Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 19.07.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.L STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ A.I/L u HÉR á Norðurlandi og víðar munú margir hafa rekið upp stór augu þegar útvarpið flutti þá frétt Uiú landsbyggðina, rétt undir þinglok. að ein þingnefnd hefði orðið sam- mála um að mæla með endurskoðun stjórnarskrárinnar og rétt á eftir, að Alþingi væri búið að samþykkja ein- róma að fela milliþinganefnd að framkvæma endurskoðunina. Áður voru þeir Karl Kristjánsson og Gísli Guðmundsson búnir að flytja þetta mál á fjórum þingum, án þess að hlyti afgreiðslu. Nú á þessu þingi komu fram tvær tillögur um málið og nefndin, sem fékk þær til meðferðar, afgreiddi þær með nýrri tillögu, sem hún samdi sjálf. Öllum þessum tillögum var það sameiginlegt, að gert var ráð fyr- ir því, að endurskoðunamefndin yrði að meira eða minna leyti skipuð fræðimönnum frá Hæstarétti og Lagadeild Háskólans. En flokkssjón- armiðin láta ekki að sér hæða. Á síð- ustu stundu breytti þingið tillögunni þannig, að allir sjö nefndarmenn skyldu kosnir á þingi, þ. e. tilnefndir af flokkunum, og ætla má raunar, að vel hafi tekizt um mannvalið. At- hyglisvert er, að báðir fulltiúar Fram sóknarflokksins eru löglærðir utan- þingsmenn. Hinir fimm eru allir alþingismenn. Forsætisráðherra á að kalla nefnd- ina saman til fyrsta fundar og síðan kýs hún sér sjálf formann. Er þess þá að vænta, að ekki endurtaki sig sú saga, sem gerðist í þessu máli fyrir 2Ú—25 árum, er þingflokkar og ríkis- stjóm komu upp aiefndum til að semja stjórnarskrá fyrir hið nýstofn- aða lýðveldi. Fyrst var árið 1945 sett á laggirnar tuttugu manna nefnd og síðan sjö manna nefnd 1947. Hvorug þeirra skilaði áliti og var J>að opin- bert leyndarmál, að J>ví ollu bolla- leggingar flokka um J>að, hvort ein- stök stjómarskráratriði myndu verða J>eim sjálfum í hag eða óliag fyrst um sinn. En stjórnarskrá ber auðvitað að setja með tilliti til framtíðarinnar en ekki núverandi flokka, og vonandi auðnast mönnum nú, að viðurkenna þá staðreynd. I sambandi við stjórnarskrá er alltaf mikið rætt um kjördæmaskip- unina og svo mun enn verða. Minna má á það, að á kjördæmisþingum Framsóknannanna hér, hefur hvað eftir annað verið samþykkt ályktun um persónulegar kosningar í ein- menningskjördæmum. Ætla má, að ungir Sjálfstæðismenn og J>eir, sem korna vilja upp vinstri einingarflokki ættu að vera J>essu hlynntir. En þess mun nú skammt að bíða, að hafizt verði handa í stjórnarskrár- málinu. □ Vilhjálmur Þór fyrrv. framkv.sfjóri K.E.A KVEÐJUORÐ Fæddur 1. september 1899. Dáinn 12. júlí 1972. VILHJÁLMUR ÞÓR er látinn. Með honum er horfinn af lífs- syiðinu einn allra mætasti ís- lendingur þessarar aldar. Hann var fæddur til forustu og fram- kvæmda á mörgum sviðum þjóð lífsins og hann gegndi mörgum mikilvægum störfum um ævina fyrir land sitt og þjóðfélag. Á líkan hátt og margir, sem fengizt hafa við að ryðja braut- ina fyrir aukna þróun í þógu þjóðfélagsins, þá mætti hann ýmsum erfiðleikum og and- stþðu. En erfiðleikarnir voru honum jafnan eggjun til meiri átaka-. Hann var búinn andlegu og líkamlegu þreki, sem entist honum til starfa fram til ævi- löka, en hann andaðist á Lands- spítalanum í Reykjavík