Dagur


Dagur - 31.01.1973, Qupperneq 1

Dagur - 31.01.1973, Qupperneq 1
*T kopral IJIJI mor % LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 31. jan. 1973 — 5. tölublað SAMÞYKKT BÆJARRÁDS Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar þann 25. janúar 1973 var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Akureyrar sendir bæjarstjórn Vestmannaeyja og Vestmannaeyingum öllum ein- VAKTAVINNA Á SKAGASTRÖND Skagaströnd 30, janúar. Síðasta laugardag var hér haldið hið árlega þorrablót kvenfélagsins í félagsheimilinu Fellsborg. Fór það hið bezta fram og var fjöl- mennt. Hingað komu gestir alla leið frá Reykjavík til að blóta þorra með okkur og taka þátt Þeir bátar, sem veiða rækju í vestanverðum Húnaflóa, hafa aflað ágætlega og hefur þetta skapað mikla vinnu, en unnið er á vöktum mikinn hluta sólar- hringsins, þegar mest veiðist. Rækjubátarnir eru fimm tals- ins, sem veiða fyrir Skaga- strönd. Arnar var seldur til Þorláks- hafnar í desembermánuði, svo að hér er aðeins einn bátur, Örvar, sem stundar togveiðar. Skagstrendingar hafa fengið lof orð fyrir einum nýju togaranna frá Japan og verður hann af- héntur í júlí í sumar. Hér, sem annars staðar, er verið að athuga hvað hægt sé að gera fyrir Vestmannaeyinga, bæði í húsnæðis- og atvinnu- málum, og byrjað er að safna fé á vegum kirkjunnar. Atvinna hefur verið allgóð, það sem af er árinu. X. FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI ÞAÐ hefur borið við fjórum sinnum að kvöldlagi í janúar- mánuði, að ráðist hefur verið að konum á Ytri-Brekkunni, norðan Þingvallastrætis. Af frá- sögnum kvennanna, sem fyrir árásunum urðu, má ætla að um kynóðan mann sé að ræða, sem þó hefur lagt á flótta eftir áflog. í fimmta skiptið reyndi svo maður í sama bæjarhluta að ráðast inn til konu einnar, gegn um glugga, en tókst ekki. Er full ástæða fyrir konur, að taka þessi atvik til umhugsunar, þar til sá seki verður tekinn úr um- ferð. □ lægar kveðjur sínar vegna nátt- úruhamfara þeirra, sem dunið hafa yfir Vestmannaeyjar, og lýsir því yfir, að bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að veita Vestmannáeyingum að- stoð og fyrirgreiðslu svo sem unnt er. Bæjarráð hefir skipað nefnd, sem kanna skal, hvert framlag Akureyrar gteur bezt orðið til stuðnings og hefir nefndin með höndum útvegun húsnæðis, at- vinnu og aðra fyrirgreiðslu fyr- ir fjölskyldur og einstaklinga frá Vestmannaeyjum, sem kynnu að vilja dvelja á Akur- eyri, þar til úr rætist í þeirra heimabyggð." Nefndin mun á laugardag (á Hafnarstræti 107 á Akureyri. morgun) opna skrifstofu að Símar skrifstofunnar eru 2 12 02 og 2 16 01. Akureyri, 26. janúar 1973. Þessa mynd tók Matthías Ó. Gestsson á gosstöðvanum á fimmtudaginn. Stöðugt gýs íVestmannaeyjum NÝJA fellið, sem myndazt hef- ur í Heimaey í Vestmannaeyj- um af gosinu, hefur verið nefnt Kirkjufell og var á mánudaginn orðið 180—185 metra hátt og kedulaga. Þann dag var gosið heldur minna en þó stöðugt. Hraunrennslið er austur af eld- gígunum, undir hraunstorku, og er höfninni ekki talin stafa hætta af því að svo komnu. Um og eftir helgina fóru hátt á annað hundrað manns til Eyja, menn úr flugbjörgunar- sveitum og víða að af landinu og skátar, til að vinna nauð- synjastörf. Einnig fóru á mánu- daginn 40 trésmiðir til Eyja og yfir 60 fóru á laugardag, og stöð ugt eru flutt verðmæti frá Vest- mannaeyjum til lands með skip um og bátum. Þá var búið að negla járn fyrir glugga gosmeg- in í húsum í þeim hluta bæjar- ins, sem nær er eldstöðvunum, til að koma í veg fyrir, að gló- andi gjallmolar komist í gegn um rúður og valdi fleiri hús- brunum en orðið er. Um 500 manns eru nú við skipuleg björgunarstörf í Eyjum. Um 100 hús eru ýmist horfin í viicurdyngjuna eða brunnin í Vestmannaeyjakaupstað. Búið er að flytja 650 fjár til lands, 40 ALÞINGI SAMÞYKKTI RAÐSTAFANIR VEGNA NEYÐARÁSTANDSINS ÞAR Hrossahépnr í fiugvél fil 'Noregs SÍÐASTA fimmtudag .fór héðan frá Akureyri þrjátíu og níu hrossa hópur með flugvél til Noregs, og var þangað komin eftir hálfan fjórða klukkutíma. Flugvélin kom frá Reykjavík með sextán hross, en hér tók hún svo tuttugu og þrjú hross til viðbótar og flaug héðan beint til Noregs. Árni Magnússon á Akureyri er umboðsmáður Magnúsar Aase, norsks hrossakaupmanns, og sá hann um kaup þessara hrossa hér á Akureyri og í nágrenni. Hross þau, er héðan fóru, voru tveggja til sjö vetra hryss- ur og tveggja vetra foli. Hæsta verð á taminni hryssu var 60 þúsund krónur, en meðalverð á ótömdum fjögurra