Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 12
12
JÓLABLAÐ DAGS
og harðgerðir, loðnir og þola vel
kuldann á vetrum. Þeir eru látnir
ganga úti á meðan þeir ná til jarð-
ar og þeir eru duglegir að krafsa
snjóinn til að ná í grasið. Þá eru
hreindýr á sumum búum og eru
þau tamin til dráttar. Þau fljóta á
snjónum þótt allt annað ætli að
sökkva í lausum snjó.
Ekki má gleyma hundunum.
Veiðihundarnir eru stórir, fljótir
og vitrir. Þeir eru í miklum met-
um, alveg í séríiokki. Gæluhundar
eru líka til og mörgum þykir vænt
um þá, en þeir njóta ekki slíkrar
virðingar sem veiðihundarnir.
Það skemmist ekki mikið, sem
einu sinni liefur horfið til moldar-
innar?
Nei, og þess vegna er það, að
mammútar finnast ekki aðeins í
heilu lagi og furðu lítið skemmdir,
í jiirðu, heldur finna menn í maga
þeirra ómeltar fóðurleifar, sem
gefa ýmiskonar vísindalegar upp-
lýsingar. Landið er fullt að fornum
dómum, sem nú er vaknaður áhugi
á að rannsaka. En landið er einnig
fullt af ýmiskonar unaði, sem þétt-
býlli staðir sakna, og á ég þar t. d.
við dýralífið í skógunum miklu,
blómstóðið á sumrin og hina
ósnortnu náttúru í frumskóginum.
En þrátt fyrir kuldann í jörðinni,
eru sumrin svo heit, að skógarnir
dafna vel, svo og margskonar jarð-
argróður. Ávaxtatré höfum við að
vísu ekki, en hveiti og margar aðr-
ar korntegundir. Grænmeti er mik-
ið ræktað og tómatar þroskast vel
úti, án gróðurhúsa.
Og þú minntist á blómin?
Ilvergi hef ég séð annað eins
blómahaf og víða er heima. Og þar
hef ég til dæmis umhverfi Moskvu
til samanburðar, en þar ferðaðist
ég víða um og gróðrarfegurð er þar
með réttu við brugðið. Hið sér-
kennilegasta við gróðurinn heima
er það, hve snemma hann blómgast
á sumrin, og svo hitt, að litirnir
skiptast á alveg sérstæðan hátt,
þannig, að á stórum svæðum eru
blómin hvít en á öðrum rauð eða
gul, og við vötnin eru vatnsbakk-
arnir oft xaktir bláum blómum.
Öll eru blóm þcssi villt. Túlipanar
í skóginum og fleiri lauktegundir
með mismunandi lit, hafa sín sam-
félög og umráðasvæði eins og þjóð-
flokkarnir.
En runnar og tré?
Birkið er algengt, einnig greni
og lerki, en ég veit ekki íslenzku
nöfnin nema á fáum tegundum.
Runnar eru óteljandi og margir
þeirra bera gómsæt ber, sumir
algengir hér og á öðrum Norður-
löndum, en aðrir einkennandi fyrir
okkur austurfrá. Þá má geta þess til
gamans, að auk hverskonar berja á
runnum, vex ákaflega mikið af
góðum jarðarberjum, sem þroskast
vel á sumrin og allir mega taka af
eftir því sem þeir vilja. Man ég
hvað við börnin vorum sólgin í
jarðarberin fyrst á sumrin og átum
og átum þangað til okkur varð illt
af þeim og þurftum þá að gera hlé
á, þar til okkur batnaði í magan-
um. Jarðarberin sem við borðuðum
mest af, uxu t. d. á löngum kafla
meðfram fáförnum vegi í skógin-
um og voru þar einráð beggja meg-
in. Húsmæður tóku mikið og
geymdu til vetrarins. Þá var safnað
miklu af villtum graslauki. Hann
var saxaður og saltaður í tunnur,
sem síðan voru geymdar í jarðhús-
inu.
Landið mun auðugt af námum?
Víða eru málmar í jörðu, bæði
gull og demantar í nágrenni Lenu.
En svo höfum við líka „hið mjúka
gull“, en það eru loðskinnin, sem
stundum eru kölluð svo. Refir,
úlfar, bjarndýr, hreindýr, kanínur,
merðir, íkornar og jafnvel safalar
eru algeng veiðidýr í skógunum.
Af refum eru þrjár tegundir, hvítir,
rauðir og svartir. Kjöt veiðidýra er
til matar en skinnin eru verkuð og
þair notuð í klæðnað, eins og gefur
að skilja.
En þá eru skógarnir sjálfir ótald-
ir, en þeir eru ómetanlegir og þeir
veita fr'rlki flestar nauðsyn jarnar og
eru tengdir bæði trú og siðum.
Listiðnaður úr tré?
Já, margskonar. Úr birkinu voru
til dæmis búnir til bikarar, eigin-
lega helgir gripir, að öllu búnir til
með einum tálguhníf og það hefur
verið seinlegt verk. Þegar þessir
bikarar hafa verið smíðaðir, éru
þeir soðnir lengi í smjöri. Þá verð-
ur viðurinn — birkið — dökkbrúnt
á lit og verpist aldrei né springur.
En svo eru þessir bikarar aðeins
notaðir þegar sumri er fagnað ár
hvert í júní, með þriggja daga
hátíð. Þá er nú regluleg liátíð. Þá
er búinn til sérstakur drykkur, sem
aldrei er notaður nema þá. Fyrst er
búinn til drykkur úr kaplamjólk
og fleiri efnum. Síðan er smjör
brætt í potti og helt svo heitu yfir
ískaldan drykkinn, sem þá hleypur
saman að vissu marki og verður
kornóttur. Þetta er einstaklega ljúf-
fengt og reglulegur heilsudrykkur.
Ef eitthvað gengur af á hátíðinni,
er það vandlega geymt í jarðhúsinu
og notað á meðan endist. En þessi
drykkur er vandgerður og ekki
allir, sem kunna að búa hann til.
Eru gefin út blöð á líkan hátt og
hér?
Eftir byltinguna miklu hófst
blaðaútgáfa. En í gamla daga,
eins og kallað er, komu engin
blöð og þá voru farandmenn á ferð-
inni, einn og einn, sem scigðu frétt-
irnar. En þeir höfðu þann hátt á,