aðfara- nótt miðvikudagsins 12. júlí sl., 72ja ára að aldri. Vilhjálmur Þór var kominn af sterkum eyfirzkum ættum og ólst upp á heimili góðra og gáf- aðra foreldra, er gæddu líf hans Guðstrú ásamt öðru dýrmætu veganesti, er varð kjölfesta og styrkur í lífi hans og starfi til hinztu stundar. Vilhjálmur var fæddur á Æsu stöðum í Eyjafirði 1. sept. árið 1899. Foreldrar hans voru hjón- in Þórarinn Jónsson bóndi þar og kona hans Ólöf Þorsteins- dóttir Thorlacius. Til Akureyr- ar fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum þegar hann var rúmlega þriggja ára að aldri, og hér var síðan heimili hans um 35 ára skeið, eða þar til hann fluttist héðan alfarinn vegna margbreytilegra starfa, er honum þá og síðar voru falin í þágu lands síns og þjóðar bæði utanlands og innan. Ungur að aldri gekk VilhjálrS} ur í Ungmennafélag Akureyrar og starfaði þar í mörg ár af miklum og brennandi áhuga, og h'kt og margir félagar hans og samtíðarmenn hreyfst hann af þeim hugsjónum, sem voru fjör- egg og kjörorð ungmennafélags- skaparins: „Ræktun lands og lýðs!“ og „íslandi allt!“ í störf- um innan Ungmennafélags Ak- ureyrar var hann sterkur liðs- maður með vakandi áhuga fyrir framtíðarhlutverki og störfum uppvaxandi æsku. Ungmenna- félagsskapurinn hvatti æsku- fólkið til samstarfs og sam- vinnu, því með þeim hætti yrði unnt að byggja upp sjálfstætt, vaxandi og blómlegt þjóðfélag. Verkefnin voru mörg. Ræktun landsins þurfti að aukast, sveita lífið að blómgast svo það gæti orðið undirstaða góðs mánnlífs. í bæjunum þurfti iðnaður og menning að þróast og samvinn- an að dafna milli allra landsins barna. í samræmi við þessi stefnu- mið ungmennafélaganna kaus Vilhjálmur Þór sér, þegar í upp- hafi, að fá að starfa á vegum Kaupfélags Eyfirðinga, fyrst sem vikadrengur, þarnæst sem afgreiðslu- og skrifstofumaður og að lokum árið 1923Í sem fram kvæmdastjóri KEA, þá á 24. aldursári. Hann tók við fram- kvæmdastjórastarfinu á erfið- leikatímum verzlunar og við- skipta vegna hinnar miklu heimskreppu, sem þá ríkti. Á þessum árum var Kaup- félag Eyfirðinga ekki stórt í snið um eða starfsemi þess marg- þætt, á líkan hátt og nú er, en hinum nýja forstjóra þess fannst, að verkefni félagsins væru næstum óteljandi, sem vinna þurfti að og framkvæma. Kaupfélagið þurfti að reisa nýj- ar og stærri byggingar fyrir starfsemi sína, svo sem frysti- hús, sláturhús og verzlunar- og skrifstofuhús. Þá þurfti einnig að fjölga og stækka verzlunar- útibúin við Eyjafjörðinn til þjón ustu og hagsbóta fyrir fólkið, sem langt þurfti að sækja með viðskipti sín til aðalstöðvanna á Akureyri. Á öllu félagssvæðinu var mikil þörf fyrir aukna þróun, en þó ekki hvað sízt í sveitun- um, bæði að því er varðaði aukna ræktun og húsabygging- ar. Samhliða þurfti að tryggja aukinn markað fyrir framleiðslu vörur bændanna, og þar með var hafinn undirbúningur að stofnun og starfrækslu mjólkur samlags, en nauðsyn þess var tvískipt, þar sem annars vegar var markaðsþörf bændanna í sveitunum, en hins vegar þörf neytendanna í bæjunum fyrir góðum mjólkurvörum. Með furðulegum og lítt skilj- anlegum hraða tókst Kaupfélagi Eyfirðinga, með sóknarhug og starfsorku Vilhjálms Þórs, að taka stór framkvæmdaskref í þessum efnum á fáum árum. Samhliða byrjaði kaupfélagið