Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentvcrk Odds Bjömssonar h.f. Skiptingin í þjóðmálaumræðum hefur annað aðal málgagn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýnt sérstakan áhuga á að útrýma einni stétt manna í landinu, bændum, og kaupa búvörur frá út- löndum. Umræður um málið hafa verið fremur þröngar og að því leyti marklausar að yfirlit um skiptingu þjóðarinnar í stéttir og starfsgreinar hefur algerlega vantað og þar með nauðsynlega víðsýni yfir það stór- mál, hver sé æskileg þróun í skipt- ingu vinnuaflsins í landinu. Við landbúnaðinn vinna 10,2%, við íiskveiðar og fiskvinnslu 13%, við iðnað, annan en fiskvinnslu, 17,7%, við byggingar húsa og aðra mannvirkjagerð 12%, við samgöngu- mál 8,6% og við verslun 18,6%. Við þjónustustörf alls konar vinna 19,9%. Þessar tölur bregða uþp íuynd af skiptingunni og kemur það t. d. fram, að við landbúnaðinn og íiskveiðarnar og fiskvinnslu vinnur aðeins 23,2% en við verslunarstörf og viðskipti 18,6%, og í þjónustu- greinunum hvorki meira né minna en 19%, og hlýtur það að vekja menn til sérstakrar umhugsunar. Menn hljóta að spyrja, hvort þessi skipting sé eðlileg, nauðsynleg eða liagkvæm, og hvort búast megi við því að skipting af þessu tagi geti fært þjóðinni verulegar lífskjarabætur, og hvort ekki sé nauðsynlegt að stærri hluti vinnuaflsins sé í landbún aði, sjávarútvegi og iðnaði en nú er. Líklegt er, að flestir komist að þeirri niðurstöðu, að þjóðinni sé það liag- kvæmara að mun fleiri stundi þær atvinnugreinar sem annað hvort skapa raunveruleg verðmæti eða spari innflutning þeirra. f leit að skynsamlegri nýtingu vinnuaflsins en nú er, hljöta flestir að staðnæmast við þjónustugreinarnar og að þar megi fækka, og flestir hljóta einnig að staðnæmast við framleiðslugrein- arnar, landbúnaðinn, sjávarútveginn og iðnaðinn, í leit að þeim atvinnu- greinum, sem efla ber svo að meira verði til skiptanna. Það er eðli málsins samkvæmt að liafa uppi umræður um liagkvæmni, þegar skiptahlutur er skertur, og á það jafnt við hjá fjölskyldu og heilli þjóð. Ekki lætur það sig án vitnisburðar ef heimilistekjur minnka um 29% á einu ári. En það er einmitt þetta, sem hefur gerst á þjóðarbúinu, einkum vegna þeirra breytinga á viðskiptakjörum, að ís- lenskar vörur hafa lækkað í verði erlendis og erlendar vörur hækkað í innkaupi. Ekkert svar við þessari þróun er sjálfsagðara en efling hinna þriggja aðal atvinnuvega. □ Kæru bræður og systur. Ég vil fyrst þakka fyrir þau hlýlegu orð sem til mín hafa verið töluð. Mér var sagt að þessi kæri bróðir sem flutti bænina áðan væri formaður K.F.U.M. For- maður K.F-U.M. í heimalandi mínu, Rúmeníu, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir það eitt að vera formaður kristilegs félags- skapar. Ég er formaður félags- skapar sem heitir „Jesús til kommúnistaheimsins“. Það er félagsskapur sem færir ofsótt- um kristnum mönnum í löndum kommúnista hjálp. Við smygl- um biblíum og öðrum kristi- legum bókmenntum til þeirra. Við útvörpum fagnaðarerindinu á móðurmálum þeirra. Við hjálpum einnig fjölskyldum kristinna píslarvotta. Hundruð þúsunda kristinna manna eru í fangelsum kommúnista í dag. Milljónir þeirra hafa verið tekn- ir af lífi. Og margir úr fjöl- skyldum þeirra