Dagur - 22.12.1972, Síða 18
18
JÓLABLAÐ DAGS
um þær mundir alveg niðursokk-
inn í bókarþýðingu, hafi samsæris-
fólkinu þótt öruggt, að ég mundi
segja já við hverju sem væri. En
Jiessu trúir hvorki þú né ég. Konan
fékk að vísu ískistu, sem és: boroaði
með sjálfsögðu eiginmannlegu ljúf-
lyndi. En svarið við spurn þinni
mun vera sem næst réttu þannig:
Haustið 1962 hafði ég sagt af
mér prestsskap í Húsavík. Fyrr á
árinu hafði ég legið rúman mánuð
á sjúkrahúsi og var ekki alls
óhræddur um, að mín biði upp-
skurður, þótt dragast kynni. Auk
Jress virtist mér þjóð mfn sýna hrað-
vaxandi hollustu við menningar-
tegund, sem ég á enga samleið með.
Bezt væri að láta ungu prestana
um, að skilja og tala við sína sam-
tíð. Fleira vakti fyrir mér, svo sem
löngun til livíldar og næðis við fúsk
og dótarí — fyrir utan ýmislegt, sem
ég hafði ekki grun um sjálfur, en
öðrum var fullkunnugt, svo sem
brátt kom í Ijós. Mér fannst ég ekki
vera að hlaupast af hólmi. Hafði
verið í prestsskapnum 41 ár og var
hvort sem var, aldurs vegna, að
komast fram á hryndingarbrún
„embættisstapans“.
Ég var búinn að vera 19 mánuði
á lausum kili, Jregar mér var boðið
starf í Hálsprestakalli. Stutt að fara
frá Húsavíkl Eftir 26 ára prófasts-
starf var ég ekki ókunnugur í Háls-
prestakalli. Hafði oft komið í Háls.
Þegar frændi minn, síra Björn O.
Björnsson, gerðist þar prestur,
sýndi hann af sér það röskleika-
bragð, að láta byggja þar allvand-
aða og vistlega prestsíbúð, enda
þótt svo stæði á fyrir þjóðarbúinu,
að slík tiltæki voru í minnsta máta
vinsæl. Það er enn gott, að búa í
þessu húsi, þótt aldurfjórðungs-
gamalt sé. Smávegis viðhaldslag-
færingar bíða þess, að iðnaðarmenn
þurfi atvinnu. Jæja — með því að
ég hafði góða reynslu af því sem
ungur maður, að umgangast
bændafólk, ög með því líka að
heilsan virtist fara batnandi, fannst
mér að ég ætti að geta þjónað litlu
sveitaprestakalli sómasamlega eitt
ár eða svo. Og jretta varð að ráði.
Skömmu síðar mætti ég á götu í
Reykjavík tveim stéttarbræðrum
mínum, hvorum í sínu lagi, og
spurðu báðir hvort satt væri það, er
Jreir höfðu frétt. Já, reyndar. Með
miklum fortölum reyndi ég að
sýna Jreim fram á, að nú ættu þeir
að fara og gjöra slíkt hið sama.
Fjöldi sveitaprestakalla væri þjón-
ustulaus. Þeir væru orðnir rosknir
menn og þyldu varla mikið lengur
ofannríkið í höfuðstaðnum. í sveit-
inni fengju þeir næði til ritstarfa,
t. d. til sjálfsævisöguritunar. Auk
Jress ættu þeir sjálfsagt dreifbýlinu
eitthvað að Jrakka — báðir fæddir
þar og uppaldir. Það væri því bæði
fallegt af þeim og skynsamlegt, að
koma nú til liðs við bændafólkið,
sem svo margir hefðu brugðizt.
Annar varð sjáanlega stórhrifinn af
hugmyndinni. Hinum ofbauð fjar-
stæðan. Hvorugur hefir sótt um
prestakall „úti á landi“.
Hvemig er J>að, að vera prestur í
Hálsprestakalli?
Nú — alveg ljómandi, í tveim
orðum sagt! Svo vel hefir okkur lið-
ið meðal Jressa fólks, að við höfum,
sjáðu, gleymt okkur — ekki tekið
eftir Jrví, hvernig árin liðu, svo að
dvöl okkar á Hálsi, sem ráðgert var
að yrði 1 ár, hefir teygzt í 8 ár og
hálft. Allir söfnuðirnir láta sér
annt um kirkjur sínar og grafreiti.
Engin ástæða til að kvarta undan
messusókn. Sjaldan undir 50%;
stundum yfir 100%; hæst 250%
(Illugastaðir, um sumarbúðatím-
ann). Slíka messusókn gæti stórþétt-
býlið ekki haft, þótt til kæmi að-
stoð alls Suðurlandsundirlendisins.
Ég hefi verið nokkuð fús til að
messa, hvenær sem ekki bönnuðu
veður og vegir, eða almennt knýj-
andi annríki, eða kirkjulegir fund-
ir, eða kosningar, eða þjóðhátíðir,
eða íþróttamót. Samt hefir mér gef-
izt tóm til að dunda við skriftir,
teikna 3 nótnabækur (þ. á. m.
„Unga kirkjan"), moka mold og
bisa við grjót og hlaða kanta, háa
og langa, prestsseturslóðinni til
björgunar og verndar. Því miður
hefi ég ekki séð mér fært, að þjóna
söfnuðunum með neinum veruleg-
um „umframskyldu“-verkum —
nema ef nefna mætti það, að á
vetrum höfum við hjónin haldið
uppi söngæfingum, sameiginlegum
fyrir prestakallið sitt. Herbergja-
skipan á Hálsi leyfir vel æfingar
fyrir um 30 manns. Samfundir þess-
ir hafa þótt ánægjulegir og fólkið
í löngum dal og djúpu skarði hefir
kynnzt. Og hvað svo? Meðal annars
það, að Jregar eftir fyrsta veturinn
kom söngfólkið óbeðið og gerði
prestshúsið hreint, hátt og lágt, og
hefir haldið þeim sið síðan. Konu
minni hættir til að tárast af hrifn-
ingu yfir þessari elskulegu hugul-
semi fólksins. Einnig ég kunni
hana vel að meta. A. m. k. hefi ég
ekki erft það, að blöð mín sum, sem
áður voru á vísum stað (ef ekki á
skrifborðinu, þá á sófanum eða á
gólfinu), fundust misjafnlega fljótt
eftir Jressa aðsópsmiklu fram-
kvæmdir.
Kusu þeir J)ig ekki í hrepps-
nefnd, úr því að þér dvaldist svona
lengi á Hálsi?
Ónei. Ekki svo mikið sem í
mjólkurfélagsstjórn. Hreppsbúar
vissu ekki, fremur en ég, að ég
mundi sitja svona fast, og upp-
götvuðu, held ég, aldrei almenni-
lega fjármálasnilli mína. Aftur á
móti var okkur hjónunum strax
boðin kennsla við barnaskcdann að
Skógnm. Konan kenndi dönsku og