að koma á fót nýjum starfsgrein um til þjónustu fyrir félags- mennina og til atvinnuaukning- ar. Bændum var veitt mikil fyrirgreiðsla til aukinnar rækt- unar í héraðinu. Mjólkursamlag inu var komið á fót í ársbyrjun 1928 og lokið var við byggingu hins nýja verzlunar- og skrif- stofuhúss árið 1930. Hér voru gerð stór átök á erfiðum tímum. Ollum kom saman um, að Vil hjálmur Þór væri fjármálamað- ur með afbrigðum, en hann var einnig gæddur mörgum öðrum frábærum kostum. Hann var jafnan hjálpfús við þá, sem áttu við erfiðleika að etja í lífinu og þurftu á aðstoð að halda. Eitt dæmi um athafnir hans á þessu sviði má benda á, að árið 1934 urðu miklir jarðskjálftar á Dal- vík og í Svarfaðardal er ollu gífurlegu tjóni á húsum og mannmirkjum á þessu svæði, svo að fátækir aðilar sáu sér naumast fært að reisa við heim- ili sín að nýju. Þá gekk Vil- hjálmur Þór fram fyrir skjöldu til hjálpar. Hann ferðaðist um jarðskjálftasvæðið, bauð fram aðstoð sína og kaupfélagsins við endurbyggingu húsanna, sem fallið höfðu og eyðilagzt og taldi kjark í þá, sem þess þörfnuð- ust hvað mest. Með þessum að- gerðum Vilhjálms Þórs og Kaup félags Eyfirðinga var endurbygg ingin hafin, og þeim sem erfið- ast áttu var veitt hjálp. Vil- hjálmur Þór var einnig einn af forustumönnum við byggingu heilsuhælisins í Kristnesi. Vilhjálmur Þór varð mjög snemma þjóðkunnur maður fyr ir dugnað, skipulagningu og fjár málasnilli í sambandi við fram- kvæmdir á vegum Kaupfélags Eyfirðinga. Við áramótin 1939— 1940 lét Vilhjálmur af fram- kvæmdastjórastörfum hjá Kaup félagi Eyfirðinga, þar sem hann hafði nokkru áður verið kallað- ur til starfa sem forstjóri íslands deildar heimssýningarinnar í New York. Við framkvæmda- stjórastarfi KEA tók þá Jakob Frímannsson, sem frá fyrstu framkvæmdastjóraárum Vil- hjálms Þórs hafði verið fulltrúi hans og nánasti samstarfsmaður á hinu erfiða og athafnasama tímabili. Var ráðning Jakobs Frímannssonar mikið happ fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, svo sem kunnugt er. Vilhjálmur Þór var mikill hamingjumaður í lífi sínu og starfi. Frá æskuárum valdi hann sér það hlutskipti að beita orku sinni og hæfileikum til þjónustu fyrir land sitt og þjóð- félag. Þess vegna vildi hann ávallt eiga heima á íslandi, og hann óskaði þess einnig, að fá að hníga hér í faðm hvíldarinn- ar, og þessa ósk sína fékk hann uppfyllta. Mesta hamingja Vilhjálms á lífsleiðinni mun honum hafa fallið í skaut, er hann eignaðist að lífsförunaut sína góðu konu, Rannveigu Jónsdóttur Þór, sem stóð ætíð við hlið hans í tryggð og kærleiksríkri þjónustu fram til hinztu stundar. Og mesta gæfa hvers einstaklings er að eignast slíkan vin. Já, margs er að minnast og þakka. Og margs er að sakna, þegar vinirnir kveðja. Kæri Vilhjálmur. Ég vil að lokum þakka þér persónulega fyrir vináttu þína og tryggð, allt frá því að við vorum saman í ungmennafélaginu og svo fyrir öll árin, sem síðan eru liðin. Þá vil ég og leyfa mér fyrir hönd vina minna, eyfirzku bændanna, að flytja þér innilegar þakkir fyrir þau mikilvægu störf, áhuga þinn og aðstoð, sem þú á liðnum árum veittir þeim og sveitafólkinu við að stækka ræktarlöndin og byggja upp bæi sína og hús, því þessara verka þinna munu Eyfirðingar njóta enn um langa framtíð. Um leið