líða hungur. Mörg lönd hafa hlotið forræði kommúnista undanfarið. Og eins og íslendingar vita eru lönd kommúnista mörg. í þorpi nokkru í Eþíópíu sem heitir Voki Deva umkringdu liðssveitir kommúnista kirkj- una á sunnudagsmorgni og drápu alla sem voru þar. Karl- menn, konur og börn. Þetta gerðist meðan á stríði Eþíópíu og Eritreu stóð. Mundum við fara í kirkju ef við ættum á hættu að vera drepin fyrir það? í Laos hertók hópur Víet Kong manna þorp nokkurt á sunnu- dagsmorgni. Þeir tóku Krist- mynd sem var á altarinu og settu hana á þröskuld kirkj- unnar. Þeir miðuðu byssum á hina kristnu og skipuðu þeim að fara út úr kirkjunni og hrækja um leið á andlit Jesú. Og hver sá sem hrækir á Krist- myndina er frjáls ferða sinna. En hver sá sem ekki hrækir verður skotinn- Hvað hefðir þú gert? Við svona vandamál urð- um við að stríða heima í Rúmeníu. Ef þú ferð á sam- komu í rúmönsku neðanjarðar- kirkjunni er óvíst hvort þú kemur heim aftur eða ferð beint í fangelsi. Ef þú hefðir verið í Laos, í þessari kirkju og verið gefnir þessir tveir valkostir: Að hrækja á Jesú, eða deyja. Hvað myndir þú hafa gert? Það er auðvelt að syngja kristna söngva. Það er einnig auðvelt að hlýða á prédikun. Það er einnig auðvelt að gefa í safn- aðarstarfið. Það er líka auðvelt að breyta rétt gagnvart Kristi. En að deyja fyrir hann? Mund- um við vera tilbúin til að deyja? Jesú sagði að við ættum að elska Guð af öllu hjarta, af allri sálu, það þýðir að elska hann eins og hann elskar okk- ur. Hann elskaði okkur allt til dauða á krossinum. í hvert sinn sem ég kem inn í kirkju og horfi á krossinn, þá minnist ég þess að hann elskaði mig allt til dauða. Og nú eru það hinir kristnu í Laos, þar sem þeim voru gerðir tveir kostir: Að hrækja á mynd Jesús, eða deyja. Hvað myndir þú hafa gert? Og nú skal ég segja ykk- ur hvað gerðist í þessari kirkju. Margir hræktu á Jesú. Rétt áður höfðu þeir verið til altaris, sungið að þeir elskuðu hann og síðan hræktu þeir á hann til þess að deyja ekki. Hefðir þú verið einn þeirra? Svo kom röð in að 16 ára stúlku. Hermenn- irnir miðuðu á hana byssu og henni var sagt að hrækja. Hún fór að gráta og sagði: „Ég get ekki hrækt á mynd hans, ég elska hann af öllu hjarta mínu.“ Og hún kraup niður og þurrk- aði hrákann af myndinni með ermi sinni. Þegar hún hafði verið skotin féll hún fram á myndina af þeim, sem hún elskaði. Þetta eru þeir kostir sem við eigum í löndum kommúnista- Fjórði hver maður f heimin- um er Kínverji. 800 milljónir Kínverja. Guð elskar Kínverja mjög mikið. Það sést best á því hvað hann skapaði marga. 800 milljónir. Öllum kirkjum í Kína hefur verið lokað. Og Kínverj- um voru gefnir þeir kostir, að hrækja framaní Jesú, eða deyja. í Norður Kóreu hefur sérhver sá er játað hefur nafn Krists verið drepinn. Skyldi einhver ykkar hafa heyrt þessi nöfn- Margareta Morgan og Minka Handskamp. Þær hafa nýlega verið drepnar af skæruliðum kommúnista í Thailandi. Við vitum ekki einu sinni nöfn allra. Þetta voru ung ar stúlkur sem áttu unnusta og bjarta framtíð. En þær elskuðu Krist svo heitt, að þær fóru frá heimalandi sínu til þess að þjást og deyja með því að boða orð Krists á slóðum skæruliða kommúnista. Hvers vegna elska þær Krist svo mikið? Ég er Gyðingur og ólst