Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 1
£3......aíar sterö'1'S!UðU . E32Í3 HFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, niiðvikudaginn 30. júlí 1975 — 32. tölublað FILMUhúsið akureyri Grunur er um veiði- þjófnað í Fjörðum Grenivík, 24. júní. Grunur leik- Ur á stórfelldum veiðiþjófnaði í Fjörðum með fyrirdrætti og netalögnum. Oyggjandi sannan- ir liggja ekki ennþá fyrir, en sterkur grunur og stefnt er að því að ná þessum mönnum og FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Síðasta miðvikudag varð mjög alvarlegt umferðarslys á Hrafna gilsstræti og slasaðist þar ungur maður á bifhjóli. Á fimmtudaginn varð piltur á reiðhjóli fyrir bifreið, en slapp lítt meiddur. Sama dag var bifreiðaárekstur hjá Steðja í Oxnadal, en ekki urðu þar slys á mönnum. Síðasta sunnudag varð harð- ur bifreiðaárekstur í Ljósavatns skarði. Þaðan voru fimm fluttir á sjúkrahús en enginn meiddist lífshættulega. Bifreiðarnar cru taldar ónýtar eftir áreksturinn. Fyrir helgina varð bifreiða- árekstur á Öxnadalsheiði og bifreið lenti út af vegi á Vaðla- heiði, en ekki urðu þar meiðsli á fólki. Á mánudaginn varð árekstur á milli strætisvagns og fólksbíls á mótum Byggðavegar og Ham- arsstígs. Einn farþegi fólksbíls- ins var fluttur í sjúkrahús til rannsóknar. □ Dagtjr kcmur næst út 7. ágúst. draga þá fyrir dóm. Grunurinn byggist á grunsamlegum ferð- um sjómanna á þessum slóðum og auk þess sögusagnir sem styðja hinn stei'ka grun um veiðiþjófnaðinn. Sjómenn þess- ir hafa skyndilega horfið þegar þeir hafa orðið manna varir í landi frá fjörum og ósum ánna. En eins og allir eiga að vita, er þarna öll veiði óheimil nema með leyfi landeiganda, sem í þessu tilvilci er Grýtubakka- hreppur. Veiðifélag í hreppnum hefur umboð landeiganda og hefur veiðiréttindin. Árnar, sem hér um ræðir, eru Botnsá í Þor- geirsfirði og Gilsá í Hvalvatns- firði, sem neðst heitir Tindaá. P A. Blaðið leitaði frétta hjá bæjar- stjóranum í Ólafsfirði, Pétri Má Jónssyni. Hann sagði: Búið er að fóðra borholuna nýju, niður á 110 metra dýpi. Verður svo borað ögn dýpra í von um meira af heitu vatni. Nýja vatnið er nú 64,5 gráðu beitt og magnið meira en fyrst var gróft mælt og er rúmir 25 lítrar á sekúndu. Þetta vatn verður virkjað fyrir veturinn og er mjög dýrmætt, þar sem vatn hitaveitunnar var áður 1100 hreindýriim verður lófifað í hanst Samkvaemt fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins verð- ur heimilað að veiða 1100 hrein- dýr á Austurlandi í haust. Hreppar þar eystra fá heimild til veiðanna eftir nánari regl- um, en hrepparnir úthluta svo veiðileyfunum sjálfir. I tilkynn- ingunni er talað um veiðar, en kunnugir menn nefna þetta fremur slátrun og telja það naumast sport, þar sem hrein- dýrin eru orðin mun gæfari en fyrrum vegna þess að þau hafa þúsundum saman léitað til byggða undanfarna vetur og ekki fullnægjandi fyrir kaup- staðinn. Um 90 þúsund rúmmetrar af ægissandi voru teknir úr höfn- inni, og sandinum dælt á svq- nefndar Flæðar. En að hluta fór sandurinn til undirbyggingar á íþróttavelli, sem verið er að byggja og verður langt komið vanist umferð manna og vél- knúinna tækja, nánast eins og húsdýr. í fyrra var heildarfjöldi hrein dýra á landinu 3700 og var þá heimilt að fækka þeim um 850, en talning, sem oft hefur verið gerð úr flugvél, með mynda- töku, hefur ekki farið fram í ár. Pctur Már Jónsson. að búa hann til fyrir veturinn. Þá kemur hluti uppfyllingar- innar að góðu gagni við væntan legan flugvöll, sem hér á að gera og vonir standa til að byrj- að verði á nú í ágústmánuði. Lítilsháttar skemmdir komu fram á stálþilinu við höfnina, en væntanlega verður ekki erfitt að gera við það. Þá átti að steypa þekjuna í sumar en verð ur e. t. v. frestað. Verið er að yfirkeyra eða setja malarlag á vesturveginn hér fram í sveitina, og fyrir dyr um stendur að vinna fyi'ir 8,5 millj. kr. £ austurveginum nýja og mun verða unnið fyrir þá upphæð í næsta mánuði. En þess ber að geta, að það er nú engin ósköp, sem hægt er að vinna í vegagerð fyrir hverja milljón króna. Gagnfræðaskólabyggingin er á dagskrá hjá okkur ennþá og verður unnið við skólahúsið í vetur og eitthvað lítið í sumar. Atvinnulífið hefur verið gott það sem af er árinu, og íbúarn- ir, sem eru 1130 og fer fjölgandi, hafa haft ágæta atvinnu og margir hafa eflaust unnið meira en góðu hófi gegnir. Togararnir Sólberg og Ólafur bekkur og svo 250 tonna skipið Sigurbjörg, hafa dregið mikinn afla á land, ennfremur þilfarsbátarnir og trillurnar, svo frystihúsin tvö á staðnum hafa löngum haft næg verkefni- En afli hefur verið fremur dræmur að undanförnu. Byrjað er á byggingu sex íbúða raðhúsi og öðru með fjór- um íbúðum og byrjað verður á byggingu fimm einbýlishúsa til viðbótar. Miklu fleiri íbúðir eru í byggingu frá fyrra ári. Blaðið þakkar upplýsingarn- ar. □ MINNIN GARLEIKUR UM JAKOB Á fimmtudagskvöld kl. 8 kernur 1. deildar lið K. R. og leikur við K. A. Minningarleikir þessir eru vanalega mjög skemmti- legir á að horfa þar sem engin barátta er um stig, heldur ein- ungis hugsað um að leika góða knattspyrnu. Akureyringar eru því hvattir til að fjölmenna og sjá góða knattspyrnu um leið og þeir styrkja Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar. □ GIMLI, NÝR VINA- BÆR AKUREYRAR Bæjarstjórinn á Akureyri, Bjarni Einarsson, er á förum vestur um haf og mun á sunnu- daginn, við hátíðlega athöfn, formlega ganga frá vinabæja- tengslum Gimli og Akureyrar. Hefur mál þetta verið á dagskrá undanfarið, en kemst nú í fram- kvæmd í tilefni af hátíðarhöld- unum miklu í Kanada, vegna hundrað ára búsetu íslendinga þar. □ Þeir Bjarni E- Guðleifsson, Helgi Hallgrímsson, Hörður Kristinsson og Jón Árnason rannsökuðu gróðurskemmdirn- ar á Mývatnsheiði og gáfu skýrslu um niðurstöður sínar 22. júlí sl. í skýrslunni segir: Allstórt syæði á heiðinni eru dökk tilsýndar og virtist okkur líklegt að þau væru tengd snjó- lögum. Við nánari athugun reyndust fjalldrapi og gulvíðir vera lauflaus að mestu. Voru brumin greinilega skemmd og höfðu engin lauf myndast af þeim í sumar, en sumsstaðar höfðu þó endar greinanna laufg ast, en blöðin voru gjarnan nög- uð eða annarleg í lögun. Víða mátti greina örsmáa bleðla, sem voru að gægjast út úr hinum skemmdu brumum, og voru þeir m. e. m. afmyndaðir, rauð- leitir að lit. Á gulvíðinum mátti víða sjá ný brum, sem höfðu skotið sprotum, einkum neðan- til á stoínunum. Bæði á fja.ll- drapa og víða var lifandi bark- lag á flestum stofnum og neðri hluta greina, og gefur það vonir um að runnarnir kunni að halda lífi. Á nckkrum ' stöðum virtist kvisturinn þó að mestu dauður, og benda líkur til, að þar hafi orðið skemmdir í fyrra. Gerð var sérstök leit að smá- dýrum, sem hugsanlegum skað- völdum. Fannst allmikið af púp- um, lirfum og nokkur fiðrildi, sem líklega tilheyra tegundinni Diarsia mendica (Syn: D. festiva ssp. conflua), sem kölluð hefur verið rótarfiðrildi eða jarðygla. Má ætla að um 5—10 einstaklingar hafi verið á fer- metra á hinum skemmdu svæð- um. Fundust lirfurnar mest í mosalaginu, en einnig á yfir- borði þess og jafnvel uppi í greinum. Miklar lílcur eru til, að lirfan hafa skemmt brumin einhvern tíman frá hausti til vors, senni- lega meðan svæðin voru undir snjó. Víða er lirfan enn að verki og nagar blöð trékenndra plantna og á einum stað (við Heiði) virtist hún ganga á nýtt land- Auk þess fundust á hinum skemmdu svæðum nokkur fiðrildi, sem flest virtust vera af fetaraætt (Birkifiði'ildaætt), en lirfur þeirra fundust ekki. Til viðbótar þeim gróður- skemmdum, sem þegar hefur verið lýst voru umtalsverðar skemmdir á krækilyngi, beiti- lyngi, sortulyngi, rjúpnalaufi o. fl. runnplöntum (nema eini). Voru blöð þessara plantna víða (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.