og við færum þér okkar hlýjustu kveðjur og þakk ir, sendum við frú Rannveigu, börnum ykkar svo og öðrum nánum ættmennum, innilegar samúðarkveðjur. Akureyri, 16. júlí 1972 Jónas Kristjánsson, * Hvað er liff Hvað er starfsemi? Er eigi livort tveggja eilijt? Matth. Joch. „Vilhjálmur Þór er látinn." — Þannig hljómaði fregnin til okkar norður yfir fjöllin. Dauðinn snert- ir hinn viðkvæma streng hjartans. Það gerði hann í ]>etta sinn, — eins og alltaf. Við höfum séð á bak góðum og traustum vini, sem við munum ávallt minnast. í byggðum þessa fjarðar og í Akureyrarbæ átti Vilhjálmur sterkar rætur, því að hér fann liann köllun sína. Hér skynjaði liann, að lífið á sér tilgang, tak- mark til að keppa að, og þeirri liugsjón helgaði hann krafta sína. — Hann fann svarið við spurningu séra Matthíasar, að líf og starf- semi á eilífðartilgang í Guði. Lausnarinn Kristur var honum svarið. Villijálmur Þór var af traustu og dugandi bændafólki kominn. Hann var Eyfirðingur að ætt, fæddur 1. september 1899 á Æsu- stöðum í Eyjafirði. Þar bjuggu þá foreldrar hans, sæmdarhjónin Þór- arinn Jónsson bóndi og Ólöf Þor- steinsdóttir Thorlacius. Hann var yngstur af sex börnum þeirra, og eru nú á lífi systurnar Margrét gift Agli Jóhannssyni fyrrum skip- stjóra og Rannveig gift Ólafi Agústsyni húsgagnasmiðameistara. Rétt upp úr aldamótum fluttu foreldrar lians til Akureyrar, og var Vilhjálmur þá í fyrstu bernsku. Þannig atvikaðist það, að Akureyri fóstraði hann ungan, og í vissum skilningi var það æ síðan „bærinn lians“, þó að hann flytti búferlum til höfuðborgar- innar og gisti stórborgir heims um lengri tíma. — Þegar Vilhjálmur komst á legg, komu brátt í ljós miklir forustu- hæfileikar hans og dugur. Ungur drengur um fermingaraldur varð hann sendisveinn í Kaupfélagi Ey- firðinga á Akureyri. Hjá þeirri stofnun vann hann síðan óslitið um 40 ár. Árið 1923 varð hann -framkvæmdastjóri félagsins og tókst á hendur hið ábyrgðarmikla starf af brennandi áhuga og fram- kvæmdi hugsjónir sínar af fram- sýni og viljafestu. Hann sá tím- ann í fyllingu sinni málefnum samvinnumanna til eflingar og gerði það sem í hans valdi stóð til þess að bæta hag almennings til sjávar og sveita. Þessu lýsir hann svo í merku erindi, sem hann flutti í ársbyrjun 1971 í út- varpinu og kallaði: Að skapa betri heim. „Atvikin höguðu því svo, að ég barst ungur í fang félagsmála- Jónas Einarsson flugiimferðarstjóri Fæddur 22. janúar 1921. Dáinn 23. júní 197 2 hreyfingáry sém átti iyrir sér að vaxa og verðá áhrifarík um bætt kjör almennings. Eg trúði því þá, að það, sem mést kallaði að, það, sem beita þyrfti allri orku og áhuga að, væri að bæta kjör þeirra, sem niinnst báru úr býtum fyrir strit sitt. Að þessú vildi ég leggja krafta mína alla, og fá aðra til að íjcra slíkt hið sama." Störf Vilhjálms á Akureyri eru bæjarbúum kttnn. Verkin lians renna sToíSum undir þá byggingu, sem hann var kjörinn til að reisa. Þau bera honum fagurt vitni og sýna, hve afkastamikill hann var. Verksmiðjur, byggingár, verzlanir og mannvirki í sveit og við sæ sýna, hve mikils hanrt mátti sín í uppbyggingarstarlinú. Og þeir, sem nutu hjálþar haús, leiðsagnar og stýrk-s; gléyma þvi eigi, hve miklu munaði, þegar íiann lagði lóð sitt á vogarskálina. — Sém káúpfélagsstjóri