upp án þess að vita nokkuð um Krist. En á íslandi og í öðrum kristnum löndum lýður kristinndómurinn mikinn skaða. í skólunum kynnumst við svolítið kristn- inni og það virkar eins og bólu- efni. Það vita allir hvernig bólu efni virkar. Við fáum lítinn skammt af veirum í okkur og verðum síðan ónæm fyrir við- komandi veiki. Eins er með lítil börn á íslandi. Þau fá svolítinn skammt af kristni, sem virkar eins og bóluefni gegn hinum raunverulega kristindómi. Já ég veit hvað kristindómur er. En við getum ekki skilið kristin dóminn. Við öðlumst ekki full- komna þekkingu á honum. En við veitum honum viðtöku fagn andi. En við getum orðið svo vön honum, að við hirðum ekki um að veita honum viðtöku. Ég var Gyðingur og kynntist krist- indómnum ekki. Hann var al- gjörlega nýr fyrir mér. Og þá skynjaði ég fegúrð hans- Svo nú get ég skilið þá sem þjást og deyja fyrir hann. Það fegursta í kristninni er að finna í tveimur versum sem ekki eru í Biblíunni. Eitt vers, sem ekki er í Biblíunni og er mjög fagurt segir frá því að á meðan Jesú lifði hér á jörð spurði hann aldrei neinn um hvaða syndir hann hefði drýgt, hversu margar eða alvarlegar syndir eða gegn hverjum. Hann spurði engan um syndir hans. Hann er sá nærgætnasti maður sem nokkurn tíman hefur lifað á jörðinni. Hann er vinur okk- ar. Hann vill ekki vita um það sem miður fer. Hann elskar okkur eins og við erum. Hann spurði engan um syndir hans. Annað athyglisvert vers, sem stendur heldur ekki skráð í Biblíunni er að á meðan Jesú lifði hér á jörðinni, var enginn sem bað hann fyrirgefningar. Enginn sagði nokkurn tíman við hann, Jesú viltu fyrirgefa mér. Það var aldrei sagt við hann. ég verð að biðja þig að afsaka. Síðasta kvöldið flýðu postularnir. Pétur afneitaði hon um. Síðan reis Jesú upp og kom til lærisveinanna og það hefði verið fallegt ef postularnir hefðu sagt við hann: Fyrirgefðu okkur. En það var enginn sem sagði það. Vegna þess að frá andliti hans stafaði svo mikil elska og gæska að þeir gerðu sér ljóst að fyrirgefningin var sjálfsagður hlutur. Hann var kærleikurinn holdi klæddur. Hann elskaði okkur svo mikið að hann kom frá himni og fædd ist í jötu og lifði sjálfur lífi þján inga- Hann lifði það að vera hýddur og krossfestur til þess að leysa okkur frá syndum okkar og búa okkur stað á himni í hinni fögru paradís. Og hvernig er það svo hægt að elska ekki slíkan. Ég veit um paradís, sem ekki er nefnd í Biblíunni. Ég veit um hana því að ég hef verið þar. Ég hef séð paradís. Fyrstu fangavistarár okkar, þegar hver var einn í fanga- klefa 10 metrum undir yfirborði jarðar. Við sáum aldrei sólina eða tungliö. Ekki heldur snjó, blóm eða stjörnur. Við höfðum heldur ekki Biblíuna eða neina aðra bók. Ég sá ekki barn í 14 ár. Ég sá heldur ekki konu í 14 ár. Við vorum barðir hræði- lega. Það fara hræðilegar pynt- ingar fram í fangelsum komm- únista. Kristnar konur eru færðar úr fötunum og hendur þeirra bundnar fyrir aftan bak þannig að þær geti enga björg sér veitt. Síðan er snákum sleppt undir nærklæði þeirra. Við getum reynt að hugsa okk- ur hvernig það er að hafa lif- andi snáka skríðandi innan- klæða. Munnur okkar var opn- aður með valdi og miklu af salti hellt uppí hann. Og síðan var okkur haldið klukkustundum