Dagur - 22.12.1972, Síða 14

Dagur - 22.12.1972, Síða 14
14 JÓLABLAÐ DAGS in, víðs vegar um landið. Ekki eru þau verulega frábrugðin íþróttamótum þeim, sem hvarvetna eru haldin. En í sambandi við íþróttirnar get ég ekki stillt mig um að geta glímunnar heima, því að hún er næstum eins og íslenzka glíman. Þessi glíma er eflaust eitt af þeim rannsóknarefnum, sem gaman væri að fá einhverja skýr- ingu á. Fara stúlkur með byssu? Ekki er veiðiskapurinn talinn kvenmannsverk. En oft fór ég með byssu þegar ég var unglingur og varð leikin í því að skjóta í mark. Naut ég þar bróður míns, en við vorum samrýmd og vorum mikið saman að starfi og leik. En einu sinni, er ég var að skjóta úr hagla- byssu, sló byssan mig svo mikið, að mér hvarf löngunin til að skjóta úr haglabyssum. Til eru veiðikonur, sem stunda veiðar eins og karl- menn, en þær eru fáar. Eru systkini þín eins langförul og þú? Nei, nei, þau eiga sín heimili í föðurlandinu. Við erum þrjár syst- urnar og bróðir minn, sem nú er fimm barna faðir, skákar mér, og önnur systir mín á ellefu börn, en sjálf á ég fjögur. En fyrsta barnið okkar, sem nú er níu ára telpa og gengur hér í barnaskóla, fæddist í Moskvu, þegar ég og maðurinn minn, Magnús Jónsson, áttum þar heima og vorum bæði við nám þar. Faðir minn féll í stríðinu þegar ég var lítil, svo að ég man ekki eftir honum, en föðurbróðir minn tók okkur að sér og hjá honum uxum við upp, systkinin, og móðir okkar var með okkur. Það voru erfiðir timra og voðalegir í stríðslokin go eftir stríðið. Þá dó fólkið úr hungri og var jarðar, 8—12 lagt í siimu gröf og spýta sett á moldarhauginn..,, Við sultum þó ekki mikið, svo ég I muni, og auðvitað áttaði maður sig ekki á því hvernig þetta allt gekk til, fyrr en löngu síðar, þegar manni fór að vaxa vit. Þú laukst leiklistamámi í Moskvu? Já, við GITIS eftir 5 ára nám. Síðan áttum við að fara í leikför til Jakutsk og sýna 4 verkefni, sem við æfðum til ríkisprófs. En þá vildi ég síður fara í þessa för og sagði aðal kennara mínum það. Hann var alveg hissa á þessu. Ég varð þá, til frekari skýringar að segja honum, að ég væri að byrja að þykkna und- ir belti. Hann blés þá mæðulega og sagði eitthvað á þá leið, að svona gengi það. Og svo flutti ég til ís- lands og fæddi íslending og síðar aðra tvo, og nú hlær leikkonan björtum og innilegum hlátri, og segir, að lífið sé einkennilegt, en það sé ákaflega gaman að lifa, einkum af því að lífskjörin batni stöðugt, bæði austur í hennar strjál- býla og fagra landi og einnig hér á íslandi. Þú hefur stundað leiklist eitt- hvað hér á landi? Til dæmis lék ég í Hárinu hjá Leikfélagi Kópavogs. Ennfremur hef ég veitt tilsögn í látbragðsleik og raddbeitingu og hef alltaf haft meira en nóg að gera, miklu meira en ég hef með góðu móti komizt yfir. í sumar setti ég saman pró- gramm og skemmti hingað og þangað, meðal annars hér á Norð- urlandi á árshátíðum Framsóknar- manna. Er mikið sungið á þínum heima- slóðum? Já, flestir syngja og hafa yndi af söng, og syngja oft við vinnu sína. Söngurinn er hluti af sjálfu lífinu. Lengi áttum við heldur lítið af hljóðfærum, og þau voru flest allt önnur en hér þekkjast. En eitt af giimlu hljóðfærunum okkar var munnharpan, kölluð Komús. — Söngvarnir okkar heima snúast um hetjudáðir, ævintýri og fornar sög- ur, en umfram allt snúast þeir um dásemdir náttúrunnar, sem við unnum öll svo mikið og heitt. Hefur þú heimjná? Stundum langar mig heim, og mest þegar vorar, því að vorið heima er alveg sérstakt og það lokk- ar og seiðir. Helzt vildi ég fara svo snemma sumars að ná í sumarhátíð- ina, sem ég sagði áðan frá, og hver veit nema að ég fái ósk mína upp- fyllta? Ég elska auðvitað landið mitt og fer ekki í neina launkofa með það né heldur þjóðerni mitt. En vanþakklát væri ég í meira lagi, ef ég viðurkenndi ekki einnig ís- land, sem dásamlegt land, sem hef- ur búið mér og börnunpm skemmti legt og tilbreytingaríkt líf. ísland á sína fegurð, en hún er allt önnur en heima og ísland á sína miklu möguleika, og þeir liggja flestir á öðrum sviðum en heima í mínu landi. Og hér er fólkið elskulegt, eins og mitt fólk austurfrá. En hér gildir hið sama og um tilfinningar til móðurinnar. Enginn er eins og móðir manns, hversu góð sem fóstr- an er. Mér finnst dásamlegur tími núna, þegaj snjóar. Það ?r notalegt að búa undir snjónum, í skamm- deginu. Stundum hugsa ég heim, en hef sjaldan tím'a til dagdrauma. Heimilið krefst umiinnunar og starfið utan heimilis einnig. Það er alveg dýrlegt að geta helgað sig Jiessu tvennu á meðan maður er ungur og hraustur, annað hefði naumazt nægt mér, lield ég, segir frúin að lokum og Jrakka ég við- talið. E. D.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.