var Vil- hjálmur víða kvaddur til trúnaðar og ábyrgðarstarfa fyrir bæ og hér- að. Hahft átti sæti í bæjarstjórn og á árunum 1929—1938 var hann í sókirarheínd Akureyyarsafnaðar og var ritari nefndarinttar. Á þeim árum var oft rætt um. byggingu nýrrar kirkju fyrir Akureyrarsöfn- uð. Vilhjálmur lagði þtí máli mik- ið og gott liðsinni -tjg-árið 1938 l>ar hann fram tillögu þess efnis, að liafizt skyldi lianda- um bygg- ingu kirkjunnar. Það er sú fagra kirkja, sem rís á höfðanum fyrir ofan Kaupvangstorg, og er af mörg um talin veglegasta kirkja lands- ins. — 'ViThjálmur var við það, að undirbúa býgginguria, en áður en lnin réis, var hann kvaddur til starfa í Netv York í Bandaríkjun- um til þess að undirbúa sýningar- deild fyrir Islands hönd á heims- sýriínguftfti 1939. Var liann aðal- framkvæmdastjóri þeirr-ár nefnd- ar, sém sá:um þátt íslands á sýn- ingunni. — Starf hans þar bar mikinn ár- angur. lslenzka deildin.fékk mikið lof. Dagurinn 17. júní 1939 var helgaður íslenzku -sýningunni, og þá talaði La Guardia þprgarstjóri Netv York-borgar. Haijri lór fögr- um viðurkenningarorðum um dtignað íslendinga, sérstæða og háa menningu. Ræðuna endaði haiui,tncð þessum orðum: „Stærstá borgin í heiminum liyílir rtiestu þjóð heimsins!" Þegar heimssýftingunni lauk varð Vilhjálmur aðálræðismaður íslands í Bandaríkjunum. Form- lega lét hann af störíum kaupfé- lagsstjóra ,KEA 1. janúar 1940, þegar Jakob Frímánnsson, svili hans og samverkamaður um langt skeíð, tók við því starfi'. — Þegar Vilhjáhnur hvarf heirn til íslands aftur, yarð hann bankastjóri Landsbankans í Reykjávík, og 16. des. 1912 varð hann utánríkis- og atvinnumálaráðherra í utanþings- sfjórn dr. Björns Þórðarsonar. Hann var ráðherra í tæp tvö ár, eða til 2lTokt. 1944. Þáð féll í ltans hlut að vera ut- anríkisráðherra við lýðveldistök- uua 1944. Lýðveldishátíðin á Þingvöllum 17. júní það ár, hvíldi ekki livað. sízt á hans herðum. — Er mér þáð ætíð minnisstætt, þeg- ar Vilhjáhnitr leickli fram á Lög- berg hina mörgu, erlendu fulltrúa þjóðanna,. sem gengu fram fyrir skjökl til að viðurkenna lýðveldis- tökuna ©g hera Iram haniingju- óskir. — Þá gerði Vilhjálmur það jiifu skörulega og virðulega eins og han,s var máti í einu og öllu. — ,Og ]>að hafði ekki hin minnstu -áhrif á hann, J>ó að steypiregnið skylli á íiámraveggn um og færi í stríðum straumi um heígan Þing- völl — sem þá stund var hvað helgastur allar götur síðan kristni- tökunni lauk árið lOÖO. — Þar gekk éýfirzki bóndasonurinn og fagnaði gestum, er tóku ísland í tölu þhma Jýðfrjálsu þjóða heims. Þegar Vilhjálmur hafði tekið við bankastjórastárfinu á ný, varð hann skömmu síðar forstjóri Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga árin 1946—1954, en varð J>á að nýju bankastjóri Landsbankans. Hann var skipaður aðalbanka- stjóri Seðlabankans 1961 til 1964, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. — Eltir það var hann kos- inn í bankastjórn Alþjóðabankans í tvö ár sem fulltrúi ríkisStjórna allra Norðurlandanna. Var hann í tvö ár til viðbótar erlendis við stjórnarstörf bankans. — Árið 1968 kont hann svo heim til ís- lands og var eftir það eftirlitsmað- ur á Norðurlöndum fyrir einn af amerísku bönkunum. — Því starfi lauk hann lyrir fáeinum vikuni, er hann fórti 