Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 19

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ DAGS 19 söng, ég aðallega kristinfræði. Starf þetta reyndist okkur sérlega geð- fellt. í Skógum er líka símstöð og pósthús og áttum við þangað oft önnur erindi. Þar var gott að koma, allt andrúmsloft staðarins, heimilis og skóla, frjálslegt og glaðlegt, og símstjórahjónin fyrirgreiðslufús og veitul — að hætti forvera þeirra, svo sem rómað er. Þarna þóttumst við líka liitta fyrir talsvert óvenju- legan mann að hæfileikum og skyldurækni, skólastjórann, Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum. Á þessum dögum tíðra skólaupp- hlaupa og hávaða, með tilsvarandi tæpum kennsluárangri, hefir þessi litli Skóga-skóli orðið mér talsvert1 umhugsunarefni. Sem heimavistar- skóli hefir hann frá upphafi verið einn hinn frumstæðasti að ýmsum frágangi og þrengslum. Kennara- stofan rúmar svefnsófa, borð undir glugga, þægilegan stól undir lítilli bókahillu hátt uppi á vegg, þar utan lítið veggborg og klæðaskáp, og hreint ekki meira. Tvær nem- endadeildir hafa löngum skipzt á um skólasetu hálfsmánaðarlega. Hvor deild hlaut því aðeins hálfs vetrar kennslu. Þetta virðist þó yfir- leitt ekki hafa komið að sök, er Skóga-nemendur héldu brott til framhaldsnáms. Ber það kennsl- unni vitni. í Skóga-skóla varð ég ekki var neins námsleiða. Börnin hlökkuðu til að fara og koma eftir hverjar 2 vikur. Þar var heldur ekki nein óeðlileg kennslutruflun. Hegðun barnanna virtist sýna, að þau hefðu verið tamin við gott meðalhóf ástúðar og aga. Engin furða að námstíminn nýttist vel. —' Nú hefir Skóga-skóli verið lagður niður. Jón hefir látið af skóla- kennslu, enda senn sjötugur. í um 40 ár hefir hann lengst af verið einn um kennsluna, og einn um að sinna þörfum litla fólksins á nóttu sem degi. Skil ég það nú betur en áður, að eins manns heimavistar- skóli útheimtir þvílíkt starf, áð ekki er lengur eftir þvf sótzt. Til þess að leysa það af hendi með heiðri, þarf mikla hæfni og dreng- skap. Hvað tekur nú við í Hálspresta- kalli? Veit það ekki. Vona bara að það fái prestsþjónustu sem fyrst. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu, að þangað vilji nú koma ung prests- hjón (til tilbreytingar), sem uni sér þar hið bezta næstu 10—50 ár? Þau fengju húsnæði eftir tímans kröf- um. Svo kann líka að fara fyrr en varir, að fólk vilji heldur búa í nágrenni við þéttbýli en í því, og ' þá lægi Háls ákjósanlega milli j 'Húsavíkur og Akureyrar. Skammt > frá er Mývatnssveit með sína sum-j artöfra. Því hefir verið haldið fram, * með réttu, að Hálsprestakall sé of lítill starfsvettvangur fyrir áhuga- saman og dugandi rest. Nú stækkar áá vettvangur verulega, ef eðlileg og næsta æskileg samvinna tekst ! með sóknarpresti og myndarlegri "menntastofnun,. sem þegar hefir tekið til starfa innan prestakallsins ' við góðan orðstír — barna- og ungl- ingaskólinn að Stórutjörnum, Snjó- þungt getur orðið í Fnjóskadal og Ljósavatnsskarði, og oft var Vaðla- heiði vegartálmi. Eri nú mun vera afráðið, að leggja nútímaveg frá Akureyri um Víkurskarð, allt að hinni nýju Fnjóskárbrú. Örugg- lega hefir vegamálastjórn fyrir löngu veitt því eftirtekt, að um Ljósavatrisskarð liggur einn fjöl- farnasti og hörkukeyrðasti vegar- spotti landsins. Sú bið, sem orðin er á því, að gera hann nokkurn veg- inn keyrslufæran allt árið, er án efa bið eftir því, að geta vandað til hans nógu vel. Varla dregst það lengi úr þessu. Ungu hjónin, sem koma í Háls, þurfa naumast svo mjög að kvíða samgöngum fram- tíðarinnar. Því síður umgengninni við fólkið — eins og það er nú og verður um sinn, sinnugt, hófsamt og velviljað. í Hálsprestakalli fyrir- finnast ekki drykkjuskaparheimili. Svo vel er þar hugsað um börn, að þar hefir barnaverndarnefnd lengi ekkert haft að gera. Eftir hverju sækjast prestar, ef þeir geta ekki hugsað sér að starfa og una, a. m. k. um eitthvert skeið ævinnar, við sí- batnandi aðstæður (húsakynni, samgöngur, sjónvarp) í sveitum landsins? Væntanlega flytur þú til Húsa- víkur? t Sú er ætlunin. Ég á þar dætur og tengdasyni, sem mundu reynast ’ mér vel, ef ég yrði sjúkur eða elli- ’ ær. Og í Húsavík — að Höfða- ^brekku 13 — telst ég eiga litla, en þægilega íbúð. Eg á annars dálítið skemmtilega minningu í sambandi við smíði þessarar íbúðar. Árið 1905 réðst ég í það, ásarnt tengda- syni mínum, að byggja tveggja íbúða hús, en hafði heldur lítið til að leggja í púkkið. Ári síðar var mér bent á, að ég hefði rétt til eftir- launa, }ró að ég væri aftur kominn á embættislaun. Skundaði ég þá seint um haustið til Reykjavíkur til að sækja boldangsmikla fjárupp- hæð. Dag einn voru mér greidd ótekin eftirlaun um 250 þúsund krónur. Stakk ég þeim í hægri buxnavasann. Að svo búnu hélt ég yfir á skrifstofu B.S.S.R. og tók við húsbyggingarláni, sem nam nokkru yfir 250 þúsund krónur. Þeim stakk ég í vinstri buxnavasann. Og nú, er ég gekk út á Hverfisgötuna og mér varð litið til baka yfir fjár- málaferil sjötugrar ævi, sá ég um leið hve skringilegt það var, að vera kominn þarna allt í einu með i/2 milljón í mínum eigin buxnavös- uml Og dálítið notalegt líka. Því að þótt fúlgan væri að meiri liluta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.