að sjá og heyra skemmtiatriðin, en reyna að koma sér undan því að lilusta á ræðurnar. Svo mjög hafa þessi mál snúizt við á síð- ustu tímum, að fólk vill lieldur hlusta á eftirhermur en sjálfa höfuðpaura stjórnmálanna. Hlýt ur þetta að teljast mikið alvöru- leysi hjá almenningi, eða þá að stjórnmálamönnum hefur dapr- azt flugið. Það voru Sjálfstæðis- menn, sem innleiddu hin stjórn- málalegu liátíðahöld og aðrir öpuðu þau eftir. HÆTTULEGUR STAÐUR Menn hafa beðið blaðið að vekja athygli á hinum mörgu og alvar legu slysum á mótum Strand- götu og Glerárgötu, segja, að í fyrra hafi orðið þar fimm bif- reiðaslys og nú séu þau orðin átta. Muíiu þar utanbæjarmenn löngum hafa komið við sögu. Hér mun þurfa að gera ein- hverjar þær breytingar, sem fækka mega slysum á þessum stað, og til þess er ábendingu þessari koniið á framfæri. Dagur kemur næst út miðvikudaginn 26. júlí. Holdanautin verða í Hrísey NÚ MUN vera nokkurn veginn ákveðið, að flytja hina frægu og langþráðu, erlendu holdanauta- bola til Hríseyjar. En þar þykja skilyrði hagstæð vegna þess, að þar er ekki annar búpeningur fyrir en -nokkrir tugir sauð- kinda, sem þá verða af velli lagðir. En þau atriði, er semja þarf um við Hríseyinga eru auð- vitað fleiri og standa samningar yfir. Og enn vantar endanlega undirskrift landbúnaðarráð- herra. ,t Hríseyingar hyggja gott til þessa innflutnings þótt þeim hafi ekki verið nautgripir kærir um alllangt árabil, enda eiga þessir að . þjóna annarri grein framleiðslu og jafnvel enn mik- ilvægari en mjólkurinnar, þótt holl sé. Þarna á sem sagt að framleiða sæði til notkunar handa íslenzkum kúm og til framleiðslu holdanautakjöts. Sæðisbankinn, sem upp verður settur með ,djúpfrystitækjum, á að miðla stórum landshlutum verðandi holdanautum. En vegna sjúkdómshættu er eyja valin til dvalar kynbótanaut- anna. □ MEÐFYLGJANDI mynd er af einbúa á Fljótsheiði, Aðalheiði Helgadóttur, sem hefur búið ein í Laugaseli síðustu tvö árin og hefur ekki við orð að flytja. En að Laugaseli frá Stafni í Reykja dal, sem er næsti byggður bær þar nú, er nær klukkustundar gangur. Mun sú kona ekki myrk fælin eða mjög veil á taugum, sem þar þreyir þorrann og góuna, alein í heiðarbýlinu, sem faðir hennar og afi bjuggu á, á undan henni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.