1 London og dvaldi þar í hálfan mánuð. — Vilhjálmur var kvæntur Rann- veigu Þór, liinni ágætustu konu, dóttur Jóns Finnbogasonar banka- ritara á Akureyri og konu hans Bjargar ísaksdóttur. Frú Rann- veig var manni sínum samhent í lífi og starfi og bjó honum yndis- legt heimili, sem var honum hið góða og trausta athvarf á oft stormasámri ævi. — Biirn þeirra eru: Borghildur, gift Hihnari Fenger stórkáftpmanni í Reykja- vík. Örn, hæstaréttarlögmaður, kvæntur Hrund Hansdóttur, Reykjavík. Yngst er Hjördís, gift McCrary, arkitekt, og btia þau í Indianapolis í Bandaríkjunum. — Auk áhugamálanna á sviði verzlunar- og viðskiptalífs átti Vil- hjálmur liugðarefni, sem honum var ljúft að vinna að, — og helga krafta sína. — Hann vann mikið fyrir Frímúrararegluna á íslandi og ekki hvað sízt eftir að hann fyrir aldurs sakir varð að hætta öðrum störfum. — Hann naut góðrar heilsu um ævidaga. Það var ekki fyrr en nær dró enda- skeiði ævinnar, að hann kenndi þess sjúkdóms, er að lokum leiddi til dauða. — Vilhjálmur vissi J>á, að hann átti skammt eftir ólifað. Það (Framhald á blaðsíðu 2) ÞANN 11. júlí sl. var til moldar borin að Bægisá Sigrún Sigurð- ardóttir húsfreyja að Gerði í Hörgárdal. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 4. þ. m. eftir um það bil mánaðar legu, en lengst af þeim tíma dvaldi undirritaður í Hveragerði. Er ég kom heim hafði ég hugsað mér að heilsa upp á mína gömlu og góðu vin- konu, en það reyndist of seint, hinn slyngi sláttumaður varð fyrri til. Þegar ég leit inn til hennar var hún rænulaus, enda fáir tímar eftir af hérvistartím- anum. i Sigrún var fædd að Torfu- felli í Saurbæjarhreppi 28. maí 1893. Hún missti föður sinn kornung en ólst upp í Leyningi í sömu sveit með móður sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og Ólafi móðurbróður sínum. Fyrir hálfri öld tók hún við búsfor- ráðum í Gerði með eftirlifandi „MILLI mín og dauðans er að- eins eitt fótmál." Þessi orð komu í hug mér, er ég frétti lát vinar míns og félaga Jónasar. Daginn áður heimsótti ég hann á sjúkrahúsið glaðan og hressan, sem jafnan fyrr. Daginn eftir var hann allur. Jónas Einar Einarsson var til moldar borinn frá Akureyrar- kirkju 1. júlí sl. að viðstöddu fjölmenni. Jónas var fæddur 21. janúar 1921 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Einar Mathúsalems- son verzlunarmaður frá Bursta- felli í Vopnafirði, sonur Methú- salems bónda þar og Elínar Ólafsdóttur frá Sveinsstöðum í Þingi, og Guðný Jónasdóttir bónda á Kjarna við Akureyri, Jónassonar Helgasonar Ás- mundssonar (Skútustaðaætt), en kona Jónasar á Kjarna var Kristjana Jónsdóttir, ættuð hér úr Eyjafirði. Tvær systur átti Jónas, sem báðar búa á Akureyri, en þær eru Elín, gift Jónasi Thordar- syni sjúkrasamlagsgjaldkera og Sigfríð, gift Ottó Pálssyni kaup- manni. 