saman án þess að fá vatnsdropa. Það er ógerlegt að ímynda sér hvernig það var- En þegar það var erfiðast birtist engill. Þarna er mynd af engli (bendir á skírnarfont Akureyrarkirkju). Englar eru ekki aðeins í sögum. Þeir eru ekki eingöngu búnir til, til þess að segja börnum frá þeim. Englarnir eru raunveru- legir. Það eru margir englar hér inni í kirkjunni núna. Það er ekki aðeins þessi úthöggni (skírnarfonturinn). Það eru alltaf englar í kringum altarið og sérhvert okkar hefur sinn verndarengil. Og englar okkar voru með okkur í fangaklefun- um. Og þegar þjáningin var hræðilegust, þá lyfti engill tjald inu svolítið. Tjaldinu sem skilur okkur frá ríki Guðs. Og við sáum ólýsanlega fegurð í þess- um dimmu fangaklefum. Og við heyrðum hljómlist, sem er fremri öllu sem hægt er að heyra hér á jörð. Fangelsi kommúnista varð paradís vegna þess að Jesú var með okkur og englarnir voru með okkur- Við hefðum viljað syngja Guði lof, en kommúnistarnir höfðu ekíd látið okkur hafa píanó eða orgel í fangaklefana. En þeir höfðu samt verið mjög góðir. Þeir höfðu sett járnhlekki á hendur okkar. Og hlekkirnir eru ágæt hljóðfæri. Við gátum sungið. (syngur hluta af „Guð í hæst- um hæðum“). Hlekkirnir urðu að hljóðfærum af því að Jesú var með okkur og af því að við höfðum englana með okkur. Og Guð breytti kommúnistafangels inu. Hann breytti því í brot úr paradís. Ég er ekki hér til að segja ykkur um þá sem hafa nautn af því að kvelja aðra. En slíkar sögur gerast í löndum kommún- ista. Ég er komin til þess að segja ykkur um sigur trúar- innar. Segja ykkur að' Jesú gef- ur kraft til að sigrast á hverju sem er. Bræður og systur okkar f kommúnistalöndunum þjást mjög mikið. Þess vegna hjálp- um við þeim með starfinu okk- ar, Jesús til heims kommúnista. En þeir geta samt hjálpað okk- ur miklu meira. Þeir geta hjálp- að okkur til þess að lifa raun- verulega kristnu lífi. Lífi þar sem þú ert tilbúin að deyja fremur en að hrækja í andlit Krists. Ég hafði verið 8 ár í fangelsi kommúnista og lifað þar marga erfiðleika. í fangelsum í Rúmeníu hafa kristnir menn verið neyddir til þess með pynt- ingum, að borða saur sinn og þvag- Vinur mins, kaþólskur prestur, sem var orðimi hálf vitstola eftir pyntingar var skip að á fætur á sunnudagsmorgni og honum fenginn diskur með saur og bikar með þvagi. Hann var neyddur til að hafa altaris- sakramenti. Og hann sagði „þetta er líkami mis, þetta er blóð mitt.“ Mörgum slíkum heimskubrögðum er beitt. Kommúnismi er frá djöflin- um. En Kristur er góður og hann varðveitir tnina. Eftir átta ár innan fangelsisveggjana kom einn foringi kommúnista til þess að yfirheyra mig. Hann spurði um aðra leiðtoga neðan- jarðarkirkjusnar, hverjir þeir væru Hvar kristileg rit væru prentuð leynilega? Hvar sam- komustaðir okkar væru? o. s. frv. En þegar hann hafði spurt mig, þá sagði ég við hann. „Vild ir þú vera svo vænn að leyfa méi' að spyrja þig?“ „Já, gjörðu svo vel.“ Ég spurði hann, „hef- ur þú nokkurn tíma orðið ást- fanginn?