Dagur - 22.12.1972, Síða 7

Dagur - 22.12.1972, Síða 7
7 JÓLABLAÐ DAGS Um daginn og veginn (Erindi Erlings Davíðssonar í þættinum Um daginn og veginn á síðastliðnu sumri). Gott kvöld. ísland er meðal fárra landa í heimin- um og hið eina í okkar heimsálfu, sem laðar til sín göngufisk í vaxandi mæli. Laxveiðin hefur þrefaldazt í veiðiám landsins á fáum árum. Samkvæmt opin- berum tölum veiddust hér á landi að meðaltali 23 þúsund laxar á árunum 1955—1960. Á árunum 1961—1970 veiddust aftur á móti 40 þúsund laxar að meðaltali og á síðasta ári þess tíma- bils eða 1970, veiddust 56 þúsund laxar. En á síðasta ári, 1971, nálgaðist tala veiddra laxa 60 þúsundir. Og nú stend- ur lavxeiði sem hæst. Hér hefur mengunin ekki grandað laxinum, og mörgum steinum hefur verið rutt úr götu hans í bókstaflegum skilningi og mannshöndin hjálpað á ýmsan veg annan, til að auka laxgengd- ina. Lélegar veiðiár hafa verið ræktað- ar upp og laxavegir gerðir í mörgum ám. Veiðisvæði við laxveiðiárnar hafa af þessum sökum lengzt um meira en 300 kílómetra og munar um minna. Þetta er mikið landnám og gleðilegt. Hitt er þó enn meira vert, hve miklir möguleikar eru enn ónotaðir í þessari grein. Islendingum til verðugs lofs hafa lax- veiðar j sjó aldrei verið leyfðar við strendur landsins að heitið geti. Um þriðjungur aflans fæst í net á Suðvest- urlandi, en tvo þriðju hluta veiða stangaveiðimenn og fer hlutur þeirra í heildarveiðinni vaxandi ár frá ári. Ekki eru mörg ár síðan laxveiðar með stöng voru hér á landi aðeins tald- ar við hæfi útlendra og auðugra sér- vitringa, en þeir voru hér tíðir gestir, áður en innlendir menn fóru að iðka sportveiði að nokkru ráði. Og frá þeim er komin þekkingin á þessum veiðiskap og íþrótt. Og fleira er frá þeim komið, svo sem lítil dýr, sem þeir oft að lokinni veiði skildu eftir hjá góðbændum. Þessi litlu dýr eru stóru, skozku ánamaðkarnir, allri tálbeitu betri, sem jafnvel heiðursmenn hætta virðingu sinni fyrir, er þeir leita hans um lágnættið í húsgörðum ná- grannans, eða fara jafnvel inn á þau svæði sömu erinda, sem eru lokuð og læst um það leyti sólarhringsins. En veiði er ætíð misjöfn, og það er jafnvel ekki hægt að ganga að ána- maðkinum vísum, það er að segja, þess- um 15—25 sentimetra stóru skozku möðkum, sem eru styggir og hafa jafn- an hluta af sjálfum sér í holu sinni, á meðan þeir njóta daggarinnar, matast og makast. Og þegar menn eru að fara á laxveiðar og vantar ánamaðk, er leit- að til maðkatínslumanna, og boðnar jafn margar krónur fyrir stykkið og bændur fengu fyrir haustlambið á kreppuárunum. Laxveiðar nútímans eru ennþá nokk- urt gðhlátursgfni á þvaðurþingum, og veiðimönnunum sjálfum sögusjór, sem árlangt endist. En þær eru þó miklu meira, því að þær eru orðnar umtals- vert fjárhagsatriði. Góðar laxveiðiár eru leigðar fyrir milljónir króna. Og nú í sumar kostar veiðileyfi fyrir einn mann 22.500,00 kr. á dag í dýrustu á landsins. Fá þó færri en vilja, einkum erlendir menn. Verðinu ræður fram- boð og eftirspurn og bendir það mjög ákveðið í þá átt, að áherzlu beri að leggja á mjög aukna fiskirækt í öllum veiðiám landsins, og í þeim ám einnig, sem enn eru fisklausar ár, en hafa skil- yrði til að svara kalli tímans. Eru þá veiðivötnin ótalin, en þau eru næstum óteljandi á fjöllum og heiðum og búa yfir ónotuðum verðmætum. Um þetta leyti árs og þó einkum fyrr í sumar leiða menn fram gæðinga sína til keppni í ýmsum greinum íþrótta á stærri eða smærri mótum kenndum við sýslur eða heila landsfjórðunga. íþrótt- ir manns og hests eru að vísu fremur fábrotnar hér, en þykja þó jafnan for- vitnilegar, ekki síður en hestaöt forð- um, sem hljóta að hafa verið stórfeng- leg og hreint ekki verri íþrótt frá sjón- armiði dýravina, þótt harkaleg séu, en þau miður fögru samskipti manns og hests, sem tilheyra undantekningum og fæstir vilja tala um, og mun skárri en hin algengu öt milli manna, sem eru að skemmta sér og verða saupsáttir. Hest- urinn hefur allar aldir íslandsbyggðar og langt fram á okkar öld borið bagga sína eða dregið um landið þvert og endilangt, svo og eigendur sína sumar og vetur, jafnvel dauða til grafar. Hann var ekki aðeins þarfur þjónn, heldur forsenda búsetunnar í landinu, ekkert minna. Þessi stofn hefur verið einangr-i aður allan þennan tíma,' kynbættur af fellivetrum, harðgerður og hraustur, ólíkur öllum öðrum og hvergi til nema hér, hlaupaþolinn, fjölhæfur í gangi, fjörmikill og vitur, og þannig hefur hann ætíð verið og lagað sig að hörðu landi. En allt í einu varð hesturinn óþarfur því að vélar tóku við verkum hans.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.