Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 15

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 15
 15 JÓLABLAÐ DAGS ^ssgS SÆMUNDUR G. JOHANNESSON: „Þegar ég f æ tóm,...” (Felix landstjóri) Glaða barnið, gullið mitt, Guð vill eiga hjarta Jritt, blessa vill hann bernskuævi þína. — Ég þarf að stökkva, stíma, standa á höfði og glíma. Ég hef ei tóm að liugsa um sálu mína. Fagra æska, frjáls og ung, finnst þér námsins byrði þung? Fel þú Guði framtíð, sálu þína. — Við margt ég þarf að leggja mig í líma: lærdóm, knattleik, dansinn. Engan tíma hef ég til að liugsa um sálu mína. Ungi maður, unga mær, er þér Drottinn Jesús kær? Viltu helga honum sálu þína? — Ég brenn af ástar bríma, blátt áfram hef ei tíma til að hugsa hót uln sálu mína. Kæri herra, heiðursfrú, hallar degi lífsins nú. Viltu gefa Guði sálu Jrína? — „Það liggur við mig langi til að kýma! Mér lífið gefur ekki nokkurn tíma! Ég hef ei tóm að hugsa um sálu mína.“ Elli, nú er komið kvöld, kaldur dauðinn tekur völd. Fel þú Kristi að frelsa sálu þína. — Borið hef ég baggann minn, bera skal hann enn um sinn! Aldrei hef ég hugsað um sálu mína. Bak við luktar dauðans dyr dæmdur maður skelfdur spyr: Mun mér aldrei miskunn Drottins skína? — Heyrist út um aldageim ög úín mýrkan kvala heim: Gf seint, of seint að hugsa um sálu sína. 1 I | f I | t f t <3 -5- t ! t f t f t t t 4k I t t t 1 t -— Kom til Jesú, kom í dag, köm og tfygg þífiii sálarhag, Jesú fel að írelsa sálu Jn'na. © Hann þér gefur lífsins ljós, líka sinnar elsku rós. <jj „Frelsari minn, ég lel þér sálu mína.“ f f t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.