“ Og hann spurði hvað ég meinti með þessari spurn- ingu. Og þá sagði ég. „Ef þú elskar einhvern af öllu hjarta þínu þá væri kærleikstilfinning Richard Wurmbrand. w—iffmnrriii m n i uiirqHw iniu>ea» RICHARD WURMRRAND: Ræða flutt í Akur- eyrarkirkju 3. júní Texti: Matt. 22, 35-40 þín svo mikil að þú hirtir ekk- ert um það sem ég • hefði gert. Þegar ég var ástfanginn af kon- unni minni, þá var ég ekki að hugsa um syndir einhverra annarra. Ég hugsaði dag og nótt um fallegu brúðina mína og þú ættir lieldur að elska Jesú af öllu hjarta og gleyma hvað við og þessir hinir höfum gjört.“ Þá sagði hann „það hefur aldrei neinn svarað mér þannig." En þá segi ég. „Ég svara þér svona “ Og ég sagði honum sög- una um Jesú. Þessi lögreglu- foringi kommúnista snerist til trúar og hann gerði allt sem hann gat til að fá mig lausann úr fangelsinu. Og honum tókst að fá mig leystann. En kommún istarnir komust að því og settu hann í fangelsi. Hann fórnaði lífi sínu fyrir mig. Síðan varð hann að losna úr fangelsinu. Við hjónin hugsuðum okkur að gefa honum brauðbita. Og dag- inn eftir að hann losnaði, þá fékk hann svolitla peninga hjá einhverjum og færði mér blóm. Hann sagðist vera kominn með þetta til mín því ég hefði gefið sér þau forréttindi að líða fyrir þennan fagra málstað. Við óttumst öll þjáningar. En þjáningin getur verið vinur okkar. Jesú frelsaði okkur frá þjáningu. En nú ætla ég að segja ykkur eina sögu enn. Kristinn maður stóð frammi fyrir lögreglufor- ingja kommúnista. Hann var pyntaður til að skýra frá leynd- ardómum Neðanjarðarkirkjunn ar. En hans neitaði. Honum var hótað því að hann og öll fjöl- skylda hans yrði handtekin og send í útlegð til Síberíu þar sem þau yrðu ein í kuldanum. Kristni maðurinn brosti og sagði. „Foringi, hvert getur þú sent mig, öll jörðin er föður míns? Hvert sem þú sendir mig verð ég á jörð föður míns.“ En þá hótaði foringinn því að taka allar eigur hans eignarnámi. Hinn kristni svaraði, „það er allt í lagi því minn fjársjóður er á himni, ef þú átt nógu stór- an stiga til að ná til himins, þá leyfi ég þér að taka allar eigur mínar.“ Þá reiddist foringinn mjög og hvaðst skjóta hann- En hinn kristni brosti ennþá og sagði, „ef þú tékur mitt jarð- neska líf þá hefst hið raunveru- lega líf mitt.“ Þá hrópaði for- inginn. „Allir þið kristnu heimskingjar, þið 'viljið deyja því þið trúið að þið farið til himna, þess vegna skjótum við ykkur ekki, heldur lokum við ykkur einsömul inni í fanga- klefum, bak við læstar dyr og járnrimla og leyfum engum að heimsækja ykkur.“ Hinn kristni maður svaraði. „Ég á einn vin, sem getur farið gegnum læstar dyr og kemst framhjá járnriml- um. Þú getur ekki útilokað mig frá kærleika Krists, það er ekki heldur hægt að aðskilja þig frá kærleika Krists.“ Jesú Kristur elskar fslend- inga. Núna er ég að lesa Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar. Ég hef aldrei lesið jafn fallegan kristilegan skáldskap. Guð elsk- ar þig einnig. Þú getur hjálpað börnum kristinna píslarvotta með því að styrkja starfsemi okkar. En þau geta hjálpað þér mikið meira. Þau geta kennt þér að lifa eftir raunverulegum kristnum kærleika. Þannig að þú getir svarað freistaranum á sama hátt og kristni maðurinn óðan svaraði kommúnistafor- ingjanum. Öll jörðin er föður míns. Mínir fjársjóðir eru á himni. Þegar ég dey þá hefst líf mitt og ég á vin sem ekki er hægt að skilja mig frá. Taktu á móti Jesú sem vini. Veittu hon- um inngöngu í hjarta þitt. Megi Jesú verða Drottinn á heimil- um ykkar- Megi Jesús verða Drottinn íslands. □ Húsmæðraorlof fyrir allt Norðurland Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði dagana 10.