8. júlí 1945 kvæntist Jónas eftirlifandi konu sinni, Báru Gestsdóttur, og eignuðust þau þrjú börn, en þau eru: Guðný, gift Þorsteini Thorlacius við- skiptafræðingi, búa þau í Reykjavík og eiga eina dóttir, sem var Jónasi mikið yndi. Tvö systkinanna búa enn í foreldra- húsum, þau Gestur Einar og Hjördís Nanna. Tengdaforeldra mat Jónas mikils, þau Lísbet manni sínum, Skafta Guðmunds syni frá Þúfnavöllum, og má með sanni segja að þau gerðu þar garðinn frægan, enda heíur öll þessi ár verið rekið eitt gagn samasta bú í Skriðuhreppi af þeim hjónum og er mér kunn- ugt um að þar er hlutur kon- unnar engu minni en bóndans, að honum ólöstuðum. Sigrún var ein af þessum hljóðlátu konum, sem vann verk sín í kyrrþey en var þeim um drýgri á metunum. Hún var skemmtileg heim að sækja, við- ræðugóð og hlýleg, vel greind og gestrisin. Barnauppeldið stundaði hún af kostgæfni, enda bera þau þess merki, eru öll hin skemmti legustu og þekki ég fá börn sem hafa hagnýtt sér betur menntun sína eða haft hennar meiri not. Börn þeirra Sigrúnar og Skafta eru: Guðmundur hrld., fæddur 18. des. 1922, giftur Aðal björgu Guðmundsdóttur og eru þau búsett í Reykjavík. Ólafur, fæddur 24. jan. 1927, bóndi í Gerði, giftur Guðrúnu Jónas- dóttur. Guðný, fædd 12. júní 1937, gift Ingimar Friðfinnssyni og búa þau á Akureyri. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég þig Sigrún min fyr- ir hönd mína og minna og þakka samveruna öll þessi ár sem mér finnst vera einn bjartur sólskins dagur í græna, góða dalnum okkar, þar sem aldrei bar á skugga. Aðstandendum þínum votta ég samúð mína. Guð blessi þig. Aðalsteimi Guðmundsson. Tryggvadóttur og Gest Jóhann- esson iðnverkamann á Akur- eyri. Naut Jónas kærleika þess- ara ástvina meðan leiðir lágu saman og endurgalt það í ríku mæli. Þriggja ára gamall flutti Jónas með fjölskyldú sinni til Akureyrar og þótti æ; £ÍSa» vænt um þennán þæ. ] Föður sinn missti Jónás 12 ára, en dvaldist áfram hjá móðúr sinfei : og varð gagnfræðingur frá M.A. Fór síðan í iðnnárri og lærði útr varpsvirkjun. Jónas starfaði hjá Flugfélagi íslands við afgreiðslu störf á Reykjavíkúftflúgvélli. Þá fluttist hann aftur til Akureýrar og réðist til flugumferðarstjórn- arinnar og starfaði þar til dauða dags, eða í rúm 20 ár. Hann tók starf sitt mjög föstum tökum og þótti vænt um það, enda bar hann gæfu til að fylgjast með fjarskiptaþjónustunni frá því hann sat við ófullkomin tækja- búnað til núverandi þjónustu, og óhætt er að fullyrða að Jórias átti stærstan þátt í því að skapa það álit á flugumferðarþjónust- unni á Akureyri, sem hún nú nýtur. Því má segja að Jónasi hafi tekizt það sem hann þráði svo mjög, að vinna við góð og fullkomin tæki og veita öryggi þeim, sem hann þurfti að leið- beina um loftin blá. Hann var mjög áhugasamur um öll örygg- ismál, sem snertu flug og flug- umsjón, var einarður og hvað fast að ef eitthvað fór úrskeiðis og honum líkaði ekki. Jónas var völundur í höndunum og virtist allt leikandi létt fyrir hann, sem hann -á annað borð fékkst við. Hann var mikill náttúruunn- andi og hafði glöggt auga fyrir fegurð umhverfisins, hafði yndi af að ganga um fagra staði og festa ]>á á filmu, enda var hann búinn að koma sér upp úrvals myndasafni. En þar má gleggst sjá snilli hans og smekkvísi. Hann eyddi miklum tíma í að mynda Akureyri, enda var sá staður honum kærastur allt frá æsku og mátti oft heyra það, er um var rætt, hvað hann mat þann bæ mikils fyrir fegurð og margbreytileik, dáðist af hinni fögru umgjörð sem umlýkur Akureyri áalla vegu. Jónas var mjög léttur í lund og mjög félagslega sinnaður og átti gott með að deila skapi við fólk. Hann lagði mikla rækt við sundíþróttina á yngri árum og náði þar góðum árangri, var félagi í sundfélaginu