Dagur - 22.12.1972, Síða 8

Dagur - 22.12.1972, Síða 8
8 JÓLABLAÐ DAGS Hann var til engra verka nýtur, var því um skeið tilgangslaus, óklipptur hippa- lýður, í högum vetur og sumar, en þá var hann vakinn upp. Áhugamenn um hesta og ýmiskonar tómstundamenn í þéttbýli vöktu hann upp frá dauðum, gáfu honum gildi sem gleðigjafa mannsins og eru að gera úr honum sporthest. Og þá var skammt til þeirra þáttaskila, sem nú eru, er erlendir menn fóru að sækjast eftir honum og greiða fyrir hann ört hækkandi verð. Stöðvaður mun væntanlega útflutning- ur á ótömdu og villtu stóði, en þess í stað seldir gæðingar eingöngu. Og nú á það ekki öllu lengur að vefjast fyrir mönnum, að hefja stefnumarkandi kyn- bætur á íslenzkum hestum við hæfi vandlátra kaupenda. íslenzka hesta- kynið hefur aldrei komizt í snertingu við kynbætur, sem því nafni getur heit- ið, þótt náttúruúrval hafi átt sér stað. Því er það mjög auðvelt, að stórbreyta hestunum strax í fárra ættliða ræktun, og svo er um önnur óræktuð dýr. Stærð, vaxtarlagi, lit, ganglagi og and- legum hæfileikum má beina í ýmsar áttir og hlý.tur að verða gert. Og nú fæðast á ný gæðingsefni í hverju fol- aldi, fyrst um sinn á völtum vonum óskhyggjunnar, en áður en langt líður með kynbætur að kjölfestu. Við þurfum svo jafnframt öllu þessu að verkmennta tamningamennina okk- ar, svo að þeir verði því starfi vaxnir að ná því bezta fram í hverjum hesti. Mættum við svo sjálfir og hér innan- , la/ids njó.ta unaðssemda gæðinganna og einnig sportveiðanna, því að fleira er , yerðmætt í lífinu en útflutningur og gjaldeyrir. Látum svo útraptt um sport á hestbaki og sport við veiðiárnar fögru. Náttúruvernd ber hátt á þessu ári og er það vel, því að umhverfi mannsins er hluti af lífskjörum hans. Sand- græðsla, landgræðsla, skógrækt og hverskonar ■ gróðurvernd er nú mikils metin og til hennar varið fjármunum, en einnig lofsverðri sjálfboðavinnu, einkum ungs fólks. Enginn þarf að kvíða framtíð landsins eða þjóðarinnar, á meðan fjöldi ungmenna rækir skyld- ur sínar við ættjörðina á þann hátt. En í þessu sambandi dettur mér oft í hug, hvers vegna það er svo mjög vanrækt, jafnvel á vakningartímabili í hverskonar náttúru- og gróðurvernd, og á tímum hinna miklu skólagöngu, að kenna börnum og ungu fólki stafróf náttúrunnar. Hve margir eru þeir ekki, sem ganga blindir um græna jörð og þekkja engin deili á gróðurríkinu? Og ekki heldur á því margbreytilega lífi, sem lifir og hrærist í grassverðinum á hverri þúfu, þegar vel er að gætt. En stundum er harðara undir fæti, grjót og meira grjót, en hve margir vita þá hvað þeir hafa undir fótum? Já, jafn- vel fuglarnir eru bar'a einhverjir fuglar, þekkjast frá öðrum dýrum á vængjun- um, eins og englar frá vondum sálum. Hér þarf að verða breyting á. Það þarf að opna almenningi náttúruna með aukinni þekkingu, svo að hún verði, með öllum sínum undrum og töfrum dýrmæt eign almennings. Þá verður gróðurverndarstarfið auðvelt. Tæplega getum við til þess ætlast, að ólæsir hafi mikinn áhuga á bókasöfn- um eða fágætum ritum, hversu verð- mæt sem þau kunna að vera læsum mönnum. Á líkan hátt er því farið með náttúruskoðunina og þess að njóta náttúrunnar. Við höfum vanrækt um of, að gera uppvaxandi fólk stautfært á þá bók og allar gersemar hennar, sem við blasa á sumardegi, þegar malbikun og bílum sleppir. En það þykist ég hafa séð nokkuð glögglega, að ungt fólk, sem fengið hefur einhverja leiðsögn í þessu efni, nýtur hennar æ síðan, löngu eftir að flest minnisatriði frá skólaárum eru gleymd. íslendingar hafa nú stytt hjá sér vinnutímann, hvort sem það nú var skynsamlegt eða ekki og sett lög þar um. Hjá þorra launafólks eru nú tveir frídagar í viku, þótt guð léti sér nægja cinn í gamla daga, enda verkfæralaus. Auk þess eru svo sumarleyfin. Fólk flýgur um hálfan hnöttinn til að liggja í sandi og sólskini í nokkra daga á fjar- lægum furðuströndum og veit ég fátt innihaldslausara á sumartíð. Oðru máli gegnir að kynnast löndum og háttum þjóða og koma menn fróðari heim. Helgarfrí og sumarfrí ætti að sam- ræma vakningaröldu um gróðurvernd og umhverfisvernd, til skoðunarferða og aukins skilnings á djásnum landsins, þörfum þess og takmörkunum, og þann þátt eiga skólarnir að styðja af alefli. En vissulega koma sólarlönd og sand- strendur í hugann, þegar fólk þarf sumarauka og þegar farið verður að dreifa sumarleyfunum á allt árið, vegna hagkvæmni í atvinnurekstri. Nú hafa margir meiri fjármuni handa á milli en áður þekktist og einn- ig meiri frítíma. íslendingar eru öðrum meiri bókmenn, einnig skákmenn frá fornu fari og refskákmenn í stjórnmál- um, lagaflækjumenn, áhlaupamenh til starfa, hagir menn og margfróðir, sjálf- stæðir og vinfastir, og er þessi lýsing úr gamalli bók, sem líklega á við enn í dag. En þeir hafa ekki lært að nota frítímana sína enda fáir fyrrum, og eru þá flestum ráðalausari ef þeir hafa ekkert fastákveðið fyrir stafni. Hneigj- ast þá margir til stórdrykkju, svo sem mánudagarnir bera vitni. Þeir rétta sig þó af að lokum. Hitt er öllu verra, að í landinu eru nú hundruð ef ekki þús- undir ungmenna með hippaeinkennum, sem líkt er ástatt um og hrossin okkar þegar enginn hafði þeirra not, og þau gengu bara í haganum. Þetta unga fólk á sér ekki nægilega skýr markmið, ef þau eru þá nokkur, og þjóðfélagið 'hef- ur ekki skapað því þau. Hið frjálsa val nýs tíma og hin óteljandi tækifæri, virðast vera þessu fólki fjötur um fót, hvernig sem það má vera. Fyrrum var flestum markaður bás í þjóðfélaginu og þótti hann oft þröngur. Þá varð bónda- sonur bóndi og sjómannssonur sjómað- ur og þá voru engin unglingavandamál. Bjartsýnir áhugamenn vöktu ís-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.