—11- júní sl„ í boði Héraðssambands eyfirskra kvenna. Mættu þar fulltrúar frá öllum kvenfélaga- samböndum á Norðurlandi. Á fundinum voru tekin til umræðu mörg áhugamál norð- lenskra kvenna, svo sem full- orðinsfræðsla, heimilisiðnaður, garðyrkja og fleira, og margar ályktanir gerðar. Á vegum sambandsins hefir verið tvö undanfarin sumur rekið umfangsmikið húsmæðra- orlof fyrir allt Norðurland, á Laugalandi í Eyjafirði, og verð- ur þeirri starfsemi haldið áfram nú í sumar. íslendingar búi einir að veiðiréttindunum Á fundi sínum nýlega sam- þykkti miðstjórn Alþýðusam- bandsins samhljóða: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands lýsir fyllsta stuðningi sínum við þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að færa fiskveiði- landhelgina út í 200 mílur frá grunnlínum. Telur miðstjórnin þessa ákvörðun hafa verið full- komlega tímabæra og lífsnauð- synlega til verndar fiskistofn- unum, og þar með efnahagslífi þjóðarinnar. Miðstjórnin bendir jafnframt á, að nú er svo nærri fiskistofn- unum á íslandsmiðum gengið, að útfærslan getur ekki náð til- gangi sínum nema íslendingar einir búi að veiðiréttindum inn- an 200 mílna markanna.“ □ Þá fór á síðastliðnu sumri, á vegum sambandsins, hópur af ' unglingum frá Norðurlandi á gai'ðyrkjunámskeið í Hvera- gerði, og nú í sumar fer hópur af húsmæðrum á samskonar náfnskeið. Fundurinn samþykkti að mæl ast til þess við öll kvenfélög á Norðurlandi að gera á næstu 2 árum sameiginlegt átak til að styrkja Sólborgarhælið á Akur- eyri, sem nú er í sárri þörf fyr- ír aukið húsnæði og margskon- ar búnað og tæki. Að kvöldi fyrri fundardags sátu fundarkonur rausnarlegt kvöldverðarhóf að Hótel KEA, í boði KEA. Að því loknu skoð- uðu þær vistheimilið á Sólborg og drukku þar kvöldkaffi. Seinni fundardag lauk fund- inum með skemmtun í Lauga- börg og kaffisamsæti í boði Héraðssambands eyfirskra kvenna, þar sem mætti fjöldi fólks úr nágrenninu. Stjórn sambandsins skipa: Emma Hansen, Hólum, formað- ur, Guðbjörg Bjarnadóttir, Ak- ureyri, gjaldkeri og Elín Ara- dóttir, Brún, ritari. (Fréttatilkynning) Bjarni Kristinsson Fæddur 30. des. 1916 - Dáinn 15. júli 1975 Mig setti hljóðan er ég fregnaði sl. þriðjudagskvöld að Bjarni vinur minn Kristinsson væri dáinn. Að vísu má segja að and- lát hans hafi ekki borið að fyrir- varalaust, því hann hafði verið sjúkur um nokkurra mánaða skeið, en sl. mánudag fékk ég þær fregnir af honum, þai' sem hann lá á Landsspítalanum, að hann væri nokkru betri. Von- aði ég þá að heilsan væri að koma á ný, og hann gæti innan tíðar gengið glaður og hress að sínu starfi- En svo varð ekki. Á þriðju- dagskvöld var hann allur, horf- inn á vit feðra sinna. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman fermingarárið okk- ar 1930. Unnum við þá baðir við fiskverkun út á Gleráreyrum, hann sunnan við læk, en ég norðan við, og síðan á íþrótta- vellinum á kvöldin, þar sem við öttum kappi saman, hann í K.A. ég í Þór. Strax á unglingsárum Bjarna kom i ljós hversu afburða dugn- aðar- og drengskaparmaður hann var. Hann gekk aldrei hálfvolgur að neinu verki. Ég Frá UppSýsingaþjónusfunni Útflutningur landbúnaðar- afurða. Á síðastliðnum vetri sam- þykkti sænska ríþisstjórnin að leyfa aukinn innflutning á dilka kjöti frá íslandi án innflutnings gjalds. Undanfarin ár hefur fengist leyfi til að flytja inn 500 Framkvæmdir að hefjast Á Visthéimilinu Sólborg á Akur eyri verður unnið að sjúkra- deild fyrir um 20 millj. kr. nú í sumar. Jarðvinna er þegar hafin, en síðan verður bygging- in boðin út, en leyfi til fram- kvæmdanna hafa dregist úr hófi fram. Þá hefur Sólborg keypt hús- eignina númer 32 við Oddeyrar götu og er ætlunin að þar dvelji það fólk, sem er sæmilega sjálf- bjarga og húsnæðið hrekkur til. Þrengsli eru svo mikil á vist- heimilinu að jaðrar við neyðar- ástand. Þar eru nú 56 manns innritaðir í fulla vist og nokkrir í dagvist að auki. Nýi staðurinn við Oddeyrargötu rúmar senni- lega 8 vistmenn. Margir eru á biðlista Vist- heimilisins Sólborgar og er því stækkun brýn. Geta má þess, að hinir 56 vistmenn eru í hús- næði, sem upphaflega var ætlað fyrir 32. □ tonn af dilkakjöti héðan, en í ár mun innflutningur fást fyrir 650 tonnum án innflutnings- gjalds- Ennfremur hefur verið sam- þykkt af sænsku ríkisstjórninni að leyfa innflutning á 100 ís- lenskum hestum án innflutn- ingsgjalds. Ennþá eru greiddir verulegir tollar af innfluttum íslenskum ostum þar í landi, en unnið er að því að fá þá lækkaða eða afnumda. Margt bendir til þess að auk- inn eftirspurn verði á íslensku dilkakjöti í Noregi í ár og enn- fremur er reiknað með að verð- ið hækki þó nokkuð miðað við það sem var greitt fyrir kjötið á síðastliðnu hausti. Gert er ráð fydir að niðurgreiðslur á dilka- kjöti lækki um N. kr. 2,00 á kg og þessi hækkun mun koma fram { verði íslenska dilka- kjötsins. hefi aldrei þekkt nokkurn mann er hefir verið eins hjálp- samur við náungann og Bjarni var. Oft gekk hann til manna, er hann vissi að voru að byggja sér íbúð, tók þá til hendinni til hjálpar, á kvöldin og um helg- ar, og það munaði um piltinn. Ætíð glaður og reifur, hafði hressandi og góð áhrif á alla er í kringum hann voru. Varð ég þessarar hjálpsemi Bjarna að- njótandi sl. vetur í ríkum mæli, sem ég stend í þakkarskuld við hann fyrir. Ég vil nefna eitt lítið dæmi um hjálpsemi Bjarna. Nágranni hans hugðist reisa fánastöng á lóðinni hjá sér. Stöngin var kom in heim á lóð og nágranninn fór í ferðalag. Er hann kom heim aftur var búið að steypa stöng- ina niður og reisa hana. Þarna var Bjarni að verki, hann sá að þetta þurfti að gera og þá var að rjúka í það- Bjarni var einstaklega barn- góður maður. Barnabörnin hans elskuðu afa sinn meira en nokkurn annan og vildu helst alltaf vera hjá honum. Hann var líka ólatur að leika og tala við þau og hafði þau með sér er hann fékk sér göngutúr. Við höfum öll misst mikið, er Bjarni er horfinn. Mestur er þó söknuðurinn hjá eiginkonu og börnum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð um leið og ég kveð þennan einstaka dreng- skaparmann. Sigm. Bj. - Gróðurskemmdir . . Enn um kenningar dr. Helga Péturss. Nyalsinnar, telja að það sé nauð synlegt að rannsaka drauma- ■ heiminn, og gera sér grein fyrir hvaðan draumarnir eru til- komnir. Þá opnast ný og víðáttu mikil leið að dularheiminum, sem við teljum að er ekki dular