til fimm vetra hryssum var 28—30 þús. krónur. Sem betur fer eykst skilning- ur á því, að út á að flytja tamin hross eingöngu, enda fer fjöldi taminna hrossa í útflutningi mjög vaxandi. Er hér um mikið fjárhagsatriði að ræða, sem nem ur allt að helmingi útflutnings- verðs á hrossum. Þá ber að hafa í huga, að tamningu útflutnings hrossa þarf að haga með sjónar- mið kaupenda fyrir augum. □ hross, en nautgripum, um 50 að tölu, var þegar lógað. í öllum nágrannalöndum okk- ar hefur eldgosið í Vestmanna- eyjum verið á dagskrá og söfn- un er hafin. En ríkisstjórnir þessara landa hafa ekki ennþá ákveðið hverskonar aðstoð þær muni vilja veita af opinberu fé. Öll erlend aðstoð, sem þegar hefur borizt íslenzkum stjórn- völdum, hefur verið þökkuð. Og umræður hafnar milli aðila um þessa aðstoð. Rauða krossinum hafði á mánudaginn borizt vitneskja um 164 íbúðir, sem standa Vest- mannaeyingum til boða. SKIP SÖKK OG ANNAÐ STRANDAÐI JÓN Kjartansson SU 111 sökk síðdegis á sunnudaginn 2 sjó- mílur út af Vattanesi. Fyrr um daginn, er verið var að dæla loðnu úr nót í skipið, lagðist það á hliðina og kom í það sjór. Nærstödd skip fylgdust með því á leið til lands. Voru þá aðeins þrír um borð, en hinir fóru um borð í Náttfara frá Húsavík og að síðustu þessir þrír einnig, svo að þar urðu engin slys á mönnum. Vélskipið Reykjanes GK 50 strandaði svo á mánudagsmorg- un á Hvalbak. Dagfara tókst að koma dráttartaug á milli skip- anna og dró Reykjanesið, sem er mjög skaddað, til Eskif jarðar. Ekki urðu heldur slys á skips- mönnum hins strandaða skips. Afmælisfundur Bændaklúbbsins verður í kvöld, miðvikudag, eins og sagt var frá í síðasta blaði. □ Á vegum bæjarstjórnar Akur eyrar hefur nefnd unnið að könnun húsnæðis. í ljós hefur komið, að á Akureyri eru 10— 12 íbúðir lausar, ásamt 30—40 einstökum herbergjum, sem standa til boða. í nágrannasveit um eru fáanlegar milli 10 og 20 íbúðir. Sumarbústaðir standa einnig til boða, orlofsheimilin á Illugastöðum og hús á Dag- verðareyri. Fötum hefur verið safnað á Akureyri til þeirra fjölskyldna, sem þangað komu frá Vestmannaeyjum. Bæjar- stjórn Akureyrar hvetur fólk, sem lánað getur húsnæði, að hafa þegar samband við nefnd- ina. Á mánudaginn var samþykkt samhljóða þingsályktunartillaga frá ríkisstjórninni um neyðar- ráðstafanir vegna jarðeldanna í Vestmannaeyjum og var tillag- an frá ríkisstjórninni, en flutt af Ólafi Jóhannessyni forsætis- ráðherra. Gerir þingsályktunar- tillagan ráð fyrir, að kosin verði nefnd, skipuð sjö alþingismönn- um og skal nefndin gera tillögur um neyðarráðstafanir vegna eld gossins á Heimaey og um fjár- öflun vegna þeirra. í nefndina voru kosnir: Eysteinn Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór E. Sigurðsson, Hannibal Valdi- marsson, Ingólfur Jónsson, Jó- hann Hafstein og Lúðvík Jósefs son. Nefndin skal þegar hefja starf og skila tillögum sínum í frumvarpsformi, svo fljótt sem kostur er. Tillögur nefndarinn- ar skulu við það miðaðar, að tjón af völdum náttúruhamfar- anna séu bornar af þjóðinni allri. □ GEFA A FJORÐA ÞÚSUND KR.HVER Laxárdal 30. janúar. Við höfum verið að safna fé hér í Laxárdal handa Vestmannaeyingum. Varð söfnunin 111.717 krónur, sem er 3.256 krónur á hvern íbúa. Yngsti gefandinn var átta ára og gaf hann Vestmannaeyja börnum allt, sem hann átti í sparibauknum sínum eða 117 krónur. Hér rigndi allmikið í gær- kveldi, ofan í föl og er því storka. Ég tel þetta vera veðra- bezta janúarmánuð, sem ég hef lifað og annan þann hlýjasta. Hér í dalnum er hægt að fá tvær stórar og góðar íbúðir, að ég hygg, og sennilega einnig vinnu. Þessar íbúðir standa auðar og upphitaðar. G. Tr. G. TILLAGÁ HÚSVlKINGA BÆJARSTJÓRN Húsavíkur gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum þann 25. janúar. Bæjarstjórn Húsavíkur send- ir Vestmannaeyingum kveðjur sínar og lýsir aðdáun á æðru- leysi þeirra í viðureign við náttúruöflin. Bæjarstjórn Húsavíkur býð- ur fram alla þá fjárhags- og fé- lagslega aðstoð sem henni er unnt að veita í samvinnu við bæjarstjór* Vestmannaeyja. Bæjarstjér* hefur í dag sent hæstvirtum félagsmálaráðherra eftirfarandi skeyti: „Vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum bendir bæjar- stjórn Húsavíkur á þá hugmynd að þér leyfið aukaálag á útsvör á yfirstandandi ári, sem myndi sjóð til styrktar Vestmannaey- ingum. Álagningaprósenta verði hin sama á alla útsvarsgreið- endur í landinu og ákveðist af yður.“ Húsavík, 26. janúar 1973.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.