Gretti og síðan K. A., var sigursæll og vann til verðlauna og vel met- inn af félögum og starfsmönn- um fyrir prúðmannlega fram- komu. Hann sat í stjórn K. A. um tima og starfaði af áhuga fyrir það félag. Síðan var hann félagi í Lionsklúbbnum Huginn og tók þar virkan þátt í störfum hans og lét sér mjög annt un öll þau mál sem klúbburinn tók sér fyrir hendur og snertu líkn • armál. Þá var Jónas mikil. áhugamaður um sportveiði oc fór eins oft og hann gat til lax- og silungsveiða. Minnist ég; margra okkar ferða út í náttúi - una í þeim erindum, ég sé þig fyrir mér kominn á bakkanr. takandi veiðistöngina og útbút. til veiða, syngjandi og glaðar. yfir að vera kominn í kyrrðint. og friðinn. Jónas var laginn og; fengsæll veiðimaður. Ég minnist þess er ég kom tii þín á bakkann er þú stóðst við Hofsá í Vopnafirði í land:. frænda þinna á Burstafelli og; varst búinn að vera með lax á önglinum í 7 tíma, en þá var þolinmæði þín þrotin og þú baðst mig ekki að gogga laxinr., þú skipaðir að svo skyldi gerr, og það tafarlaust. Þá minnist ég; útileguferða okkar me'ö íjöi- skyldum og vinum okkar i. ýmsa fagra staði þessa lands Það er margt sem leitar á hug- ann og margs að minnast efti:.1 20 ára náin kynni, en þar sem ég veit að þér var aldrei um það gefið að hafa mikið malæð kringum hlutina, læt ég' þao vera að rifja upp okkar kynni. Við höfum deilt skapi saman ol aldrei borið skugga á. Við bár- um saman bækur okkar um hir. ólíkustu efni og reyndum ao komast að niðurstöðu. Við voi ■ um ekki sammála í stjórnmál- um og það vissum við báðir og; var því aldrei rætt um þá þlut: okkar í milli, það voru óskráci lög, sem báðir héldu. Jónas, við vorum búnir ao ákveða og skipuleggja ferðala^; til fjarlægra landa og átti þaö að verða mikil ferð. En nú eríi þú farinn í þá ferð sem okkui' er öllum búinn og þarf ekki ao koma til skipulag ferðaskrii: ■ stofu eða annarra hérvistar • manna. Við áttum ekki von ú þessu svona fljótt, þótt þú væri búinn að fá alvarlega áminn ■ ingu um að brugðið gæti ti' beggja átta. Þú áttir svo marg; ógert og varst með ákveðna.’ framtíðarákvarðanir. Nyfluttu: úr íbúð þinni í Vanabyggð 2 f, í nýja og glæsilegri íbúð í Vana byggð 17, varst rétt búinn ao koma þér og þinni fjölskyldu þar fyrir, varst ánægður meci skiptin og gladdist yfir því aö þú bjóst fjölskyldunni þa.' fallegra heimili. Það er Guð sem ræður og engum er fært að deila við dóm- arann. Og nú þegar Jónas e:’ allur, mun hugur margra fyilas: söknuði og jafnframt þakklæt; fyrir margar ánægjulegar san. ■ verustundir, og í hljóðlátun. huga votta eiginkonu hans og börnum djúpa samúð. Þeirrt. söknuður er mestur, en þat. eiga líka mikið að þakka, þaÖ mun vera huggun í harmi þeirra. Nú þegar leiðir skilja vil ég færa þér innilegustu þakki: mínar og fjölskyldu minnar fyr ■ ir órjúfandi vináttu í öll þess: ár. Þakka þér alla þá glaöværc sem þú komst með á heimil mitt og þá ánægju, sem þú veití -■ ir fjölskyldunni í Byggðavegi 91. Svo að síðustu kveð ég þig kær ; vinur og vona að þú verði. leiddur um hin ókunnu svið a:: öryggi og lending þín verði ein,: og þú sjálfur sagðir svo oft, e: um trúmál var rætt: „Að efa- (Framhald á blaðsíðu 6) ■, MÍNNING UM Sigrúnu Sigurðardóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.