fullt lengur. Og segjum hik- laust, að það sem margir hafa haldið vera andaheim er enginn andaheimur heldur framlíf að holdi og blóði á öðrum stjörn- um. Þegar maðurinn dreymir, þá hefur hann hugar-, sjón- og til- finningarsamband við einhvern annan (draumgjafan) sem lifir drauminn, sá hinn sami, er oft- ast á einhverri annari frumlífs eða framlífsstjörnu, en stund- um er draumgjafinn frá þessari jöi'ðu (Tellus) sem er frumlífs- jörð. Ef dreymandinn er að horfa í spegil þá sér hann ekki sjálfan sig heldur draumgjafan- Þegar hann vaknar og segir frá draumnum, þá talar hann um að hann hafi litið öðruvísi út í draumnum. Hvort heldur, sem er, að dreymandinn hafi sarm band við frumlífs eða framlífs- jörð, þá sér hann menn og dýr með líkamsbyggingu að holdi og blóði. Einnig sér hann hús, engi, fjöll og skógivaxið land- svæði, eins og við eigum að venjast. En þó getur sumt verið frábrugðið, eins og t. d. dýra- tegundir sem við höfum aldrei séð hér á jörðu. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta lesið um það í tímaritinu, Lífgeislar og bók- inni, „Það er líf á öðrum stjörn- um“, sem fæst í bókaverslun hér í bæ. Eftir miðjan ágúst eða í byrjun september mun Félag Nyalsinna koma hingað til Ak- ureyrar og halda miðilsfund. Þorbjörn Ásgeirsson, Þórunnarstræti 127, Akureyri. Kjötbirgðir. Þann 1. júní sl. voru birgðir af dilkakjöti í landinu 2.685 tonn, það eru 152 tonnum meira magn en á sama tíma og í fyrra. Kjöt af fullorðnu fé voru 648 tonn á sama tíma. Nautakjöts birgðir eru nú allverulegar, sam tals voru til í landinu 943 tonn af nautakjöti 1. júní, þar af voru 346 tonn af ungnautakjöti. Birgðir 1. júní í ár voru 350 tonnum meiri en á sama tíma og í fyrra. Birgðir af hrossakjöti voru 1. júní 246 tonn. Verðlagsgrundvallarverð. Reiknað hefur verið út endan legt verðlagsgrundvallarverð á kindakjöti af framleiðslu ársins 1974- Verulegar verðhækkanir hafa orðið á kjöti síðan í sláturtíð í haust en samkvæmt þeirn hækk unum þá á verð til framleið- anda fyrir framleiðslu ársins 1974, að vera eins og hér segir: 1. verðflokkur kr. 299,81 á kg 2. verðflokkur kr. 277,10 á kg 3. verðflokkur kr. 220,30 á kg 4. verðflokkur kr. 141,83 á kg 5. verðflokkur kr. 112,47 á kg 6. verðflokkur kr. 94,82 á kg (Framhald af blaðsíðu 1) m. e. m. sölnuð (gul eða brún) og virtust þær sumsstaðar að dauða komnar. Þó virtust blöð þeirra ekki verulega bitin. Af fyrri athugunum má ráða að þessar skemmdir séu fremur nýlegar og fari enn vaxandi. Erfitt er að geta sér til um orsakir þessarar sölnunar, en reynt verður að kanna þær nánar. Skemmdir á grasjurtum (grösum og störum) voru ítið áberandi, en á stöku blettum virtist geta verið um eins konar kal (líkl. svellakal) að ræða. Mosar, skófir og nokkrar blómjurtir (t. d. túnfífill), virt- ust yfirleitt ekki skemmdar. Vitað er að vorið 1974 (seint í maí) urðu verulegar kal- skemmdir (frostkal) á runnum á þessu svæði. Auk þess telja bændur sig hafa orðið vara við svipaðar gróðurskemmdir og lýst er hér að framan, í fyrra- sumar. Einnig urðu þeir varir við mikinn sveim fiðrilda á heiðinni sumurin 1973 og 1974. Að lokum má geta þess að fuglar hafa sótt mjög í hin skemmdu svæði í sumar- Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.